Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 104. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsætisráðherra Litháens: Neyðarástand vegna olíuleysis 25. maí London. Daily Telegraph. KAZIMIERA Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, sagði að neyðar- ástand myndi skapast í landinu 25. maí næstkomandi en þá myndu olíubirgðir ganga til þurrðar. Prunskiene sagði að 25. maí yrði væntanlega örlagaríkur í lífi Litháa því þá myndi starfsemi iðnfyrirtækja stöðvast vegna olíuskorts. Samgöng- ur myndu lamast og áhrifanna gæta víða. Atvinnulífið myndi meira og minna lamast. Enga olíu væri að fá vegna þvingunaraðgerða Sovét- stjórnarinnar. Noregur: Boða rót- tækar skatta- breytingar Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA stjórnin hefur kynnt hugmyndir að nýjum skattalögum þar sem gerð er uppstokkun á núverandi kerfi. Grundvöllur skattlagningar verður færður út með því að fækka undanþágum og fi-ádráttarliðum, skattar á fyr- irtæki lækkaðir og sama er að segja um skatt á yfírvinnu. í umbótatillögunum er gert ráð fyrir að flármagnstekjum skuli gert hærra undir höfði en venjulegum launatekjum. Þrepahækkun verður að mestu afnumin á tekjuskatti. Gagnrýnendur tillagnanna segja að breytingarnar muni ekki leggjast þyngst á tekjuhátt fólk með háa frá- dráttarliði vegna vaxtaútgjalda, sem ekki verða lengur frádráttarbær á skattskýrslu, heldur muni fólk með venjuleg útgjöld vegna vaxta- greiðslna af húsnæðislánum lenda í miklum kröggum. Sumir spá því að fjöldi manna verði að leita til opin- berra aðila um hjálp. Ráðgert er að nýju lögin taki gildi í ársbyijun 1992. Sjá „Stjórnvöld hyggjast loka smugum . .. á bls. 27. Prunskiene átti fund með Margar- et Thateher, forsætisráðherra Bret- lands, í gærmorgun og lýsti sig mjög ánægða með viðtökurnar. Fyrirhugaður var 20 mínútna fundur en* forsætisráðherrarnir ræddu saman í hálfa aðra klukku- stund. „Hún styður sjálfstæði Lithá- ens eindregið," sagði Prunskiene. Thatcher mun eiga fund með Gorbatsjov í Moskvu eftir mánuð. Með þeim er mikil vinátta og er Thathcer sögð hafa heitið því að hún mundi leggja að Gorbatsjov að fall- ast á málamiðlun í deilunni við Lit- háa. Prunskiene ítrekaði vilja Litháa til að fallast á málamiðlunarsam- komulag við Sovétstjórnina og sagði að þeir væru tilbúnir að semja um alla þætti aðskilnaðar ríkisins frá Sovétríkjunum. Sjálfstæðisyfirlýs- ingin frá 11. mars væri þó ekki samningsvara. Reuter Ræðuhöld á Rmiða torginu Varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jazov, flytur hátíðarræðu við hersýningu, sem haldin var á Rauða torginu í Moskvu í gær í tilefni þess að 45 ár voru liðin frá sigri Rauða hersins á heijum Þjóðveija í seinna stríðinu. Við hlið hans stendur Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna. Sjá „Mestu hersýningar í finim ár“ á bls. 26. Ríkisstjóm Albaníu boð- ar viðamiklar umbætur Vín, Tirana. Reuter, Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRN Albaníu, síðasta vígi harðlínukommúnista í Evrópu, kynnti í gær viðamiklar umbætur í mannréttinda- og efnahagsmál- um. Hún afnam meðal annars bann við trúboði og boðaði að sér- hverjum Albana yrði heimilað að ferðast til útlanda. Þá verða flótta- menn ekki lengur dæmdir fyrir landráð og teknir af lífi. Þetta eru viðamestu mannrétt- indaumbætur í landinu frá því kommúnistar komust þar til valda árið 1946. Þær eru þó varfærnis- legar miðað við umbæturnar, sem komið hefur verið á í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. „Það er. ávallt skylda okkar að standa vörð um mannréttindin," sagði Manusli Myftiu, aðstoðarfor- sætisráðherra Albaníu, er hann kynnti áform stjórnarinnar á þingi landsins. Albanska fréttastofan ATA, sem birti ræðu hans, skýrði frá því að þingið hefði samþykkt tillögur stjórnarinnar. Fastafulltrúi Lúxemborgar hjá NATO: Veitti Sovétmönnum leynilegar upplýsingar Lúxemborg. Reuter. JACQUES Pons, utanríkisráðherra Lúxemborgar, tilkynnti í gær, að Guy de Muyser, fastafulltrúi landsins hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO), hefði sagt af sér vegna ásakana um að hann hefði veitt sovéskum yfirvöldum upplýsingar um hernaðar- leyndarmál. í yfirlýsingu sem utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér sagði að Muyser hefði brotið öryggisreglur NATO og hefði hann sagt starfi fastafulltrúa hjá bandalaginu lausu er ásakanir þess efnis komu fram í lok apríl. Hann myndi áfram gegna starfi sendiherra landsins í Belgíu. Muyser hafði aðgang að helstu leyndarmálum NATO og er sagð- ur hafa veitt Sovétmönnum upp- lýsingar sem skaðað gætu banda- lagið. Háttsettir fulltrúar hjá NATO sögðust vantrúaðir á að mál hans teldist til meiriháttar njósnamála. Muyser var sendi- herra í Moskvu fyrir nokkrum árum og er sagður hafa hrifist mjög af Sovétríkjunum. Talar Guy de Muyser hann rússnesku reiprennandi. Háttsettur embættismaður í Lúxemborg sagði að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefði afhjúp- að Muyser. Myftiu sagði að þótt trúboð varð- aði ekki lengur við lög yrði áróðri ríkisvaldsins gegn trúarbrögðum ekki hætt. Flóttamenn yrðu ekki dæmdir til dauða fyrir landráð eins og áður heldur í þriggja ára fang- elsi fyrir að fara án heimildar yfir landamærin. Þá hyggst stjórnin heimila fjárfestingar útlendinga í landinu svo fremi sem þær verði ekki bundnar „pólitískum skilyrð- um“. Fréttir hafa borist um mótmæli víðs vegar um landið á undanförn- um mánuðum og talið er að þau hafi ráðið miklu um ákvörðun stjórnarinnar. Einnig hefur verið skýrt frá harðvítugri valdabaráttu milli um- bótasinnaðra forystumanna komm- ‘ únistaflokksins, stuðningsmanna Ramiz Alia, forseta landsins, og harðlínumanna með ekkju Envers Hoxha, fyrrum leiðtoga landsins, og embættismanna öryggislögregl- unnar í bijósti fylkingar. Adil Carcani, forsætisráðherra landsins, tilkynnti einnig í gær að stjórn hans væri reiðubúin að taka þátt í starfi ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (ROSE). Albanía er eina Evrópuríkið sem ekki hefur átt fulltrúa á fundum RÖSE þar sem það hefur ekki upp- fyllt skilyrði er varða mannréttindi. Ráðist í smíði arfltaka Concorde-þotunnar París. Reuter. FRÖNSKU og bresku flugvélaverksmiðjurnar sem smíðuðu Con- corde-þotuna á sínum tíina skýi'ðu írá því í gær að þær hefðu ákveðið að smíða nýja hljóðfráa farþegaþotu er tekin yrði í gagnið í byrjun næstu aldar. Að sögn talsmanna Aerospat- iale í Frakklandi og British Ae- rospace í Bretlandi mun nýja þotan fljúga helmingi hraðar með helm- ingi fleiri farþega en Concorde og mun hljóðlátar. Henni er ætlað að fljúga með 200 farþega allt að 12.000 km vegalengd, en Con- corde getur flogið með 100 manns 6.500 km. Talið er að þróun og smíði nýju þotunnar muni kosta 60 milljarða franka eða jafnvirði 660 milljarða ísl. króna. Miðað er við að hún verði tilbúin til farþegaflugs um árið 2005. Með nýrri tækni og sparneytn- ari hreyflum er talið að arftaki Concorde verði hagkvæm í rekstri. Talið er að markaður verði fyrir 300-500 slíkar þotur eftir 15 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.