Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 17 „Hot spring river this book?“ á frétta- stofii Ríkisútvarpsins eí'iir Jakob Björnsson Til er kunn saga af nemanda í gagnfræðaskóla sem fékk það verk- efni í enskum stíl að þýða á ensku setninguna: „Hver á þessa bók?“ Hann fletti þessum fjórum orðum upp í íslensk-enskri orðabók. Út- koman varð þessi: hver: hot spring á: river þessi: this bók: book Þýðingin varð sem sé svona: Hot spring river this book? Það sem nemandinn ekki áttaði sig á var að orði í einu tungumáli, íslensku, samsvara oft fleíri en eitt orð í öðru máli, ensku. Eða, sem kannske er líklegra, hann vissi það en hafði ekki kunnáttu til að velja á milli. Því varð útkoman svona. Gagnfræðaskólanemanda er hægt að fyrirgefa svona mistök. En ekki fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar eru engir gagnfræðaskólanem- endur í fyrirsvari. Nýlega hleypti fréttastofan fréttaritara sínum í Moskvu í gegn með þá frétt að Sovétmenn hefðu skrúfað fyrir „náttúrulegt gas“ til Litháen. Fréttaritarinn hefur þarna ekki átt- að sig á að enska orðið „natural“ sem m.a. kemur fyrir í sambandinu „natural gas“ (eða samsvarandi rússneskt orð, ef hann hafði frétt sína úr rússnesku) hefur í íslensku bæði merkinguna „náttúrulegur“, „eðlilegur“, og „náttúru-“, þ.e. úr náttúrunni. „Náttúrugas" hefði ver- ið skömminni til skárra, en best hefði auðvitað verið að maðurinn hefði vitað að þessi tegund af gasi heitir ,jarðgas“ á íslensku, og hefur alltaf heitið. Úr því að hann ekki vissi það hefði hann átt að leita sér upplýsinga um það. Undir öllum kringumstæðum átti fréttastofan að sjá um að hella ekki svona am- bögum yfir landsmenn. Skömmu síðar heyrðist í frétta- ritara Ríkisútvarpsins í París þar sem hann greindi frá langvarandi þurrkum í Suður-Frakklandi, sem væru farnir að hafa þau áhrif að „undirstöðuvatn" væri tekið að þverra. Þama átti fréttaritarinn við það sem á íslensku heitir „grunn- vatn“, þ.e. vatn sem sigið hefur frá yfirborði niður í jarðgrunninn, safn- ast þar fyrir og kemur upp á yfir- borðið aftur í lægðum sem lindir og uppsprettur; safnast í brunna sem grafnir eru niður í jarðgrunn- inn og í borholur sem boraðar eru í hann. Einnig þessi fréttaritari hefði helst átt að vita hvað hann var að tala um, en leita sér upplýs- inga að öðrum kosti. Og vanræksla fréttastofunnar er hin sama og varðandi „náttúrulega“ gasið. Auðvitað verður ekki gerð sú krafa til fréttaritara að þeir séu alls staðar heima í þvi sem þeir þurfa að fjalla um. En eina kröfu verður alveg skilyrðislaust að gera til þeirra: Að þeir viti hvað þeir vita og hvað þeir ekki vita, kunni að greina þar á milli og hagi sér í samræmi við það í störfum sínum. Fréttastofunni ber að sjá til þess að þessi kra,fa sé uppfyllt. Höfundur er orkumálastjóri. Jakob Björnsson „En best hefði auðvitað verið að maðurinn hefði vitað að þessi tegund af gasi heitir ,jarðgas“ á íslensku, og hefur allt- afheitið.“ ROYAL^ HÓTELQÚKAR OG SERVIETTUR Einnig mikið úrval af sœngum, koddum og sœngurfatnaði. |0 S. ARMANN MAGNUSSON HEILDVERSLUN SKÚTUVOGI 12j SÍMI 6870 70 Askriftarsiminn er 83033 mmn\m Með nýju Wang AT tölvunum uppfyllum við kröfur þínar um öruggar og afkastamiklar tölvur á góðu verði PC382 IBM AT SAMHÆFÐ 20Mhz 80386 örgjörfi. 1-16Mb minni. Diskrými eftir óskum. VGA S/H oq litaskjáir 14m' DOS 3.3,401, OS/2 eða SCO XENIX. Hent- ug sem netstjóri eða SCO XENIX miðstöð. PC 350/16 IBM AT SAMHÆFÐ 16Mhz 80386SX örgjörfi 1-16Mb minni Diskrými eftir óskum VGA S/H og iitaskjár 14“ DOS 3.3,4.01, OS/2, eða SCO XENIX. PC 250/16 IBM AT SAMHÆFÐ 16Mhz 80286 örgjörfi 1-16Mb minni. Diskrými eftir óskum VGA S/H og litaskjáir 14“ DOS 3.3,4.01, OS/2, eða SCO XENIX WANG HEIMILISTŒKI HF. - TÖLVUDEILD, SŒTÚNI 8 - SÍMI 69 1500 Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissamnings tíí kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afelætti er é Apple-umboðið Radíóbúðin hf. / ■ ■ m p § i í Innkaupastofnun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.