Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 43
KNATTSPYRNA / SVSSS
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990
Óvænt boð frá
Englendingum:
Tveir
leikir í
London
Pétur Guðmunds-
son leikur með
Íslenska landsliðið hefur
þekkst rausnarlegt boð frá
Englendingum um að leika tvo
leiki um helgina. Leikirnir fara
fram í Englandi og borga gest-
gjafamir ferðir og uppihald fyr-
ir íslenska liðið. Með íslenska
iandsliðinu leikur Pétur Guð-
mundssonssem kemur beint frá
Bandaríkjumim. Þess má geta
að íslenska landsliðið mætir
bandaríska úrvalsliðinu Hoop í
Laugardalshöllinni í kvöld og
verður það líklega sípasti leikur
Laszlós Nemeths á íslandi.
Englendingar höfðu upphaf-
lega ráðgert að leika tvo leiki
við Egypta en á síðustu stundu
hættu Egyptar við. Englending-
ar buðu því íslendingum að fylla
skarð þeirra og var það strax
samþykkt.
Tíu leíkmenn fara út og að
sögn Péturs Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra KKÍ, kemur einn-
ig til greina að leika einn leik
gegn Skotum.
Þeir sem mæta Hoop í kvöld
eru Keflvíkingarnir Guðjón
Skúlason, Falur Harðarson og
Sigurður Ingimundarson, Teitur
Örlygsson úr Njarðvík, Guð-
mundur Bragason, Grindavík,
ívar Ásgrímsson, Haukum og
KR-ingarnir Guðni Guðnason,
Páll Kolbeinsson, Axel Nikulás-
son og Birgir Mikaelsson, KR.
Líkur eru á að livorki Axel né
Birgir komist til London. Líkleg-
ast er að Nökkvi Már Jónsson
úr Keflavík verði þá tíundi mað-
ur í landsliðshópnum.
Sigurður til Grasshoppers
Hefur skrifað undir þriggja ára samning við sigursælasta liðið í Sviss
Anna
Bjarnadóttir
skrifar
frá Sviss
Sigurður Grétarsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, leikur
með Grasshoppers í Sviss næstu
þijá ár. „Grasshoppers réð Sigurð
Grétarsson vegna
þess að hann er ekki
eingöngu góður
knattspyrnumaður
heldur hefur hann
þann persónuleika, sem er nauðsyn-
legur. Hann er manngerð sem berst
á vellinum þótt liðinu gangi illa í
leik og hefur hæfileika til að hvetja
samheija sína áfram,“ sagði Othmar
Hitzselt, þjálfari Grasshoppers, í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
þá var greint opinberlega frá félaga-
skiptum Sigurðar. „Það eru ekki
margir slíkir leikmenn. Margir góðir
knattspyrnumenn eru listamenn með
boltann en Sigurður hefur einnig góð
áhrif á samstarfsmenn sína í liðinu
og er framsækinn."
Samningur Sigurðar við Luzern,
sem hann hefur spilað með í Sviss
undanfarin fimm ár, rennur út í lok
þessa leiktímabils. Hann átti samn-
ingaviðræður við Xamax, Lugano
og Aarau, en Grasshoppers, sem er
þekktasta og sigursælasta lið Sviss,
bauð best og hann réð sig til liðsins
í Zurich til vorsins 1993. „Mérfannst
Luzern ekki sýna nægilegan áhuga
á að halda mér og ég gerði þess
vegna samning við annað félag,“
sagði Sigurður í gær. „Samningur-
inn við Grasshoppers er bæði góður
ijárhagslega og hvað knattspyrnuna
varðar.“ Hvorki hann, Hitzselt, né
Friedl Rausch, þjálfari Luzern, vildu
nefna fjárhæðir í sambandi við fél-
agaskiptin. „Maður talar ekki um
það,“ sagði Sigurður. Hitzselt sagði
að Sigurður myndi spila á miðjunni
en hugsanlega í framlínunni þegar
þörf krefðist. Sigurður hefur spilað
á miðjunni með Luzern síðan um jól
og sagðist kunna því ágætlega.
Hann er nú gjaldgengur sem inn-
fæddur í svissnesku knattspyrnunni
þar sem hann hefur leikið í landinu
í fimm ár og þarf ekki lengur að
keppa um tvö sæti útlendinga í lið-
inu. Hitzselt sagðist fá hann sem
fastan leikmann í lið Grasshoppers.
Raus sagði að breytingin yrði góð
fyrir Sigurð og óskaði honum alls
hins besta. Hann réð Sigurð til Luz-
ern frá Grikklandi 1985 en hann var
þjálfari hans þar. Sigurður sagðist
fara frá Luzem í góðu og vera án-
ægður með árin sina þar. „Nú er
bara að standa sig í Zurich," sagði
hann.
Sigurður, sem er 28 ára, hyggst
búa áfram í Luzern til að byija með
en það er tæp klukkutíma keyrsla
frá Zurich. Grasshoppers er nú í
öðru sæti í svissnesku deildarkeppn-
inni með 21 stig en Luzern í fimmta
með 18 stig. Xamax er efst með 23
stig.
■jijTi
Sigurður Grétarsson er á leiðinni til Grasshoppers.
„Nú leggst ég á bæn“
- sagði GuðmundurGuðmundsson,
þjálfari og besti maður Víkings
ÚRSLIT
Víkingur - KA 23:16
Laugardalshöll, Islandsmótið í hahdknatt-
leik, 1. deild — VÍS-keppnin — þriðjudaginn
24. aprfl 1990.
Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 4:4, 7:4, 10:6,
11:7, 12:10, 15:11, 16:14, 20:14, 22:15,
23:16.
Mörk Víkings: Guðmundur Guðmundsson
7, Bjarki Sigurðsson 7/4, Birgir Sigurðsson
5/1, Siggeir Magnússon 2, Dagur Jónasson
1, Ingimundur Helgason X.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 11 (jmr af
eitt, er boltinn fór aftur til mótheija), Heiðr
ar Gunnlaugsson 1/1.
Utan vallar: 12 mínútur og ein útilokun^
Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4,
Guðmundur Guðmundsson 3, Pétur Bjarna-
son 3, Erlingur Kristjánsson 3/1, Karl
Karlsson 2, Friðjón Jónsson 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 11 (þar af
þijú, er boltinn fór aftur til mótheija).
Utan vallar: 6 mfnútur.
Áhorfendur: 270 seldir miðar.
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Guð-
mundur Sigurbjömsson.
mm
Guðmundur Guðmundsson, Birgir Sigurðs-
son og Hrafn Margeirsson, Víkingi. Axel
Stefánsson, KA.
P
Bjarki Sigurðsson og Dagur Jónasson,
Víkingi. Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson, KA.
3. deild: »
Ármann b - Fylkir.........24:23
Knattspyrna
HOLLAND
Örvalsdeild í gærkvöldi:
Ajax - FC Den Haag..........1:0
Van ’t Sehip (3.) Áhorfendur: 20.500
Staða efstu liða þegar tvær umferðir eru
eftir:
Ajax...........32 19 9 4 64:20 47
PSV Eindhovdn..32 19 7 6 91:85 45
Twente Enschede ..32 15 10 7 42:38 40
BRETLAND
B-landsleikir:
England - Tékkóslóvakía..........2:0
Skotland - Austur Þýskaland..:...1:2
England, 2. deild: .—
Hull - Plymouth...................3:8
Poi*tsmouth - Oldham.............2:1
Watford - Stoke...................1:1
Körfuknattleikur
VINÁTTULEIKIR
í fyrrakvöld á Akureyri:
Þór - Hoop................... 89:98
(Valur Ingimundarson og Sturla Örlygsson
úr Tindastóli léku með Þómliðinu)
í gærkvöldi á Sauðárkróki: *•-
Tindastóll - Hoop..............86:85
(Jón Öm Guðmundsson úr Þór lék .með
Tindastóii)
VÍKINGUR átti ekki í erfiðleikum með KA í gærkvöldi og sigraði
örugglega með sjö marka mun, 23:16. Guðmundur Guðmunds-
son hafði tvöföidu hlutverki að gegna sem fyrr og sýndi kraft
sinn — þriðji sigurinn í röð leit dagsins Ijós og þjálfarinn var
besti maður vallarins ásamt Birgi Sigurðssyni. „Það hefurtekið
sinn tíma að ná liðinu upp, en þetta hefur gengið vel að undan-
förnu. Nú leggst ég á bæn og vona að úrslit í síðustu leikjum
mótsins verði okkur hagstæð," sagði þjálfarinn við Morgun-
blaðið.
Hefð í íþróttum hefur sitt að
segja. Víkingur hefur verið
stói'veldi í handknattleik undanfarin
áratug, en liðið hefur verið í þeim
óvenjulegu sporum
Steinþór að vera í botnbar-
Guðbjartsson áttu í allan vetur,
skritar sem er j raun fur5u.
legt, því Víkingur
hefur mjög góðum leikmönnum á
að skipa. Útlitið var svart, en að
undanförnu hefut' birt til og ekkeit
nema sigur í gærkvöldi gat haldið
liðinu áfram á floti. Leikmennirnir
gerðu sér grein fyrir þessu og um
leið nafni Víkings. Það hafði mikið
að segja, leikgleðin leyndi sér ekki
og ekkert nema sigur komst að.
„Tilfellið er að við vorum í mjög
lélegri æfingu þegar ég tók við lið-
inu í vetur,“ sagði Guðmundur.
„Því varð ég að byija á því að ná
upp krafti og þreki og við héldum
áfram að tapa mikilvægum stigum.
Við náðum oft góðum köflum, en
héldum ekki út og þá er erfitt að
viðhalda Jeikgleðinni," sagði þjálf-
arinn og bætti við að hann væri
ekkert að hugsa um að hætta að
leika, en ekki hefði verið rætt um
framtíð þjálfarastarfsins.
„Við höfum gert okkar besta,“
sagði Birgir Sigurðsson, sem var
óstöðvandi á línunni og fékk ófá
vítaköstin. „Eymslin í síðunni háðu
mér mikið, en ég sef rólegur í
nótt,“ sagði Bjarki Sigurðsson, sem
er hugsanlega með brákað rifbein
eftir síðasta leik, en var deyfður í
gær og stóð fyrir sínu.
KA-menn áttu aldrei möguleika.
Þeir komust lítt áleiðis gegn ákveð-
inni og hreyfanlegri vörn mótherj-
anna og það var fyrst og fremst”*
Axel Stefánsson í markinu, sem
bjargaði þeim frá enn stærra tapi.
Víkingur er með 13 stig og margt
þarf að gerast til að liðið fari nið-
ur, en í kvöld liggur fyrst fyrir
hvaða lið fellur með HK. Grótta
þarf að sigra Stjörnuna í Garðabæ
til að sleppa, ÍR tryggir sig með
jafntefii gegn HK í Digranesi og
ÍBV þarf stig gegn FH að Kapla-
krika. Að auki leika Valur og KR
að Hiíðarenda og byija allir leikirn-
ir klukkan 20. 4L.
Framarar skoruðu ellefu!
Framarar gerðu sér lítið fyrir
og gerðu ellefu mörk í leikn-
um gegn Ármanni í b-riðli
Reykjavíkurmótsins í knatt-
spyrnu, á gervigrasvellinum í
Laugardal í gærkvöldi.
Ríkharður Daðason gerði 4
mörk, Arnljótur Davíðsson 3, og
þeir Gumundur Steinsson, Baldur
Bjamason, Pétur Ormslev og Við-
ar Þorkelsson 1 hver. Þetta var
annar leikur Framara í mótinu —
þeir eru efstir í riðlinum með 6
stig og markátöluna 15:0. Hafa
fengið eitt aukastig í hvorum leik.
KR-ingar eru efstir í a-riðli með
6 stig eftir 3 leiki og markatöluna
9:3.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Guðmundsson hélt Víkingi á lofti í gærkvöldi og Jóhannes
Bjarnason átti í mestu erfiðleikum með þjálfarann.
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOTIÐ
KORFUBOLTI