Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
33
Dagbjört Ivars-
dóttir - Minning
Fædd 26. október 1906
Dáin 14. apríl 1990
Þegar maður er ungur skynjar
maður dauðann öðruvísi, hann fer
næstum því framhjá manni. Með
árunum kemst maður þó fljótt að
því hvað þessi jarðvist er í raun fljót
að líða. Ég kveð nú tengdamóður
mína, Dagbjörtu ívarsdóttur, en
hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu
í Hafnarfirði að morgni laugardags-
ins 14. þ.m.
Það mun hafa verið fyrir 34 árum
að ég sá þessa konu fyrst, en það
var er ég kynntist dóttur hennar
og var þá strax tekinn inn í fjöl-
skylduna og minnist ég þess enn
hvað mér þótti hún aðlaðandi og
glæsileg, þá komin fast að fimm-
tugu.
I raun mætti rita heila bók um
lífshlaup Dagbjargar sem var að
mögu leyti viðburðaríkara en
margra annarra. Hún fór aldrei
með veggjum heldur kom fram og
sagði sína skoðun hreint og tæpi-
tungulaust. Ævi hennar var enginn
dans á rósum og mörg hlaut hún
áföllin á lífsleiðinni.
Dagbjört var af Bergsætt, komin
úr stórum systkinahópi, uppalin í
Hafnarfirði, fædd 26. október 1906.
Foreldrar hennar voru Ingveldur
Jónsdóttir og ívar Jónsson, bæði tvö
þekktir borgarar í Firðinum á fyrri
hluta aldarinnar. Fyrri maður Dag-
bjartar var Guðjón Ingi Kristjáns-
son, byggingameistari. Þau giftu
sig 1930 en slitu samvistum. Börn
þeirra voru: Ella Huldís Ingadóttir,
f. 19.'.okt. 1929, d. 16. maí 1985;
Sjöfn Ingadóttir, f. 25. des. 1930,
d. 4. nóvember 1984; Arnar f. 31.
jan. 1935 en hann lést af slysförum
14. nóvember 1943- 25. des. 1941
giftist hún tengdaföður mínum,
Bjarna Þorsteini Bjarnasyni, f. 23.
ágúst 1903, miklum sóma- og
dugnaðarmanni. Það var henni mik-
il gæfa og sambúð þeirra hamingju-
rík. Bjarni var togarasjómaður og
sigldi öll stríðsárin. Hann lést um
aldur fram 21. ágúst 1972 úr
hjartabilun. Við þennan missi var
eins og kippt hefði verið undan
henni fótunum og eftir það fór
heilsu hennar sífellt hrakandi, bæði
andlega og líkamlega.
Þau Bjarni eignuðust tvö börn
saman, Valgerði Dagbjörtu, f. 3.
júlí 1941, gift þeim er þetta ritar
og ívar Arnar, f. 22. ágúst 1946,
kvæntur Erlu Maríu Hólm, en þau
fluttust til Svíþjóðar og eru nú bú-
sett þar ásamt 5 börnum sínum.
Alls eru barnabörnin 15 og barna-
barnabörnin 18.
Auk þessa eignaðist hún son
1939, en hann varð hún að láta frá
sér í fóstur. Þá voru erfiðir tímar
hjá einstæðum mæðrum og ekki
hjálpar að vænta hjá samfélaginu.
Dagbjört fékk svo sannarlega sinn
skerf af sorginni, missti barn á
unga aldri, varð að láta annað frá
sér, missti mann sinn og síðan tvær
dætur sínar, en þær létust báðar
úr krabbameini með hálfs árs miili-
bili, en hún var sterk meðan líkam-
leg heilsa entist henni og hertist í
hverri raun. Kom þar til hennar
góða skap og létt lund. Hún var
afskaplega dugleg og afkastamikil
kona og lét sig menn og málefni
miklu skipta. Ekki hafði hún tæki-
færi á að afla sér menntunar frekar
en margar kynsystur hennar á þess-
um árum, en ekki efa ég að slíkt
Einn af fyrrverandi kennurum
okkar, Þórarinn Andrewsson, lést á
páskadag sh, Iangt fyrir aldur fram.
Okkur útskriftarnemendum af
eðlisfræðibraut vorið ’87 langar að
minnast hans með örfáum orðum.
Þegar við hófum nám á eðlis-
fræðibraut við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði, flest um haustið 1983,
vorum við öll sett í stærðfræði strax
í byijun. Sú fræðigrein varð síðan
rauður þráður í gegnum okkar
skólagöngu.
Einhvern veginn æxlaðist það
þannig að Þórarinn kenndi okkur
lang mestan hlutann af þessari
stærðfræði og mynduðust því mikil
tengsl við þennan frábæra kennara.
Það er óhætt að fullyrða að Þór-
arinn hafi verið afburða kennari.
Hann var mjög yfirvegaður við
kennslu og má segja að fátt hafi
komið honum úr jafnvægi. Hann
hafði þann mannkost að bera um-
hefði verið reynst henni auðvelt,
því hún var góðum gáfum gædd,
kunni að koma fyrir sig orði og
heiðarleiki var hennar æðsta boð-
orð.
Hún var sjómannskona um ára-
bil og varð því að annast sín mál
sjálf eins og allar sjómannskonur.
Eftir að Bjarni kom í land vann hún
með heimilinu, fyrst við saumaskap
heima en hún var mjög eftirsótt
saumakona vegna vandvirkni
sinnar. Einnig vann hún mikið við
framreiðslustörf, rak um tíma eigin
matsölu, var ráðskona í mötuneyt-
um, vann hjá heimilishjálpinni, en
þar fékk hún útrás fyrir sína miklu
fram marga aðra, að fyrir honum
voru allir nemendur jafnir. Það
skipti engu máli þótt sumir væru
betri en aðrir, þeir síðarnefndu
höfðu alltaf hans athygli líka.
Það er ekki hægt að segja að
Þórarinn hafi verið „stressaður"
kennari, reyndar langt því frá.
Hann var afslappaður en umfram
allt var hann hreint ótrúlega sam-
viskusamur. Tímar hjá honum fóru
aldrei til spillis og þó að hann hafi
keyrt áfram á „seiglunni" virtist
hann’ alltaf halda athygli nemend-
anna. Sennilega vegna þess að
menn voru alltaf með á nótunum í
tímum hjá honum. Hann gaf sér
oft góðan tíma til að útskýra fyrir
þeim sem meðtóku ekki hans orð í
fyrstu atrennu. Ef allt brást, þ.e.
að menn náðu ekki alveg hinum
flóknustu smáatriðum, klóraði hann
sér í hausnum og spurði „hvað em
tveir símastaurar + tveir símastaur-
hjálpfýsi, kynntist þar oft mikilli
neyð ogósjaldan safnaði hún saman
fötum hjá ser og sínum eða hún
saumaði eitthvað heima á kvöldin
fyrir þetta fólk, bakaði og tók með
sér mat þangað sem hún var að
hjálpa til í það og það skiptið. Hún
var alla tíð mjög glaðlynd og lífsglöð
kona, söngelsk og spilaði á gítar í
góðra vina hópi. Félagsmálum
sinnti hún í einhveijum mæli þegar
hún var yngri og bjó í Hafnarfirði,
sat í stjórn Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar og gegndi þar m.a.
varaformannsstörfum á árunum
1938—1939. Verkalýðsmál áttu
ætíð hug hennar.
Hún var einnig ein af stofnendum
kvenfélags Árbæjarsóknar og var
þar kosin heiðursfélagi en þau
Bjarni bjuggu mest alla sína bú-
skapartíð að Hitaveitutorgi 1 í
Smálöndum, eða þar til Bjarni
missti heilsuna, en þá keyptu þau
íbúð í Keldulandi 13.
Árið 1983 fluttist hún farin að
kröftum að Hrafnistu í Hafnarfirði
og var þá komin á sínar fornu æsku-
slóðir aftur.
Þetta er í stuttu máli lífssaga
tengdamóður minnar. Seint mun
ég glcyma öllu því er hún gerði
fyrir mig og mína. Koma þar mörg
atvik upp í hugann og er mér eitt
sérstaklega minnisstætt þó af
mörgu megi taka. Við kona mín
höfðum þá nýhafið búskap og efna-
ar“. Þessi orð ir.nan gæsalappanna
hér að framan er ég viss um að
rifji upp minningar hjá mörgum úr
kennslustund hjá honum.
Þórarinn var virkilega fær stærð-
fræðikennari og reyndar held ég
að hann hafi verið yfirburðakenn-
ari. Hin flóknustu reiknidæmi virt-
ust sjaldan vefjast fyrir honum þó
komið hafi fyrir að eitt og eitt
hagur þröngur, ég að ljúka iðnn-
ámi, fyrsta barnið á leiðinni og
engin námslán komin til sögunnar
þá. Dagbjört vissi að hugur minn
stóð til frekara náms en efnahags-
legir möguleikar ekki fyrir hendi
hjá mér að setjast á skólabekk.
Ekki er að orðalengja það að þau
Bjarni kölluðu okkur hjónin á sinn
fund og buðu okkur að búa hjá sér
meðan á námi mínu stæði, öllu tali
okkar um peningaleysi og vandræði
eyddi hún með sínum alkunnu rök-
um og næstu þijú árin bjuggum
við á heimili þeirra, eða þar til námi
mínu lauk. Þótt þröngt væri setinn
bekkurinn og við ekki nema að litlu
leyti þess umkomin að taka þátt í
kostnaði við heimilishaldið.
Síðustu árin urðu Dagbjörtu erf-
ið, líkamleg og andleg heilsa þrotin
og þessi dugmikla kona upp á aðra
komin og að mestu rúmföst, en
hugur og minni óskert, t.d. mundi
hún til síðustu stundar alla afmæl-
is- og tyllidaga sinna nánustu,
fylgdist með dægurmálum, hlustaði
á útvarp en sjónin leyfði hvorki lest-
ur né bréfaskriftir.
Við hjónin viljum koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks hjúkr-
unardeildar Hrafnistu er annaðist
Dagbjörtu síðustu árin af alúð og
umhyggju.
Tengdamóður minni þakka ég
öll árin. Megi hún hvíla í friði.
Jón Hassing
dæmi hafi vafist fyrir honum. Hann
var nú ekki að láta það koma sér
úi'jafnvægi og sagði þegar svo stóð
á ,ja nú vei'ð ég að fara heim að
reikna“.
Nú er stórt skarð höggvið í kenn-
arastéttina í Flensborg. Nemendur
sjá nú á eftir miklum og góðum
kennara, kennara sem gerði öllum
vel,' kennara sem kenndi vel og
kennara sem ég held að allir hafi
unað sérstaklega vel við.
Við eðlisfræðibrautarstúdentar
sem útskrifuðumst vorið 1987
þökkum með hlýju fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum mikla
sómamanni. Við þökkum fyrir þá
miklu þekkingu sem hann miðlaði
til okkar. Við höfum það í huga að
það var Þórarinn Andrewsson sem
mótaði okkar stærðfræðikunnáttu,
hann var þjálfarinn og nú er það
okkar nemendanna að viðhalda
þeirri þekkingu sem hann miðlaði
til okkar.
Fjölskyldu Þórarins vottum við
okkar dýpstu samúð. Guð geymi
góðan dreng.
F.h. stúdenta af eðlisfræði-
braut vorið 1987,
Sigurður Þ. Ragnarsson,
Edda Svavarsdóttir.
Þórarinn Andrews-
son - Kveðjuorð
Jón Om Asbjörns
son - Minning
Vorið kom og klakinn bráðnaði
af gangstéttunum. Hitinn fór upp
fyrir frostmark og sólin byrjaði að
verma. Um leið og veturinn sleppti
tökum sínum og öll hin eilífðar
smáblóm hófu baráttuna upp í ljós-
ið, barst mér fregnin um lát Jóns
vinar míns.
Jón Örn Ásbjörnsson fæddist í
Reykjavík þann 18. apríl 1948 og
lést að morgni hins 16. apríl sl.
Hann var því tæplega fjörutíu og
tveggja ára er hann lést. Jón ólst
upp við Skólavörðustíginn í
Reykjavík, en dvaldist löngum á
sumrum austur í Vík í Mýrdal, þar
sem föðurforeldrar hans bjuggu
myndarbúi. Ungur lauk hann prófi
í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum
í Reykjavík og hafði meistararétt-
indi í þeirri grein. Nýttist sú mennt-
un í starfi hljóðmeistara við Ríkisút-
varpið, en þar starfaði Jón um ára-
bil.
Frá blautu barnsbeini var ljóst
að Jón bjó yfir næmri listgáfu.
Myndlistin var tjáningarform sem
veitti tilfinningum hans faiweg til
sköpunar. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og lauk þaðan myndmenntakenn-
araprófi. Nam hann síðan í Dan-
mörku og stundaði síðan list sína
eftir heimkomu, sýndi verk m.a. á
ýmsum samsýningum myndlistar-
manna. Hann var einnig snjall
teiknari og starfaði sem slíkur á
teiknistofu Kassagerðar Reykjavík-
ur síðustu árin.
I samskiptum við aðra var Jón
heill. í góðum hópi réð hárbeittur
húmorinn og hugmyndaflugið
ríkjum, en þeir sem næstir honum
stóðu kynntust líka annarri hlið,
sem hélt sál hans í klakaböndum.
Sú hlið varð sá banvæni sjúkdómur
sem dró hann til dauða eftir þunga
baráttu.
Nú hefur Jón verið leystur undan
klakaböndunum og getur notið
hlýju ljóssins. Eftir stendur þakk-
læti fyrir að hafa mátt deila þessu
lífi með honum.
Ég kveð Jón með kærleika, virð-
ingu og söknuði.
Haukur
Vinur okkar Jón Örn er dáinn.
Við vissum, að hann hafði átt við
veikindi að stríða, en að þau væru
svona alvarleg, höfðum við ekki
gert okkur grein fyrir. Því kom
fregnin um lát hans okkur alveg í
opna skjöldu.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
Myndlista- og handíðaskóla íslands,
þar sem við stunduðum nám við
teiknikennaradeild skólans. Þá þeg-
ar voru hæfileikar hans ljósir, hann
var góður teiknari og ekki síðri
málari. Síðar bætti hann svo við sig
námi við grafíkdeild skólans. Jón
Örn gekk að verki sínu með mikilli
vandvirkni og atorku strax á skóla-
árunum eins og hann gerði síðar.
Hann starfaði sem teiknari hjá
Kassagerð Reykjavíkur, en vann við
myndlist þær stundir, sem honum
gáfust utan vinnu. Ókkur vinum
hans fannst fyllilega tímabært, að
hann héldi sýningu á verkum sínum.
En Jón Örn var ekki mikið fyrir
að láta bera á sér, þess vegna varð
því miður aldrei af sýningu.
Þegar við stofnuðum Brúðuleik-
húsið Maríu nettu, unnum við sam-
an að verkefnum um árabil. Á þeim
árum breyttist kunningsskapurinn
í djúpa og einlæga vináttu. Sameig-
inlegar vinnustundir urðu að dýr-
mætum samverustundum. Jón var
mjög skemmtilegur félagi. Við
fyrstu kynni var hann hlédrægur
og fremur ómannblendinn, en við
nánari viðkynningu kom í ljós næmt
skopskyn, skörp greind og geislandi
ímyndunarafl, sem stundum varð
að beisla, því það kunni sér engin
takmörk.
Jón var mikill vinur vina sinna
og oftar en ekki var hann að gauka
að okkur gjöfum. Þær gjafir voru
eins og allir hlutir í kring um hann,
smekklegar, sérstakar og frumleg-
ar. Þess vegna er nú svo margt
hluta í kringum okkur sem minna
á hann, og þá ekki síst myndir
hans, bæði málverk og grafíkmynd-
ir. En auk þess að stunda myndlist
var Jón Örn mikill tónlistarunn-
andi, spilaði dável á píanó og naut
þess að hlusta á sígilda tónlist.
Jón Örn var eins og margir lista-
menn, gæddur meiri næmni og við-
kvæmni en margt annað fólk. Hann
hafði ekki nóga hörku og sjálfs-
traust til að komast í gegnum lífið
átakalaust. Vegna þess vann lífið á
honum alltof fljótt. Á meðan á okk-
ar samverustundum stóð bar oftar
en ekki andleg mál á góma. Hann
hugleiddi mikið líf eftir dauðann og
önnur tilverustig.
Á þessari sorgarstundu er hægt
að hugga sig við það eitt að hann
sé nú kominn á æðra og betra til-
verustig, þar sem þjáningum hans
sé lokið og hann hafi fundið ham-
ingjuna. Það var á páskunum sem
hann öðlaðist sinn frið. Á páskun-
um, sem við höldum hátíðlega
vegna annars manns, sem þá reis
upp til himna til að mæta skapara
sínum. Ef til vill er þetta táknrænt.
Það er sárt að sjá á eftir þessum
góða dreng í blóma lífsins. Við vilj-
um þakka fyrir að hafa eignast Jón
Örn að vini, að hafa fengið að
starfa með honum og njóta hans
frábæru hæfileika sem myndlistar-
manns og hugmyndasmiðs. Eftir
eru allar góðu minningarnar til að
fylla upp tómarúmið, sem lát hans
skilur eftir sig.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfír.
(Hannes Pétursson)
Við biðjum guð að blessa og
styrkja foreldra hans og bróður, og
alla ættingja og vini í sorg þeirra.
Margrét Kolka
og Erna Guðmarsdóttir
Útför Jóns Arnar Ásbjörnssonar
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hans sjálfs.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CQ
ARMA
PLAST
ARMULA 1 6 OG 29, S. 38640