Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 3 Bílgr einasambandið: Mengunarvarnir gegn lækkun bifreiðagjalda Bílgreinasambandið hefur farið þess á leit við umhverfismálaráðu- neytið, heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, að aðflutnings- gjöld eða skráningargjöld bifreiða verði lækkuð, sem nemur kostn- aði við mengunarvarnabúnað i bílum. Að sögn Jónasar Þórs Steinars- sonar framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, nemur kostnaður vegna búnaðarins tugum þúsunda allt eftir stærð og gerð bífsins. í mengunarvarnareglugerð frá árinu 1989 er gert ráð fyrir að frá og með 1. janúar 1992 verði þess krafist að bílar fullnægi kröfum um mengunarvarnabúnað. Svipaðar reglur hafa verið að taka gildi í ísaf] arðarflugvöllur: Eldsneyti til á þyrluna - segir Torfi Einars- son, sem hefur um- sjón með birgðunum ÞYRLU Landhelgisgæslunnar, TF Sif, var snúið við hjá Bjarg- töngum þegar hún fór að sækja sjúkling á mánudagskvöld, þar sem hún fékk þær upplýsingar frá flugturninum á Isafjarðar- flugvelli að þar væri ekki til elds- neyti fyrir þyrluna, að sögn Þrastar Sigtryggssonar hjá Landhelgisgæslunni. Þá voru hins vegar til um 7 þúsund lítra birgðir af eldsneyti á Isafjarðar- flugvelli, að sögn Torfa Einars- sonar rekstrarstjóra hjá flugfé- laginu Erni á Isafirði en hann hefur umsjón með birgðunum. „Það voru til nægilega miklar eldsneytisbirgðir fyrir Gæsluþyrl- una hér á ísafjarðarflugvelli á mánudagskvöld. Maður, sem sér um að dæla eldsneyti á flugvélarnar, hélt hins vegar að eldsneytið væri búið og því kom þessi misskilningur upp,“ sagði Torfi Einarsson í sam- tali við Morgunblaðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík um klukkan 19 á mánudag til að sækja veikan mann á bæ í Langadal við ísaljarð- ardjúp. Þyrlunni var hins vegar snúið við hjá Bjargtöngum til að taka eldsneyti á Rifi. Þegar því var lokið var birtu tekið að bregða og því ekki talið ráðlegt að leggja í sjúkraflugið að svo búnu. Þyrlan fór því aftur til Reykjavíkur en þar kom í ljós bilun í eldsneytisstýringu í öðrum mótor þyrlunnar. Flugvél frá flugfélaginu Erni á ísafirði sótti því sjúklinginn á flugvöllinn á Arn- gerðareyri og kom með hann til Reykjavíkur um klukkan 7 á þriðju- dagsmorgun. nágrannalöndunum eða munu gera það á næstu tveimur til þremur árum. í bréfi Bílgreinasambandsins er vitnað til þess að afsláttur er veittur á bílum með þessum búnaði á Norðurlöndunum og í ljósi þess er farið fram á sérstakan afslátt á aðflutningsgjöld á bíla sem full- nægja nýju kröfunum. „Það mun stuðla að því að þegar á þessu ári yrði boðið upp á bíla með hvarfakút- um og flýta fyrir að markmið reglu- gerðarinnar náist. Til lengri tíma litið er nauðsynlegt að bílar sem eru með slíkan búnað verði ekki dýrari en aðrir bílar því ef svo væri seinkaði það endurnýjun og þróun í þá átt að bílar verði al- mennt með þessum búnaði." Að sögn Jónasar hefur þegar verið haldinn fundur með umhverf- ismálaráðherra, en engin niður- staða væri enn fengin. Alþjóðasamtök eig- enda íslenskra hesta: Heimsmeistara- móti í Frakk- landi aflýst STJÓRN FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta, liefur horfið firá því að fela Frökkum að halda næsta heimsmeistaramót íslenskra hesta á næsta ári. Ástæðan er sú að Frakkar hafa ekki byrjað á neinum fram- kvæmdum fyrir mótið og umræða um íjármögnun þess er á algjöru byrjunarstigi. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar varaforseta FEIF var haldinn fundur í Frakklandi 7. apríl sl. með skipu- leggjendum mótsins. Þá kom í ljós að engar framkvæmdir eru hafnar fyrir mótið og nýlega er byijað að ræða um mögulega fjármögnun þess. Meirihluti stjórnar samtakanna tók afdráttarlausa ákvörðun um að hætta við að halda mótið í Frakkl- andi. Ákveðið var að tveir stjórnarmenn FEIF færu til fundar við Svía til að kynna sér möguleika á að halda mótið þar, en Svíar hafa sótt um að halda mótið. Austurríkismennn hafa einnig óskað eftir að halda heimsmeistaramótið 1991. Oheft nölgun bata að 6 tonnum Smábátaflöldinn hefiir nær tvöfaldazt firá árinu 1984 FJÖLDI smábáta, sem stunda fiskveiðar, hefur nær tvöfaldazt frá árinu 1984 er byrjað var að stjórna fiskveiðum með kvóta og tak- marka veiðileyfi stærri skipa. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- sambandi smábátaeigenda lögðu 964 bátar upp afla 1984, en 1.517 árið 1989. Fjöldinn í fyrra liggur ekki enn fyrir, en talið er að bátunum liafi (jölgað uin nálægt 100 þá og enn eru 100 til 120 bátar í smíðum. I núgildandi lögum, sem töku gildi um áramótin 1987 til 1988, eru settar skorður við fjölgun báta 6 til 10 brúttótonn að stærð, en ekki við fjölgun smærri bátanna. Meðal skýringa á fjölgun- inni er nefiit að margir, sem hafi úrelt stærri báta og selt af þeim kvótann, hafi síðan keypt trillu og haldið áfram veiðum. Landssamband smábátaeigenda hefur frá stofnun þess árið 1985 beitt sér fyrir því, að fjöldi smá- báta yrði takmarkaður með svipuð- um hætti og fjöldi stærri báta og skipa. I gildandi lögum er fjölgun smábátanna takmörkuð með þeim hætti, að nýr bátur 6 til 10 brúttó- tonn fær ekki veiðileyfi nema sam- bærilegur bátur hverfi úr rekstri. Undanþága er þó veitt fyrir báta, sem samið hafði verið um smíði á fyrir 31. desember 1987 og að minnsta kosti þriðjungur verðs þá greiddur. Frá árinu 1987 hefur bátum á þessu stærðarbili þó fjölg- að um 71 eða úr 241 í 312 frá gildistöku laganna til síðustu ára- móta og enn eru margir bátar af þessari stærð í smíðum. Artúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, telur vafa- samt að í öllu hafi verið farið að gildandi lögum í þessu sambandi, en fjölgun báta undir 6 tonnum er óheft. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum í þessu sambandi og segir ekkert sam- komulag um frekari takmörkun hafa verið í gildi milli ráðuneytisins og Landssambands smábátaeig- enda. Forystumenn sambandsins hafi einmitt lagt áherzlu á nauðsyn þess að fjölgun yrði heft er ráðgjaf- arnefndin skilaði af sér drögum að frumvarpi til laga að stjórnun fisk- veiða í vetur. Halldór segir enn- fremur að óskynsamlegt sé um þessar mundir að sækja í trilluút- gerð, þar sem hlutur hvers og eins sé svo rýr að hann standi tæpast undir útgerðinni. Því sé full ástæða til að vara menn við þessu. Þessi mál verði að sjálfsögðu rædd í tengslum við lagasetningu um stjórnun fiskveiða, en fyrr í vetur stóð til að leggja fram sérstakt frumvarp til laga um að setja skorð- ur við að bátunum fjölgaði meira, en frá því var horfið. Frá árinu 1984 hefur hlutur smábátanna í þorskaflanum aukizt úr 5,9% í 10% árið 1988, en afli á bát hefur lækkað síðustu árin. 1984 öfluðu smábátarnir 21.818 tonna og hefur aflinn aukizt ár frá ári og var 1988 46.220. 1982 öfluðu bátarnir að meðaltali 23 tonna, fóru hæst í 32 tonn 1987 og síðan niður í 30 tonn 1988. Árið 1988 lönduðu 1.517 smábátar afla. Sé þeim skipt niður eftir skráningar- umdæmum, eru flestir þeirra á Snæfellsnesi eða 138. 126 bátar eru skráðir í Þingeyjarsýslum, 113 j Eyjaíjarðarsýslu og sami fjöldi í ísafjarðarsýslum, 108 í Suður- Múlasýslu, 105 í Norður-Múla- sýslu, 78 í Neskaupstað, 77 í Barðastrandarsýslum og 70 á Akranesi. Alusuisse-Lonza: Nýr forstjóri tekur við fýrir- tækinu um næstu áramót Ný lög firá Alþingi: Lögheimili miðist við fasta búsetu Yistmenn skráðir á stofiianir og ein- staklingar á íbúðir í fjölbýlishúsum í NÝJUM lögum um lögheimili, sem taka gildi um næstu áramót, er lögheimili skilgrcint sem það heimili, þar sem hver og einn hefur fasta búsetu. I lögunum er gert ráð fyrir að þeir sem dvelja á stofiiunum eigi lögheimili sitt þar. Þá verða tekin upp þau ný- mæli að skrá lögheimili einstaklinga á ákveðnar íbúðir ef um fjöl- býlishús er að ræða. ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. Dr. Theodor M. Tschopp, framkvæmdastjóri álsviðs svissneska ál- og efiiafyrirtækisins Alusuisse-Lonza (A-L), mun taka við embætti forstjóra fyrirtækisins um næstu áramót. Dr. Hans K. Jucker mun þá Iáta af störfum vegna aldurs en hann liefur verið forstjóri siðan hann tók við sökkvandi skipi í janúar 1986. Hallarekstur dótturfyrir- tækja Alusuisse var samtals yfír 14 niilljarðar ísl. kr. á þáverandi gengi 1985, en samanlagður ágóði þeirra á síðasta ári var 18,6 millj- arðar ísl. kr. á núverandi gengi. Dr. Tschopp var kallaður heim frá framkvæmdastjórastörfum hjá Conalco, dótturfyrirtæki A-L í Bandaríkjunum, til að aðstoða við endurreisn Alusuisse 1986. Hrááls- framleiðsla hefur verið skorin veru- lega niður síðan þá og álframleiðsl- an færð nær mörkuðum. Hann er ákveðinn í viðskiptum og lét frekar koma til verkfalls í verksmiðjum Conalco á síðasta áratug en að verða við óhóflegum kröfum verkamanna. Tschopp er formaður samtaka evr- ópskra álframleiðenda. Hann er 53ja ára, kvæntur og á fjóra syni. Framkvæmdastjórar efnasvjðs A-L, Dr. Ivo Gerster, og fjármála- sviðs, Hermann J. M. Haerri, munu einnig láta af embætti um næstu áramót. Framkvæmdastjórnin verð- ur skipuð átta manns, að Tschopp meðtöldum, eftir það. Edward A. Notter, sem var fulltrúi Alusuisse í Atlantal-viðræðunum, verður fram- kvæmdastjóri hráefnasviðs. Pius Binkert, stjórnarformaður A-L, mun einnig láta af störfum vegna aldurs um áramótin. Stjórn fyrirtæksins hyggst kjósa Dr. Jucker stjórnar- formann í hans stað. Dr. Gerster og Haerri verða væntanlega kjörnir stjórnarmeðlimir á næsta ári. Að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, felst meginbreyt- ing laganna í skilgreiningu á lög- heimili, sem samkvæmt nýju lög- unum miðast við fasta búsetu frernur en heimili, en algengt er að menn eigi fleiri en eitt heimili. Til þessa hefur þurft samþykki viðkomandi sveitarfélags ef vist- menn á elliheimilum eða öðrum stofnunum óskuðu eftir að skrá þar lögheimili sitt. Sveitarfélögin töldu að aukinn kostnaður en eng- ar tekjur fylgdu þeim vistmönnum sem kæmu frá öðrum sveitarfélög- um og fengju inni á heimilum gem þau hefðu yfir að ráða. „Þetta var rétt á sínum tíma en er ekki leng- ur eftir að ríkið hefur aukið sinn hlut til heimilanna auk þess sem þessu fólki fylgja nú tekjur eftir að breytingar voru gerðar á skatta- lögunum,“ sagði Hallgrímur. „Fólk fær því heimild til að skrá lögheim- ili sitt á þessum stofnunum. Þetta skiptir að rnínu mati miklu máli fyrir þá, sem þar búa og varðar sjálfstæði og sjálfsforræði þessa fólks. Áður var lögheimilið oft óstaðsett í því sveitarfélagi, þar sem það áður bjó eða hjá ættingj- um og vinum með þeim afleiðing- um að fólkið fékk ekki póstinn sinn eða skattframtal án þess að það færi í gegn um hendur annarra." Þá er sú breyting gerð að heim- ilt er að setja í reglugerð ákvæði um að skrá logheimili á ákveðnar íbúðir í fjölbýlishúsum. Að sögn Hallgríms er hér um nákvæmari skráningu á lögheimilum manna að ræða og um leið aukið öryggi hvað varðar til dæmis póstsending- ar og auðveldar jafnframt eftirlit með því hvort menn búa þar sem þeir segjast búa. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.