Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
Geimskutlan kom-
in á braut með
r isasj ónaukann
Canaveralhöfða. Reuter.
BANDARISKU geimskutlunni Discovery var skotið á loft í gær
með hinn byltingarkennda Hubble-sjónauka innanborðs. Með hon-
um vonast vísindamenn til að geta leyst gáturnar um alheiminn.
Flugtakið átti sér stað tveimur
mínútum á eftir áætlun vegna
óvæntrar bilunar í eldsneytislok-
um, en unnt reyndist að lagfæra
bilunina strax með tölvubúnaði
ferjunnar. Níu mínútum síðar var
Discovery komin áfallalaust á
braut sína umhverfís jörðu.
Hápunktur fimm daga ferðar
geimfeijunnar að þessu sinni verð-
ur í dag, þegar Hubble-sjónaukan-
um verður komið fyrir á braut um
jörðu. Tækniundur þetta kostaði
tvo og hálfan milljarð dollara
(ríflega 152,5 milljarða ísl. kr.) og
mun gera vísindamönnum kleift
að skyggnast aftur til upphafs
tímans. Stjömufræðingar telja að
með tilkomu sjónaukans verði
frekari stoðun rennt undir kenn-
ingamar um sköpun alheimsins í
„hvellinum mikla“ fyrir 20 mill-
jörðum ára.
Súdan:
Leiðtogar upp-
reisnarmanna
„Sjónaukinn gerir okkur mögu-
legt að sjá hina fjarlægustu hluti,
fyrirbæri sem eru meðal þess sem
fyrst varð til í alheiminum, og
rannsaka þannig leyndardóma
sköpunarinnar,“ sagði Lennard
Fisk, yfirmaður vísindadeildar
Bandarísku geimrannsóknastöðv-
arinnar (NASA).
Sjónaukinn verður á braut um
380 mílum fyrir ofan hinn myrka
lofthjúp sem byrgir jafnvel full-
komnustu stjörnuskoðunarstöðv-
um sýn frá jörðu.
Hönnuðir sjónaukans fullyrða
að með honum megi sjá 50 sinnum
daufari hluti en með stjömusjón-
aukum frá jörðu og með tíu sinn-
um meiri skýrleika.
Manea Manescu, Tudor Postelnicu, Emil Bobu og Ion Dinca, nánustu samstarfsmenn Ceausescus, hafa
verið ákærðir fyrir glæpi í sljórnartíð einræðisherrans. Þeir eru þó mjög fáir, fyrrum frammámenn
kommúnistaflokksins, sem virðast þurfa að óttast málsókn.
Rúmenska öryggislögreglan
farin að þjóna nýjum herrum
teknir af lífi Andstæðing-um Þjóðfylkingarinnar ógnað og sumum hótað dauða
Kaíró. Reuter.
28 herforingjar voru teknir af lífi
í Súdan í gær eftir að herforingja-
stjórn Omars Hassans al-Bashirs
hafði bælt niður byltingartilraun,
sem gerð var á mánudagsmorgun.
Dagblað súdanska hersins skýrði
frá því að markmið uppreisnarmann-
anna hefði verið að koma á lýðræði
í landinu. Talsmaður stjómvalda
sagði að leiðtogar þeirra hefðu verið
Abdul-Kader al-Kadro, fyrrverandi
undirhershöfðingi, og Mohammed
Osman Hamed Karar, fyrrum flug-
sveitarforingi. Þeir gegndu háum
embættum á valdatíma Sadeqs al-
Mahdis, forsætisráðherra sem Bash-
ir steypti af stólj í júní síðastliðnum.
Þeir voru handteknir ásamt ýmsum
herforingjum á mánudag og teknir
af lífi aðeins degi síðar.
Stjórnvöld segjast hafa komist að
undirbúningi uppreisnarmanna á
sunnudag. Að sögn vestrænna
stjórnarerindreka í höfuðborginni
Kartúm var þar allt með kyrrum
kjörum í gær og ekki hefur verið
skýrt frá mannfalli í tengslum við
uppreisnina.
Borgarastyrjöld hefur geisað
árum saman í Súdan milli stjórn-
valda múslima í norðri og kristinna
skæruliða í suðurhlutanum, auk þess
sem hungursneyð, uppskerubrestur
og erlendur skuldabaggi þjaka þjóð-
ina.
Búkarest. Reuter.
SECURITATE, hin illræmda öryggislögregla í Rúmeníu, starfar enn
þótt einræðisherranum Nicolae Ceausescu hafi verið steypt af stóli
og hann tekinn af lífi. Um það eru andstæðingar Þjóðfylkingarinnar
og erlendir stjómarerindrekar í landinu sammála og Corneliu Co-
posu, leiðtogi Bændaflokksins, sagði síðastliðinn sunnudag, að öryggis-
lögreglan ógnaði kjósendum á landsbyggðinni og hótaði starfsmönnum
flokksins dauða.
„Ég veit, að öryggislögreglan hef-
ur verið endurvakin, tvær deildir
hennar," sagði Coposu og aðrir
Rúmenar og erlendir sendimenn eru
sama sinnis. „Securitate er enn á
sínum stað. Það hafa orðið manna-
breytingar í æðstu stöðum en kerfíð
er óbreytt," sagði austur-evrópskur
sendimaður og vestur-evrópskur
stjórnarerindreki kvaðst hafa heim-
ildir um, að útsendarar öryggislög-
reglunnar væru að koma sér fyrir í
þeim mörgu flokkum og félögum,
sem hafa sprottið upp í Rúmeníu á
síðustu mánuðum.
Haft er eftir heimildum í Rúm-
eníu, að öryggislögreglan geri sér
sérstakt far um að ofsækja félaga
í nýstofnuðum, fijálsum verkalýðs-
félögum og stundi enn víðtækar
símahleranir. Þá segir vestrænn
stjórnmálafræðingur, sem kominn
er til Rúmeníu að fylgjast með kosn-
ingunum 20. maí nk., að úti á landi
sérstaklega séu andstæðingar Þjóð-
fylkingarinnar, sem er við völd, of-
sóttir á margan hátt og í síðustu
viku réðust ókunnir menn á stúd-
enta í borginni Iasi. Voru þeir með
áróður gegn Þjóðfylkingunni en
flestir frammámenn hennar eru fyrr-
verandi kommúnistar.
Svo átti að heita, að öryggislög-
reglan hefði verið leyst upp eftir
byltinguna en yfirvöld hafa skýrt frá
stofnun nýrrar gagnnjósnastofnun-
ar. Yfir henni hvílir þó mikii leynd
og virðist enginn vita hvað orðið
hefur um þúsundir fyrrverandi
starfsmanna öryggislögreglunnar og
aðra þá, sem voru á hennar snærum.
Ion Pacepa, fyrrum yfirmaður
rúmensku öryggislögreglunnar, sem
flýði til Bandaríkjanna 1978, sagði
í Washington í síðustu viku, að hann
hefði haft samband við fyrrum sam-
starfsmenn sína í Rúmeníu. „Allir
þessara gömlu félaga minna stunda
sitt starf eins og ekkert hafi í skor-
ist,“ sagði Pacepa, sem telur, að
starfsmenn Securitate hafi verið
40.000 og aðeins 3.700 látnir hætta
eftir byltinguna.
Starfsfóik á hótelum í Búkarest
varar oft erlenda gesti, til dæmis
blaðamenn og kaupsýslumenn, við,
að herbergin séu hleruð og margir
ríkisstarfsmenn, óbreyttir Iögreglu-
menn og baráttumenn fyrir auknum
mannréttindum þora ekki að ræða
við blaðamenn í síma. Undir fjögur
augu fullyrða þeir, að símarnir séu
hleraðir.
Síðan t byltingunni í desember
hafa aðeins örfáir öryggislögreglu-
menn og nokkrir nánustu samstarfs-
manna Ceausescus verið ákærðir
þótt ríkissaksóknarinn hafi heitið að
draga alla „hryðjuverkamennina" til
ábyrgðar á glæpum sínum. A mynd-
um, sem teknar voru í byltingunni,
má sjá nokkur hundruð leyniskyttna
öryggislögreglunnar að verki en
engin þeirra hefur enn verið nefnd
á nafn opinberlega.
Líbanon:
Hóta að myrða banda-
ríska ríkisborgara
Beirút. Reuter.
SAMTÖK öfgafullra múhameðstrúarmanna er nefhast Jihad-Beit
al-Maqdis, lýstu yfir því í gær að liðsmenn þeirra myndu -myrða
bandaríska ríkisborgara hvar sem til þeirra næðist félli öldunga-
deild Bandaríkjaþings ekki frá þeirri ákvörðun sinni innan tíu daga
að telja Jerúsalem höfuðborg Ísraelsríkis.
í yfirlýsingu samtakanna, sem
komið var á framfæri við dagblað
eitt í Beirút, höfuðborg Líbanons,
sagði að Bandaríkjamenn, jafnt
þeir sem byggju í ríkjum múha-
meðstrúarmanna og utan þeirra,
yrðu teknir af lífi yrði samþykkt
öldungadeildarinnar ekki dregin til
baka. Tillagan um viðurkenningu á
Jerúsalem sém hofuðborg Isra-*
elsríkis var samþykkt á þingi í
síðasta mánuði.
Samtök þessi hafa staðið fyrir
fjölmörgum hryðjuverkum í ísrael.
A síðasta ári réðust liðsmenn þeirra
á langferðabifreið og myrtu 16 Isra-
ela auk þess sem þau lýstu yfir
ábyrgð á morðum níu ísraelskra
ríkisborgara í Egyptalandi í febrú-
armánuði.
Breska vikuritið Economist:
Islendingar eiga flest
Trivial Pursuit-spil
EFTIRFARANDI grein birtist í fram að íslendingar geta stært þjóð heims.
nýjasta tölublaði breska vikurits- sig af því að eiga fleiri Trivial Iðnvæddu þjóðunum er ákaflega
ins Economist, en þar kemur Pursuit-spil en nokkur önnur annt um að vera sem ofarlegast á
Mestir og bestir á sínu sviði
• Austurríki: .............................Mestartekjur af ferðamönnum miðað við þjóðarframleiðslu
• Ástralía:...........................................................Flestar íbúðir í einkaeigu
• Belgía: .......................................Mesti útflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
• Bretland: ..............................Mesta sala á plötuspilurum, segulböndum og geislaspilurum
• Danmörk:..........................................Mesta aukning í útflutningi landbúnaðarafurða
• Finnland: ................................................Mesti útflutningurtil Comecon-ríkja
• Frakkland:..............................................Mesta áfengisneysla á hvern landsmann
• Grikkland:.....................................Mesti fjárlagahalli sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
• Holland:..................................................-..........Mesti þéttleiki byggðar
• írland: ......................................................,..Mesta neysla á hitaeiningum
• ísland:.............................................Flest Trivial Pursuit-spil miðað við höfðatölu
• Ítalía: .........................................................Mesta tíðni skattamisferla
• Japan: ..............................................,.............Mésti lánardrottinn heims
• Kanada: .................................................Mesta orkunotkun miðað við höfðatölu
• Lúxemborg: ............................................Flest umferðarslys á hveija þúsund íbúa
• NýjaSjáland: .................................................Mesta aukning atvinnutækifæra
• Noregur:...................................................Flestir bílasímar miðað við höfðatölu
• Portúgal:........................................................Mesti sparnaður einstaklinga
• Spánn;...........................................................Hæsta hlutfall atvinnulausra
• Svíþjóð: .....................................Mestaskattheimtasemhlutfallafþjóðarframleiðslu
• Sviss:...............................................Mesta þjóðarframleiðsla á hvern landsmann
• Tyrkland:....................................................Mesta aukning þjóðarframleiðslu
• Vestur-Þýskaland: ........................................Mesta bjórneysla miðað við höfðatölu