Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
■^flrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú berð gott skyn á fjármál í dag
og gerir gagnlega áætlun fyrir
framtíðina. Þér býðst óvænt
tækifæri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert með munninn fyrir neðan
nefið, sannfærandi qg hrífandi.
Þú kannt að koma hugmyndum
þínum á framfæri við annað fólk.
Það skilur hvað þú ert að fara.
■^Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hygðu að fjármálunum i dag, en
farðu að öllu með gát. Kynntu
þér málin vel svo að þú hafir
vald á aðstæðunum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einhver virðist vera öfundsjúkur
í dag, en að öðru leyti virðist blása
byrlega hjá þér í hvers kyns
mannlegum samskiptum og fé-
lagsstarfi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er um að gera að vinna úr
frumlegri hugmynd sem þú lumar
Talaðu út um hlutina við sam-
starfsmenn þína og hreinsaðu
andrúmsloftið. Þá miðar öllu í
rétta átt hjá þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
a*
Þú færð góðar fréttir úr fjar-
Iægð. Leitaðu ráða hjá þeim sem
þú treystir. Þér gengur vel með
skapandi verkefni. Þú munt að
öllum líkindum fara í ferðalag
innan skamms.
VOg
(23. sept. - 22. október)
Viðleitni þín til að auka langtíma
fjárhagsöryggi ber góðan árang-
ur. Fjölskyldumálin blómstra
einnig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) F|j0
Fólk er fúst að mæta þér á miðri
leið svo það er engin ástæða til
að sýna þjösnaskap. Nú eru góð-
ar aðstæður til að ganga til samn-
inga.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Haltu þínu striki og ljúktu við
verkefni sem þú hefur með hönd-
im þó að smáafturkippur tefji
*ig um stundarsakir. Þú ert með
mörg járn í eldinum og allt ætti
að fara að ganga vel.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú og barnið þitt eruð á sömu
bylgjulengd núna. Gefðu þértíma
til að sinna áhugamálum þínum
í dag. Þú verður að unna þér að
fá einhverja ánægju út úr lífinu.
Gerðu áætlanir.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú kaupir þér eitthvert lestrar-
efni í dag. Fjölskylduumræður
bera góðan árangur. Andieg við-
fangsefni hjálpa þér til að slaka
og endurnærast.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú átt auðvelt með að tjá skoðan-
ir þínar í dag og því er gott tæki-
færi fyrir þig til að kynna þær
fyrir öðru fólki. Taktu því fegins
hendi ef þér býðst að hitta góða
vini og félaga. Þú hefur gleði af
vinnu við skapandi verkefni.
AFMÆLISBARNIÐ hefur með-
fædda sköpunarhæfileika og er
hugkvæmt. Það laðast gjama að
mannúðarmálum. Það kann að
^taka það langan tíma að gerá sér
grein fyrir að það verður að velja
sér starf sem það brennur upp
í. Gangi það eftir kemur í ljós
að það er oft á undan sínum tíma
f verkum sínum. Venjulega er
gifturíkast fyrir það að leita fyrir
sér á vettvangi lista þó að það
geti einnig spjarað sig í viðskipt-
um.
Stj'órnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
1 IÁCI/A
LJvJolvA
FERDINAND
' V ) 11.
SMÁFÓLK
Það er alltaf ánægjulegi: að tala við Þegar þú lítur til baka yfir langan Unnið?
heimsíirægan lögmann ... og farsælan starfsferil, hvað mynd-
irðu segja að væri ánægjulegasta
mál sem þú heíúr unnið?
it's alujavs a pleasure
TO TALK UUITH A UJORLP
FAMOU5 ATTORNEV..
A5 VOU LOOK BACK UPON
A L0N6 ANP PI5TIN6UI5HEP
CAREER,U)HAT W0ULP VOU 5AV
UUA5 THE M05T 6RATIFVIN6
CASE VOU EVEK UUON ?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Valur Sigurðsson og Sigurður
Vilhjálmsson í sveit Modern Ice-
land voru eina parið sem reyndi
þrjú grönd í þessu spili úr ís-
landsmótinu:
Austur gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ 9643
V 94
♦ Á64
♦ ÁD72
Norður
♦ K82
▼ G10873
♦ G7
♦ KG9
Austur
♦ D107
♦ ÁD62
♦ 109853
♦ 6
Suður
♦ ÁG5
¥K5
♦ KD2
♦ 108543
Þetta var í leik Modern og
Samvinnuferða. Valur fékk lán-
aðan punkt og opnaði á 14-16
punkta grandi. Sigurður yfir-
færði í hjarta og stökk svo í 3
grönd.
Guðmundur Hermannsson í
vestur kom út með lítið lauf.
Blindur átti slaginn á níuna og
Valur spilaði strax laufkóng.
Þorgeir Eyjólfsson í austur henti
hjartatvistinum, sem er kall í
litnum. Guðmundur hlýddi,
skipti yfir í hjartaníu og Þorgeir
dúkkaði tíu blinds. Vörnin hefur
nú skapað sér fimm slagi, en
Valur gerði Þorgeiri erfitt fyrir
með því að spila hjarta strax
aftur. Þorgeir drap á ásinn og
varð nú að taka hjartadrottning-
una líka. En það blasti ekki
beinlínis við og hann skipti yfir
í tígultíu. Valur hafði þá ráðrúm
til að sækja laufið áfram. 600 í
NS og 10 IMPa sveifla.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi skemmtilega skák var
tefld á opna sænska meistaramót-
inu í apríl: Hvítt: Þráinn Vigfus-
son, svart: Franko Lukez,
(2.325) Svíþjóð, Drottningarind-
versk vörn, 1. d4 — Rf6, 2. c4 —
e6, 3. a3 — b6, 4. Bg5 — Be7,
5. Rc3 - Bb7, 6. Dc2 - h6, 7.
Bh4 — c5, 8. dxc5 — bxc5, 9. e3
- 0-0, 10. Rf3 — d5, 11. cxd5 —
exd5, 12. Be2 — d4?, 13. exd4 —
cxd4, 14. Hdl - Dc7, 15. Bg3 -
Db6, 16. Rxd4 - Bxg2, 17. Hgl
- Bh3, 18. Rf5 - Bxf5, 19. Dxf5
- Rc6.
20. Hd6!! — Rd4 (Hugmynd
hvíts var að svara 20. — Bxd6
með 21. DxfB! - gxfB, 22. Bc5+
— kh7, 23. Bd3+ og mátar.) 21.
Hxd4! - Dxd4, 22. Be5 - Dc5,
23. Hxg7+! - Kxg7, 24. Bxf6+
— BxlB, 25. Dxc5 og hvítur vinn-
ur skákina á liðsmuninum.