Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 MR tekur við húsi KFUM og KFUK Hægt að innrétta 12 kennslustofur í húsinu ef fé fæst til framkvæmda Síðasta samkoma KFUM og K í húsinu við Amtmannsstíg var á sunnudagskvöld. MENNTASKÓLINN í Reykjavík hefiir fengið hús KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík til afhota og mun taka við húsinu 14. maí n.k. Að sögn Guðna Guðmundsson- ar rektors MR væri hægt að innrétta 12 kennslustofur í húsinu ef nægilegt fé fæst til verksins. Auk þess er hægt að innrétta vinnuherbergi í kjall- ara. Guðni sagði að breyta þyrfti miklu í húsinu áður en skólinn getur tekið það í notkun. Rífa þarf innréttingar í þeim hluta hússins sem er steinsteyptur og einnig í timburhluta hússins og færa til skilrúm. Hann sagði að litlir fjármunir væru til ráðstöf- unar og ólíklegt að hægt verði að breyta öllu húsinu í sumar. „Ég er farinn að efast um að við getum tekið allt húsið í notk- un næsta haust. Búið var að ákveða að veita tíu milljónum króna til verksins, sem var raun- ar þriðjungi of lítið fjármagn, en í síðasta sparnaðarfrumvarpi var þetta minnkað niður í átta millj- ónir. Það er rétt rúmlega helm- ingur af því sem áætlað var að þyrfti til að gera við húsið.“ Guðni sagði að gert hefði ver- ið ráð fyrir að loka þremur litlum skólastofum sem hafa verið not- aðar. Þá var Þrúðvangur seldur og þar missti skólinn fimm kennslustofur. Kennslurými skólans eykst því um þijár til fjórar stofur ef hægt verður að taka allt húsið við Amtmannsstíg í notkun. Sjálfetæðisflokkiirínii: Ráðstefiia um utanríkismál Utanríkismálanefndir Sjálf- stæðisflokksins, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar, efna til ráðsteöiu um utanríkis- mál á Hótel Sögu kl. 10 laugar- daginn 12. maí. Verður þar fjall- að um nýjar áherslur í utanríkis- stefnu íslendinga. Framsögumenn á ráðstefnunni verða: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur Thor- steinsson, fyrrverandi sendiherra, Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis- maður, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félag^ íslenskra iðn- rekenda, Arnór Siguijónsson, sendiráðunautur, Dr. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna ríkisins og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri SUS. Að erindum loknum verða al- mennar umræður. Ráðstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning) Sameining orkuveitna gæti sparað hundruð milljóna á ári - segir Aðalsteinn Guðjohnsen formaður Sambands íslenskra rafveitna ALMENNUR áhugi er fyrir því hjá stjórnendum rafveitna hér á landi að breyta rekstrarformi veitnanna, og hafa augu manna þá einna helst beinst að því að breyta veitunum í hlutafélög. Samband íslenskra rafveitna stóð nýlega fyrir námsstefnu um eignarhald og rekstrarform rafveitna, og í framhaldi af því ræddi Morgunblaðið við Aðalstein Guðjohnsen, formann SÍR, en hann segir að breytt rekstrarform raf- veitnanna myndi leiða til heilbrigðrar samkeppni milli þeirra, sem síðan hefði í fór með sér betri þjónustu og lægra raforkuverð til neyt- enda. Aðalfundur SÍR verður haldinn á Hótel Loftleiðum í dag, og sagðist Aðalsteinn gera ráð fyrir að þessi mál bæru þar á góma. Morgunblaðið/Þorkell í húsi Félags einstæðra foreldra við Öldugötu hafa dvalið 84 fjöl- skyldur með 128 börn frá því húsið var tekið í notkun. Breytingar gerðar á hús- næði FEF FÉLAG einstæðra foreldra hefur tekið í notkun nýinnréttaða hæð í húsi sínu við Öldugötu 11 í Reykjavík. í húsinu, sem er á þremur hæðum eru íbúðir fyrir 10 fjölskyldur. í janúar á síðasta ári var lokið við endurbætur á fyrstu hæðinni og nú hafa einnig verið gerðar breytingar á annarri hæð hússins. Félag einstæðra foreldra á nú tvö hús, samtals með 21 íbúð. Félagið keypti hús við Skeljanes árið 1976, en það var formlega tekið í notkun árið 1981. í húsinu eru 7 íbúðir og Ijögur stök herbergi með sameigin- legu eldhúsi, en í húsinu er sama- staður fyrir 11 fjölskyldur. Umsókn- ir um húsnæði hjá félaginu voru fjórfalt fleiri en ráðið varð við og var því samþykkt á stjórnarfundi á árinu 1985 að ráðast í húsnæðiskaup öðru sinni. Fest voru kaup á húsinu númer 11 við Öldugötu, en þar í voru 3 íbúðir og skrifstofa í kjallara. Guðný Kristjánsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra sagði að ekki væri ætlunin að ráðast í frek- ari framkvæmdir á næstunni, en ljóst væri að brýn þröf væri fyrir aukið húsnæði á vegum félagins. Að jafnaði bærust um fjórar um- sóknir um hveija lausa íbúð. Guðný sagði við það væri miðað að hver fjölskylda dveldi að hámarki 6 mán- uði í íbúð á vegum félagsins, en við sérstakar aðstæður væri hægt að fá framlengingu. Ekki væri æskilegt að fjölskyldur dveldu lengur í íbúðúm félagins en í eitt ár. Frá því félagið tók húsið í Skelja- nesi í notkun hefur dvalið þar 181 ijölskylda með 240 börn og á Öldu- götu hafa dvalið 84 fjölskyldur með 128 börn, þannig að samtals hafa 633 einstaklingar búið í húsum fé- lagsins frá því þau voru tekin í notk- un. Aðalsteinn sagði að það sem beint hefði augum manna að hlutafélags- forminu frekar en öðru rekstrar- formi væri það hve lög um hlutafé- lög væru ítarleg og tækju fram öðr- um lögum varðandi lýsingu og skil- greiningu á rekstri fyrirtækja. „Undanfarið hefur verið óvenju- hröð þróun í rekstri fyrirtækja og ýmsum breytingum á rekstrarformi, sem stuðla á að bættum rekstri og aukinni skilvirkni. Rafveitur í öðrum. löndum og að nokkru leyti hér á landi hafa undanfarið verið að þró- ast úr því að vera einungis rafveitur í það að vera orkuveitur bæði með rafmagn og heitt vatn, og jafnvel enn frekari þjónustu. Við töldum því rétt að fara sjálfir af stað og ræða kosti þess og galla að breyta rekstr- arforminu, en bíða ekki eftir opinber- um aðilum eða eigendum okkar í þeim efnum, enda er það skoðun okkar að lítið eða ekkert verði gert í breytingum af þessu tagi nema veiturnar vilji það sjálfar." Aðalsteinn sagði að í Svíþjóð hefði það færst verulega í vöxt undanfar- in ár að sveitarfélög hafi breytt orku- veitum sínum í hlutafélög, en þau væru eftir sem áður að öllu leyti í eigu sveitarfélaganna. „Reynslan í Svíþjóð hefur sýnt að þetta skilar sér með ýmsu móti og leiðir til sparnaðar þegar upp er stað- ið. Þetta hefur einnig verið sann- reynt í Bandaríkjunum, og hafa jafn- vel verið nefndartölur á bilinu 5-15% í því sambandi. Með þessu vinnst tími varðandi ákvarðanatöku og það er hægt að vera með nákvæmari stjórn á íjármálum og nýta allt fjár- magn betur. Þá er það veigamikið atriði að okkar mati að það virðist jafnvel vera mögulegt að búa starfs- mönnum betri kjör, og starfsfólkið virðist verða meira með í rekstrinum og hafa það á tilfinningunni að það sé hluti af fyrirtækinu. Einnig virð- ast fyrirtækin ekki síður verða gegnsæ eftir þessar breytingar, þannig að almenningur og eigend- urnir sjái reksturinn betur, fyrir utan hvað það er formfastari rekstur að geta .notað hlutaljárlögin sem ramma. Reikninga fyrirtækisins verður þá að setja upp á alveg ákveð- inn máta, sem er sambærilegur milli allra fyrirtækjanna, og það á að skila arði og halda hluthafafund. Þetta er aðhald bæði fyrir stjórn og forstjóra, og veitir fólkinu ennþá meiri sýn inn í fyrirtækið heldur en kannski er í þessum hálffélagslegu stofnunum eins og nú er.“ „Það að reka veiturnar eftir sömu leikreglum og önnur fyrirtæki í landinu gerir einnig alla samnings- gerð og samanburð auðveldari, en það virðist sjálfkrafa leiða af sér vissan metnað og samkeppni, þó svo að raforkufyrirtæki búi í eðli sínu við það sem kallað hefur verið nátt- úruleg einokun. Við breytingu á rekstrarforminu virðist skerpast þessi tilfinning fyrir samkeppni um að veita góða þjónustu og halda verðinu niðri. Ég held að stjórnendur fyrirtækjanna séu almennt jákvæðir fyrir þessari breytingu, en hinir pólitískt kjörnu stjórnarmenn kannski frekar í vafa. Þeir kunna að óttast það að missa einhver völd við þetta, en það tel ég ástæðu- laust, að minnsta kosti á þessu fyrsta stigi með óbreyttu eignarhaldi fyrir- tækjanna." Aðalsteinn sagði að það hefði lengi verið til umræðu hjá stjórnend- um orkuveitna hér á landi að þörf væri á að breyta jdra skipulagi þeirra með því að fækka þeim að einhveiju marki með sameiningu. Með því móti væri mögulegt að draga verulega úr rekstrarkostnaði, og taldi hann ekki ólíklegt að sá sparnaður gæti numið hundruðum milljóna króna á ári. „Það er mín skoðun að þróunin sums staðar á landinu hafi verið í öfuga átt með því að bæjarfélög hafi gert veiturnar enn ósjálfstæðari Kópavogsbær 35 ára: Sýningar á verk- um barna í leik- skólum bæjarins KÓPAVOGSBÆR verður 35 ára á morgun .föstudaginn 11. maí og af því tilefni verður haldið upp á daginn í leikskólum bæj- arins, sem ýmist nú um helgina eða síðar í mánuðinum munu sýna afrakstur vetrarstarfsins. í Kópavogi eru átta leikskólar, sem rúma 648 börn og tvö skóla- dagheimili. í haust verður opnaður nýr leikskóli í Suðurhlíðum sem rúmar tæplega eitt hundrað börn, þar verður nýtt rekstrarfyrir- komulag reynt og foreldrum boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma fyrir böm sín. Starfsemi leikskólanna í Kópa- vogi var kynnt á blaðamannafundi og þar kom fram að á heimilunum er unnið blómlegt starf undir handleiðslu fóstra þar sem m.a. er lögð áhersla á barnamenningu á ýmsum sviðum. Ákveðið til- raunaverkefni hefur verið í gangi á þremur leikskólanna í vetur, sem gefist hefur vel. í tilefni af afmæli Kópavogs- bæjar og því að vetrarstarfi barn- anna er að ljúka verður efnt til sýninga á verkum þeirra í leikskól- unum. A Marbakka verður sýning fyrir almenning á sunnudag, 13. maí og verður opið frá kl. 13-17. Sýningin ber heitið „Eiga húsálfar heima í Kópavogi?“ Þá verður einnig opnuð sýning á verkum barnanna’ í Leikskólanum við Efstahjalla og verður hún opin frá 14.-18. maí. Sýning á verkum barna á Grænatúni verður form- lega opnuð í Bókasafni Kópavogs 15. maí og stendur hún í 10 daga- Á Kópaseli verður opið hús dagana 21.-31. maí og á Kópahvoli, sem verður 20 ára í þessum mánuði verður opið hús 23. maí. Á leikskó- lanum Furugrund verður opið hús á afmælisdegi bæjarins og einnig verður opið hús í Fögrubrekku síðar í mánuðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.