Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 16
16__________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990_ Ferðin sem ekki var farin eftir Pál Pétursson Ólafur minn G. Einarsson ritaði grein í Morgunblaðið 21. apríl. Greinin heitir „Þegar kálfshjartað slær“ og fjallar hún um kálfshjartað í undirrituðum og meinta þjónkun mína við Kremlarbændur. Þá er Þorsteinn Pálsson með hliðstætt nöldur í sama tölublaði og vil ég af þessu tilefni fara nokkrum orðum um samskipti mín sem forseta Norðurlandaráðs við fulltrúa Æðsta ráðsins og afskipti Ólafs G. af því máli. Norðurlandaráð hefur ekki látið utanríkismál til sín taka. Þó er ekk- ert í samþykktum ráðsins sem bannar það en heldur hvergi tekið fram að um utanríkismál skuli ijall- að. Utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa ekki með sér formlegt sam- starf innan ráðsins eins og ráðherr- ar flestra annarra málaflokka. Þessu tel ég að sé tímabært að breyta og að utanríkisráðherramir eigi að mynda sérstaka ráðherra- nefnd. Afskipti Norðurlandaráðs af utanríkismálum Utanríkismál eru það veigamikill þáttur í stjómmálalífinu að ekki er eðlilegt að sneiða hjá þeim og stjómmálamenn á Norðurlöndum eiga að mínum dómi einnig að ræða þróun mála í heiminum á þingum Norðurlandaráðs. Þróunin hefur stefnt í þessa átt, 1985 fór forsætis- nefndin í kynnisför til ýmissa al- þjóðastofnana í Sviss og Frakklandi og önnur för var farin í fyrra. 1986 var efnt til fjölþjóðaráðstefnu um loftmengun, 1989 til fjölþjóðaráð- stefnu um mengun hafsins. Síðast- liðið haust var haldið aukaþing um þróun mála í Vestur-Evrópu. Heimboð Gorbatsjovs Sú hugmynd vaknaði í forsætis- nefnd að efna til samskipta við Sovétríkin og þá ekki hvað síst Eystrasaltslöndin. Haustið 1989 bauð Gorbatsjov Norðurlandaráði að senda nefnd i kynnisför til Sov- étríkjanna og einnig reifaði hann möguleika á öðmm samskiptum. Forsætisnefndin fjallaði mjög ítar- lega um málið og ákveðið var að senda nefnd Norðurlandaráðs- manna til Sovétríkjanna. Átti ég að veit nefndinni forystu. Ferða- áætlun var samin, dagsetningar ákveðnar svo og umræðuefni. Þetta var gert í samstarfi við gestgjafana og var áformað að hefja heimsókn- ina í Moskvu og ræða þar við full- trúa Æðsta ráðsins. Síðan átti að fara til Litháens, Lettlands og Eyst- lands og hitta fulltrúa þessara þriggja þjóðþinga. Ferðin átti að hefjast 10. maí. En 17. apríl barst á skrifstofu forsætisnefndarinnar bréf frá Kútsmín yfirmanni utanrík- ismála í Æðsta ráðinu. í bréfinu var komu sendinefndarinnar fagnað fögrum orðum en þess getið að því miður væri núverandi ástand í Lit- háen þannig að af viðkomu þar gæti ekki orðið að sinni, en stungið uppá heimsókn til Leningrad eða Múrmansk í stað Vilnius. Óaðgengilegir kostir Strax og ég frétti af bréfi þessu lét ég kanna afstöðu þeirra forsæt- isnefndarmanna sem til náðist og ákvað síðan, að fengnu viðhorfi þeirra að aflýsa ferðinni. Ég hefði einnig getað hugsað mér að fresta ferðinni, en það hafði lítinn hljóm- grunn. Þetta voru að mínu mati mjög ákveðin viðbrögð við því að vera neitað um áritun til Litháens. Mér þótti ekki tiltækilegt að fara ef við værum hindruð í því að heim- sækja eina af þeim borgum sem við höfðum áður ákveðið, að höfðu samráði við Rússa. Með þessu sýn- um við málstað stjórnvalda í Lithá- en mjög ákveðinn stuðning. Ég tel þó slæmt að af ferðinni gat ekki orðið, hún hefði verið gagnleg og vonandi skapast bráðleg þær að- stæður að svona ferð verði farin. Margt er nú bréfið Einn fulltrúa í forsætisnefndinni Ólafur G. Einarsson sendi mér bréf af þessu tilefni. Samþykkti hann ákvörðun mína en lagði til að ég „kannaði vilja forsætisnefndarinnar til þess að senda fulltrúa forsætis- nefndar beint til Litháens til þess að kynnast ástandinu þar milliliða- laust. Að sjálfsögðu yrði sótt um vegabréfaáritun til stjórnvalda í Litháen. Ég varð sannast sagna undrandi á þessu bréfi. Ég sá strax mikil tæknileg tormerki á því að fá vega- bréfsáritun sem hald væri í frá Lit- háen. Þá væri þetta mjög afdrifa- ríkt skref í utanríkismálum. Einu gildir hve mikla samúð menn hafa með sjálfstæðisbaráttu Litháa, eng- in þjóð hefur ennþá gengið lengra en Islendingar í að koma til móts við stjórnina í Litháen. Alþingi sendi heillaóskir með sjálfstæðis- yfirlýsingunni til þings Litháa og ríkisstjórnin bauð Island fram sem samningastað fyrir Rússa og Litháa og ítrekaði að viðurkenning Dana fyrir íslands hönd á Litháen hefði aldrei 'verið felld úr gildi. Hápólitísk aðgerð Ef Norðurlandaráð sækir um vegabréfsáritanir til Litháens verð- ur að skoða það sem beina eða óbeina viðurkenningu Norðurlanda- ráðs á stjórnvöldum þar og þá væri lengra gengið en nokkur þjóð hefu fram til þessa treyst sér til. Þá er þetta mál sem ríkisstjórnir Norður- landa hljóta að þurfa að ijalla um a.m.k. mundi ég ekki stíga slíkt skref nema í samráði við ríkisstjórn íslands og með vitund og vilja ann- arra ríkisstjórna á Norðurlöndum. Hvað Svía varðar væri þeim óger- legt að taka þátt í Litháenferð eftir hugmynd Ólafs, enda viðurkenndu þeir á sínum tíma innlimum Litháen í Sovétríkin. Fyrirhyggjulaust ferðalag Ég lét kanna hvaða möguleikar væru á að fá vegabréfsáritun frá Litháen. Þangað er ómögulegt að fá áritun sem hald er í. Litháen hefur skrifstofur í London og Wash- ington. í Vatíkaninu í Róm og í Washington eru menn sem hafa gefið út áritanir. Rússar gæta hins- vegar landamæranna og flugvall- anna og taka ekkert mark á svoleið- is stimplum. Samkvæmt þeirri at- hugun sem ég lét gera og byggði meðal annars á upplýsingum frá sænska utanríkisráðuneytinu voru möguleikarnir eftirfarandi: a. Sendinefnd færi til Vilnius með flugi frá Austur-Berlín án vega- bréfsáritunar. Henni yrði að öllum líkindum snúið við á flugvellinum í Vilnius. b. Sendinefnd fengi áritun í Vat- íkaninu eða í Washington þá væri reynt að komast með flugi frá Aust- ur-Berlín eða yfir landamærin frá Póllandi en langlíklegast væri að Rússar sneru henni við. Rússar hafa enda lokað Litháen undan- farna daga. Vitnað hefur verið til franskra manna sem fóru til Lithá- ens en þeir fóru fyrst til Leningrad og hafa þar með rússneska áritun. Hliðstæða ferðaáætlun var sendi- nefnd okkar neitað um. Svona sendiferðir þykja mér ekki fýsilegar. Ég vil ekki ferðast eins og þýski strákurinn Matthías Rúst sem lenti flugvél sinni á Rauðatorg- inu án vegabréfsáritunar og var settur í tukthús. Afstaða sjálfstæðismanna til Lit- háen-deilunnar er einstaklega klaufaleg. Það kemur raunar ekki á óvart. Forystusveit sjálfstæðis- manna má ekki koma nærri ut- anríkismálum eins og ég hef marg- bent á. Afstaða þeirra er bæði van- hugsuð og ber vott um fljótfærni og fáfræði og er bæði bréf Ólafs G. til vitns um það svo og tillögu- flutningur þeirra á Alþingi um við- urkenningu á stjórn Litháens. Vandasöm lausn á deilu Loks vil ég fara nokkrum orðum Páll Pétursson „Kálfshjarta mitt slær með Litháum en ég vil ekki loka augunum fyr- ir staðreyndum. Eg vil ekki blanda Norður- landaráði í deiluna með neinu sem Sovétríkin mundu vafalaust telja ögrun gagnvart sér, það gerði aðeins illt verra.“ um hina sorglegu þróun mála í deilu Sovétmanna og stjómvalda í Litháen. Gorbatsjov hefur á valda- ferli sínum gjörbreytt veröldinni. Hann hefur mótað slökunarstefnu sem orðið hefur til þess að kommún- istastjórnir víðast í Austur-Evrópu eru farnar frá völdum. Þjóðir hafa öðlast aukið sjálfstæði og sjálfsá- kvörðunarréttur þeirra hefur öðlast virðingu. Þjóðfélögin hafa opnast og þróunin í frelsisátt hefur verið ótrúlega góð og ör. Þessu ber að fagna. Heimurinn er miklu friðvæn- legri en fyrir nokkrum mánuðum. Lifi frelsið Ég er þeirrar skoðunar að þjóðir heims, þar á meðal Litháar, eigi að fá að ákveða stjórnskipulag sitt sjálfar með lýðræðislegum hætti. Hvað Litháén varðar þá geri ég ráð fyrir að núverandi stjórnvöld séu réttkjörin og og tali fyrir munn meirihluta íbúanna. Þess vegna hef ég hina mestu samúð með sjálf- stæðisþrá þeirra. Fram til 1920 var Litháen hluti af Rússlandi. Síðan var landið sjálfstætt í rúm 20 ár en varð síðan aftur í raun hluti Rússlands eftir fordæmanlega inn- limun. Þing Litháens lýsti einhliða yfir fullu sjálfstæði landsins. Best væri ef þeirra ákvörðun yrði að veruleika sem fyrst. Ekki er hins vegar hægt að loka augunum fyrir því að ein- hliða aðskilnaður frá Sovétríkjunum án undangenginna samninga og umþóttunar mundi hafa miklar stjómmálalegar afleiðingar fyrir ríkjasambandið. Miklar líkur em á að ýmis önnur ríki USSR mundu sigla í kjölfarið og ganga úr ríkja- sambandinu. Ég tel næsta víst að þá mundu rísa upp í Rússlandi harðlínumenn og hrifsa völdin og spenna og úlfúð milli austurs og vesturs mundi aukast á ný. Deiluna verður að leysa friðsamlega Ég sé enga nærtæka og góða lausn á Litháen-deilunni. Ég tel mjög mikilvægt að reynt verði til þrautar að leysa hana við samn- ingaborð og án valdbeitingar eða efnahagsþvingana, eins og nú virð- ast því miður horfur á. I mínum huga skiptir ekki höfuðmáli hvort það tekur Litháen einhvern tíma að öðlast fullt og raunverulegt sjálf- stæði ef markinu verður náð innan fárra ára. Það sem skiptir höfuð- máli er að þróun í átt til frelsis og slökunar og virðingar fyrir mann- réttindum og mannhelgi haldi áfram. Ég sé ekki að Gorbatsjov hafi neinna góðra kosta völ. Hann stendur frammi fyrir svipuðum að- stæðum og Abraham Lincoln, Bandaríkjaforseti, þegar Suðurríkin lýsti einhliða yfir sjálfstæði. Ég vona sannarlega að Gorbatsjov grípi ekki til sama ráðs og Lincoln. Litháar ættu að gefa sér tíma til að ræða við Rússa. Rússum finnst væntanlega Litháen hluti af Rússlandi þrátt fyrir að Litháar hafi haft stjórnarfarslegt sjálfstæði um 20 ára skeið fyrir meira en hálfri öld síðan. Fjöldi Rússa er þar að auki búsettur í landinu. Kálfshjartað slær áfram Kálfshjarta mitt- slær með Lit- háum en ég vil ekki loka augunum fyrir staðreyndum. Ég vil ekki blanda Norðurlandaráði i deiluna með neinu sem Sovétríkin mundu vafalaust telja ögrun gagnvart sér, það gerði aðeins illt verra. Ef hins vegar Norðurlandaráð gæti stuðlað að friðsamlegri lausn deilunnar þá vil ég endilega leggja því lið. Ráðagerðir Ólafs G. Einarssonar og Þorsteins Pálssonar eru ekki lík- legar til þess að afstýra vandræð- um. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. MEÐAL ANNARRA ORÐA Leit að hæfhi eftir Njörð P. Njarðvík Um daginn kom kunningi minn að máli við mig og lagði fyrir mig eftirfarandi spurningu: Hvað heldur þú að myndi breytast í íslensku þjóðfélagi ef farið yrði að leita að hæfni? Ég varð dálítið hvumsa við svo almennri og skýringariausri spurn- ingu, en við nánari umhugsun er ekki svo erfitt að skilja hvað fyrir spyrjandanum vakir. Grundvöllur- inn er auðvitað sú fullyrðing að eitt- hvað annað en hæfni ráði vali manna, sem skipaðir eru í embætti og stöður eða ráðnir til opinberra starfa eða hjá einkafyrirtækjum. í fámennu þjóðfélagi er návígi mikið og misfellur leynast illa. Við þekkjumst harla vel og berum með okkur kunningsskap og_fordóma, velvild og andúð persónulegra sam- skipta. Við erum gjörn á að taka tilfinningalega afstöðu til fólks en ekki að sama skapi raunsæja. Styðj- um niðurstöðu okkar ekki ævinlega gagnrýninni athygli. Margt af þessu er skiljanlegt. Þetta er vandi sem ætti að vera hægt að sjá við með því að gera sér grein fyrir honum, þótt auðvelt virðist það ekki. Sýnu verra er þó að fást við þann vanda sem birtist svo þráfaldlega og fólg- inn er í sjálfsupphafningu og sér- hagsmunum gráðugra einstaklinga. Það má ekkl heldur gleyma þeirr kenningu áð grundvöllur valds er að festa sjálft sig í sessi. Þröngur hópur Einu sinni spurði ég íslenskan ráðherra hverja ha'nn umgengist og skiptist á skoðunum við. Það reynd- ist furðulega þröngur hópur. Ráð- herrann bar við stöðugum önnum og sífelldum tímaskorti, og slíkar aðstæður bjóða heim þeirri hættu að lítið tóm gefist til umhugsunar eða ráðrúm til að horfa út fyrir hóp nánustu samstarfsmanna. Slíkt er ekki heldur vel séð af fylgismönnum stjórnmálaforingja. Það sýnir ný- legt dæmi, þegar fylgismenn lýstu vantrausti á ráðherra fyrir að skipa ekki skoðanabróður sinn í tiltekið embætti. Því miður virðist það regla frem- ur en undantekning á okkar dögum, að íslenskir stjórnmálamenn hugsi fyrst um sjálfa sig, svo um flokkinn sinn og þá fyrst (vonandi) um þjóð- arhag. Ef þessi röð snerist við, myndi mikið ávinnast. Þá gætu stjómmálamenn orðið það sem þeir eiga að vera. Þjónar þjóðar sinnar er vinna að hag hennar í samræmi við lífsskoðanir og sannfæringu, en ekki eiginhagsmuni. Sannast að segja held ég að þetta ráði dvín- andi áhugi almennings á stjórnmál- um. Æ fleiri segja: Það er sama hvað ég kýs, það er sami rassinn undir þeim öllum. Og það er ekki hollt fyrir lýðræðið. Svipuð viðhorf sýnast einnig ráða vali manna til embætta og trúnað- arstarfa í of ríkum mæli. Annað hvort geta valdsherrarnir ekki horft út fyrir þröngan hóp kunningja, ættingja og stuðningsmanna eða vilja það ekki. Og hvort tveggja er jafn slæmt. í stað þess að spyija: hver er hæfastur, hver gerir þjóð sinni mest gagn á þessum stað, þá er svarið spumingalaust: þessum þarf að hygla, þessum þarf að launa stuðning. Og almenningur horfir á með þreytulegri grettu. Yanhæfur maður lærir aldrei hæfíleika Tökum utanríkisþjónustuna sem dæmi. Þegar skipa á sendiherra í tilteknu Iandi, sýnist liggja beint við að spyija: hvaða menneskja er líklegust til að gæta hagsmuna ís- lands best í þessum landi? En svo virðist ekki spurt. Hversu oft eru ekki sendir rosknir og þreyttir stjórnmálamenn, og jafnvel menn sem hentugt er talið að losna við. Þeir sem hafa starfað lengi í ut- anríkisþjónustunni eru ekki hrifnir af þessu. Þeir vilja reyndar enga utanaðkomandi menn í embætti sendiherra. Það er vel skiljanlegt frá eiginhagsmunasjónarmiðum þeirra sjálfra. En þótt menn hafí starfað lengi á einum stað, þá er engin trygging fýrir því að þeir þurfi að reynast góðir sendiherrar í landi sem þeir þekkja ef til vill lítið sem ekkert til. En ég tek ut- anríkisþjónustuna aðeins sem dæmi. Óttinn við utanaðkomandi menn er víða ríkjandi. En oftlega er beinlínis brýn þörf fyrir yfirmenn sem eru óháðir þeim aðstæðum sem ríkjandi eru og geta tekið á málum á nýjan og ferskan hátt. Rútínu er auðvelt að læra fyrir hæfan mann, en vanhæfur maður lærir aldrei hæfileika, hugmyndaauðgi og frumlega skapandi hugsun, þótt hann kunni alla heimsins rútínu. Sagt var í gamni og alvöru, að þeir sem stjórnuðu breska heims- veldinu þegar það var og hét, hefðu verið góðir í latneskum stíl. I þeirri hugsun felst, að hæfur maður á einu sviði er oftlega einnig hæfur á öðru, þótt fjarskylt sýnist. Þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.