Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 41 Björn Arnórsson Það er rétt að fullyrða tæpi- tungulaust, að ef samstaða næst um sameiginlegt markaðssvæði, þá er mjög líklegt að EFTA-ríkin sætti sig ekki við það til lengdar að vera utan EB en þurfa í sífellu að laga sig að aðstæðum innan þess. Hins vegar er ekki síður ljóst að EFTA- ríkin mundu engu að síður þurfa að laga sig að aðstæðum í EB, ef umræðurnar ná ekki þeim árangri, sem að er stefnt. Afstaða verkalýðshreyfingarinnar Afstöðu verkalýðshreyfingarinn- ar í Evrópu verður e.t.v. best lýst með orðunum „skilyrtur stuðning- ur“. Verkalýðshreyfmgin í EB-lönd- unum stóð frammi fyrir gífurlegum vandamálum vegna mikils og vax- andi atvinnuleysis — horfur í at- vinnumálum voru dökkar. A það var og er lögð mikil áhersla að af- rakstrinum af aukinni samvinnu Evrópulandanna yrði réttlátlega dreift. Það hefur margoft verið bent á að félagsmálin hafa helst úr lest- inni. Því hefur verkalýðshreyfingin sett fram kröfur um að sem fyrst verði tekin ákvörðun um bindandi reglur um grundvallarréttindi vinnumarkaðs- og félagsmála í EB. Auk þess verði framkvæmdanefnd EB að útbúa áþreifanlega verk- og tímaáætlun fyrir framkvæmd fé- lagslegu hliðarinnar. Ef þetta gerist ekki verði verkalýðshreyfingin að taka alla afstöðu sína til endurskoð- unar. Kröfur norrænu verkalýðshreyf- ingarinnar í félagsmálum hafa verið teknar saman í 6 punkta (sjá enn- fremur bæklinginn „Samtök launa- fólks og Evrópubandalagið, afstaða verkalýðshreyfingarinnar til félags- mála“ sem hægt er að fá hjá BSRB og ASÍ). 1. Efnahagsstefna, sem felst í því að auka atvinnu og samfélags- legan hagvöxt. 2. Atvinnustefna, sem miðar að tækniþróun og fjárfestingum í grunngerð (infrastruktur), um- hverfismálum, orkumálum, ásamt rannsóknar- og þróunarverkefnum. 3. Öflug vinnumarkaðs- og starfsmenntastefna verði mótuð, sem miðar að því að tryggja hæft og hreyfanlegt vinnuafi. 4. Mótuð verði stefna í vinnuum- hverfismálum, sem miði að því að fyrirbyggja líkamlegan og andlegan skaða af völdum vinnuumhverfis. 5. Jafnréttisstefna, sem miðar að því að tryggja stöðu kvenna á vinnumarkaði. 6. Aukið lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins, sem miðar að því að bæði launafólk og fulltrúar þess í verkalýðsfélögunum fái aukin áhrif. Um þessa punkta er síðan ijallað í ítarlegra máli, en unnt er að rekja hér, en áhugamönnum bent á ofan- greindan bækling. ísland Umræðan á íslandi um þessi mál er oft skammt á veg komin — þar þarf að verða mikil bragarbót á. Það, sem verra er, hún hefur verið fádæma ruglingsleg og síst til þess fallin að landsmenn hafi haft tök á að setja sig inn í málin án umtals- verðrar fyrirhafnar. Áhugi okkar á því sem er að gerast í Evrópu ræðst umfram ann- að af því að meira en helmingui' utanríkisverslunar okkar er við EB-löndin. Það er því ekki um neina smáaura að ræða. Það verður ekki um of lögð áhersla á þetta atriði. Það setur okkur þær skyldur að leggja fram hugmyndir um breyt- ingu á efnahagslífi okkar óháð því hvaða afstöðu við höfum til sam- vinnunnar í Evrópu. Má í því samhengi nefna: — Aukin framleiðni og bætt umhverfi EB-fyrirtækja mun gera auknar kröfur til framleiðniþróunar íslenskra fyrirtækja og gildir þá einu hvort þau eru í samkeppni við EB-fyrirtækin á íslenskum markaði gegnum innflutning eða á EB- markaði í gegnum útflutning. — Þetta vegur auðvitað miklu þyngra ef EB-ríkin byggja tolla- múra í kringum EB. Þessi atriði krefjast af okkur að við gerum stórátak í framleiðni íslenskra fyrir- tækja, stórátak í markaðsmálum okkar, er þar annars vegar átt við aukna áherslu á núverandi markaði og hins vegar þróun nýrra markaða. — Fjármagnið gerist æ alþjóð- legra og það er hættulegt að vekja með sér og þjóðinni einhverja ör- yggistilfinningu, sem byggist á lagasetningu, sem banni útlending- um eignaraðild að íslenskum (sjáv- arútvegs-) fyrirtækjum. Það er aug- ljóst mál að hvaða erlendur aðili sem er getur náð raunverulegum yfir- ráðum t.d. í sjávarútvegi með bví að t.d. gera samninga til lengri tíma um ráðstöfun afla einhvers/ein- hverra útgerðarfyrirtækja, með því að kaupa íslendinga til að standa sem formlegir eignaraðilar (og reyndar ágengur orðrómur uppi um að þetta hafi þegar gerst) eða ein- faldlega bjóða íslenskum aðilum hagstæð lán gegn því að þeir flytji fiskinn á tiltekinn markað og selji hann á tilteknu verði. Við erum sem sagt galopin fyrir erlendu ijármagni óháð því hvað gerist í samvinnu Evrópulandanna. í þessu samhengi má einnig minna á að styrkir EB vegna sjávarútvegsins eru (á árinu 1987) upphæð, sem „jafngildir út- flutningsverðmæti frystra og ferskra sjávarafurða frá Islandi til Evrópubandalagsins árið 1988“. (Sjá rit samstarfsnefndar aðila í sjávarútvegi: íslenskur sjávarút- vegur og Evrópubandalagið (1989).) — Þá er vert að minna á útflutn- ing fjármagns. Þegar þetta er skrif- að liggur ekki fyrir samantekt um að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki hafa fjárfest erlendis — einkum innan EB — á liðnum árum. Sænsk fyrirtæki sexfölduðu fjárfestingar Þjóð fornsagnanna sínar í EB á árunum 1985-88. Það hefur augljósleg áhrif á afstöðu landa, sem búa við slík skilyrði, að þau fyrirtæki sem innihalda mesta vaxtarbroddinn beina þenslu sinni til annarra landa vegna hagkvæm- ari ytri skilyrða. V erkalýðshreyfingin á Islandi Það er augljóst mál að verkalýðs- hreyfingunni á íslandi er nokkur vandi á höndum varðandi þessi mál. í fyrsta lagi sýna skoðanakann- anir (eins og fyrr er getið) að langt er í land með að fræðsla um þessi mál hafí verið nægjanleg. Þar hefur augljóslega orðið misbrestur hveiju sem þar er um að kenna. Á þessu sviði er stórátaks þörf. 1 þeim viðræðum sem framundan eru á árinu 1990, viðræðum sem íslensk verkalýðshreyfing mun taka þátt í á hveijum þeim vettvangi, sem hún hefur aðgang að, mun hún að sjálfsögðu leggja höfuðáherslu á féiagslega þáttinn, eins og áður hefur verið fjallað um. Eftirfarandi atriði munu þar fyr- ir utan verða á dagskrá í viðræðun- um: — Hvernig verður gengið frá spurningunni um erlent ijármagn — einkum með tilliti til sjávarútvegs og orku? — Hvernig verður gengið frá spurningunni um búsetufrelsi? Þetta eru þau tvö atriði, sem ís- land hefur gert fyrirvara um gagn- vart viðræðunum. Sem dæmi um önnur veigamikil atriði, sem fjallað mun um í viðræðunum, má nefna: — Verður EES tollasamband, eða mun verða um áframhaldandi þróun samninga um ákveðna vöru- flokka? — Útboð hins opinbera — munu þau ná til alls svæðisins? — Reglan um að ef vara sé viður- kennd í einu landi, þá sé hún um leið viðurkennd á öllu svæðinu. — Frelsi banka og tryggingarfé- laga á öllu svæðinu og þá um leið frelsi sparenda til að geyma sparifé sitt hvar sem er. Sama um lán. — Óhindraðir flutningar í lofti og á legi. — Fjármagnsstreymi, umfram það, sem að framan er getið. — Viðurkenning prófa og starfs- réttinda. — Réttindi þeirra, sem flytja á milli landa (þ.m.t. atvinnulausir, lífeyrisþegar o.s.frv.) — Réttindi þeirra, sem hafa flust inn á svæðið annars staðar frá. — Yfirþjóðleg atriði eins og t.d. úrskurðarvald um ágreiningsatriði og hvernig EFTA á að fá íhlutun um ákvarðanir, sem teknar eru af EB annars vegar og hins vegar fyrir svæðið allt. Höíundur er hagfræðingur BSRB. eftir Berglindi Magnúsdóttur Islendingar kalla sig söguþjóð og er það sannnefni í fleiri en einum skilningi. íslendingar eiga raunar styttri sögu í landi sínu en flestar þjóðir aðrar, en við þekkjum hana tiltölulega vel alit frá upphafi. Á tíma sjálfstæðisbaráttunnar varð sagan að næmum streng í sjálfsvit- und þjóðarinnar. Fortíðin er hluti af þeim þjóðararfi sem varðveita þarf og endurnýja til að halda lif- andi tengslum hans við veruleika og viðfangsefni hverrar kynslóðar. Fyrir síðustu jól kom út _hjá Al- menna bókafélaginu ritið „íslensk- ur söguatlas“ sem er fyrsta bindi af þremur í sjálfstæðum bókaflokki um sögu lands og þjóðar. Bókin greinir frá upphafi íslandsbyggðar og söguna fram undjr lok 18. aldar í máli og myndum. Hver opna er kafli út af fyrir sig er fjallar um skýrt afmarkað efni. Með aðstoð ljósmynda og frumteiknaðra korta er dregin skýrari mynd af framrás íslenskrar sögu en þekkst hefur til þessa. Með þessari framsetningu hefur Almenna bókafélagið markað spor í íslenska sagnritun. í stað sam- felldra sagna höfum við fengið bæði handbók sem veitir svör við Selfossi. SUMARBÚSTAÐUR í landi Hrauns í Ölfusi brann til kaldra kola siðastliðinn laugardag, 5. maí. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Sumarbústaðurinn var gamall og Berglind Magnúsdóttir mikivægum spurningum íslands- sögunnar og aðgengilegt uppfletti- rit sem treysta má á í hvívetna. Bókin höfðar til allra aldurshópa. Fyrir skólafólk er íslenskur sögu- atlas kærkomið rit við vinnslu verk- efna því hann er skýr í framsetn- ingu, aðgengi og skemmtilegur. ís- lenskur söguatlas er sko enginn langloka. Höfundur er námsmaður. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson hafði orðið fyrir nokkurri ágengni. Lögreglan á Selfossi biður þá sem urðu varir við mannaferðir á laugar- dagsmorgun í landi Hrauns að hafa samband við sig. Sig. Jóns. Sumarbústaðurinn brann til kaldra kola. Sumarbústaður brann til kaldra kola ÓPERUKJALLARINN • KRINGLUKRÁIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNÓ • HORNIÐ • FIMMAN • HOTEL BORG • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNÓ • HORNIÐ ^ÚTVMTOWMG/IR I RGVW/NÍk 6.-13. M/tl 1990 cí; < < < 2 e o ^ Œi P lu —1 CN íO iE Ö HORNIÐ: Tríó Tómasar R. Einarssonar ÓPERUKJALLARINN: Tríó Egils B. Hreinssonar og Kvartett Reynis Sigurðssonar KRINGLUKRÁIN: Borgarhljómsveitin IÐNÓ Ellen og hljómsveit mannsins hennar Jukka Linkolla og hljómsveit Ath. Tónleikar hefjast kl. 21.00 HÓTEL BORG: Vindlar Faraós og Léttsveit Tónmenntaskólans FÓGETINN: Jazzsmiðja Austurlands og Sextett Tónlistarskóla FÍH DUUS HÚS: Píanókvöld GAUKUR Á STÖNG: Gammar FIMMAN: Blúskvöld OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ • F0GETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.