Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 Opna skákmótið í Lyon; Lokaumferðin skipti sköpum __________Skák Karl Þorsteins FRANSKA skákmenningu má að mörgu leyti taka til fyrir- myndar. Hvergi í V-Evrópu eru haldin fleiri alþjóðleg skákmót og skáklistin nýtur þar síauk- inna vinsælda meðal almenn- ings. Umskiptunum í landinu á aðeins örfáum árum má líkja við hljóðláta byltingu á skák- sviðinu sem þegar hefur skilað drjúgum arði í formi sterkari skákmeistara. I eina tíð var fyrrum heimsmeistari Boris Spassky flaggskip frönsku ólympíusveitarinnar og eini stórmeistarinn. A einu ári hafa bæst við hópinn þrír stórmeist- arar og með svipaðri þróun verða Frakkar á meðal stór- þjóða í skák innan margra ára. Augu heimamanna beinast einkum að yngsta stórmeistara heims, Joel Lautier. Til mikils er vænst af drengnum og ekk- ert skortir í aðbúnaðinn til að hann verði með í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eftir fá- ein ár. Síðari hluti heimsmeistaraein- vígis Kasparovs og Karpovs fer fram í borginni Lyon í Frakklandi og máske til undirbúnings móts- haldinu var um páskana haldið þar svæðamót V-Evrópu samhliða opnum mótum. Keppendur voru alls á þriðja hundrað í mótunum og í alþjóðlega opna mótinu voru mættir til léiks þrír íslenskir kepp- endur: Margeir Pétursson, Karl Þorsteins og Lárus Jóhannesson. Mótið var ágætlega skipað þótt stórmeistararnir á mótinu væru aðeins tveir. Fjöldi þeirra er raun- ar ónákvæm kennitala um styrk- leika opinna móta almennt. Bar- áttan um tækifærin verður nefni- lega sífellt harðari og stigalágir skákmenn sem eingöngu tefla á slíkum opnum mótum eru oft og tíðum viðsjárverðari andstæðing- ar en frægir stórmeistarar. Taflmennska okkar íslending- anna einkenndist af stirðleika í upphafi mótsins. Margeir var eini sem hélt dampi framan af. Hann var í forystusæti fram undir lok mótsins. Klaufalegt tap gegn Santo Roman í þriðju umferð hindraði frekari framgang hjá mér framan af. Lárus á hinn bóg- inn skorti staðfestu og heppni til að öðlast hlutskipti í baráttu efstu manna. Karl Þorsteins.. Þegar síðasta umferð hófst var mikil spenna ríkjandi. Margeir og Santo Roman sátu í efsta sæti á mótinu. Forskot þeirra var hálfur vinningur fram yfir Suba, Roeder, Vehi og undirritaðan. Það gerði dæmið erfiðara að við landarnir þurftum að tefla innbyrðis í síð- ustu umferð. Jafntefli kom trauð- lega til greina. Til að öðlast óskipt efsta sætið var vinningur nauðsynlegur fyrir Margeir og þörfin var svipuð hjá alþjóðlega meistaranum til að öðlast hlut- deild í vinningspottinum. Tafí- mennskan byijaði kl. 8.30 um morguninn og engin lognmolla ríkti yfir skákinni. Byrjunin var flókin með möguleikum á báða bóga og miðtaflið bjó yfir marg- víslegum möguleikum. Þegar líða tók á setuna fór í hönd mikið tíma- hrak með mistökum á báða bóga. Hin síðustu komu í hlut Margeirs. Á meðan þessu fór fram samdi hinn forystusauðurinn, alþjóðlegi meistarinn Santo Roman frá Frakklandi, um jafntefli í skák sinni. Við deildum því vinnings- sætinu en staða efstu keppenda varð annars þessi: 1.-2. Karl Þor- steins 7 v. af 9 mögulegum, Santo Roman 7 v. 3.-8. Margeir Pétursson 6/2 v., Suba 6/2 v., Gallagher 6/2 v., Roeder 6/2 v., Vehi 6/2V., Fischer 6/2 v., Lárus Jóhannesson 5 v. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Sharif (Frakklandi) Kóngindversk vörn. 1. d4 - RÍ6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Rf3 - 0-0, 6. Be2 - e5, 7. Be3 - Rbd7. Skarpari leikur er 7. Rg4 eins og heimsmeistarinn Kasparov beitti gegn L'ajos Portich á móti í Linares fyrir skömmu. Þar varð áframhaldið 8. Bg5 — f6, 9. Bcl - f5, 10. Bg5 — Bf6! og svartur jafnaði taflið auðveldlega. 8. 0-0 — h6, 9. dxe5! — dxe5, 10. Dc2. Frumkvæðið er í höndum hvíts. Færi hans á drottningarvæng vega þyngra á vogarskálunum en mótspil svarts á kóngsvæng. 10. - c6, 11. b4 - De7, 12. c5 - Rh7, 13. Hadl - Rdf6, 14. Dcl! Það er mikilvægt að hindra að svartur myndi mótfæri á kóngs- væng með riddarastökki til h5 eða g5 við tækifæri. 14. - h5, 15. h3 - Re8, 16. Bc4 - Rc7, 17. Bh6! 17. — Be6? væri nú vafasamt vegna 18. Bxg7 — Kxg7, 19. Rxe5. Eftir uppskipti á svartreita- biskupunum verður peðið á e5 sífelldur veikleiki hjá svörtum. 17. - Dfl>, 17. Hd6 - Be6, 19. Bxg7 — Kxg7, 20. Re2. Vitaskuld væri 20. Rd5? glap- ræði vegna 20. — cxd5, 21. exd5 — Re8! og engar bætur fást fyrir skiptamuninn. 20. - Re8, 21. Hd3 - a5, 22. a3 — axb4, 23. axb4 — Rc7? 23. — Ha4 var skárri möguleiki þótt færi hvíts séu vitaskuld væn- legri. Þrátt fyrir að veikleikarnir í stöðu svarts virðast vart stór- vægilegir verður stöðunni ekki bjargað eftir leik hvíts. 24. Bxe6 - Dxe6, 25. Hd6! - Db3? Úr öskunni í eldinn. 25 — De7, 26. Hfdl var skárri tilraun. Þá gengur 26. — Rf6 tæplega sökum 27. Dg5? með hótun um 28. Rg3 og 28. Rxe5. 26. Rxe5 - Dxb4, 27. Rd4! Leiðir beint til taps. Aðrir leikir hefðu varla breytt úrslitunum enda er 27. — Had8 svarað með 28. Rdxc6!. 28. Rf5+ - Kg8, 29. Dh6! Svartur gafst upp. Mát er óum- flýjanlegt eftir 29. — gxf5, 30. Dg5+ - Kh7, 31. Hxf6. Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli þessara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, •Tlafnarstræti 15, virka daga frá kl. 15-18 í síma 16940. Súdan: Al-Tijani al-Taieb: Hann er ritstjóri og einn af forystu- mönnum súdanska kommúnista- flokksins og hefur verið í haldi án dóms og laga í Kober-fangelsinu í Khartoum frá 30. júní 1989, er herinn gerði uppreisn og steypti borgaralegri stjórn Sadiq al-Mahdi forsætisráðherra. Al-Tijani al-Taieb er 65 ára, kvæntur og á börn og barnabörn. Hann stundaði nám við háskólann í Kaíró í Egyptalandi og hefur starf- að með andstæðingum nýlendu- stefnunnar allt frá því á fimmta ^lratugnum. Á sjötta áratugnum starfaði hann sem blaðamaður og vann jafnframt að stofnun verka- lýðsfélaga. Hann var einn af stofn- endum al-Maidan dagblaðsins árið 1954. Á árunum 1958-1964, á valdatíma Aboud hershöfðingja, var hann handtekinn nokkrum sinnum. Hann var handtekinn í júní 1959 og hafður í haldi í nokkra mánuði. í byrjun árs 1960 var hann handtek- inn aftur í al-Fasher í Vestur-Súd- an. Er Nimeri forseti komst til valda árið 1969 voru kommúnistar ýmist ■* handteknir eða myrtir og lifði Al- Tijani al-Taieb í leyni allt frá 1971 0g þar. til hann var handtekinn í nóvember 1980. Amnesty sam- þykkti hann sem samviskufanga. Hann var látinn laus eftir að stjórn Nimeri var steypt af stóli árið 1985. Al-Tijani gerðist þá ritstjóri al- Maidan dagblaðsins og hélt áfram forystu í súdanska kommúnista- flokknum. Flokkurinn var þá lög- legur og átti þijá fulltrúa á þjóð- þinginu. Al-Tijani al-Taieb hefur ljóstrað upp um mannréttindabrot hjá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri í Súdan. Fregnir herma að 29. des- ember 1989 hafi tveir háttsettir liðsforingjar heimsótti hann í Koeb- er-fangelsið og kvartað yfir því að dagblað hans, al-Maiden, kæmi enn út, þrátt fyrir útgáfubann í kjölfar valdaránsins. Einnig var kvartað yfir því að í blaðinu væru fréttir af mannréttindabrotum. Eftir þessa heimsókn var Al-Tijani al-Taieb hafður í einangrun í nokkra daga í þeim hluta fangelsisins sem ætlað- ur er dauðadæmdum föngum. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á tafarlausa lausn Al-Tijani al-Taieb. Skrifið til: His Excellency Lieutenant- General Omar Hassan al Bashir Head of State People’s Palace PO Box 281 Khartoum Sudan Sýrland: Muhammad Nabil Salem: Hann er félagi í verkfræð- ingafélagi Sýrlands og hefur verið í haldi án ákæru og réttarhalda allt frá því að hann var handtekinn í Aleppo 31. mars 1980. Hann var í hópi verkfræðinga sem handteknir voru í eins dags verkfalli 31. mars. Verkfallið var skipulagj; af Lögmannafélagjnu í Damaskus og stutt af ýmsum starfsstéttum víðs vegar um Sýr- land. Verkfallsmenn kröfðust pólit- ískra endurbóta, afnáms reyðar- laga sem höfðu verið í gildi frá árinu 1963, og að mannréttinda- brotum, sem framin höfðu verið í skjóli neyðarlaganna, yrði hætt. Lögfræðingar í Damaskus hófu þessa baráttu 1978 og í mars 1980 komu ýmsar starfsstéttir saman, þar á meðal lögfræðingar, iæknar, tannlæknar, lyfjafræðingar, verk- fræðingar og kennarar, og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem m.a. var krafist afnáms neyðarlaga og neyðardómstóla, banns við handahófskenndum handtökum og pyntingum og að öllum pólitískum föngum sem ekki hefðu verið leidd- ir fyrir rétt yrði sleppt. í apríl 1980 gaf ríkisstjórnin út tilskipun um að leysa upp stjórnir lögfræðingafélagsins, læknafélags- ins og verkfræðingafélagsins og voru hundruð manna í þessum fé- lögum handtekin. Talið er að marg- ir séu enn í haldi án dóms og laga. Amnesty hefur í fórum sínum lista með nöfnum 70 félaga í Verkfræð- ingaféiagi Sýrlands sem handteknir voru í mars og apríl 1980. í fæstum tilfellum er vitað um hvar þessir verkfræðingar eru niðurkomnir. Muhammed Nabil Salem fæddist í Aleppo í mars 1940. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann stundaði nám í verkfræði í Bretlandi en sneri aftur til Sýrlands árið 1965. Hann starfaði sem próf- essor og deildarforseti verkfræði- deildar háskólans í Aleppo er hann var handtekinn. Hann er í haldi í Adra-fangelsinu í Damaskus. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Muhammad Nabil Salem verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency Khaled al-Ans- ari Minister of Justice Ministry of Justice Nasr Street Damascus Syrian Arab Republic/Sýrland Víetnam: Faðir Thadeus Nguyen Van Ly: Rómversk- kaþólskur prestur sem var handtek- inn í maí 1983 í kjölfar tilrauna til að skipuleggja pílagrímaferð. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi í desember 1983 eftir að hafa verið fundinn sekur um „andstöðu gegn byltingunni". Faðir Thadeus Nguyen Van Ly, sóknarprestur í Döc So-sókninni nærri borginni Hué, var fyrst hand- tekinn í árslok 1977 fyrir að hafa leynilega dreift yfirlýsingum erki- biskups Hué-borgar, þar sem hann lýsti yfir samúð sinni með leiðtogum búddista sem hepptir höfðu verið í fangelsi. Honum var sleppt ári síðar. Hann var handtekinn á ný í ágúst 1982 þegar lögreglan kom í veg fyrir að hann, ásamt tveimur öðr- um, legði upp í pílagrímsför til hofs eins í La Vang-dalnum, nærri Quang Tri. í nóvember 1982 var hann sakað- ur um að skipuleggja „ólöglega pílagrímsför" og dómstóll skipaði honum að snúa aftur til fæðingar- þorps síns og láta af preststörfum. Faðir Thadeus mótmælti því og taldi að veraldleg yfirvöld gætu ekki bannað honum að stunda preststörf. Hann neitaði því að yfir- gefa sókn sína í Döc So nema eftir fyrirskipun frá erkibiskupi Hué- borgar. Fregnir herma að lögreglan hafi gert nokkrar tilraunir til að fjar- lægja föður Thadeus úr Döc So- sókninni, en presturinn lokaði sig inni á prestsetrinu og krafðist trú- frelsis. Hann sendi alþýðunefnd Binh Tri Thien-héraðs beiðni um leyfi til að fara í La Vang-pílagríms- ferðina og beiðni um að öryggislög- reglan yfirgæfi Döc So-sóknina. Talið er að u.þ.b. 200 lögreglu- menn hafi brotist inn í prestsetrið í maí 1983 og handtekið föður Thadeus. Alþýðudómstóll Hué-borgar dæmdi föður Thadeus í 10 ára fang- elsi fyrir andstöðu við byltinguna og fyrir tilraun til að eyðileggja samstöðu alþýðunnar. Talið er að Taðir Thadeus sé í haldi í Bihn Tri Thier-héraði. Vin- samlegast skrifið kurteislegt bréf og farið fram á að hann verði tafar- laust látinn laus. Skrifið: Vo Chi Cong Chairman of the Council of State 35 Ngo Quyen Street Hanoi Socialist Republic of Vietnam Tryggvi Kristjánsson, Þórshöfh - Kveðjuorð Fæddur 31. júlí 1971 Dáinn 10. apríl 1990 Of sviplega er nú sortaþungt ský á sólglæstan himin dregið. (Jóh. Gunnar Sig.) Núna, þegar allt er að vakna til lífsins á langþráðu vori, er Tryggvi kallaður burt. Slík ráðstöfun er ofar mínum skilningi og mér er orða vant. Efst í hugann koma allar ánægju- og gleðistundirnar, sem voru ótal margar. Ég þakka honum fyrir hans tryggu vináttu frá fyrstu tíð. Það er dýrmætt að hafa átt með honum samleið. Guð blessi hann. Sárt er mér í minni Sakna ég þín vinur. Minnist þeirra mörgu mætu gleðistunda sem við áttum saman. Sólu fegur skína allar þær og eiga innsta stað í hjarta. (J.G.S.) Helgi Mar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.