Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum iesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. mai næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar, blaðsins í síma 691187 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Húsmæðrum greitt fyrir barnagæslu Unnur Pétursdóttir, Bólstað- arhlíð 7, spyr: „Hefiir borgarstjóri stungið undir stól tillögum sínum um það þarfa málefni að heima- vinnandi húsmæðrum verði greitt samsvarandi upphæð fyr- ir hvert bam sem þær hafa heima og borgin greiðir fyrir hvert dagvistarbarn? Þessi umræða kom upp fyrir nokkr- um mánuðum en síðan hefúr ekkert heyrst um þetta mál. Hvar að það statt í kerfinu?" Svar: Ég hef viðrað þessar hugmynd- ir mínar á undanförnum tveimur árum og verð þess var, að tillagan hefur hlotið vaxandi skilning. Ljóst er að hér er um mikla kerfís- breytingu að ræða, sem taka þarf í áföngum og samspil verður að vera milli borgar og ríkis, því í þessu sambandi hljóta breytingar á skattalögum að koma til álita. Ég tel að fyrsta skrefið í þessa átt eigi að stíga við afgreiðslu næstu fjárhagsáætlunar borgar- innar og ef samstaða næst í sam- bandi við fjárlög landsins fyrir árið 1991. Ofrágengin lóð við Laugarneskirkju Auður Olafsdóttir, Hofteigi 10, spyr: „Er fyrirhugað að gera eitt- hvað við blettinn fyrir neðan (vestan) Laugameskirkju? Búið er að ganga frá lóðinni neðan við Kringlumýrarbraut en þessi blettur við kirkjuna er eitt flag. Þarna hefur því ekkert verið gert þrátt fyrir að það hafi ítrekað verið lofað rétt fyrir kosningar.“ Svar: Svæðinu fyrir vestan Laugar- neskirkju var lengi haldið til haga fyrir hugsanlega framtíðarþörf safnaðarins. Nú hafa þau mál verið leyst innan sjálfrar kirkju- lóðarinnar. Lokið er við að gera hverfaskipulag að þessum borgar- hluta og er nú unnið að því að ganga frá grænu svæðunum í hverfinu, hveiju á fætur öðru. Fyrir tveimur árum var plantað í vestasta hlutann, næst Kringlu- mýrarbraut og fljótlega verður hafist handa við framkvæmd seinni áfanga. Fótboltavöllur við Eyjabakka Haukur B. Oskarsson, Eyja- bakka 28, spyr: „Undanfarin ár hef ég reynt að fegra umhverfið méð ræktun garðs fyrir neðan svalir ibúðar minnar við Eyjabakka 28. Þetta hefúr verið erfitt verk vegna fótboltavallarins sem staðsettur er á milli Ferjubakka og Eyja- bakka. Girðingin sem er við enda vallarins er allt of lág og lenda því boltarnir iðulega í garðinum og eyðileggja blóm og tijágróður. Hvað hyggst borgin gera við þetta svæði í framtiðinni? Eru áform um að hækka girðinguna við enda vallarins? Hver er bótaskyldur vegna þess fjóns sem ég hef orðið fyrir?“ Svar: Bakkamir í Breiðholtinu eru barnmörg byggð og frá upphafi hefur svæðið milli Feijubakka og Eyjabakka verið hugsað sem leik- svæði með aðstöðu til boltaleikja. Girðingin vestan við völlinn verður hækkuð fljótlega svo síður sé hætta á að hinir ungu knatt- spymumenn verði nágrönnunum til ama. Hvað bótaskyldu varðar er það gömul regla að sá beri ábyrgð á tjóni sem því hefur vald- ið. Gleymst að ganga frá lóðum í Skipholti? Sesselja Guðnadóttir, Skip- holti 44, spyr: „Ég hef búið í Skipholti í 34 ár og langar mig að spyija hvort þessi gata, frá Nóatúni og austur úr, hafi alveg gleymst hjá skipulaginu. Hér eru nokk- ur atriði sem mig langar að til- greina sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að lagfæra: 1. Á horni Nóatúns og Skip- holts er trjágróður sem Rauði krossinn gróðursetti á sínum, en síðan þeir fluttu hefúr gróð- urinn drabbast niður. Það er ósk mín að borgin sjái um um- hirðu þessa reits. 2. Lóðin fyrir framan hús nr. 23 og 25 að gangstétt er eitt moldarflag, tunnum með „kem- iskurn" efnum frá málmsteypu- verksmiðju sem þarna er hefúr verið staflað upp fyrir framan húsið. I húsi nr. 25 er bíla- sprautunarverkstæði með til- heyrandi sóðaskap og mengun. 3. Lóðin á horni Brautarholts og Skipholts að norðanverðu er eitt moldarflag. 4 Á lóð Færeyingaheimilisins eru moldarbingar þar sem vex illgresi, það er að segja á þeim hluta bingsins sem ekki er fok- inn inn um glugga nágrann- anna. 5. Framvöllurinn, það sem óbyggt er af honum, er eitt moldarflag. 6. Baklóðir Tónabíós og aust- ur úr eru illa hirtar og til skammar fyrir borgina.“ Svar: 1. Tijágróður við horn Skip- holts og Nóatúns er að hluta á borgarlandi og í umsjá borgarinn- ar, en að öðru leyti er hann á lóðinni nr. 21 við Skipholt, þar sem Rauði krossinn var lóðarhafi. Umhirða lóðarinnar hefur verið rnjög góð undanfarin ár og verður að ætlast til þess af núverandi lóðarhöfum (Framsóknarflokkn- um o.fl.), að þeir sjái sóma sinn í að hirða um lóðir sínar og þar með gróður á þeim, enda geta borgaryfirvöld ekki tekið að sér umhirðu lóða fyrir húseigendur, hvorki á þessum stað né öðrum. 2. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir at- hafnasvæði og verslun og þjón- ustu á svæðinu norðan Skipholts. Þetta svæði er í góðum tengslum við svokallað Ármúlasvæði, þar sem Iandnotkun er hin sama. Því fylgja ákveðnir kostir, að hafa starfsemi af þessu tagi dreifða um borgina, en gerir að sama skapi þær kröfur til rekstraraðil- anna, að þeir gangi ekki verr um , en starfsemi þeirra krefst: Þeim tilmælum hefur verið beint til hreinsunardeildar borgarinnar, að gera þær ráðstafanir sem um- gengni á þessu svæði krefst. 3. Svæðið við horn Skipholts og Brautarholts tilheyrir lóðum við þær götur og hefur verið not- að sem bílastæði undanfarin ár. Uppi hafa verið áform um upp- byggingu lóðarinnar við Skipholt og hefur af þeirri ástæðu ekki verið ráðist í malbikun svæðisins eða annan varanlegan frágang að svo stöddu. 4. Færeyska sjómannaheimil- ið hefur verið alllengi í byggingu, en stefnt mun vera að lokafrá- gangi þess innan næsta árs. Lóð- arhafar munu hins vegar ætla að ráðast í frágang Ióðarinnar í sum- ar og gera á henni bílastæði, gróð- urreiti o.þ.h. 5. Uppbygging á lóðum, þar sem gamli Framvöllurinn var, tókst vel og er frágangur lóða þar til fyrirmyndar. Á austustu lóðinni mun verða lokið við byggingu 1. áfanga húss á þessu ári, en öðrum áfanga er ráðgert að ljúka á árinu 1992. Svæðið sunnan þessara lóða, þ.e. næst Sjómannaskólan- um, tilheyrir lóð Sjómannaskólans og er þar með á ábyrgð ríkisins að því er frágang varðar. í Morg- unblaðinu 8. maí auglýsir Inn- kaupastofnun ríkisins eftir tilboði í lóðarlögun við Sjómannaskólann, alls um 1800 fermetra. 6. Sjá svar við-lið 2. Eins og fyrr segir sér Reykjavíkurborg ekki um hirð- ingu lóða fyrir lóðarhafa, en hvet- ur þá til þess og leggur þeim lið, t.d. með staðsetningu ruslagáma á nokkrum stöðum í borginni og með lánum úr Lóðasjóði Reykjavíkurborgar, svo eitthvað sé nefnt. Æskilegast væri að lóð- arhafarnir sjálfir hefðu sama skilning og fyrirspyijandi á þeirri umhverfislegu nauðsyn, að hirða lóðir sínar sómasamlega og snyrta þær reglulega. Einbýlis- og raðhús Furulundur: Gott 225 fm einl. einbh. 4 svefnherb., saml. stofur. Bilsk. Nönnugata: 75 fm einbhús á tveimur hæðum úr steini. Nýjar lagnir og leiðslur. Hæðarbyggð — Gbæ: Vand- að 300 fm tvíl. einbh. til sölu. Saml. stofur, arinstofa, 5 svefnh. Séríb. niðri. 60 fm innb. bílsk. Gróðurhús. Heitur pottur. Glæsil. útsýni. Otrateigur: 130 fm raðh. á tveim- ur hæðum. 4 svefnh. 24 fm bílsk. Bjargartangi — Mos. Glæsil. ca. 310 fm tvíl. einbhús. Sér íb. í kj. og sólbaðsstofa í fullum rekstri. Stórglæsil. útsýni. Afar vönduð eign. Adaltún — Mosbæ. 190 fm raðhús rúml. tilb. u. trév. (íbhæft) 33 fm bílsk. Áhv. 2,9 millj. byggsj. Sunnuflöt: Glæsil. 370fmtvíl.einbh. Stórar stofur, 4 góð svefnh. Útsýni. Bein sala eða skipti á minni eign í Gbæ. 4ra og 5 herb. Grandavegur: Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð í nýju fjölbhúsi. 3 svefnherb. Suðursv. Áhv. 3 millj. byggsj. Kleppsvegur: Góö 4ra herb. íb. á 8. hæð. 3 svefnherb. Glæsil. útsýni. Nálægt Landspítalanum: Vorum að fá í sölu 110 fm efri hæð i fjórbhúsi. 3 svefnherb. Parket. Hjarðarhagi: Góð 90 fm íb. á 4. hæð. 3 svefnherb. Laus 1. 6. nk. Áhv. 2,2 millj. byggsj. Breiðvangur: Góð 110 fm íb. á 3. hæð. 3 svefnherb. Þvottah. í íb. 3ja herb. Laugateigur: 62 fm íb. á efri hæð (ris). 2 svefnherb. Verð 5,5 millj. Hraunbær: Mjög skemmtil. 85fm íb. á 2. hæð sem er mikið éndurn. 2 svefnh. Tvennar svalir. Ákv. sala. Nóatún: 3ja herb. íb. á 3. hæð. 2 svefnh. Suðursv. Geymsluris yfir íb. Skálaheiði: Mikið endurn. 60 fm risíb. 2 svefnh. Geymsluris. Útsýni. Verð 4,5 millj. Miðvangur: Góð 3ja herb. ib. á 8. hæð. Laus 1.6. nk. Mikið útsýni. 2ja herb. Nökkvavogur: 2ja herb. íb. í kj. m. sérinng. Laus strax. Seilugrandi: Falleg 50 fm íb. á jarðh. m. sérgarði. Laus fljótl. Furugrund: Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð. Parket. Suðursv. Aukah. í kj. 1,5 millj. langtímal. Verð 4,6 millj. I smíðum Fagrihjalli - parh.: Mjög skemmtil. 168 fm parh. á tveimur hæð- um auk 30 fm bílsk. Húsin eru fokh. innan, fullb. utan m. glerjum og útihurö- um og lituðu stáli á þaki. Til afh. strax. Byggmeistari: Guðleifur Sigurðsson. Verð 7,5 millj. Huldubraut: 200 fm parh. á tveimur hæðum auk rislofts. Innb. bílsk. Afh. fokh. innan, tilb. utan í sept. Aflagrandi: 200 fm raðh. á tveim- ur hæðum. Afh. í rúml. fokh. ástandi. Kolbeinsstaðamýri: Falleg 190 fm tvfl. raðh. Innb. bíls. 3-4 svefnh. Afh. fokh. innan, fullb. utan strax. 1 FASTEIGNA J_Lfl MARKAÐURINN f .--> Óðinsgötu 4 ^ 11540 - 21700 Jón Guðmundsson sölustj., . Leó E. Löve lögfr.. Olafur Stefánsson vfðskiptafr. Yaakov Zamir og Helga Bryndís í Langholtskirkj u Tónlist Ragnar Björnsson Kontratenór, tenór og barýtón kynnir sig Yaakov Zamir söngvari frá ísrael, við þetta mætti svo bæta alto, mezzo og e.t.v. ein- hveiju fleiru. Það er út af fyrir sig einstakur hæfileiki að geta breytt sér í öll þessi sönggervi, en flestir láta sér nægja glímuna við eina tegundina. En raddböndin eru kannske, líkt og margir aðrir hlut- ar líkamans, ekki fullkönnuð, a.m.k. sýndi Yaakov Zamir fram á að teygja má á þeim og velta á ýmsa vegu án þess að um meiðing- ar sé að ræða. Efnisval tónleikanna var tiieinkað þrem konungum ísra- els, þeim Sál, Davíð og Salomon. Verkefni tileinkuð Sál voru fyrst á efnisskránni eftir Mussorgsky, Hándel og Schumann, og Yaakov hóf söng sinn á „Jugendiieder nr. 12“ eftir Mussorgsky og söng á rússnesku. Aría Sáls úr samnefndri óratóríu Hándels fylgdi í kjölfarið og hlut Sáls lauk með „Mein Herz ist schwer" úr Myrthen op. 25 eft- ir R. Schumann. Þennan hluta túlk- aði Yaakov með baritónrödd sinni. Óvenju ljós baritón sem átti í nokkrum erfiðleikum með að skila heyranlegu neðsta sviði raddarinn- ar. Fyrir Davíð konung var valin tenórrödd og verkefni eftir Hánd- el, Dvorák (Biblíuljóð op. 99) úr Davíðssálmum. Einnig hebresk lög í úts. Busonis, hins fræga píanó- leikara, tónskálds og virts kennara í tónsköpun. Kom því mjög á óvart hin mjög svo rómantíska hljóma- uppbygging Busonis við þessi hebr- esku lög sem báru reyndar fá ein- kenni austurlenskrar pentatónik eða annarra austurlenskra tón- stiga. Salomon var tileinkaður síðasti hluti efnisskrárinnar. Hér brá Yaakov fyrir sig kontratenóm- um, sem öllu frekar minnti á alt- rödd og nú var textinn valinn úr Ljóðaljóðunum svo og úr Predikar- anum úr „Vier emste Gesánge" Brahms, og víðar. Hér í hlutverki alt-raddarinnar náði Yaakov list- rænum hápunkti í flutningnum og var meðferð hans á Brahms-lögun- um sterk og hrífandi. En hann var. ekki einn á ferð, Helga Bryndís Magnúsdóttir lék á píanóið og sýndi, að hún er mjög góður „kammermúsiker". Hún má þó passa sig aðeins á pedalnotkun- inni, sérstaklega í gömlu klassiker- unum, og kannske hefði átt best við þar að hafa sembal í stað pían- ósins, en Helga stóð sig mjög vei. E.t.v. er ekki ýkja mikill munur á baritónrödd Yaakovs og tenórrödd Yaakovs, en sem altrödd sýndi hann ævintýralega takta. FASTEIGNASALA VITASTlG 13 Mávanes - Arnarnesi Til sölu glæsilegt einbýlishús 270 fm auk 50 fm bílskúrs. Sérlega fal- legur garður. Skipti á minna sérbýli f Garðabae möguleg. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson, s. 77410. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' iíðum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.