Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 Kennslubókardæmi um úrelta stjórnarliætti eftir Halldór Blöndal í Morgunblaðinu 5. apríl sl. segir Jón Sigurðsson ráðherra í grein, sem átti að heita svar við athuga- semdum minum, að fátt hafi valdið þjóðinni meiri áhyggjum en at- vinnuleysi síðustu missera. Ég get verið sammála þeirri ályktun ráð- herrans en hlýt að benda á, að at- vinnuleysið er ekki tilviljun, heldur afleiðing af efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Það er ósatt, þegar ráðherra seg- ir „nýjar tölur sýna verulegan bata á þessu sviði“. Ólafur Ragnar Grímsson grípur til sömu ósanninda í viðtali við Þjóðviljann nú sl. laug- ardag. Blaðamaður kvartar yfír, að sú rödd heyrist af landsbyggðinni, að lítill stuðningur sé af ríkisstjóm- inni. Ráðherra er kotroskinn í svar- inu, segir: „Nú er atvinnuleysisvof- an ekki lengur við næstu dyr hring- inn í kringum landið“ og talar um „nýja vonartíma" í atvinnumálum landsbyggðarinnar. Þegar ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar settist að völdum í lok september 1988 voru 169 á atvinnuleysisskrá á höfuðborgar- svæði en 444 á landsbyggðinni. Þegar ráðherrarnir héldu upp á ársafmæli ríkisstjórnarinnar hafði atvinnulausum fjölgað í 706 á höf- uðborgarsvæði og 940 á Iands- byggðinni. A sumardaginn fyrsta skýrði Þjóðviljinn frá nýjum upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuástandið og dró þá ályktun, að langtíma at- vinnuleysi færi vaxandi hérlendis. í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofn- unar er tekið fram, að ekki sé útlit fyrir að sú aukning, sem varð á atvinnuleysi á síðasta ári, gangi til baka. Spáð er 2-2,5% atvinnuleysi í stað 1,6% á síðasta ári og tekið fram, að vænta megi erfíðleika varðandi sumarráðningu skólafólks, „ef til vill í líkingu við það sem var sumarið 1989“. Þetta em í hnotskurn hinir nýju vonartímar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Síðbúin játning ráðherra Smátt og smátt eru hinar raun- veralegu ástæður þess, að ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hlaut að segja af sér, að koma í Ijós. Grein viðskiptaráðherra fyllir upp í þá mynd. Hann dregur fram, sjálfum sér til hróss, að raungengi krónunn- ar hafí lækkað um 15-20% síðan 1988. Það staðfestir, að raungengið hafi verið meira en lítið rangt á þeim tínia, eins og við sjálfstæðis- menn Héldum fram, að hann sjálfur vildi ekki viðurkenna. Það er því óheppilegt fyrir ráðherrann, svo að ekki sé meira sagt, að hann skuli í þessu samhengi veitast að sjálf- stæðismönnum fyrir að hafa viljað leiðrétta gengisskráningu strax í september 1988 og bera því við, að slíkt hefði haft í „för með sér stóraukna verðbólgu og óróleika á vinnumarkaðnum“. Með ummælum sínum gefur ráð- herra í skyn, að forystumenn verka- lýðshreyfíngarinnar hafí ekki gert sér grein fyrir ástandinu og þess vegna „hefði reynst illmögulegt að hemja afleiðingar þess að leiðrétta raungengið í einum rykk“! Smá- skammtalækningamar eru bestar segir ráðherrann og talar um „hæg- fara leiðréttingar“ á genginu og „í áföngum“ í þokkabót! Ráðherra flutti ræðu á ársþingi iðnrekenda. Þar hafði hann orð á því, að afkoma iðnfyrirtækja hefði batnað „með lækkandi raungengi krónunnar". Og á Alþingi sl. laug- ardag viðurkenndi hann, að röng gengisskráning hefði valdið erfið- leikum í lagmetisiðnaði, - þó væri! Hin ranga gengisskráning hefur hvarvetna valdið erfiðleikum. Hún olli því, að íslensk iðnfyrirtæki áttu í vök að veijast, þau misstu mark- aðshlutdeild og mörg voru rekin með tapi, sum urðu gjaldþrota. Sömu sögu er að segja af útflutn- ingsframleiðslunni. Það er þess vegna ekki undarlegt, þótt kjörin hafi versnað og atvinnuleysi sé verulegt. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er sannarlega orðin þjóðinni dýr. Álverið norður Iðnaðarráðherra segir í grein sinni, að ég komi mér „hjá því að ræða um næsta skref á sviði orku- freks iðnaðar og aukinnar nýtingar orkulinda landsins í þágu atvinnu- lífsins“. Þessi viðbrögð era undarleg og raunar út í hött. Á þinginu í vetur þurfti ég að eggja iðnaðarráðherra lögeggjan til þess að knýja fram viðhorf hans til orkuskattsins, sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að leggja á fyrir frum- kvæði Alþýðuflokksins, að sögn fjármálaráðherra. Þessi skattur hefði haft í för með sér 30% hækk- un á raforkuverði heimilanna og þannig frá honum gengið í frum- varpinu, að frekari stóriðja hefði verið óhugsandi, ef halda átti skatt- heimtunni til streitu. Fyrir harðfylgi okkar sjálfstæðismanna tókst að drepa skattinn í fæðingunni, — frumvarpinu hefur ekki einu sinni verið vísað til nefndar. Það kom mér þess vegna á óvart, þegar ég sá á laugardaginn, að orkuskattur- inn skuli ennþá vera á forgangslista ríkisstjómarinnar. Ef ráðherra er að gefa í skyn með ummælum sínum, að ég hafí ekki beitt mér fyrir því að stóriðja rísi við Eyjafjörð, þá er það rangt. Ég hef barist fyrir álveri við Eyja- fjörð síðan ég hóf afskipti af stjórn- málum fyrir norðan. Á hinn bóginn hlýt ég að vekja athygli á því, að svo hittist á, að svar við því, hvar væntanlegt álver skuli rísa, á að gefa í lok maí — eftir bæjarstjómar- kosningar. Það hefur iðnaðarráð- herra ákveðið. Alþýðuflokkurinn var eftir síðustu bæjarstjórnarkosn- BREYTTUR OPHUNARTÍMf í SUMAR Fró 1. maí til 15. september verður skrif- stofa Rauóa kross íslands að Rauóarárstíg 18 opin frá kl. 08.00 til 16.00. Rauði Krosslslands Halldór Blöndal „Niðurstaða hans tekur af öll tvímæli um, að hann telur Alþýðu- flokkinn í trölla hönd- um. ingar sterkur í Keflavík, Hafnar- firði, á Akranesi og Akureyri. Nú er risið lægra á krötunum, og því hefur það verið talið vissara að draga við sig svarið fram_yfír kosn- ingar. Það á að halda kjósendum volgum þangað til. Vond kennslubók í hagstjórn í grein sinni kemur ráðherra því enn að, að fulltrúar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafi verið hér á ferð og megi búast við því, að þeir ljúki lofsorði á hagstjórnina hér á landi — útlendingar flytji okkur fréttimar og enginn sé spámaður í sínu föður- landi. Það sér hver sjálfan sig í sporum ráðherra að þurfa að láta slíkt og þvílíkt yfir sig ganga. Kotungsbrag- urinn hér heima er samur við sig! „Það er nefnilega svo,“ endurtekur ráðherrann og virðist trúa sjálfum sér, „að afrakstur aðgerðanna, sem hófust haustið 1988, gæti verið kennslubókardæmi um þann árang- ur, sem ná má með markvissri hag- stjóm!“ Afkoma sjávarútvegsins hefur jafnan þótt óyggjandi mælistika á það, hvort hagstjórn hefur verið talin markviss eða ekki. Samkvæmt upplýsingum hagfræðings LÍÚ, Sveins Hjartar Hjartarsonar, hefur afkoma greinarinnar verið fölsuð með beinum og óbeinum styrkjum í stóram stíl. — „Líklega er búið að lána, skuldbreyta og styrkja fyr- irtæki innan greinarinnar fyrir ná- lægt 10 milljarða króna úr þremur opinberum sjóðum á um tveimur árum. Þessar aðgerðir hafa ekki leyst vanda viðkomandi sjávarút- vegsfyrirtækja, heldur aðeins fram- lengt dauðastríð þeirra eitthvað áfram eða þar til kemur að greiðslu lána,“ sagði Sveinn Hjörtur í er- indi, sem hann flutti á Skrifstofu viðskiptalífsins fyrir skömmu. Ég efast um, að sjávarútvegurinn taki mikið rúm í kennslubók við- skiptaráðherra um markvissa hag- stjóm og efast raunar líka um, að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu vel heima í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins, Atvinnutrygginga- sjóði útflutningsgreina eða Hluta- fjársjóði. Meðan fulltrúar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins voru hér á ferð hefur ríkisstjórnin vitaskuld þagað sem mest um þessi austan járn- tjalds fyrirbæri, sem era afleiðing af rangri hagstjórn og rangri geng- isskráningu, en á hinn bóginn gott sýnishorn þess afturhvarfs til úr- eltra stjórnarhátta, sem var hug- myndin á bak við myndun ríkis- stjórnar Steingríms Hermannsson- ar. í trölla höndum Sl. sunnudág birti Morgunblaðið viðtal við fyrrverandi aðstoðarmann viðskiptaráðherra, Birgi Árnason hagfræðing, sem nú hefur hafið störf við hagfræðideild EFTA. Mat hans á stöðu Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar er eftirtektarvert og niður- staða hans tekur af öll tvímæli um,' að hann telur Alþýðuflokkinn í trölla höndum. „í ljósi þess hver verkefnin era sem við blasa tel ég farsælast að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur nái saman um landstjórnina að kosningum loknum til þess að koma þessum málum fram.“ Birgir reifar þennan möguleika frá sjónarhóli alþýðuflokksmanna, segir að raunar megi „liggja Jóni Baldvini á hálsi fyrir það að hann hafi breytt stefnu sinni allt of mik- ið við stjórnarskiptin," en minnir um leið á, að hann sé ekki „eini forystumaður Alþýðuflokksins," hvernig svo sem þau ummæli eiga að skiljast í þessu samhengi. Enginn vafi er á því, að margir alþýðuflokksmenn eru þeirrar skoð- unar, að myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hafi verið mikið óheillaskref. Þó er ekki að sjá að þríeykið, tveir Jónar og ein Jóhanna, kunni illa við sig í félagsskapnum. Nýr vettvangur, sem í daglegu tali er kallaður gam- all afgangur, era samtök, sem hneigjast til vinstri og er ætlað að vera vísir að nánari samvinnu þrenningarinnar og Ólafs Ragnars Grímssonar við næstu alþingiskosn- ingar. Þessi samvinna gengur út á að kljúfa Alþýðubandalagið og nýta sér þrönga stöðu Framsóknar- flokksins nú, þegar samvinnuhreyf- ingin stendur höllum fæti sem aldr- ei fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisffokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Helgi Hálfdanarson: PUKINN LIFSEIGI Undirritaður minnist þess að hafa hvað eftir annað, að gefnu tilefni, rakið raunir sínar í blöðum vegna þess séríslenzka þjóðarböls, sem kennt er við prentvillupúka. En af hans völdum á margur um sárt að binda. Það sem einkum er undan að kvarta, er sú ósvinna sumra próf- arkalesara að lesa einungis sjálfa próförkina, en nenna ekki að bera nákvæmlega saman próförk og handrit. Slík vinna-er blátt áfram verri en engin, því þá er einungis það leiðrétt, sem allir sjá að era prentvillur, en þær villur sleppa, sem koma ekki upp um sig sjálf- ar, og það eru vitaskuld alverstu villumar, raunar þær einu sem veralegu máli skipta, því þær „geta staðizt“ og standa því í text- anum óáreittar, oft og einatt sem asnastrik, veslings höfundinum til ævarandi smánar. Því prentvillur er vonlaust að leiðrétta eftir á, hvað sem reynt er. Eftir slíkan prófarkalestur virðist textinn villulaus og er því talinn öruggur, þó raunar sé þar engu að treysta; sá kisuþvottur er því beinlínis til óþurftar. Og nú kemur mér í hug nýlegt dæmi úr eigin reynslu. Á aldarafmæli Gunnars skálds Gunnarssonar á iiðnu ári kom út á forlagi Vöku-Helgafells bók með sonnettusveig, sem hann orti á yngri áram til unnustu sinnar, ásamt myndum eftir son hans, Gunnar listmálara. Svo atvikaðist, að mér var gert að setja saman fáein inngangsorð að þessari bók til skýringar á bragformi sonn- ettusveigsins. Útgefandinn, Óláf- ur- Ragnarsson, -lagði sérstaka alúð við þetta verk og vildi ekkert til spara að gera það sem bezt úr garði; enda er bókin ein sú fallegasta sem hér hefur sézt. Meðal annars kostaði hann til meiri prófarkalestrar en almennt tíðkast. Áður en bók þessi kom á mark- að, var frá henni sagt í einu dag- blaðanna, og var þar auk annars birt inngangsklausa mín. En þar segir á einum stað: „Þessi ljóðaflokkur, sem skáld- ið unga kvað til stúlkunnar sinnar, er hreinræktaður ástaróður í síðrómantískum anda, þar sem fögnuður ástfanginnar æsku á samleið með fegurð náttúrannar á gróandi vori.“ I prentun varð það smáslys, að orðið ástar-óður skiptist milli Iína sem ásta-róður. En slík skipting orða hefur gerzt fylgifískur bless- aðrar tölvutækninnar í prent- verki. Þetta tilvik þótti mér að vísu óþarflega spaugilegt, því vit- anlegá kom mér strax í hug, hvaða kvóta menn þyrftu að hafa tii þess að mega „róa til ásta“; hann fæst víst ekki í neinu ráðu- neyti. Þessi smávilla mátti þó heita meinlaus, því þar gat hvert barn lesið í málið. Hins vegar tók verra við, þegar þessi sama klausa biii- ist í sjálfri bókinni, því þar stend- ur: „þar sem fögnuður ástfanginn- ar æsku á samleið sem fegurð náttúrannnar á gróandi vori.“ Þó að þrefalda n-ið sé til lítillar pfyði, má það heita meinlaust, því allir sjá að það er prentvilla. Hins vegar stendur þar sem í- stað með, og enginn getur séð að þar sé um prentvillu að ræða. Þetta illkynjaða sem trónar þarna bara og derrir sig eins og fífl, og á því fæst að eilífu engin leiðrétting. Og þá kem ég að efninu. Það ætti að vera sjálfsagt, að þeir sem taka að sér fyrir gjald að leiðrétta prófarkir, væra ábyrgir gerða sinna eins og annað fólk og skaða- bótaskyldir vegna vanrækslu, þegar þeir skila leiðréttum próf- örkum sem í einhverju víkja frá handritum. Og það því fremur, að trassaskapur þeirra veldur ekki aðeins spjöllum á verki annarra, heldur oft einnig sárindum og ævarandi hneisu. Slíkur miski verður vitaskuld aldrei bættur að fullu; en með bótaskyldu fengist nokkurt aðhald gegn því ástandi sem lengi hefur verið óþolandi. Eðlilegast væri að prentsmiðj- um yrði gert að skila prentvillu- lausum textum, enda réðu þær þá prófarkalestri sjálfar, bæru á honum alla ábyrgð og væru bóta- skyldar, ef eitthvað færi þar úr- skeiðis. Það kynni að veita einnig prenturam það aðhald, að þeir hættu að skipta um heil orð út í bláin í þeim texta sem þeir taka að sér að koma til skila. Ég leyfi mér að leggja til, að útgefendur taki sig saman um að fá hér bót á ráðna. Með samtökum gæti þeim áreiðanlega orðið ágengt; og það hlýtur að vera þeim metnaðarmál. Hér er ekki við að eiga neinn tæknilegan vanda, heldur einungis skeyting- arleysi, hrein vinnusvik, ástæðu- laus en öllum til skapraunar, tjóns og skammar. .................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.