Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 Kór yngri nemenda kom firam á árshátíðinni. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson VOGAR Húsfyllir á árshátíð skólans Húsfyllir var á árshátíð Stóru- Vogaskóla sem haldin var ný- lega í samkomuhúsinu Glaðheim- um. Boðið var upp á 12 atriði, þar sem nemendur úr öllum bekkjum skólans komu fram og skemmtu áhorfendum með söng, leik og dansi. Einnig kom fram kór og flautukór yngri nemenda. Kynnir á árshátíðinni var Hafdís Hilmars- dóttir, formaður nemendaráðs. Sama dag kom út skólablaðið „Jón sterki“. Blaðið er nefnt eftir Jóni sterka Daníelssyni frá Stóru- Vogum (1771—1855), en minnis: varði um hann er á skólalóðinni. I blaðinu eru ritgerðir og greinar eft- ir nemendur og skreytt með mynd- um eftir nemendur úr 0. bekk, 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk. - EG ÞRÓUNARAÐSTOÐ Island stofiiar sjóð hjá Alþjóðabankanum Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Ríkisstjóm íslands hefur stofnað sjóð hjá Alþóðabankanum í Waáhington. Hér er um svonefndan ráðgjafasjóð að ræða og er stofnfjárhæðin 75.000 dollarar eða um 4,5 milljónir króna. A sjóðurinn að standa undir launum íslenskra sérfræðinga sem starfa í þróunarlöndunum á vegum Alþjóðabankans og sérstofnana hans. Myndin sem hér fylgir er tekin þegar Ingvi S. Invarsson, sendi- herra íslands í Washington, og fulltrúar Alþjóðabankans, Moeen A. Qureshi, varaforseti bankans, og Kermeyer, fulltrúi hans, rita undir samninginn. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Mikil stemmning ríkti þegar flugvél sveimaði yfir og henti karamellum niður til barnanna á furðufata- degi skíðavikunnar. ISAFJÖRÐUR Skíðavikan í sól o g snjó i! si GEÐHJÁLP Fyrirlestur verður haldinn á vegum Geðhjálpar fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, kennslustofu á 3ju hæð. Efni: Starf og stuðningur við aðstandendur geðsjúkra. Isfirðingar héldu 50. skíðavikuna hátíðlega um páskana, en liðið er hátt á annan áratug frá því síðast var haldin hér skíðavika. Um miðja öldina var skíðavikan á Isafirði ein mesta ferða- og skemmtihátíð íslendinga og þótti ekkert tiltökumál að ferðast í lest- unum á Súðinni vestur í gleðina. Hátindinum náðu hátíðahöldin á dögum ms. Gullfoss, en hann kom hér árum saman og lá hér yfir pá- skana með allt farþegarými fullt af skíðafólki af höfuðborgarsvæð- Fyrirlesari: Sigmundur Sigfússon, geðlæknir. inu. Gunnar Þórðarson, núverandi formaður Skíðafélags ísfirðinga, ákvað að endurvekja þessa gömlu hátíð og fékk til liðs við sig skíðafé- lagið, Ferðaskrifstofu Vestfjarða, •Hótel' ’ísafjörð. og .bágjaesjóð • og. í sameiningu tókst að halda hátíð sem allir virðast verða harðánægðir með. Hátíðin hófst á skírdag í snjó- komu á Seljalandsdal, en þá mess- aði séra Karl Matthíasson, sóknar- prestur, og bað Guð um gott veð- ur. Rokkhljómsveitin Síðan skein sól átti að leika strax á eftir, en vegna snjókomunnar stóð til að fresta tónleikunum, þar sem hætta var á að skammhlaup í raftækjun- um gæti skaðað hljómlistarmenn- ina. En þá fór bænarhiti prestsins að hafa áhrif og á fáeinum mínútum rofaði til og síðan skein sól til kvölds og hélst góða veðrið að mestu út páskavikuna. Ýmislegt skemmtilegt var á dag-, . skrá Á xlalnum auH .sJuðaíSSftaifaa. j Furðufatadagur var á föstudag og þá sveimaði heimatilbúin flugvél yfir svæðinu og henti karamellum niður til barnanna. Garpamót var fyrir flesta aldurshópa og ríkti þar mikil stemmning. Spilarar úr harm- onikuleikarafélaginu komu á dalinn og tóku lagið. A kvöldin var svo dansað í samkomuhúsunum. Þrátt fyrir tafir á flugi suma dagana tókst að flytja alla farþega sem áttu bókað á milli, en fullbókað var í allar vélar vestur þrátt fyrir margar aukaferðir. Að sögn Gunnars Þórðarsonar eru þau sem að skíðavikunni stóðu ánægð með árangurinn og eru ákveðin í að halda áfram á sömu braut næsta ár. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.