Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 50
T 50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 ■ Alér \/ar a/drei um hunc/a- gefiá/ Ast er... s- 7 ... að standa við hlið hans i glompunni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Af skiljanlegum ástæðum verður þú að fara um leið og dimmir ... Afkomendurnir munu halda að hér hafi búið risar... HÖGNI HKI.KKVISI Svar við fyrirspum Velvakanda hefiir borist eftir- farandi bréf frá skrifstofu borg- arstjóra sem svar við fyrirspurn „Kjósanda" hér á síðunni 8. maí. Gatnagerðargjöld eru ákveðin samkvæmt lögum og reglugerð um gatnagerðargjöld og eru mishá eftir því, hvort um er að ræða ibúð- arhúsnæði, atvinnuhúsnæði o.s.frv. og einnig eftir íbúðarhúsa- gerðum, svo sem fyrir einbýlishús, raðhús o.s.frv. Gatnagerðargjöld- um er varið til lagningar gatna og holræsa. Greiðsla þeirra veitir engin sérstök hlunnindi í sjálfu sér, heldur felast þau gæði, sem fyrirspyijandi nefnir, í skipulagi viðkomandi hverfis. Tiltekin þjón- ustustarfsemi getur að vissum skilyrðum uppfylltum rúmast inn- an slíks skipulags, en til hennar þarf samþykki byggingarnefndar og eftir atvikum einnig annarra, svo sem skipulagsnefndar, heil- brigðisráðs o.fl. Reyndar eru slíkar leyfisumsóknir frekar fátíðar. Vissulega getur verið um að ræða, að þjónusta af því tagi, sem fyrir- spyijandi nefnir, sé stunduð í svo smáum stíl, að ekki sé um eiginleg- an rekstur að ræða, eða jafnvel án leyfis og vitundar byggingar- nefndar. Alkunna er, að innflutningur bifreiða á undanfömum árum hef- ur aukist mun meira en forsendur skipulags nýlegra borgarhverfa gerðu ráð fyrir, að ekki sé talað um eldri hverfí. Hefur afleiðingin m.a. orðið sú, að sums staðar er skortur á bílastæðum. Við þessu hefur verið brugðist með auknum kröfum um bílastæði í nýjum hverfum og fjölgun bílastæða í ýmsum eldri hverfum. Þegar af- staða er tekin til umsókna um leyfí fyrir þjónustustarfsemi í íbúða- hverfum, eru bílastæðamál á með- al þeirra atriða, sem byggingar- nefnd hugar að. Víkverji skrifar Tímamót verða í íslenzkri knatt- spyrnusögu á laugardaginn þegar Asgeir Sigurvinsson leikur sinn síðasta leik sem atvinnumaður. Þar með lýkur þekktasti knatt- spyrnumaður íslands löngum og glæsilegum ferli. Asgeir hefur leik- ið með íslenzka landsliðinu allar götur frá 1972 og það þykir örugg- lega fleirum en Víkveija einkenni- leg tilhugsun að eiga ekki eftir að sjá Ásgeir klæðast oftar bláu lands- liðspeysunni. Ásgeir varð 35 ára á þriðjudag- inn og honum fannst tími til kpminn að leggja skóna á hilluna. Ásgeir hefur leikið vel í vetur, þ.e. þegar hann hefur verið heill heilsu, og félag hans Stuttgart bað hann að leika eitt ár til viðbótar. En ákvörð- un Ásgeirs varð ekki haggað. Enda eru árin orðin mörg og leik- irnir sömuleiðis. Hann byrjaði að leika með Vestmanneyingum í 1. deild 1972. Haustið 1973 gerðist hann atvinnumaður hjá Standard Liege í Belgíu og lék með Iiðinu í 8 ár. Þaðan fór hann til Bayern Munehen 1 Þýzkalandi og lék með því liði í éltt ár en var svo seldur til Stuttgart og þar hefur hann verið í 8 ár. Hann er því að ljúka sínu 19. keppnistímabili. Ekki veit Víkveiji hve marga leiki Ásgeir hefur spilað á ferlinum en þeir nálg- ast eflaust töluna 1.000. Helstu kostir Ásgeirs sem knatt- spyrnumanns voru leikni, mikill hraði, gott auga fyrir samspili og síðast en ekki síst frábærar send- ingar á samheija. Helstu knatt- spyrnufræðingar Evrópu telja Ás- geir í hópi örfárra knattspyrnu- manna, sem geta sent knöttinn með hárnákvæmum spyrnum á sam- heija yfir þveran völlinn. Víkveiji veit að hann talar fyrir munn allra íslenz'kra knattspyrnu- unnenda þegar hann notar_ þetta tækifæri til þess að þakka Ásgeiri fyrir fjölmargar ánægjustundir á vellinum. Umhverfismál eru að verða mál málanna í dag, á því leik ur enginn vafi. íbúar jarðar eru að vakna upp við þann vonda draum að nú eru að verða síðustu forvöð að snúa við þróuninni ef tortíming jarðar á ekki að verða staðreynd. Fijálsræðið í Austur-Evrópu hefur leitt í ljós þann hrollkalda sannleika að þar er við að glíma mengunar- vandamál af áður óþekktri stærð. Og áfram mætti telja. Fyrir örfáum árum voru þeir álitnir séi-vitringar sem börðust fyr- ir umhverfismálum. í dag er þetta breytt, sem betur fer. Allur almenn- ingur hefur skynjað hættuna og vill ieggja sitt af mörkum. Hreint loft, óspillt náttúra og ómengaðar afurðir er það sem fólk hefur áhuga á í dag. Þar með hafa opnast meiri og betri möguleikar til að markaðssetja ís- land og íslenzkar afurðir en nokkru sinni fyrr. Islendingar geta tekið forystuna í umhverfismálum ef rétt er á málum haldið. Ríkisstjórnin hefur einmitt skipað sérstaka mark- aðs- og útbreiðslumálanefnd, sem m.a. á að taka á þessum þætti. Víkveija er kunnugt um að nefndin er að kanna marga athyglisverða möguleika. Það kom fram í fréttum í vikunni að nú munu vera starf- andi yfir 550 nefndir á vegum ríkis- ins. Markaðs- og útbreiðslumála- nefndin er líklega sú mikilvægasta þeirra í augnablikinu. Söngvarinn og hjartaknúsarinn Tom Jones er staddur hér á landi um þessar mundir og heldur hér fimm tónleika. Fyrstu tónleik- arnir voru á Hótel íslandi í fyrra- kvöld. Er skemmst frá því að segja að söngvarinn sló rækilega í gegn og var það mál manna að þetta hafi verið með glæsilegustu dægur- lagatónleikum sem haldnir hafa verið hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.