Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 40
I 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 nmmm /f Afhvegu nekurÁu ekki upp ejtt rryndcir- legt öskur / eitt ókipti fyriröLL f " Þegar ég hætti að segja nei, er ég búin að fá nóg. Hvað ert þú að gera í minni kirkju? Velvakandi. Fyrir skömmu bar kynþátta- vandamál á góma í „Þjóðarsál- inni“. Að vissu marki er ég sam- mála þeim, sem vilja halda í þjóð- ernisvitund okkar íslendinga. Við erum fámenn eyþjóð, og hljótum að fara varlega í að flytja inn fólk af gjörólíkum kynstofni. Fyrr eða síðar leita börnin uppruna síns, siðar og trúar, að ég minnist ekki á baráttuna um brauðið, og þá geta orðið árekstrar. Þeir blasa við manni í fjölmiðlum alla daga — þar sem eitt þjóðarbrotið lemur á öðru. Það er ófögur sjón. Hinsvegar brá mér í brún er ég hlustaði á málflutning nokkurra mótmælenda. Þar bar til dæmis á góma sagan af safnaðargesti ein- um, sem vék sér að lokinni messu að skiptinema frá Afríku og spurði: Hvað ert þú að gera í minni kirkju? Og hvað bar annar á borð? Svarts manns er að engu getið í Biblíunni, svo hann hlýtur að vera fæddur þræll! Ja, nú hygg ég að þeim íslend- ingum fari að fækka, sem tekst að smjúga gegnum nálarauga himnaríkis í fyllingu tímans. Eru til dæmis konur hátt skrif- aðar í Bók bókanna? Onei. Kvenna er lítils eða að engu getið í Bibl- íunni nema til að ala börn eða smyija fætur meistarans. Sem- sagt. Bara húsmóðir fram á þennan dag. Þær eru orðnar margar Mör- turnar gegnum tíðina, sem mædd- Svört læða týnd Þessi svarta læða er týnd. Hún er ómerkt, tveggja ára gömul og er sími eigenda hennar 37244, en þeir óttast að hún hafi ef til vill komið sér í klípu eins og t.d. að lokast inni í bílskúrum. Biður fólkið húseigend- ur í nágrenni Geitlands að svipast ust og mæðast í mörgu, en hafa jafnhliða borið Guðsorðið í höndun- um. Og þá hygg eg nú að dýrakvót- inn verði öllu magrari hinumegin en hérnamegin. Aðeins þau dýr eru nefnd í Biblíunni, sem við megum ekki neyta, að undanteknum sjáv- ar- og vatnadýrum, fuglum himins- ins og guðslambinu. Að liðnum líkhúsdögum, Guðrún Jacobsen í skúrum sínum ef vera kynni að kisa leyndist þar. Fundarlaunum er heitið. Þesslr hringdu . . J Hjá Eistum? Það hringdi iesandi nokkur og var undrandi yfir því er hann heyrði rætt um Eislendinga í fréttum. Þeir gengu nú undir nafninu Eist- ar. „Það er ekki bara að þetta sé hrikalega ljótt heldur efast ég um að þetta sé rétt. Hugsiði ykkur, að ef þetta festist við, þá er hægt að segja að ung stúlka hafí dvalið hjá Eistum," sagði lesandi. Um- ræddur lesandi vildi einnig taka undir tvennt sem komið hefur fram í Velvakanda síðustu daga, ekki síst bréf þar sem grint var frá hundaskítsplágu í Þingholtun- um. „Ég bý að vísu í öðrum bæjar- hluta, en í mínu hverfi er þetta einnig hið versta mál og fólk sem ég þekki um allan bæ kvartar einnig undan þessu. Virðist vera full þörf á að endurskoða hunda- haldsreglur í Borginni," sagði les- andi. Og að lokum tjáði lesandi sig um málefni Aburðarverksmiðj- unnar, „Ég skil ekki hvað er ver- ið að þvaðra um þetta núna, mis- tökin eru fyrst og fremst þau að teygja byggðina svona nálægt verksmiðjunni, því hún er búin að vera þarna í áraraðir.“ Hlutverk Lútersku kirkjunnar Ellilífeyrisþegi hringdi og sagði: “Það er mála sannast að Katólska kirkjan bauð ævinlega kommúnis- manum byrginn og átti stóran þátt í frelsi Austur Evrópu. Ætlar Lúterska kirkjan á Vesturlöndum að sitja aðgerðarlaus meðan Sov- ét-Rússar svelta Lítháa til hlýðni svo þeir megi verða hreppur í Sovétríkjunum og fái ekki sjálf- stæði sitt um ókomin ár? Garbo-hræsni? Kristinn Pálsson í Keflavík hringdi og sagði það fara verulega í taugarnar á sér tvískinnungur og hræsni ijölmiðla sem greindu í löngu máli frá láti leikkonunnar Gretu Garbo. „Það er sagt ein- hver soköp frá fegurð hennar, dulúð og hæfileikum, en sannast sagna man ég ekki eftir því að sýnd hafi verið ein einasta kvik- mynd með Garbo á sjónvarpsstöð- unum tveimur. Þetta er eins og að Ijalla um listaverk sem aldrei hefur verið afhjúpað," sagði Krist- inn. Tapaði úri Kona hringdi og sagðist hafa tap- að gylltu úri með hvítri skífu á miðvikudaginn fyrir bænadag- anna. Hún taldi að úrið hefði tap- ast í eða nærri Kjötstöðinni í Glæsibæ. Síminn er 38376. Kvengullúr Kvengullúr fannst norðanvert við Hagkaup í Kringlunni fyrir vik- utíudögum eða svo. Eigandi getur vitjað úrsins í síma 36329. Gleraugu fundust Lesandi hringdi og sagðist hafa fundið gleraugu við Réttarholts- veginn fyrir svona þremur vikum síðan. Gleraugun eru kringlótt með svartri umgjörð og gátu ver- ið hvort heldur, dömu- eða herra- gleraugu. Finnandi er í síma 39802. HÖGNI HREKKVÍSI „ é<3 NÆ l MAR.GA i VGISUJNUM HANS HÖGNIA.'" Víkyerji Idálki Velvakanda á sumardaginn fyrsta birtist bréf frá Frið riki Ó. Schram. Við gerð fyrirsagnar- innar hafa Velvakanda orðið á hra- palleg mistök en hún var þannig: Sár vonbrigði með sjónvarpsefni. Þegar bréfið er lesið kemur í Ijós, að Friðrik hrósar sjónvarpinu mikið fyrir páskadagskrá þess en lýsir hins vegar sárum vonbrigðum yfir dagskrá hljóðvarps ríkisins og telur að þar hafi verið atriði, sem stang- ist á við helgi páskanna í huga kris- tinna manna. Þetta bréf minnti Víkveija á gagnrýni áhugamanna um klassíska tónlist vegna páskadag- skrár hljóðvarps ríkisins; þar hafi ekki verið að finna neitt þeirra stór- verka tónbókmenntanna, sem tengjast sérstaklega þessari miklu kristnu hátíð. Með öllum hátíðarlausu rásunum, síma- og músíkglamrinu, ættu for- ystumenn í dagskrárgerð á höfuð- rás ríkisins að sjá um að hún skeri sig úr á hátíðarstundum með sem bestri dagskrá, jafnt í tali og tón- um. Velja þarf efni sem hæfir skrifar stundinni, annað er hrein smekk- leysa. xxx IBretlandi er verið að auka frelsi í útvarps- og sjónvarps rekstri. Ríkisstjórn Margaret Thatcher vill hins vegar sjá til þess, að hlustir almennings fyllist ekki af ódýru uppfyllingarefni og spjalli um allt og ekkert. Til þess að fá leyfi til að reka hljóðvarp þurfa umsækj- endur að leggja fram tillögur að dagskrá, sem annars vegar býður upp á mikið talað mál og hins veg- ar klassíska tónlist. Með þessu er beinlínis verið að kalla á samkeppni við 3. og 4. rás breska ríkisútvarps- ins BBC. Víkverji er undrandi á því, hve illa einkastöðvunum hér gengur að skapa sér sérstöðu. Á Aðalstöðinni hefur gætt viðleitni til þess að feta inn á nýjar brautir en ekki er eins auðvelt og áður að þekkja hana frá öðrum stöðvum. Er ástæðan fyrir þessu sú, að stöðvarnar leita allar á sömu mið eftir starfskröftum? Er alltaf verið að keppast um fólk með sama eða svipaða smekkinn? XXX Fyrir skömmu var skýrt frá því á forsíðu Morgunblaðsins að dómstóll í Svíþjóð hefði sett skorður við sértilboðum í verslunum; væru rauðu miðarnir með lága verðinu á vörunni lengur en fjórar vikur í senn bæri að skoða verðið sem eðli- legt verð verslunarinnar. í fréttinni segir, að mörgum í Svíþjóð finnist að með sértilboðum sé verið að „freista fólks til að kaupa meira en það ætlar sér“. Vafalaust líta sum- ir þannig á, að með forsjá ríkisins og afskiptum dómstóla eigi að bægja þessari freistingu frá fólki og því hafa verð á vöru sem hæst. Víkverji heldur hins vegar að rök dómstólsins í Svíþjóð hafi verið þau, að ekki sé um neitt sértilboð að ræða ef sama „lága“ verðið er auglýst á sömu vörunni lengur en fjórar vikur, kaupmenn séu þá í raun að nota rauðu miðana sem auglýsingabrellu og kynna venju- legt verð sem sérverð. Er þetta vandamál hér? I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.