Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 5 300 tonn af plasti verða notuð utan um rúllubaggahey ÁÆTLAÐ er að bændur noti allt að 300 tonn af plasti í umbúðir utan um rúllubaggahey nú í sumar og að sögn Grétars Einarsson- ar, forstöðumanns bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins á Hvanneyri, hafa verið gerðar tilraunir til að bagga plastið með rúllubindivélum að lokinni notkun. Þá eru uppi hugmyndir um að endurvinna plastið, en því mun í flestum tilfellum hafa verið brennt heima við bæi hingað til. Grétar sagði að svo virtist sem framkvæmanlegt væri að ITagga plastið á þennan hátt, en gæta yrði varúðar þegar því væri mokað inn í vélarnar þar sem um væri að ræða langar dræsur sem hætta væri á að ánetjast. Hann sagði að hugmyndir væru uppi um að endur- vinna plastið, en á þessu stigi væri ókannað hvernig hagkvæmast væri að standa að því eða hvort það borgaði sig. Þá væri einn kosturinn að brenna plastið í sérstökum brennsluofnum, en slæmur kostur væri að brenna það heima við bæi þar sem það hefði í för með sér mikla mengun. „Þessi mál þarf að fara að skoða alvarlega því þetta er mikið magn sem þarna mun falla til. Ég held að menn hafi að mestu brennt þetta heima við fram að þessu og jafnvel urðað að einhveiju leyti, en þetta hefur vaxið það mikið á síðustu tveimur árum, og í sumar er séð fram á ennþá meiri aukningu, þann- ig að nauðsynlegt er að fara að huga að þessu,“ sagði Grétar. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Grétar Einarsson, forstöðumaður bútæknideildar RALA á Hvann- eyri, við plast sem búið er að bagga með rúllubindivél. ■ KVENNALISTINN hefur ákveðið að bjóða fram til bæjar- stjórnarkosninga í Kópavogi í vor. Kvennalistinn hefur opnað kosn- ingaskrifstofu í Hamraborg 20A og verður skrifstofan opin til að byija með mánudaga til föstudaga kl. 15—19 og laugardaga frá kl. 11-14. ■ AÐALFUNDUR Landfræðifé- lagsins verður haldinn að Holiday Inn hótelinu í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20.30. Dagskrá fund- arins eru venjuleg aðalfundarstörf. Að lokinni dagskrá mun Páll Ims- land segja frá Japan í máli og myndum. ■ MINJASAFN Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal hefur verið tekið í notkun. í safninu stend- ur nú yfir sýning á myndum og uppdráttum sem segja frá undir- búningi og framkvæmdum við Raf- stöðina í Elliðaárdal fyrir um það bil sjötíu árum. Þá eru sýndir mun- ir, sem tengjast sögu Rafmagn- sveitu Reykjavíkur. Safnið verður opið fyrst um sinn á sunnudögum frá kl. 14—16. Þá geta hópar pant- að tíma í safninu. Safnið er stað- sett á annarri hæð aðveitustöðvar andspænis við Rafstöðina við Raf- stöðvarveg. Þarna sérðu Hauk. Hann er sæll því nú hefur hann efni ú betri veiðisvæðunum. Haukur er mikill áhugamaður um veiðar. Þar til fyrir nokkrum árum lét hann sér nægja silungsveiðar og að hlusta á veiðisögur annarra úr „stóru“ ánum. Það var svo fyrir 3 árum, þegar yngsta bamið flutti að heiman, að þau hjón minnkuðu við sig húsnæðið og losuðu þannig um 4.000.000 kr. á núvirði. Að ráðum ráðgjafa Verð- bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins keyptu þau Tekjubréf fyrir þessa upphæð. Miðað við 9% raunávöxtun fá þau 30,000 kr. skattfrjálsar útborg- aðar mánaðarlega. Þetta þýðir að nú geta hjónin veitt sér eitt og annað sem þau áður þorðu ekki að láta sig dreyma um og nú er það Haukur sem segir’veiðisögurnar. Ef þeim dytti í hug að njóta lífsins í enn ríkari mæli eiga þau þann möguleika að ganga á höfuðstólinn. Fjóra milljónirnar þýddu þannig 40.000 kr. mánaðarlaun í 15 ár miðað við 9% raunvexti. Eða eins og Haukur orðar það: „Þeir fiska sem róa“! VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTING ARFÉIAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.