Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 Bæjarstjórn Akureyrar: Einhliða samþykkt ekki skynsamleg - sögðu bæjarfulltrúar vegna tillögu um stoftiun þverpólitísks, faglegs hóps um álversumræðuna ÞÓRARINN E. Sveinsson, Framsóknarflokki, lagði fram tillögu á ^jæjarstjórnarfundi á Akureyri í fyrradag, um að stofhaður yrði þverpólitískur faglegur hópur, sem aflaði sér umboðs sveitarfélag- anna 16 á svæðinu, til umræðna og stöðumats EyjaQarðar vegna hugsanlegs álvers. Hluti bæjarfulltrúa furðaði sig á tillögunni og var henni vísað til bæjarráðs. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, og Freyr Ófeigsson, Alþýðuflokki, sögðust ekki skilja tillögu Þórarins og sagði Freyr það varhugavert að gera einhliða sam- þykkt bæjarstjórnar án þess að hafa áður samráð við svéitar- stjórnir á svæðinu. „Slikt er mál- inu ekki til framdráttar,“ sagði Freyr og bætti við að hann hefði fyrst séð tillöguna á fundinum og það væri „ábyrgðarlaust að henda henni fyrirvaralaust inn í bæjar- stjórn". Forseti bæjarstjórnar, Sigurður J. Sigurðsson Sjálfstæðisflokki, taldi meginatriði málsins að það væri ekki Akureyringa einna. „Það eru ekki bara Akureyringar heldur íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru að beijast fyrir þessu brýna hagsmunamáli landsbyggðarinn- ar. Því er ekki skynsamlegt að bæjarstjórn Akureyrar sé að gera sérstakar ályktanir án samráðs við nágranna sína í þessu máli,“ sagði Sigurður og undirstrikaði þá skoð- un sína hve mikilvægt væri að landsbyggðin yrði fyrir valinu ef nýtt álver yrði reist, því það mun hafa svo alvarleg áhrif í för með sér hvað byggðaþróun varðar að ekki verður til baka snúið ef það rís á Reykjanesi. Tillaga Þórarins gerir ráð fyrir að umræddur starfshópur starfi með Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, og skuli framkvæmdastjóri þess kalla hópinn saman hið fyrsta. Tilnefndir eru sex fulltrúar ákveð- inna fagsviða í hópinn. í tillögunni t'^egir: „Nauðsynlegt er að opna umræðuna og gera starfið fag- legra og markvissara á þeim örfáu vikum, sem eftir eru þar til ákveð- ið verður hvar væntanlegu álveri verður valinn staður.“ Flutnings- maður sagðist telja nauðsynlegt að lyfta ýmsum upplýsingum upp á yfirborðið, hópurinn væri hugs- aður til stuðnings héraðsnefnd og Iðnþróunarféiagi Eyjafjarðar, sem hafa unnið að málinu, ekki til höf- uðs neinum. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, benti á vegna tillögu Þórarins, að fyrirtækið yrði staðsett í öðru sveitarfélagi, ef það yrði sett upp í Eyjafirði á annað borð. Hann minnti á að formleg viðræðunefnd hefði verið starfandi og að sam- starf sveitarfélaga á svæðinu væri fyrir hendi. Sigfús upplýsti að rætt hefði verið um stofnun Byggðasamlags, sem sæi um þá þætti málsins sem snúa að sveitar- félögunum og snerta stóriðju á svæðinu, ef af verður, svo sem skattamál, rekstur og fleira. Bæj- arstjóri sagðist telja heppilegast að viðræður og samningar fari fram „á pólitísku plani“, en þeir sem sæju um þá hlið mála hefðu svo sérfræðinga í hinum ýmsu málefnum sér til aðstoðar. Sigfús undirstrikaði þá staðreynd, að ekki hefði enn verið ákveðið að álver yrði byggt í landinu, „en ef það kemur tel ég mjög líklegt að Ey- firðingar eigi góða möguleika“, sagði Sigfús. Vangaveltur ígóða veðrinu Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags: Rætt verði við ríkið um kaup á hluta Akureyrar í Landsvirkjun Ekki heppilegt að selja eignarhlutann nú, sagði Sigurður J. Sigurðsson Sjálfstæðisflokki SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, sagði við síðari umræðu um ársreikninga bæjarsjóðs fyrir 1989, að Alþýðu- bandalagið væri tilbúið, að „ræða við ríkið, ekki borgina, um kaup á hluta Akureyrar í Landsvirkjun". Sigríður sagði Alþýðubandalag- ið hafa verið andvígt þessu hingað til, en gat þess að ekki hefði tekist að rétta við hag Hitaveitu Akureyrar, orkuverð fyrirtækisins væri það hátt að slíkt gæti ekki gengið, og yrði hlutur Akureyrar í Landsvirkjun seldur „gætum við lækkað nú þegar hitunarkostnað á Akureyri og einnig veitt einhveiju fé í nauðsynlega atvinnuupp- byggingu". Eignarhluti Akureyrar í fyrirtækinu er liðlega 5%. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sem er formaður veitustjórnar, sagðist ekki á móti því að eignarhluti Akureyrar í Landsvirkjun yrði seldur, enda hefði hann lagt til fyrir fjórum ámm að það yrði gert, „við litlar undirtektir fulltrúa Alþýðuband- algs og Framsóknarflokks. Og var þá staða fyrirtækisins mun slakari og hitunarkostnaðurinn hærri en nu Sigurður sagðist hins vegar ekki telja tímann nú heppilegan til að selja eignarhluta bæjarins, því erf- itt væri að meta verðgildi eignar- innar meðan samningar um orku- frekan iðnað standi yfir og bygging nýrra orkuvera sé á áætlun. Þá sagði hann það fráleitt að bjóða einungis ríkinu hluta Akureyrar til kaups, „því ef á annað borð yrði tekin ákvörðun um að selja eignar- hluta Akureyrarbæjar yrði að sjálf- sögðu selt hæstbjóðanda, en ekki einhveijum fyrirfram ákveðnum aðila“. Sigurður sagði Akureyringa búa við sambærilegt orkuverð og íbúar í Vestmannaeyjum, Borgarnesi og Akranesi, á RARIK-svæðum og orkubúi Vestfjarða. „Við erum með samninga við ríkið sem koma til endurskoðunar 1993, varðandi fjárhagsstöðu þessara orkufyrir- tækja. Ef Akureyringar ætluðu að selja eignarhlutá sinn í Landsvirkj- un nú til að greiða skuldir Hitavei- tunnar, þá mætti búast við því að krafa um lækkað orkuverð kæmi fram frá þessum aðilum og það yrði varla gert nema með því að ríkið tæki yfir eitthvað af skuldum þeirra fyrirtækja.“ Málið liti því þannig út eins og Akureyringar hefðu í raun selt hlut sinn fyrir ekki neitt. „Það er því skynsam- legra nú að horfa til þess tíma er kemur að lokum þessa samnings við ríkið og allir þessir aðilar sem gerðu samkomulagið við ríkið á sama tíma og Akureyri munu einn- ig taka upp viðræður við stjórn- völd um sín mál,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. ■s-------------------------------- ■ Vortónleikar orgeldeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í Akureyrarkirkju í kvöld og hefjast kl. 20.30. Nemendur á öllum stigum flytja orgel- og kamm- erverk eftir Bach, Buxtehude, ÚTIHURÐIR Mikið iuval. Sýningarhuröir á staðnum. Tró-x búðin, Smiöjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tré-x, löavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trósmiðjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. Reger, Jón Þórarinsson og fléiri. Aðgangur er ókeypis. ■ Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð haida almennan fund í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld og hefst hann kl. 20.30. Björg Bjarnadóttir sál- fræðingur verður til viðtals á fund- inum. Allir eru velkomnir. ■ Skógræktarfélag Eyfírðinga er 60 ára á morgun. Félagið, sem. er elsta skógræktarfélag á Islandi, heldur hátíðafúnd á laugardaginn, 12. maí, og hefst hann að loknum aðalfundi félagsins, kl. 16.00 í Al- þýðuhúsinu á Akureyri. í lok aðalfundarins verða tilkynnt úrslit í samkeppni um myndverk, sem efnt var til meðal grunnskólanem- enda I Eyjafirði, og opnuð sýning í Dynheimum á úrvali verka sem bárust. Þá verður uppeldisstöðin i Kjarna opin almenningi sunnu- daginn 13. maí frá kl. 14.00 til 17.00 og starfsemin kynnt. Sæplast hf. á Dalvík: Fiskiker til Skotlands fyrir 30 milljónir kr. SÆPLAST hf. á Dalvík gekk nýverið frá samningi um sölu 2.000 fískikera til Skotlands, fyrir um 30 milljónir króna. Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts, sagði við Morgunblaðið að kerin færu í nokkur fyrirtæki, og væru aðal- lega hugsuð undir síld og makríl. „Hluti keranna fer um borð í skip og hluti verður í landi — fyrir geymslu og flutning." Pétur sagði þessa sölu til Skot- lands hafa verið á döfínni í tals- verðan tíma en Sæplasti hafi ný- lega borist staðfesting að utan og bytjað væri á að framleiða upp í samninginn. „Þetta er rétt um mánaðarframleiðsla í fyrirtækinu. Við stefnum að því að afgreiða megnið af pöntuninni í júní,“ sagði hann. Framkvæmdastjórinn gat þess að Sæplast hefði verið aðili að rannsókn á fiskikerum, sem gerð var í Hollandi. Ker fyrirtækisins hefðu komið mjög vel út úr þeirri rannsókn og e.t.v. mætti rekja söluna nú til hennar. Þess má geta að nánar er greint frá nefndri rannsókn í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í dag, á bls. B16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.