Morgunblaðið - 25.04.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 25.04.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 7 Þorbjörn Hlyniir ráðinn biskupsritari Arni Pálsson verður prestur á Borg á Mýrum SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg á Mýrum, hefur verið ráðinn biskupsritari og tekur hann til starfa í júníbyrj- un. Hann mun starfa samhliða Magnúsi Guðjónssyni biskupsrit- ara sem mun taka að sér sérstök verkefni. Séra Árni Pálsson, sókn- arprestur í Kársnesi í Kópavogi, faðir Þorbjörns Hlyns, leysir af sem prestur á Borg á Mýrum. Að sögn Stefáns Gunnarssonar, form- anns sóknarnefhdar Kársnes- prestakalls, hefiir verið ákveðið að auglýsa prestsembætti í sókn- inni laust til umsóknar. Þorbirni Hlyni hefur verið veitt launalaust leyfi frá Borg á Mýrum til fjögurra ára. Að sögn Bernharðs Guðmundsson- ar, fréttafulltrúa Þjóðkirkjunnar, hafa ítarlegar skipulagsbreytingar verið gerðar innan biskupsembættis- ins sem felast meðal annars í því að verksvið biskupsritara breytist í þá veru að hann verður aðstoðarmaður biskups með tengsl við söfnuði og presta. Þá var ráðinn sérstakur skrif- stofustjóri sem hefur með öll fjármál embættisins og tengsl við stjórnsýsl- una að gera. Því starfi gegnir Ragn- hildur Benediktsdóttir lögfræðingur. Auk þess var sett á laggirnar fræðslu- og þjónustudeild sem Bern- harður Guðmundsson veitir forstöðu. Útvarpsráð: Samþykkti bókun vegna kvörtunar ÚTVARPSRÁÐI barst kvörtun frá VT teiknistofiinni á Akranesi sem taldi að umfjöllun um kynn- ingu teiknistofunnar á hugmynd- um um stóra íþróttahöll hefði fengið ósanngjarna meðferð í fréttatíma Ríkisútvarpsins og að ekki hefði fengist birt leiðrétting vegna þess. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur formanns ' útvarpsráðs var sam- þykkt bókun um málið á fundi ráðs- ins með 6 atkvæðum. Bókunin er svohljóðandi: Vegna fréttar hljóðvarps 31. mars 1990 télur útvarpsráð að þar hafi ekki verið gætt fyllstu óhlut- drægni varðandi kynningu VT teiknistofunnar á hugmynd að stórri íþróttahöll. Útvarpsráð telur nauðsynlegt að þessi aðili fái leið- réttingu mála sinna og samþykkir að fréttastofan birti umbeðna at- hugasemd við fréttina. Byggingar- vísitalan hækk- ar um 1,1% VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 1,1% frá mars til apríl og reyndist vera 169,3 stig. Síðustu þrjá mánuði hefur vísital- an hækkað um 2,7%, sem jafii- gildir 11,1% hækkun á_heilu ári, en siðustu tólf mánuði hefiir vísi- talan hækkað 21,8%. Af hækkun vísitölunnar frá mars til apríl má rekja um 0,7% til um 6% hækkunar á verði sements og steypu. Einnig olli um 1% meðal- hækkun á töxtum útseldrar vinnu iðnaðarmanna um 0,3% vísitölu- hækkun, en verðhækkun ýmissa efnis- og þjónustuliða olli um 0,1% hækkun. Launavísitala aprílmánaðar er 114,7 stig eða. óbreytt frá ,fyrra mánuði. GERA MORGUNMUNINN! i 5 »11 ifiii ii * *.t liiffiitiit í fsiftittfiHj tii iriji amufiii&iH tmttffiif % Kúfaður diskur af stökkum Cheerios hafrahringjum með svellkaldri mjólk. Ferskur og lystilegur morgunverður, þar sem hollustan er ótvíræð. Uppistaðan í Cheerios eru hafrar, bætiefnarík korntegund ög einn besti trefjagjafi sem völ er á. Cheerios er því fyrirtaksfæða, fyrir alla fjölskylduna. Hafðu hollt hendi næst!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.