Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990
Vilbergur Péturs-
son - Minning
Fæddur 6. ágúst 1904
Dáinn 12. apríl 1990
Okkur langar til að kveðja hann
elsku „pabsa“ okkar, en það var
Vilbergur Pétursson, kallaður af okk-
ur öllum, þó afi væri.
Allar munum við eftir því, þegar
hann var húsvörður í Sjómannaskól-
anum, þar sem við áttum sem litlar
stúlkur margar ógleymanlegar
stundir hjá honum.
Sú elsta okkar minnist að sjálf-
sögðu einnig góðu stundanna á
Njálsgötunni, þar sem hann bjó
ásamt „hallú“ ömmu, áður en þau
fluttu í „Sjómó".
Hann vildi alltaf öllum svo vel og
þar sem við vorum annars vegar var
hann alveg yndislegur afi. Uppi í
„Sjómó“ áttum við margar góðar
stundir, enda nóg að gera hjá
„pabsa“ við alls konar störf. Hann
gat ætíð fundið eitthvað við okkar
hæfi, svo við gætum verið sem mest
saman. Þar má til dæmis nefna það,
að sendast um húsið með lykla,
„heyja“ að sumrinu og sinna ýmsum
störfum.
Það var ljóst, að „pabsi“ naut þess,
að hafa okkur í kringum sig og það
sama gilti um okkur, við nutum þess
að vera hjá honum.
Nú, þegar hann er farinn elsku
„pabsi“ viljum við þakka „pabsa“
allar þessar stundir og allt góða við-
mótið í okkar garð.
Fari hann í friði og guð blessi
minningu hans.
Anna, Edna, Linda og Ásta
Fregnin um andlát tengdaföður
míns barst ok'kur hjónum suður til
Englands á skírdag. Ekki er hægt
að segja, að þessi sorgartíðindi komi
óvænt, þar sem lífsþrótturinn hafði
farið þverrandi síðustu vikurnar.
Langir lífdagar voru að baki og
þráin eftir hvíld og friði orðín tíma-
bær.
Vilbergur Pétursson var eftir-
minnilegur persónuleiki þeim er hon-
um kynntust. Þar kom maður til
dyranna eins og hann var klæddur,
glöggskyggn og skemmtilegur í sam-
ræðum og talaði tæpitungulaust um
menn og málefni. Vilbergur hafði
óvenju næmt skopskyn og virtist
ávallt sjá björtu hliðamar á tilver-
unni, jafnvel þótt á móti blési. Hann
var hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum, enda orðheppinn og kunni
skemmtilega frá að segja.
Vilbergur fæddist að Víðilæk í
Skriðdal og var tekinn kornabam í
fóstur og fluttist til Reyðarfjarðar.
Snemma hneigðist hugurinn til -
starfa, og 14 ára gamall er hann
farinn að stunda sjóinn, enda varð
sjómennska hans ævistarf.
Árið 1928 kvæntist Vilbergur
Sigríði Tómasdóttur, dugmikilli
myndarkonu ættaðri frá Austfjörð-
um. Hún stóð við hlið manns síns í
blíðu og stríðu, þótt fjarvistir sjó-
mannsins væru oft á tíðum langar.
Sigríður og Vilbergur eignuðust tvær
dætur, Svövu Sigríði og Margréti.
Sigríður lést árið 1976, öllum hennar
ættingjum og vinum mikill söknuður.
Svo sem fyrr greinir varð sjó-
mennskan að lífsstarfi Vilbergs.
Hana stundaði hann í nærfellt hálfa
öld, eða þar til hann gerðist húsvörð-
ur við Sjómannaskólann. Húsvörsl-
una annaðist hann í 12 ár með
dyggri aðstoð Sigríðar konu sinnar.
Vilbergur var lengst af á togurum
og þá aðallega á Tryggva gamla og
Hvalfellinu með þeim ágæta skip-
stjóra, Snæbirni Olafssyni, sem Vil-
bergur minntist ætíð með hlýhug.
t
JÓN V. GUÐVARÐSSON
kaupmaður,
lést á heimili sínu Hverfisgötu 82 15. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
t
Sonur okkar og bróðir,
JÓN ÖRN ÁSBJÖRNSSON,
Njálsgötu 59,
Reykjavík,
lést að morgni hins 16. apríl sl.
Útförin hefur farið fram f kyrrþey, að ósk hans sjálfs.
Margrét Einarsdóttir,
Ásbjörn Jónsson,
Einar Ásbjörnsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR VALDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
Heiðmörk 69,
Hveragerði,
áður til heimiils á Laufásvegi 58,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum laugardaginn 21. apríl. Útförin auglýst síðar.
Kristfn Kristinsdóttir,
Kristján Kristinsson, Nína Hafstein,
Guðmundur S. Kristinsson,
Ása Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
Innilegt þakklaeti fyrir samúð og hluttekningu vegna fráfalls sonar
míns og bróður okkar,
HALLDÓRS GUNNARSSONAR,
Sambýlinu Vesturgötu,
Akranesi.
Álfdfs Gunnarsdóttir,
Gunnar H. Gunnarsson,
Óli Gunnarsson,
Ingi Þórir Gunnarsson,
Bjarni Einar Gunnarsson,
Ingibjörg Óladóttir,
Þorsteinn Ingimundarson,
Jónina Melsteð,
Ingibjörg Gfsladóttir,
Ragnheiður Jósuadóttir,
Olga Lárusdóttir.
Skömmu eftir að þau Sigríður og
Vilbergur létu af húsvörslu í Sjó-
mannaskólanum, fluttu þau í Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjómanna
í Laugarási. Ekki naut Sigríður þess
að búa þar lengi, því hún veiktist
snögglega skömmu eftir að þau flutt-
ust í Hrafnistu og heilsan kom ekki
aftur.
Fyrir 10 árum missir Vilbergur
sjónina. Þá kom best í ljós æðruleysi
hans og innri maður. Ekki gat mað-
ur merkt biturleika hjá Vilbergi út í
tilveruna. Hann virtist taka sjónleys-
inu sem orðnum hlut og hélt áfram
að líta á björtu hliðar tilverunnar og
slá á létta strengi.
Nú þegar vinur minn og tengda-
faðir er kvaddur hinstu kveðju, minn-
ast sumir þess, er Vilbergur vitnaði
stundum í síðustu orð Hemingways
í „Vopnin kvödd“, „Það snjóar". Það
hefur stytt upp hjá Vilbergi og birta
framundan. Myrkur undanfarins ára-
tugs er að baki. Það snjóar ekki meir.
Ég þakka Vilbergi samfylgd og
vináttu liðinna ára. Megi birta lýsa
honum um ókomnar slóðir.
Njáll Símonarson
Rakel B. Davíðs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. september 1974
Dáin 18. marz 1990
Eg vil kveðja elskulega bróður-
dóttur mína, Rakel, eins og hún
var ætíð kölluð, með þessum orð-
um þó fátækleg séu.
Þó sex ár væru á miíli okkar
þá gátum við samt ætíð leikið
okkur og talað saman. Sérstaklega
minnist ég sumarferða minna til
Akraness þar sem hún bjó ásamt
foreldrum sínum, Davíð Þór Guð-
mundssyni og Hrafnhildi Þorleifs-
dóttur, og systur sinni Þórhildi
Söndru sem vartveimur árum eldri
en hún. Dvaldi ég þar oft í viku-
tíma eða lengur og var þá yfirleitt
að leika mér við þær og passa.
Oftast var það hún Rakel sem
fann upp á allskyns leikjum og
öðrum uppátækjum en hún var
bæði mjög hugmyndarík og ákveð-
in lítil stúlka. Alltaf gat maður
hlegið að henni þegar hún stóð
pínulítil og kallaði á okkur til að
sýna okkur eitthvað nýtt og spenn-
andi.
Síðan liðu nokkur ár og lítil
systir bættist í hópinn, Sunna
Rannveig. Fóru þau svo til Svíþjóð-
ar haustið ’86 þar sem þau bjuggu
í rúm þijú ár en komu aftur til
landsins í september ’89 og fluttu
þá til Stokkseyrar. Rakel var kom-
in heim stuttu áður. Þó hún hefði
eignast fjölda vina úti þá líkaði
henni alltaf betur við sitt heima-
land.
Mér finnst svo sorglegt að
hugsa til þess að hún Rakel mín
sé farin frá okkur. Það eru aðeins
nokkrar vikur síðan hún var í
heimsókn hjá mér í nokkra daga.
Þá sátum við saman fram eftir
nóttu og töluðum um heima og
geima. Hún var að hugsa til þess
þegar hún væri komin með barn
eins og ég. Einn daginn var hún,
ásamt kunningja sínum, að skoða
gamlar myndir sem ég átti af
henni og þau veltust um af hlátri
og hún vildi helst að þær yrðu fjar-
lægðar. Og nú sit ég hér ein eftir
með albúmið og hver mynd af
Rakel, þessari brosmildu og fal-
legu stúlku, er eins og fjársjóður
fyrir mér. Þó Rakel hafi aðeins
verið fimmtán ára gömul þegar
hún var hrifin frá okkur þá var
hún mjög þroskuð andlega og
líkamlega. Hún var skemmtileg
og alltaf fróðlegt að tala við hana
og fylgjast með því hvað hún
breyttist á þessum árum, úr lítilli
stúlku í glæsilega unglingsstúlku
sem virtist eiga framtíðina fyrir
sér. Hún var ætíð að tala um fjöl-
skyldu sína og leit mikið upp til
Söndru eldri systur sinnar en þær
Pétur Sigurðs-
son - Kveðjuorð
Pétur Sigurðsson, fyrrverandi
kaupmaður í Reykjavík, er látinn.
Pétur helgaði líf sitt verslunarstarf-
inu, hóf ungur afgreiðslustörf og
gerðist síðar kaupmaður.
Pétur var snemma kjörinn til
trúnaðarstarfa fyrir stétt sína og
gekk þar í forystusveit til margra
ára, sat um tíð í framkvæmdastjórn
Kaupmannasamtaka íslands og var
kjörinn formaður þeirra 1968, enda
naut hann mikils trausts kaup-
manna. Hann gegndi formennsku í
lánasjóði skó- og vefnaðarvöru-
kaupmanna um árabil. Hann var
sæmdur gullmerki Kaupmanna-
samtaka íslands á 25 ára afmæli
samtakanna árið 1975. í félags-
starfi naut hann mikils trausts.
Pétur var sannur „sjentilmaður“
sem hafði þann hæfileika að laða
allt það besta fram úr samstarfs-
fólki sinu, enda með fáum betra að
vinna að félagsmálum en honum.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA E. ÓLAFSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Laugarási,
lést í Landakotsspítala 6. apríl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einn-
ig minningarathöfn um dótturson hennar Kristján Árnason.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Óli Rafn Sumarliðason, Inga S. Vigfúsdóttir,
Jóhanna Edda Sumarliðadóttir,
Hrafnhildur Sumarliðadóttir, Gunnar Valdimarsson,
Þóra Sumarliðadóttir Gersinsky, Leo Gersinsky,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og úrför eiginmanns míns og föður okkar,
ÞORGILS BENEDIKTSSONAR,
læknis,
Kársnesbraut 47,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum.
Emma Benediktsson,
Björn Þorgilsson,
Baldur Þorgilsson,
Guðmundur Hjörtur Þorgilsson.
Sem kaupmaður hafði Pétur ein-
staka þjónustulund. Hann var fag-
urkeri og kunni vel að meta fegurð
listarinnar og átti ágætt safn mál-
verka. Það er mörgum viðskiþtavin-
um minnisstæð sú þjónusta sem
hann veitti í verslun sinni, hann tók
á móti viðskiptavinum sínum með
brosi og viðskiptavinurinn lauk er-
indinu og fór brosandi út.
Að leiðarlokum vill stjórn og
starfsfólk Kaupmannasamtaka ís-
lands færa fram þakkir fyrir mikil
og vel unnin störf. Aðstandendum
flytjum við hugheila samúð okkar.
Magnús E. Finnsson
Kransar, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200