Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 27 Róttækar lagabreytingar í Noregi: Stjórnvöld hyggjast loka smugum á skattakerfinu Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÆR byltingarkenndu breytingar sem ríkisstjórn hægrimannsins Jans P. Syse hyggst gcra á skattakerfinu í Noregi gera að verkum að umbæt- ur síðasta áratuginn líkjast hverju öðru dútli. Arne Skauge fjármálaráð; herra liefur nú lagt fram umfangsmikla hvítbók um breytingarnar. í reynd merkja kerfisbreytingarnar að færri undankomuleiðir verða lyr- ir þá sem vilja greiða sem minnst í skatt, skatthlutfall lækkar og grund- völlurinn, sem skattlagningin er byggð á, verður færður út. Svo getur farið að frádráttur vegna sparifjárreikninga verði felldur niður. Ríkisstjórnin hefur ekki mótað endanlega afstöðu til skatthlutfalls af almennum launatekjum. Hins vegar má telja víst að hæsta hlut- fall af yfirvinnutekjum verði vel inn- an við 50%; það er nú 59%. Er talið að skattur á tekjur norskra fyrir- tækja verði helmingaður en hann er 50,8% að nafninu til; alls kyns skattasmugur gera þó .flestum fyrir- tækjum kleift að greiða mun minna í skatt. Breytingarnar hafa einnig þau áhrif á fyrirtækin að skattlagn- ing verður samræmd á ólíkar teg- undir tekna, ekki verður gert upp á milli ólíks eignarhalds á fyrirtækjum og færri tækifæri verða til að kom- ast hjá skattheimtu. Sérstakt gjald EB/EFTA: Svíar fagna um- boðstillögunni vegna Ijárfestinga verður sennilega afnumið. Ætlunin er að toi’velda ein- staklingum jafnt sem fyrirtækjum að ákveða skattbyrði sína fyrirfram. Grundvallarforsendurnar eru þær að lækka skuli skattprósentuna og víkka grundvöllinn. Þetta hafa einn- ig verið forsendur umbótanna síðustu árin — en nú er gengið hraustlegar til verks. Farið verður vandlega yfir kerfi, sem árum saman hefur verið eins og gatasigti vegna óteljandi undanþágumöguleika; sér- fræðingar atvinnulífsins og einstakl- ingar hafa í mörgum tilvikum getað ákveðið sjálfir hve mikið var greitt í skatta. Grundvöllurinn er fyrst og fremst stækkaður með því að fækka frá- dráttarmöguleikum. Skattlagning á ýmsar tegundir fjármagnstekna verður samræmd og frádráttur ein- staklinga vegna vaxtagreiðslna fell- ur brott. Félög með ótakmarkaða ábyrgð eiga að verða sjálfstæðir skattaðilar eins og hlutafélög eru nú en eigendur geta bókfært tap á fyrirtækjunum sem frádrátt af tekj- umsínum. 3 Olíufélagið hf "N AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 17. maí 1990 kl. 14. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning. 2. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins. 3. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starf- semi félagsins s. I. starfsár. 4. Ársreikningar félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýringum endurskoðenda lagðir fram til sam- þykktar. 5. Tillögur stjórnar félagsins um arð fyrir árið 1989. 6. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins og endur- skoðenda. 7. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. 8. Stjórnarkosning. 9. Kosning endurskoðenda. 10. Önnur mál. Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. 9.9SÆNSK sljórnvöld hafa brugðist vel við þeim tillögum fram- kvæindastjórnar Evrópubandalagsins (EB) að umboði í samn- ingaviðræðunum við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) sem samþykktar voru á þriðjudag. Finnst sendiráði Svía gagnvart EB mikils virði að framkvæmdastjórnin skuli hafa lýst vilja til samninga við EFTA um evrópska efnahagssvæðið. Skarpt orða- lag á umboðinu raskar ekki ró Stig Brattström, sendiherra Svía hjá EB, segir, að efni til- lagna framkvæmdastjórnarinnar sé næstum því hið sama og Svíar hafi vænst. Hann telur að samn- ingaviðræðurnar leiði til góðrar niðurstöðu. Samkvæmt heimild- um er umboðið almennt orðað en þó farið út í smáatriði á sum- um sviðum. Þar er sett fram skýr krafa um, að EFTA styrki innviði sína og sameinist um eitt kerfi, sem tryggi að staðið verði við væntanlegan samning. Annað atriði er, að aðeins í undantekn- ingartilvikum skuli EFTA-ríkin vera laus undan reglum EB. Sænski sendiherrann segir, að EFTA-ríkin verði að fara fram á eins fáar undanþágur og frekast Svía. sé kostur. Þótt margar hindranir verði á leiðinni er hann sannfærð- ur um að aðilarnir eigi eftir að ná samningi, sem tryggi EFTA- löndunum óheftan aðgang að markaði Evrópubandalagsins. Hann segir, að ekkert EFTA-ríki geti vænst að allar óskir þess um undanþágur verði viðurkenndar. í niðurstöðum skoðanakönn- unar sem birt var í Svíþjóð í gær kemur fram, að þeim Svíum ijölgar stöðugt er vilja aðild að EB. A tveimur árum hefur stuðn- ingsmönnum aðildar fjölgað úr 21% í 39%. í Hægriflokknum vilja 69% aðild að EB. Meðal jafnaðar- manna eru 27% fylgjandi aðild en voru 14% fyrir tveimur árum. Utanríkisráðherra Sviss: Góðir samningar viðEB mikilvægir fyrir Svisslendinga Ztírich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RENE Felber, utanríkisráðherra Sviss, telur að þjóð sín muni einangrast og verða knúin til að aðlaga sig að einuin markaði Evrópubandalagsins hvort sem henni Iíkar betur eða verr ef fyrirhugaðar samningaviðræður Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði (EES) verða árangurslausar. Svissneskum stjórn- völdum er því mjög í mun að ná ótvírætt góðum samningi við EB. Þau eru hin einu innan EFTA sem verða að leggja endan- legan sanming fyrir þing og þjóðina alla til að fá hann samþykkt- an. Felber sagði á kynningarfundi með fréttamönnum í Luzern í síðustu viku að best væri að samningurinn um EES gæti tek- ið gildi 1. janúar 1993 um leið og innanríkismarkaður EB. Hann þorði þó ekki að binda of miklar vonir við það. Ráðherrann sagði að Sviss yrði að finna aðrar leiðir til að vinna með EB ef samningar á vegum EFTA næðust ekki. Hann sagði að úrslitakostirnir yrðu annars aðild að Evrópubandalag- inu eða einangrun innan Evrópu. Svisslendingat' yrðu að lögleiða hjá sér lög og reglur EB og tak- marka eigið fullveldi ef þeir gengju í bandalagið. Vonast væt'i til að með EES-samningnum yt'ði hægt að stilla ijölda þeirra laga og reglna sem EFTA-ríkin þyrftu að lögleiða í hóf og þau fengju undanþágur frá ákvörðunum EB vegna þess sem þau teldu lífshagsmuni sína. Svisslending- at' myndu til dærnis fara frant á undanþágur varðandi ftjálsan aðgang útlendinga að vinnu- markaðnum og ferðir flutninga- bíla. Felber sagði að kosturinn við aðild að EB væri full þátttaka í ákvarðanatöku bandalagsins en EES-samningur útlokaði ekki að EFTA-ríkin yrðu fylgiríki EB. Ráðherrann lagði áherslu á, að Sviss gæti ekki farið eitt sína leið innan Evrópu. I ÓLGUSJÓ A SÖGU ÖMAR, HALU OG LADDI sameina skemmtikraftana Uppselt 12.maí. Nokkur borö lausl9.maí. Aukasýning 26.maí Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kf. OP/NN DANSLEIKUR EFTIR KL. 23.30. EINSDÆMI leikur. Gestur: Ragnar Bjarnason MÍMISBAR opinn frá kl. 19. l/() li() ll() lr() l/() lf() l/() l/j l& lói í 5> liS) liS) lí) lí) liS) l/S) liSi Ik li() 'S) & liS) Ií() lí) 'S) IíS) IíS) l/J) li() Si lí) IiSi IíSi liS) liS) l/S) liS) liS) li(i r() liS) IfS) IfS) líS) IrS) IíS) IíS) IfS) IíS) r() l/S) l/S) lí() l/() l/S) l/í) l/S) l/S) t/() I() l/() lí() lí() lí() l/S) l/() l/S)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.