Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 2
j MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 Heildsalar uggandi vegna gjaldþrota smásala: Rætt um heildsölukort, við- skiptaábyrgð eða tryggingu HEILDSALAR eru að athuga hvernig draga megi úr áföllum þeirra vegna gjaldþrota og greiðsluerfíðleika smásöluversl- ana en þeir hafa tapað miklu vegna gjaldþrota, einkum mat- vöruverslana, á undanförnum mánuðum og árum. Ýmislegt hef- ur komið til tals, meðal annars að taka upp greiðslukortafyrir- komulag í heildsöluviðskiptum, koma á viðskiptaábyrgð banka eða að kaupa tryggingu vegna greiðslufalla. Vegna frétta um erfiðleika verslunarkeðju í byijun þessarar viku koma heildsalar sem versla með matvöru til fúndar um þessi mál í fyrramálið. Stefán Guðjónsson, viðskipta- fræðingur hjá Félagi íslenskra stór- Stóragerðismálið: Einum mannanna var sleppt úr haldi í gær ÞRÍTUGUM manni, sem verið hefúr í lialdi vegna rannsóknar á morðinu í Stóragerði, var sleppt úr haldi í gær. Áframhaldandi gæsluvarðhalds var hins vegar Morgunblaðið/Þorkell Tom Jones heillar áheyrendur SÖNGVARINN Tom Jones er nú staddur hér á landi og held- ur hljómleika á Hótel Islandi út þessa viku. Þótt Tom Jones verði fimmtugur í næsta mán- uði hefur hann engu gleymt frá því hann var á hátindi frægðar sinnar fyrir tæpum aldarfjórð- ungi og söng lög sem nú eru orðin sígild, eins og Gréen gre- en grass of home, og Delilah. Röddin er enn jafn styrk, kon- umar hrópa enn þegar hann sveiflar mjöðmunum og svitinn bogar af honum sem aldrei fyrr. 'Þessi mynd var tekin á hljóm- leikum í gærkvöldi. krafíst yfir tvítugri konu og tekur sakadómur afstöðu til kröfúnnar í dag. Maðurinn var grunaður um að hafa skipt hluta þýfisins úr ráninu, en ekki er talið að hann hafi haft vitneskju um hvaðan peningarnir voru. Rannsóknarlögreglan lagði í gær fram kröfu um að konan yrði úrskurðuð í gæsluvarðhald til 23. maí og liggur úrskurður sakadóms fyrir í dag. Tveir menn, 34 og 28 ára, eru í haldi til 23. maí, grunaðir um morð- ið. Sá eldri hefur játað að hafa ver- ið á morðstaðnum um morguninn og segir hinn hafa verið með sér, en sá neitar. Hann kærði gæsluvarð- haldsúrskurðinn yfir sér til Hæsta- réttar, sem staðfesti hann á þriðju- dag. kaupmanna, segir að hvað eftir annað séu stofnaðar verslanir sem augljóslega ætli sér ekki að starfa í greininni til langframa. Þær skaði viðskipti þeirra sem fyrir eru og lendi svo í erfiðleikum og jafnvel gjaldþroti. Þá tapi allir, heildsalar, iðnfyrirtæki og afurðasölur sem selt hafi fyrirtækinu vörur, skatt- greiðendur vegna ógreiddra gjalda, neytendur á viðkomandi verslunar- svæðum vegna þess tjóns sem tíma- bundin hörð samkeppni hafi valdið öðrum verslunum á svæðinu og síðast en ekki síst lenti starfsfólk viðkomandi verslana í erfiðleikum. Mál þessi hafa verið til skoðunar í fjármálanefnd FÍS. Stefán sagði að ýmsar leiðir til að draga úr tjóni heildsala hefðu verið til athugunar. Rætt hefði verið um að taka upp greiðslukort í heildsöluviðskiptum og hefði sú hugmynd verið rædd við greiðslukortafyrirtækin. Rætt hefði verið við íslandsbanka um möguleika á viðskiptaábyrgð smá- sala, sem þeir gætu framvísað í viðskiptum við heildverslanir. Þá hefðu menn látið sér detta í hug að fara að fordæmi Norðmanna, sem gengið hefðu í gegnum svipaða erfiðleika, og semja við trygginga- félögin um að bjóða sérstaka trygg- ingu gegn greiðslufalli smásala. Þá hefðu oft komið upp hugmyndir um að útbúa vanskilalista en það reynst erfitt í framkvæmd. Taldi Stefán að ef það tækist að tryggja betur greiðslur mætti búast við lækkun vöruverðs því miklir peningar töpuðust í núverandi ástandi. sc-im ■.■ .......t>n_ «i8É*»«S' l Morgunblaðið/Þorkell Reykjavíkurborg hefúr keypt loftmengunarmælivagn, en með tilkomu hans verður hægt að safna miklum upplýsingum um loftmengun í borginni. Gert er ráð fyrir að vagninn verði fyrst um sinn staðsettur í Fossvogi. Reykjavíkurborg: Mælivagn keyptur til að fylgjast með lofltmengun Reykjavíkurborg-hefúr fest kaup á loftmengunarmælivagni og kom hann til landsins fyrir nokkrum dögum. Verið er að setja upp og stilla mælitæki í vagninum og er búist við að þeirri vinnu ljúki fljótlega. Vagn þessi er sá eini sinnar tegundar í landinu og er hann keyptur ft’á Þýskalandi. Katrín Fjeldsteð borgarfulltrúi ög formaður heilbrigðisráðs sagði að gert væri ráð fyrir að vagninn yrði fyrst um sinn stað- settur í Fossvogi, þar sem hann yrði í þijá mánuði. Þá væri ætl- unin að staðsetja hann á nokkr- um öðrum stöðum í borginni. Mælitæki vagnsins verða tengd tölvu heilbrigðiseftirlitsins og þannig verður stöðugt hægt að fylgjast með loftmengun yfir borginni, bæði á milli ákveðinna staða og á milli ára. Ráðinn hef- ur verið starfsmaður sem umsjón hefur með þeim mælingum sem gerðar verða í vagninum. „Þetta hefur verið okkur mikið metnaðarmál í borgarstjórn og með tilkomu þessa vagns fást miklar upplýsingar varðandi loftmengun í Reykjavík,“ sagði Katrín. Fjármálaráðherra vill breyta aðstöðu- og fasteignagjaldakerfí: Íjandskapur stjómarinnar í garð Reykjavíkur með ólflándum - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri „FJANDSKAPUR ríkisstjórnarinnar í garð Reykjavíkur er með ólik- indum,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tilefnið eru þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra á fúndi á ísafirði í fyrrakvöld að breyta verði aðstöðu- og fasteignagjaldskerfinu, þar sem Sunnlendingar, Vestlendingar og jafnvel hluti Norðlendinga séu farnir að eiga veruleg viðskipti við fyrirtæki í Reykjavík og óeðlilegt sé að borgarsjóður fái til sín sem skatt stóran hluta af viðskiptum annarra sveitarfélaga vegna bættra samgangna. „Þetta er verkefni, sem sveitarfélögin eiga að ræða sín í milli og ríkisvaldið á ekki áð blanda sér í það,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson. „Aðstöðugjaldskerfíð, og þá reyndar einnig fasteignagjöldin, skiia Reykjavíkurborg mun meiri- tekjum af viðskiptum íbúa annarra sveitarfélaga en hin upphaflega skipan þessara tekjustofna sveitar- félaga miðaðist við, þegar samgöng- ur í landinu voru allt aðrar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel þess Heildartap Sambandsins var nálægt milljarði í fyrra STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga kemur saman til fúnd- ar á morgun og Qallar um afkomu Sambandsins á liðnu ári ásamt hugmyndum að skipulagsbreytingum á Sambandinu, þannig að reksturinn verði brotinn upp og einstakar deildir fyrirtækisins gerðar að sjálfstæðum hlutafélögum. Morgunblaðið hefiir upplýsing- ar um að afkoma Sambandsins á síðastliðnu ári sé forráðamönnum fyrirtækisins mikið áhyggjuefni, þar sem tap af rekstri hafi numið um 700 milljónum króna, auk þess sem auðsýnt sé að Sambandið þurfi að afskrifa mun meira af útistandandi skuldum en gert hafi verið. Þannig er talið að heildartap Sambandsins á árinu 1989 verði nálægt einum milljarði króna, en tap fyrirtækisins á árinu 1988 var 1.156 milljónir króna. Ekki er búist við því að tillögur að skipulagsbreytingum fái end- anlega afgreiðslu á þessum stjórn- arfundi og er allt eins búist við því að fundurinn dragist fram á laugardag, þótt einungis einn fundardagur sé áætlaður. Meiri- hlutavilji er talinn fyrir uppstokk- un og skipulagsbreytingum á Sambandinu þannig að búast má við því að niðurstaða fundarins verði að leggja fullmótaðar tillög- ur að skipulagsbreytingum fyrir aðalfund Sambandsins sem hald- inn verður í júníbyijun. Morgunblaðið hefur upplýsing- ar um að þeir sem vilja skipulags- breytingar á Sambandinu telji einn möguleikann vera þann að Sambandið verði eftir sem áður samvinnufélag, en þá sem eignar- haldsfélag hinna ýmsu hlutafé- laga. Hugmyndir um breytt rekstrarform kaupfélaganna um land allt eru ekki á dagskrá sem stendur, enda mun það undir hveiju kaupfélagi fyrir sig komið, hvort ákveðið verður að ráðast í sMftar -breytihgar.--------1..... vegna eðlilegt til frambúðar að ná meiri jöfnuði og laga þetta tekju- stofnakerfi að þeim veruleika, sem samgöngubyltingin á íslandi hefur skapað." Fjármálaráðherra sagði að Reykjavík hefði einnig verulegar tekjur af íbúum nágrannasveitarfé- laganna, sem skiptu við Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að fjármálaráðherra væri að viðra hugmyndir um að reyna að kippa stoðunum undan starfsemi í Reykjavík. „Hann gleymir því að borgin nýtur einungis sömu gjald- stofna og aðrir. En hún nýtur þess auðvitað ef hún hefur búið í haginn fyrir þróttmikið atvinnulíf. Það sem mér finnst ef til vill óhuggulegast er að Ólafur Ragnar segir að það sé góður vilji fyrir þessu í ríkis- stjóminni. Þetta segir mér einnig að í þessari ríkisstjórn, svokallaðri félagshyggjustjórn, eru þeir sömu flokkar, sem vilja fá aðstöðu til að stjóma hér í Reykjavík. Það er nátt- úrulega ljóst að ef áhrif þeirra væru veruleg væri engin fyrirstaða gagn- vart svona árás á borgina og borg- arbúa. Þarna er um að ræða for- mann Alþýðubandalagsins og sér- stakan guðföður og óbeinan stofn- anda svokallaðs Nýs vettvangs. Sveitarfélögin í nágrenni við borg- ina hafa sóst eftir því að fá þjón- ustu frá borgarfyrirtækjunum og staðreyndin er sú að sveitarfélögin, sem kaupa þessa þjónustu, fá hana fyrir lægra verð en flest öll sveitar- félög landsins og það er ljóst að mörg sveitarfélög landsins öfunda nágrannasveitarfélög Reykjavíkur af þeim viðskiptum. Við höfum lagt áherslu á að styrkja atvinnulíf í borginni með margvíslegum aðgerð- -um. og. .vai’ið. _til þess. miklum. fjár- munum. Það hefur skilað sér. Þegar vinstri stjórn var í Reykjavík var hins vegar ekki talað með þessum hætti. Sú stjórn hækkaði skatta ár frá ári, bæði aðstöðugjöld, fast- eignagjöld og útsvör. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn tók við borginni aftur 1982 var það fyrsta verk okk- ar að lækka fasteignagjöldin og útsvörin og það er athyglisvert að síðastliðin átta ár hafa þessi gjöld ekki verið hækkuð í Reykjavík en nánast í öllum öðmm sveitarfélög- um landsins," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. Siguijón Pétursson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sagði að sér fyndust þessi ummæli Ólafs Ragnars mjög furðuleg. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu, sem hefur ekki aðgang að Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Auðvitað kemur ekki til álita að eitt sveitarfélag hafi skatt- lagningarvald í öðru sveitarfélagi og þess vegna finnst mér ekki koma til álita að önnur sveitarfélög fái með einum eða neinum hætti að skattleggja atvinnurekstur í Reykjavík.“ Olína Þorvarðardóttir, efsti mað- ur á lista Nýs vettvangs, sagði að hugmynd Ólafs Ragnars væri hvorki raunhæf né tímabær. Ljóst væri að Reykjavík væri stór og fjárfrek borg og borgin þarfnaðist þeirra tekna, sem til hennar lynnu. „Áður en við förum að láta landsbyggðina njóta góðs af velgengni borgarinnar ber okkur skylda til að sinna grunnþörf- um íbúa hennar og búa sómasam- lega að dagvistar-, öldrunar- og húsnæðismálum og annarri sjálf- sagðri félagslegri þjónustu. Það má ekki heldur gleyma því að Reykjavíkurborg sinnir einnig mikil- vægrj þjónustit ..íym Wukbyggð- ina,“ sagði Olína Þorvarðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.