Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 13 Á að loka Land- spítalanum? eftir VíkingH. Arnórsson prófessor Það er ástæða til að vekja at- hygli á mjög bágri fjárhagsstöðu ríkisspítalanna' um þessar mundir og slæmum horfum. Þetta er óvenju snemma árs sem á moti blæs. Erfið- leikarnir stafa af því að við af- greiðslu fjárlaga ríkisins rétt fyrir jólin var ekki horfst í augu við stað- reyndir og ríkisspítölunum ætlaðir nægilegir fjármunir til reksturs þó ekki væri nema í svipuðum stíl og 1989. Er þá ekki til mikils jafnað því þá gekk rekstur ríkisspítalanna með mikium harmkvælum og var í algjöru lágmarki. Sjúkradeildir voru lokaðar langtímum saman og bið- listar sjúklinga sem þurftu á sjúkra- húsvist að halda, hvort heldur til rannsókna eða meðferðar, lengdust. Á fjárlögum þessa árs eru út- gjöld ríkisspítalanna vanáætluð um kr. 200 milljónir hið minnsta. Ég efast um að fólk geri sér grein fyr- ir hvað í vændum er ef viðbótarfjár- veitingar sem þessu nemur fást ekki og það alveg á næstunni. Er ekki annað sýnna en grípa verði til stórfelldari lokana sjúkradeilda en áður hefur þekkst og uppsagna starfsfólks. Á liðnu ári leituðu stjórnendur Landspítalans sem annarra stofn- ana ríkisspítalanna alira leiða til aukinnar hagkvæmni og sparnaðar í rekstrinum. Þá var að allra dómi ekki hægt að ganga lengra. Tókst að ná umtalsverðum árangri og rekstrarafkoma ríkisspítalanna eft- ir árið var skárri en annarra áþekkra stofnana. í stað þess að umbuna fyrir þann árangur sem náðist virðist ríkisvaidinu nú efst í huga að hegna fyrir viðleitnina með stórlega skertum fjárframlögum á þessu ári. Það er hægt að gefa út fyrirskipanir um sparnað í það óendanlega og sjálfsagt að stjórn- endur sem fara með fjármuni ríkis- ins sýni ýtrustu viðleitni í þá átt. En þegar ekki er lengur unnt að fara eftir slíkum fyrirskipunum Fasteianasala Sudurlandsbraut 6 Solumenn co-rcno XZ G'sh Stgurbiomsson II Sigurb/orn borbergsson Einbýlishús HJARÐARLAND - MOS. Glæsil. einbh. 304,4 fm nettó, timburh. á steyptum kj. m. tvöf. bílsk. í húsinu eru 6 svefnh, glæsil. stofur. Falleg rækt- uð lóð. Glæsil. útsýni. Verð 15,0 millj. Hæðir DIGRAIMESVEGUR Góð efri sérh. í þríbýlish. um 150 fm með glæsil. útsýni. Hæðinni fylgir 23 fm bílsk. Laus í maí. Verð 9,5 millj. VIÐ SJÓMANNASKÓLANN Góð neðri sérh. við Vatnsholt 135,4 fm nettó. Bílsk. 24,5 fm. Vönduð eign. Getur losnað fljótl. Verð 11,5 millj. 3ja herb. ENGJASEL Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð 90,1 fm. Bílskýli. Verö 6,2 millj. REYNIMELUR Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursv. íb. losnar 1. júní. Verð 6,2 millj. HRAFNHÓLAR Falleg 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Góður bílsk. Verð 5,8 millj. VESTURBERG Falleg íb. á 6. hæð í lyftuh. 73 fm. Húsvörður. Getur losnað fljótt. Suð- vestursv. Verð 5,2 millj. GRÆNAHLÍÐ Mjög falleg 3ja herb. íb. á jarðh. m/sér- inng. Parket og nýjar innr. í eldh. Þvotta- herb. í íb. Verð 6 millj. verða þær marklausar og leiða til öngþveitis ef þeim er fylgt eftir af stjórnvöldum með niðurskurði á fjárveitingum. Það er hægt með stjórnvaldsaðgerðum að leggja nið- ur spítalarekstur. Ef leggja á niður einhverja þætti þeirrar heilbrigðis- þjónustu sem Landspítalinn og aðr- ar stofnanir ríkisspítalanna veita verða stjórnvöld að taka ákvörðun um slíkt eða umboðsaðili þeirra, stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Fag- legir stjórnendur láta ekki hafa sig í slíkt. Af nógu er að taka því starf- semi ríkisspítalanna er fjölbreytt en mikilsverð á öllum sviðum. Á að hætta að sinna bráðalækningum og vaktþjónustu sem þeim fylgir, en hvað börn snertir er vaktþjónust- an að 2A hlutum á vegum Landspít- alans? Hvað með fæðingar, umönn- un veikra og vanmáttugra nýbura, krabbameinslækningar barna og fullorðinna, mjaðmaliðsaðgerðirnar sem hrannast upp á biðlista, hjarta- sjúklingana, áfengis- og vímuefna- vandamálin sem fara sívaxandi, aldraða fólkið sem þarfnast um- hirðu, fólk með geðrænar truflanir, þroskahefta og fatlaða o.s.frv., o.s.frv? Er ekki hægt að fresta öll- um þessum vandamálum? Reka fólkið út af stofnunum og loka þeim eða senda sjúklinga til útlanda? Ekki kostar það minna. Nei, ég held að fólkið í landinu uni ekki neinu þessara úrræða eða annarra sem ráðamönnum kynni að detta í hug til að hefta spítalaþjónustuna. Þeir sem stjórna landinu verða að gera sér grein fyrir því og viður- EIGNAMIÐL[J]MNh/f - Abyrp þjónusta í áratugi. 3ja herb. Engjasel: Glæsil. 3ja-4ra herb. íb. á tveimur hæðum ásamt stæði í bílgeymslu. Fráb. útsýni. Verðlaunalóð. Mjög gott leiksvæði fyrir börn. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. Furugrund: Falleg og björt íb. u.þ.b. 73 fm á 4. hæð. Suðursv. Bílskýli. Verð 6,3 millj. Vitastígur: Hæð og ris u.þ.b. 55 fm ásamt hálfum kj. Endurn. að hluta. Verð 4,4 millj. 4ra-6 herb. Við Miklatún - hæð og ris: Glæsil. 5 herb. hæð m.a. fallegar saml. stofur auk ris- hæðar (2 herb., bað o.fl.). Eignin er samt. 192 fm. Sérinng. og hiti. Dvergabakki- bílsk .: 4ra ■ herb. falleg íb. á 3. hæð. Glæsil. út- ' sýni. Bílsk. Verð 7 millj. Fjölnisvegur: 4raherb. 102 fm hæð í þríbhúsi. Nýl. raflagnir. Nýl. gler. Bílsk. Verð 7,5-7,6 millj. Engihjalli: Um 117 fm góð íb. á 1. hæð í háhýsi. Parket á holi, eldhúsi < ► og gangi. Svalir. Verð 6,5 millj. Kaplaskjólsvegur: Giæsii. 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð í lyftu- húsi. Opin bílgeymsla. Tvennar svalir. Verð 8,5 millj. Gaukshólar: 5-6 herb. góð íb. á 7.-8. hæð samt. um 150 fm. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Sameiginl. þvottah. á hæð. Bílsk. (26 fm). Verð 8,5-9 millj. Eiðistorg: GlæsH. 4ra-5 herb. „penthouse,,-íb. á tveimur hæðum. Glæsil. útsýni. Stæði í bílageymslu. Gervihnattasjónv. Eign í sérfi. NÝnv • Itarlepar upplysingar op mvndir af fasteipnum eru í svnincarelueea okkar, Síðumúla 21. ------:--------------------------------- Strrrir kriUinpMMi. «4u»ljori • Nirlrifur liuúmumkMin. «4um. ÞiMÚlfur HaBiWiTMon. lóff' (•••Wundur Sipirj<m«>n. fcffr. kenna að öll heilbrigðisþjónusta kostar peninga — mikla peninga — og ekki er hægt að stjórna veikind- um fólks og sóttarfari í landinu með vaidboði. Það er sitthvað fleira sem vert er að minna á þegar fjárhagsvand- ræði ríkisspítalanna ber á góma. Með vilja og vitund stjórnarnefndar og ráðherra er Landspítalinn stund- um að taka að sér ný verkefni eða auka við þá starfsemi sem fyrir er og ríkið gengur frá nýjum kjara- samningum. Allt veldur þetta meiri útgjöldum. Meinlegt er þegar ríkið tekur ekki tillit til kostnaðarauka sem af slíkum ákvörðunum leiðir með auknum íjárveitingum. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér að vegna fjárskorts verður þá að draga úr þjónustunni á öðrum svið- um sem skirrst er þó við í lengstu lög, en það hefur þá líka aukinn rekstrarhalla spítalans í för með sér. Og enn eitt dæmi um misræmi milli orða og efnda. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hjartaskurð- lækningar skyldu flytjast alfarið inn Víkingur Arnórsson „Á að hætta að sinna bráðalækningum og vaktþjónustu sem þeim fylgir, en hvað börn snertir er vaktþjónust- an að 2/.s hlutum á veg- um Landspítalans? Hvað með fæðingar, umönnun veikra og vanmáttugra nýbura, krabbameinslækningar barna og fullorðinna, mjaðmaliðsaðgerðirnar sem hrannast upp á bið- lista, hjartasjúkling- ana ...“ í landið. Skilyrði þess var að K- bygging væri risin en þar á að koma fyrir skurðstofu Landspítalans og gjörgæsludeild. Það er ekki einu sinni byijað á þeim hluta bygging- arinnar og horfur óglæstar. Hjart'a- skurðlækningar hafa því ekki verið stundaðar innanlands nema að hluta miðað við þörf. Hvers vegna var og er ekki veitt fé til áframhald- andi framkvæmda við K-byggingu svo að íjölga mætti hjartaskurð- lækningum án þess að það þrengdi kost skurðlækninga á öðrum svið- um? Og nú á að taka upp glasa- frjóvgunartækni á vegum ríkisspít- alanna strax á þessu ári svo fólk þarf ekki lengur að fara erlendis þeirra erinda. Það verður fróðlegt að sjá hvernig staðið verður að þeirri framkvæmd, hvort rekstrar- grundvöllur þeirrar starfsemi verði tryggður með sérstökum fjárveit- ingum. Það væri eðlilegt þar sem sjúkratryggingum myndi sparast verulegur kostnaður erlendis. Vonandi komast fjármál Land- spítalans í réttan farveg fyrir þing- lausnir. Ríkisspítalarnir ættu að eiga hauka í horni þar sem nokkrir núverandi og fyrrverandi stjórnar- nefndarmanna sem þekkja vel til spítalarekstursins eiga setu á Al- þingi og sumir í ráðherrastólum. Starfsfólk ríkisspítalanna vill gegna sínu hlutverki með kostgæfni og hvað er mikilsverðara í augum ráða- manna þjóðarinnar en að standa vörð um líf og heilsu landsmanna? Höíundur er forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum ogprófessor í læknadeild. I/é!;/ u V , SíiflBilSÍ ■ (ilillÍlSSÍ í. í'í - siaíiiiiiiii ■ H ■■ 'Á's' : . Ilti ■B Bm §1 fíí/'.f:/ RÁÐSTEFNA IBM VERSLUNARREKSTUR I NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ verður haldin í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands að Ofanleiti 1 Reykjavík miðvikudaginn 25. apríl kl. 13:30-17:00. mm mm MMI jBtiag ■ BHj m DAGSKRÁ: Opnun ráðstefnu - Gunnar M. Hansson IBM kassakerfi - Sveinn Áki Lúðvíksson Reynsla af uppsetningu - Benedikt Kristjánsson ,,Flygfyren“ - Rolf Holmberg Kaffi - sýning Þróun í verslunarrekstri - Sune Tungstroem Ávinningur af IBM kassakerfinu - Þórhallur Maack Ráðstefnuslit Velkomin FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 105 REYKJAVlK SlMI 697700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.