Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 27 Svar forsætisráðherra við íyrirspurn á þingi: Lögbundin forréttindi algeng- ari hér en í nálægum löndum - samkvæmt greinargerð dr. Þráins Eggertssonar FORSÆTISRÁÐHERRA hefur svarað fyrirspurn Friðriks Soph- ussonar (S/Rv) um könnun á áhrifum lögbundinna forréttinda hér á landi. í svari sínu vitnar forsætisráðherra til greinargerðar eftir dr. Þráin Eggertsson, þar sem meðal annars segir, að margt bendi til þess, að á íslandi séu forréttindi og viðskiptahömlur algengari en í mörgum nálægum löndum. Friðrik Sophusson spurði forsæt- isráðherra hvað liði könnun á áhrif- um lögbundinna forréttinda, sbr. þingsályktun frá árinu 1986.1 svari forsætisráðherra kemur fram, að (UMfiGI Þjóðhagsstofnun hafi verið falin umsjón með könnuninni og hafi dr. Þráinn Eggertsson verið fenginn til að taka saman greinargerð um málið. Vitnað er til greinargerðar dr. Þráins, þar sem segir meðal annars að erfitt sé að mæla þann kostnað sem neytendur beri af lögbundnum forréttindum. Ýmsar reglur stjórn- valda lækki viðskiptakostnað og stuðli að hagkvæmari rekstri, en 'erlendar rannsóknir sýni, að hags- munasamtökum hafi oft tekist að skrumskæla hagkvæmar reglur og sveigja þær að sérhagsmunum. Afnám forréttinda geti bætt stöðu neytenda með beinum verð- lækkunum og að auki geti aukin samkeppni stuðlað að ýmsum nýj- ungum, bæði nýjum vörum og þjón- ustu. Mikilvægt sé að hefjast handa við að grisja frumskóg íslenskra reglugerða, en margt bendi til þess, að hér á landi séu forréttindi og viðskiptahömlur algengari en í mörgum nálægum löndum. . Við umræður um virkjanafrumvarp iðnaðarráðherra var oft vikið ------------------------- að áformum um byggingu nýs álvers hér á landi. Iðnaðarráðherra um nýtt álver: 5% meiri landsfram- Stuttar þingfréttir: ■ EFTIRLIT MEÐ ERLEND- UMHÓPFERÐUM: Alþingi hef- ur með þingsályktun falið sam- gönguráðherra að skipa nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 175/1983 um eftirlit með skipu- lögðum hópferðum erlendra aðila til Islands í atvinnuskyni. ■ VERKEFNI SVEITARFÉ- LAGA: Samþykkt hefur verið þingsályktun þess efnis að ríkis- stjórninni beri að kanna skipu- lega - í samvinnu við Samband íslenzkra sveitarfélaga og lands- hlutasamtök sveitarfélaga - hvernig bezt verður staðið að frekari tilfærslu á verkefnum og tekjustofnum frá ríkinu til sveit- arfélaganna. ■ OPINBER FERÐA - OG RISNUKOSTNAÐUR: Risnu- kostnaður aðalskrifstofa ráðu- neyta var samtals um 55,5 m.kr. árið 1989 og ferðakostnaður samtals um 130 m.kr. Sams kon- ar kostnaður stofnana ráðuneyta í bókhaldsþjónustu Ríkisbókhalds var 44,8 m.kr. og 238,5 m.kr. 1989. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Inga Birni Albertssyni (FA- VI). ■ KVERÚLANTAR AL- ÞINGIS SAMEINIST: I þing- skaparumræðu um meintan sei- nagang þingnefnda við umíjöllun mála frá óbreyttum þingmönnum rkvartaði Asgeir Hannes Eiríks- son (B-Rv) yfir því að hann ætti rúmlega þrjátíu þingmál, sem ekki væru líkur á að kæmust úr nefndum til atkvæðagreiðslu í þinginu. Elzta málið væri flutt fyrir meira en sex mánuðum! Lét þingmaðurinn að því liggja að hann myndi stofna samtök „kver- úlanta" á Alþingi til verndar málatilbúnaði hins óbreytta þing- manns. Lög um tekju- og eignarskatt: Iþyngjandi ákvæði verði ekki afturvirk — samkvæmt fiannvarpi Geirs H. Haarde leiðsla 1997 en ella . JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra mælti sl. mánudag fyrir stjórnar- frumvarpi um raforkuvirkjanir, „sem er flutt til þess að greiða fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi í framhaldi af undirritun yfirlýsingar ríkissijórnarinnar og Atlantsáls-aðilanna 13. marz 1990“. Frumvarpið spannar fjögur meginefiii: 1) heimild til stækkunar Búrfellsvirkjunar og stækkunar Kröfluvirkjunar, 2) heimild til [Hita- veitu Reykjavíkur] um að reisa og reka jarðgufuvirkjun tif raforku- framleiðslu að Nesjavöllum, 3) framkvæmdavaldinu eru settar almenn- ar reglur um röðun framkvæmda með hliðsjón af líklegri orkunýt- ingu, 4) Landsvirkjun reisir og rekur þær virkjanir, sem lögin ná til, með greindri undantekningu. Loks er bráðabirgðaákvæði um lántöku- heimild til handa Landsvirkjun. GEIR H. Haarde (S/Rv) mælti í neðri deild á laugardaginn fyrir Ályktun Alþingis: Sveitarfélög- in fái aukin verkefni ALÞINGI hefur nú nýverið sam- þykkt tvær lillögur til þings- ályktunar, sem fluttar voru af Birgi Isleifi Gunnarssyni (S/Rv) og fleiri þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins. Fjallar önnur um varðveislu ljósvakaefnis, en hin um aukin verkefni sveitarfélaga. í fyrri þingsályktuninni er skorað á ríkisstjórnina að hefja nú þegar í samvinnu við samtök sveitarfélag- anna athugun á tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga og samsvar- andi tilfærslu tekjustofna frá ríkinu. í þeirri síðari er skorað á ríkis- stjórnina að láta fara fram athugun á því, hvernig best verði staðið að skipulegri varðveislu ljósvakaefnis, sem hafi menningarsögulegt gildi, eða geti verið mikilvægt fyrir rann- sóknir næstu kynslóða á sögu lands og þjóðar. frumvarpi til laga um tekju- og eignarskatt, sem felur I sér, að afturvirk íþynging gagnvart aðil- um í húsnæðisviðskiptum hverfi. Geir sagði, að í núgildandi lögum um tekju- og eignarskatt væru tvö atriði, sem fælu í sér afturvirka íþyngingu gagnvart aðilum í hús- næðisviðskiptum. Annars vegar hefði ákveðinn hópur manna, sem aflaði sér húsnæðis á árinu 1988, verið sviptur rétti til húsnæðisbóta með lagabreytingu á síðasta ári. Hins vegar væri um að ræða íþyng- ingu gagnvart aðilum, sem reikna hefðu mátt með að áfallnar verð- bætur af yfirteknum lánum reikn- uðust sem vaxtagjöld. Með laga- breytingu í árslok 1989 hefði sú skilgreining verið þrengd, og nýja skilgreiningin látin gilda gagnvart vaxtagjöldum sem til hefðu fallið á árinu öllu. Þingmaðurinn sagði að með frumvarpinu væri gert ráð fyrir að þessi afturvirku ákvæði féllu niður, þannig að þeir einstaklingar, sem hér um ræddi, næðu rétti sínum. Það væri grundvallaratriði í skatta- rétti siðaðra þjóða, að skattar væru ekki hækkaðir, eða skattgreiðend- um íþyngt að öðru leyti, með aftur- virkum hætti. Ráðherra sagði að áæltuð raf- orkuþörf 200.000 árstonna ál- bræðslu væri um 2.970 GWh/ár og aflþörfin 355 MW. Nærri lætur að orkuþörf álversins sé um :iA af heildarorkusölu en 2A af heildar- orkuvinnslu hér á landi um þessar mundir. Ráðherra sagði að gerður verði nánari samanburður á stofn- og rekstrarkostnaði álvers miðað við fjóra staðsetningarmöguleika: 1) við Eyjafjörð, 2) við Hvalfjörð, 3) við Reyðarfjörð og 4) við Reykjanes (frá Straumsvík að Þorlákshöfn). Staðsetning verður ákveðin í júní- mánuði nk. Orðrétt sagði ráðherra: „Þjóðhagsstofnun hefur kannað þjóðhagsleg áhrif 200 þúsund árs- tonna álvers sem reist verði á árun- um 1991-1994 og tilheyrandi virkj- ana . . . Álverið leiðir til þess að landsframleiðsla verður rúmlega 5% meiri 1997 en hún yrði annars. Þjóðhagsstofnun telur að kaup- máttur ráðstöfunartekna verði um 5% hærri í lok tímabilsins en án álvers og atvinnuleysi 0,2% minna. Erlendar skuldir aukast verulega á framkvæmdaskeiðinu og ná há- marki 1994, verða þá um 53% af landsframleiðslu, en fara síðan lækkandi . . . Þjóðhagsstofnun áætlar að útflutningsverðmæti af- urða verði um 21 milljarður króna miðað við meðalgengi Bandaríkja- dollars 1989. í þessu felst að sam- anlagður útflutningur áls verður 21% af heildarútflutningi árið 1997.“ Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S-Vf) fagnaði frumvarpinu og fyrirhugaðri uppbyggingu orku- freks iðnaðar til að breyta þeirri auðlind, sem fallvötn og jarðvarmi eru, í störf, verðmæti og lífskjör. Hann varaði hinsvegar við því að Alþingi afsali til framkvæmdavalds- ins ákvörðunarrétti um virkjanaröð. Hann benti og á nokkur atriði í frumvarpinu, sem færa mætti til betri vegar í nefnd. Guðrún Agnarsdóttir (SK-RV) mælti gegn stóriðjustefnu ráðherr- ans. Hún leiddi til aukinna Ijárhags- legra ítaka erlendra aðila hér á landi. Hún leiddi og til hrikalegrar skuldaaukningar erlendis. Álver væru og mengunarvaldar og rösk- uðu byggðajafr.vægi. Hún sagði Samtök um kvennalista fylgjandi hófsamri virkjanastefnu sem þjón- aði þörfum Islendinga en þau höfn- uðu frekari stóriðju, bæði erlendri og innlendri. Fleiri tóku til máls í þessum umræðum. Stóðu þær langt fram eftir kvöldi á mánudag og var fram- haldið í gær. Frumvarp landbún- aðarráðherra: Aburðarverð ákvarðað með lög'um STEINGRÍMUR J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi fi-umvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir því að verð á tilbúnum áburði frá Áburðarverksmiðju ríkisins hækki um 12% í vor. í greinargerð með frumvarpiníf kemur fram, að í tengslum við kjarasamninga aðila vinnumarkað- arins frá 1. febrúar hafi ríkisstjórn- in gefið fyrirheit um að verðhækkun áburðar yrði ekki umfram 12% við verðlagningu vorið 1990. í þessum mánuði hafi meirihluti stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins hins vegar samþykkt 18% hækkun, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli stjórn- valda og ef sú ákvörðun næði fram að ganga væri verið að raska for- sendum kjarasamninganna og fyrir- heitum ríkisstjórnarinnar. Nýr bamabókaklúbbur stoftiaður Á SUMARDAGINN fyrsta hleypti Mál og menning af stokkunum nýjum barna- og unglingabókaklúbbi sem hefur hlotið nafniö Gulur — rauður — grænn — og — blár barnabókaklúbbur Máls og menningar. Klúbbnum er skipt i fjóra flokka eftir aldri les- enda. Guli klúbburinn er ætlaður yngstu börnunum fram að 3ja ára aldri, Rauði klúbburinn er fyrir 3—6 ára börn, Græni fyrir 7—11 ára og Blái fyrir unglinga 12 ára og eldri. Markmiðið með stofnun klúbbs- ins er að auka útgáfu og út- breiðslu vandaðra barnabóka og efla með því bókmenntaáhuga barna og málskilning, sem margir hafa áhyggjur af að fari dvínandi. Reynsla Máls og menningar af íslenska kiljuklúbbnum er sú að bókaklúbbur auki mjög útbreiðslu og lestur bóka. Barnabókaklúbbur Máls og menningar mun bjóða upp á nýjar bækur allt árið um kring, bækur af margvísiegum toga, allt frá bendibókum fyrir yngstu börn- in til fjölbreytilegra skáldsagna og fræðsluefnis fyrir eldri börnin. Með því að skipta klúbbnum í fjóra aldursflokka er mögulegt að hafa mikla breidd í efnisvali og miða bækurnar við þroska hvers aldurs- hóps fyrir sig. Klúbbfélagar flytj- ast sjálfkrafa milli flokka eftir því sem þeir eldast eða samkvæmt eigin ósk. Langflestar bækurnar verða nýjar útgáfur nýrra eða sígildra verka eða endurútgáfur vinsælla bóka sem ekki hafa Verið fáanlegar um lengri eða skemmri tíma. í upphafi gerast börnin áskrif- endur eitt ár til reynslu en geta eftir það hætt hvenær sem er. Klúbbfélagar fá senda eina bók á 6—8 vikna fresti ásamt fréttablaði með aukatilboðum. Þeir fá einnig senda tilboðspakka með 3-5 bók- um er þeir ganga í klúbbinn. Öll- um bókum er hægt að skipta hjá útgáfunni fyrir aðrar bækur sem Mál og menning gefur út. Þeir sem þess óska geta fengið kynningarbækling um klúbbinn þar sem fram koma allar nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning) — it '•i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.