Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
Hákarlalýsi
eftir Elfii Björk
Gunnarsdóttur
Á vegum Heilsuhringsins hefur
tímaritið Hollefni og heilsurækt
verið gefið út sl. 12 ár. Stefna fé-
lagsins er að vinna með náttúrunni
gegn sjúkdómum og efla heilbrigði
landsmanna. Allt, sem stuðlað getur
að vellíðan fólks höfðar því til fé-
lagsmanna Heilsuhringsins. For-
varnir ekki síst, enda er sú stefna
í samræmi við markmið íslenskra
heilbrigðisyfirvalda, þar sem aðild
íslands að forvamaráætlun Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
og nokkurra Evrópuríka var undir-
rituð af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra í febrúar 1984. Flest-
ir ættu að kannast við kjörorðið
Heilbrigði allra, árið 2000, en það
eru einkunnarorð forvarnarátaks-
ins, sem hófst árið 1977. Hér er
um verðugt verkefni að ræða og
markið sett hátt.
í gegnum árin hefur verið fjallað
í blaði okkar um fæðutegundir, sem
margur hefur reynslu af að gefi
viðkomandi aukna vellíðan og bætta
heilsu, en fólk á oft og tíðum erfitt
með að fá sakir þess að hollefni
þessi eru ófáanleg í verslununum
hér á landi. Veldur þetta mönnum
erfiðleikum og eiga margir erfitt
með að skilja hvers vegna íslend-
ingar mega ekki fara út í búð og
kaupa það, sem fólk víða um lönd,
m.a. í nágrannalöndum okkar, á
greiðan aðgang að. Eitt þessara
efna er hákarlalýsi. Nokkuð hefur
verið rætt og ritað um það að und-
anförnu, m.a. á síðum þessa blaðs.
Velvakandi birti grein Elínborgar
Brynjólfsdóttur, 4. febrúar sl. undir
heitinu „Hvers vegna er bannað að
flytja inn hákarlalýsi? Elínborg
krefst þess að innflutningsbanni á
hákarlalýsi verði tafarlausa aflétt.
Hún er þeirrar skoðunar að engin
ástæða sé til að banna innflutning
á lýsinu hingað til lands. Við erum
innilega sammála bréfritara. í til-
efni þessa leyfi ég mér að birta hér
hluta úr greinum eftir Ævar Jó-
hannesson, se'm birst hafa í Holl-
efni og heilsurækt, þar sem fjallað
er um hákarlalýsi.
Fyrst er tilvitnun í grein sem
birtist í blaðinu árið 1987, 3-4 tölu-
blaði bls. 6-12. Bar hún heitið Nýj-
ar leiðir í krabbameinslækningum.
Einn kafli greinarinnar heitir Há-
karlalýsi og fer hann hér á eftir:
„All-langt er síðan að hugmyndir
komu upp um það að í hákörlum
væri eitthvert það efni, sem hindr-
aði eða læknaði krabbamein.
Talið er að hákarlar séu eina
skepnan sem ekki sé hægt að sýkja
af krabbameini og þegar fyrir fjöl-
mörgum áratugum fór athygli ein-
stakra vísindamanna og annarra
að beinast að því að reyna að finna
út í hverju þetta lægi.
Vitað er að rannsóknir á þessu
hafa m.a. verið gerðar í Sovétríkj-
unum og Japan og sjálfsagt miklu
víðar.
Ég man eftir viðtali, sem ég las
í einhveiju blaði, við gamlan Aust-
firðing fyrir fjölmörgum árum.
Hann sagði frá því að hann hefði
farið í gegnum kirkjubækur í Múla-
sýslum og athugað dánarmein fólks
yfir langan tíma. Úr þeim athugun-
um taldi hann sig hafa fundið það,
að i sjávarplássum þar sem hákarl
var áður fyrr mikið notaður til
matar, var krabbamein óþekkt, en
inn til sveita, þar sem hákarl var
lítið notaður, voru krabbamein þeg-
ar um aldamót algeng dánarorsök.
Hann dró þá ályktun af þessu,
að eitthvert efni í hákarli hindraði
krabbamein.
Nú virðist vera að koma í ljós
að sú ályktun var rétt.
Hákariar hafa verulega frá-
brugðna efnasamsetningu í bæði
fítu og vöðvum, bornir saman við
aðrar skepnur. Vöðvarnir eru m.a.
taldir innihalda blásýrusambönd.
Athyglisvert er að blásýrusambönd
eru einnig í. ýmsum plöntum og
plöntuhlutum sem notaðir hafa ver-
ið sem krabbameinslyf, t.d. hinu
umdeilda krabbameinslyfi „Laetr-
ile“ sem síðar verður rætt um í
þessum þáttum.
Einnig eru fítumar sérkennileg-
ar, en þær eru nokkuð mismunandi
eftir tegundum, en innihalda m.a.
fituefni „Skvalín“ sem notað er í
snyrtivörur og fituefni sem nefnast
„ Alkoxy-glyserolar“.
Margt fleira er sérkennilegt við
hákarla Sem ekki verður tíundað
hér.
Á síðastliðnu ári voru gerðar
opinberar 36 ára rannsóknir sem
farið hafa fram við „Radiumhem-
met“ við Karolinska sjúkrahúsið í
Stokkhólmi.
Astríd Brohult, sem er læknir við
Radiumhemmet, hefur staðið fyrir
þessum rannsóknum ásamt nokkr-
um öðrum læknum.
Þessir læknar telja að alkoxy-
glyserolar, sem fínnast í miklu
magni í lýsi úr Grænlandshákarli,
séu hin virku efni, sem m.a. finnast
í litlum mæli í beinmerg og bijósta-
mjólk en langmest í hákarlalýsi.
Hákarlalýsið virðist virka með
Elfa Björk Gunnarsdóttir
„Og eiga margir erfitt
með að skilja hvers
vegna Islendingar
mega ekki fara út í búð
og kaupa það, sem fólk
víða um lönd, m.a. í
nágrannalöndum okk-
ar, á greiðan aðgang
að. Eitt þessara eftia er
hákarlalýsi."
tvennu móti á krabbameinsæxli.
í fyrsta lagi dregur það mjög úr
óheppilegum áhrifum geislameð-
ferðar á heilbrigða vefi í kringum
æxlið. Þetta gerir mögulegt að nota
stærri geislaskammta en annars
væri hægt og þar með í sumum
tilfellum að gera geislameðferð
mögulega og árangursríka.
I öðru lagi hvetur það ónæmis-
kerfið, sem m.a. kemur fram í mik-
illi fjölgun hvítra blóðfruma, sem
oft fækkar hættulega mikið við
geisla- og lyfjameðferð gegn krabb-
ameini.
Þessi eiginleiki er mjög athyglis-
verður og gæti gefið vísbendingu
um að hákarlalýsið sé nothæft við
lækningu á ótal fleiri sjúkdómum
en krabbameini, auk þess að hafa
fyrirbyggjandi verkanir gegn
krabbameini.
Geislaverndandi eiginleiki þess
er einnig mjög athyglisverður og
lofar góðu um að e.t.v. megi nota
það til að draga úr verkunum kjarn-
orkugeislunar, t.d. við kjarnorku-
slys.
Sænsku læknamir segja að mik-
ilvægt sé að gefa hákarlalýsið í
nokkurn tíma áður en geislameð-
ferð gegn krabbameini hefst og
halda því áfram lengi eftir að geisla-
meðferð lýkur, eigi góður árangur
að nást.
Þeir segja að ennþá sé ekki full-
ljóst hversu lengi áður en geisla-
meðferð hefst sé heppilegast að
gefa lýsið, en telja þó vjku lágmark.
Magnið sem þeir nota er nálægt
hálfu grammi af hreinu alkoxy-
glyseroli á dag, sem er 1-1 íA g af
Grænlandshákarlslýsi.
Lýsið hefur til þessa mest verið
notað við krabbamein í móðurlífí
og árangurinn lofar góðu. Lang-
tíma-athugun sýndi að nálægt
helmingi fleiri konur sem fengu
lýsið lifðu fimm ár eða lengur, held-
ur en aðrar sem fengu það ekki.
Auk þess voru eftirköst geislameð-
ferðar miklum mun vægari.
Ennþá er æskilegasti dag-
skammtur í þrófun svo að vera má
að enn betri árangur eigi eftir að
nást síðar, þegar læknarnir kunna
betur að nota j>að.
Japanir, sem einnig hafa gert
tilraunir með hákarlalýsi, telja að
virka efnið í hákarlinum sé ekki
alkoxy-glyserolarnir, heldur
skvalínið. Af því er mjög mikið í
lifur beinhákarla. Vera má því að
um fleiri en eitt efnasamband sé
að ræða og að báðir hafi rétt fýrir
sér.
Sumir telja jafnvel að hold há-
karlsins sé best, betra en lýsið, sem
fæst úr lifrinni. Augljóst er því að
mikilla rannsókna ér þörf áður en
hægt er að slá neinu endanlega
föstu um mikilvægi hákarlsins eða
hákarlalýsis í baráttunni við krabb-
amein.
Þó finnst mér rétt að fólk sem
fara þarf í geislameðferð noti það,
þó ekki væri nema vegna vemdandi
eiginleika þess gegn geislun.
Belgir með hákarlalýsi munu
vera væntanlegir á markaðinn hér
innan tíðar.“
í tölublaði 1-2, 1989 er fjallað
um lýsið á bls. 37-38, undir yfír-
skriftinni Getur hákaríalýsi Iæknað
psoriasis? Þar stendur:
„Nýlega barst sú frétt frá Svíþjóð
að læknir þar í landi, sem ekki var
nafngreindur, hefði skrifað grein
um það að sjúklingar sem notað
höfðu hákarlalýsi við krabbameini
hefðu einnig læknast af psoriasis á
meðan þeir notuðu hákarlalýsið.“
Þegar greinarhöfundur heyrði
þetta kipptist hann við, því að hann
hafði einnig sjálfur fengið grun um
þetta sama.
Svo var mál með vexti að hann
hafði í nokkra mánuði fylgst með
konu sem notað hefur hákarlalýsi
við krabbameini í lunga.
Konan hafði áratugum saman
þjáðst af psoriasis og reynt fjölmörg
lyf án teljandi árangurs.
Er konan hafð notað lýsið í nokk-
um tíma veitti hún því athygli að
hún var betri í húðinni en hún
hafði áður verið.
Batinn hélt áfram og þegar hún
hafði notað það í nálega tvo mán-
________________________________31
uði voru öll ummerki um psoriasis
horfin.
Þessi kona notaði einnig jurtalyf
frá Ástu Erlingsdóttur við krabba-
meininu og því er vel hugsanlegt
að þau hafi einnig komið hér við*.
sögu, en eftir að hafa heyrt um
grein sænska læknisins finnst höf-
undi þessa rabbs allt eins líklegt
að lækningin sé hákarlalýsinu að
þakka. Gaman væri að fá fréttir
um hvort fleiri sem notað hafa há-
karlalýsi hafa líka sögu að segja,
t.d. hvort flasa í hári hafí minnkað
eða horfið, eða einhveijir húðsjúk-
dómar hafí lagast.
Því miður er ekki hægt að fá
hákaiialýsi keypt hér á landi, nema
fólk sé svo heppið að þekkja ein-
hvern sem stundar hákarlaveiðar. ^
Af þeirri ástæðu koma þessar upp-
lýsingar fáum að gagni, meðan
ekki tekst að koma vitinu fyrir ein-
hveija aðila í Lyfjanefnd ríkisins,
sem banna innflutning á hákarla-
lýsi frá Norðurlöndum.
Bann Lyfjanefndar er byggt á
þeirri forsendu, að vegna þess að
rannsóknir í Svíþjóð sýndu fjölgun
á blóðflögum í fólki, sem notaði
hákarlalýsi við krabbameini, þá
væru líkur á því að hákarlalýsi
gæti stuðlað að myndun blóðtappa
í æðum.
Þar gleymdist að þetta fólk var
allt með alltof fáar blóðflögur vegna
geisla- og lyfjameðferðar og hákarl-
alýsið leiðrétti að hluta til þennan-«»
blóðflöguskort, en stuðlaði ekki að
óeðlilegri fjölgun blóðflagna.
Oluf Lindahl, læknir og prófessor
í Svíþjóð, ræddi þetta í forustugrein
í tímaritinu Biologisk Medicin á síð-
asta ári og komast að þeirri nið-
urstöðu að sennilega drægi hákarla-
lýsi frekar úr hættu á blóðtöppum,
heldur en að það stuðli að myndun
þeirra.!<
í þingsályktunartillögu um ís-
lenska heilbrigðisáætlun, sem lögð
var fyrir Alþingi á sl. ári og send.
hefur verið ýmsum aðilum í þjóðfé-
laginu til umsagnar nú undanfarið,
er mikil áhersla lögð á heilsurækt,
heilsuvernd og fyrirbyggjandi að-
gerðir. Þar er lögð áhersla á heil-
brigða fæðu og mikilvægi þess að
jafnvægi haldist í sambýli manns
og náttúru.
Þar er einnig hvatt til samvinnu
heilbrigðisyfírvalda við félög um að
þau taki þátt í herferð fyrir heil-
brigðari lífsháttum fjölskyldu og
einstaklinga.
Það er mjög æskilegt að heil-
brigðisyfirvöld og áhugamannafé-
lög um heilbrigða lífshætti taki
höndum saman því þessir aðilar
eiga sameiginlegt markmið. ^
Fyrir hönd stjómar Heilsuhrings-
ins.
Höfundur er formaður stjórnar
Heilsuhringsins.
Ætla þingmenn ekki að hrista
af sér oki dönsku krúnunnar?
eftir Guðmund H.
Guðjónsson
Rúmt ár er iiðið síðan Árni Gunn-
arsson, alþingismaður, flutti tillögu
til þingsályktunar um að danska
kórónan á Álþingishúsinu verði tek-
in niður og íslenska skjaldarmerkið
sett þar í hennar stað. Undirritaður
vakti máls á þessu efni í blaðagrein-
um fyrir nokkrum árum og hafði
hugsað sér að láta þar við sitja, en
atburðir síðustu mánaða hafa gert
það að verkum að hann skrifar nú
þessa grein.
Sem áhorfandi frétta í sjónvarpi
af atburðum þeim sem gerst hafa
í Austur-Evrópu hef ég ekki komist
hjá að sjá helstu áhersluþætti hinna
nýfijálsú þjóða.
Fyrsta verk fólksins á götunni
hefur verið að klippa ríkismerkið
úr þjóðfánum sínum, tákn þess sem
það vildi losna undan. Og hinir
nýju valdhafar láta jafnframt bijóta
steinsteypt kennitákn ófrelsisins
niður af öllum opinberum bygging-
um. Skemmst er að minnast þess
er rúmenska handboltaliðið neitaði
að keppa í Laugardalshöll fyrr en
búið væri að klippa kommúnista-
merkið úr þjóðfána þeirra, sem þar
hafði verið hengdur upp.
Allt er þetta samkvæmt eðli
merkjafræðinnar. Við göngum ekki
undir fána málstaðar sem við höfum
hafnað. Þjóð sem hefur slitið sig
frá annarri hampar ekki merki
þeirrar sem hún sleit sig frá. Þeir
sem telja rétt að vera með þjóðfána
og ríkismerki, sýna það í verki á
verðugan hátt.
Þess vegna segi ég enn og aftur:
Mér er óskiljanlegt geðleysi þein’a
sem telja það sjálfsagðan hlut að
danska konungsmerkið skuli enn
vera á Alþingishúsi íslendinga.
Hefðu nú nasistar á sínum tíma
hertekið ísland og komið haka-
krossi fyrir á þinghúsinu, þætti
mönnum sjálfsagt að það merki
stæði þar enn sem söguleg minning
er ekki mætti hrófla við?
Ég hafði eftir Eysteini Jónssyni,
fv. ráðherra, í fyrstu grein minni
að það hafi fyrst og fremst verið
Hvort merkið þykir lesendum betur hæfa yfir löggjafarsamkomu
Islendinga.
af tillitssemi við Dani, á hinum við-
kvæma tíma sambandsslitanna, að
ekki var skipt um merki strax eftir
lýðveldisstofnunina. Lúðvík Jóseps-
son, fv. ráðherra, sagði í sömu
grein að margir hefðu viljað ganga
í verkið svo sem Pétur Ottesen, þv.
alþingismaður, en málinu hefði ver-
ið frestað.
Það fer ekki milli mála að það
er löngu tímabært að taka kórónuna
af Alþingishúsinu og setja skjaldar-
merki íslenska lýðveldisins í hennar
stað, enda ekki sæmandi að þjóð
sem á elsta þjóðþing veraldar þingi
undir öðru en eigin merki.
Ef hugsað er til þeirra, sem lifðu
yfírráð Dana og börðust fyrir sam-
bandsslitunum og sjálfstæði þjóðar-
innar, þá er ég fullviss um að það
fólk hefði ekki sætt sig við tákn
dönsku krúnunnar á löggjafarsam-
kómu sinni. Það hefðu Islendingar
þeirra tíma e¥ki gert frémur' en
þjóðir Austur-Evrópu nú, sem kasta
af sér hlekkjum kúgunar og afmá
allar táknmyndir hennar.
Þessari grein lylgja myndir af
þinghúsinu með danska merkinu
og því íslenska eins og það myndi
hugsanlega líta út eftir að þessi
breyting er orðin. Læt ég lesendur
dæma um hvort merkið þeir telji
rétthærra yfír löggjafarsamkomu
íslendinga.
Að endingu vil ég segja að þaí*-
var undarlegt að heyra sumar rök-
semdir þeirra sem andmæltu tillögu
Árna Gunnarssonar alþm. fyrir
rúmu ári. Þar reyndu þingmenn að
gera lítið úr hinni jöngu tímabæru
og ágætu tillögu Árna með því að
koma með fáránleg rök eins og að
fjarlægja styttur, taka niður vind-
hanann af Dómkirkjunni og hreinsa
öll kennileiti frá tíð Dana hér. Sum-
ir vitnuðu í bókabrennur og húsfrið-
unarlög til varnar gegn þessari að-
gerð og sögðu að framantalið og
annað álíka þyrfti að fylgja í kjölfar^
ið. 011 svona rök eru grátbrosleg
og að mínu mati aðeins sett fram
til þess að drepa málinu á dreif.
Tillaga Árna var eingöngu um
að setja skjaldarmerki Islands í stað
dönsku kórónunnar, eins og hann
kvað skýrt á um.
Höfundur er skólastjóri
Tónllstarskóla Vestmannaeyja.