Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 Hafskipsmííl líklega dóm- tekið í dag HAFSKIPSMÁLIÐ verður að öllum líkindum dómtekið i dag en þá er stefiit að því að ljúka málflutningi, sem staðið hefur samfleytt frá 24. apríl. Fyrri ræða sérstaks saksóknara, Jón- atans Þórmundssonar, tók átta daga í flutningi, og frá 4. maí til síðastliðins mánudags færðu þrettán veijendur sakborning- anna sautján fram varnir. Kraf- ist er sýknu fyrir hönd allra hinna ákærðu. Saksóknari lauk síðari ræðu sinni í gær og talið er að dagurinn í dag nægi verj- endum til andsvara. Skjöl Hafskipsmálsins, rann- sóknargögn og endurrit yfir- heyrslna og vitnaleiðslna fyrir dómi, telja um 11 þúsund blaðs- íður. Dómarar málsins, sakadóm- aramir Sverrir Einarsson dóms- formaður, Ingibjörg Benedikts- dóttir og Amgrímur Isberg, stefna að því að kveða upp dóm sinn um mánaðamótin júní-júlí. Sjá bls. 46 og 47. Leikvollur Logafold Hjólabretta- brekka í Grafarvog Borgarráð hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs um að komið verði upp hjóla- brettabrekku í nýjum lysti- garði neðan við Logafold í Grafarvogi. Garðinum er ætl- aður staður í brekku á móti suðri og verður hann í stöllum. Gert er ráð fyrir grillaðstöðu og bekkjum auk þess sem yngsta kynslóðin fær hom fyr- ir sig og sömuleiðis þau sem eldri era. Samsíða hjólabretta- brautinni verður hlaupaköttur fyrir þá sem vilja sveifla sér niður brekkuna. Neðst í brek- kunni verður lítill körfubolta- völlur. Að sögn Jóhanns Páls- sonar garðyrkjustjóra, hefjast framkvæmdir um leið og vor- verkum er lokið og gróður- setningu í borginni og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki í sumar, ef undan er skilin gróð- ursetning, sem geymd verður til vors. Áætlaður kostnaður er um 5,7 milljónir króna. VEÐURHORFUR í DAG, 23. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suðsuðaustur af Hornafirði er 1.005 mb lægð sem þokast austur, en 1.034 mb hæð yfir Grænlandi. SPÁ: ! dag verður norðan- og norðvestangola eða hæg, breytileg átt á landinu. Skýjað verður á annesjum norðanlands, en léttir heldur til yfir daginn í innsveitum. í öðrum landshlutum verður frem- ur bjart veður, en hætt við síðdegisskúrum á Suðurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðvestangola eða hæg, breytileg átt. Skýjað, sums staðar þokubakkar og svalt í veðri við norðurströndina. Sennilega víða léttskýjað og sæmilega hlýtt yfir daginn í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur j-^ Þrumuveður . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 alskýjað Reykjavik 8 skýjað Bergen 10 skýjað Helsinki 13 skýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq 4 léttskýjað Nuuk +1 þoka Osló 9 skúr Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 21 hálfskýjað Berlfn 20 léttskýjaö Chicago 9 heiðskírt Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 13 rigning Hamborg 14 skýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 16 léttskýjað LosAngeles 14 léttskýjað Lúxemborg 20 skýjað Madríd 22 hálfskýjað Malaga 22 skýjað Maliorca 24 skýjað Montreal 7 skýjað NewYork 12 skýjað Orlando 24 skýjað París 18 þokumóða Róm 23 alskýjað Vin 20 skýjað Washington 11 rigning Winnipeg 8 úrk. ígrennd Mannbjörg er 6 tonna bátur, Bergvík RE, sökk á Faxaflóa: Skipveijimiim tveimur bjargað úr gúmmíbáti TVEIMUR mönnum, Sigurði Jóhannssyni 41 árs og Ragnari Má Sveinssyni 19 ára, var bjargað köldum og hröktum úr gúmmibát um borð í Ljósafoss er 6 tonna bátur, Bergvík RE 41 sökk um 13 mílur norður af Garðskaga um klukkan hálftvö í fyrrinótt. Mennirn- ir voru tveir á og vöknuðu við að leki var kominn að bátnum, sem tekinn var að hallast á stjórnborða. Þeir komust í gúmmíbát og gerðu vart við sig með því að skjóta upp neyðarblysum. Slysavamafélaginu barst til- kynning frá lögreglunni á Akranesi klukkan 1.35 að sést hefðu neyð- arblys á himni vestur eða norðvest- ur af bænum og um svipað leyti tilkynntu nærstödd skip um blys á lofti og sneru til leitar. Ljósafoss kom auga á mennina í gúmmíbát um klukkan 2.20, náði þeim um borð og kom með þá inn til Reykjavíkur á sjötta tímanum í gærmorgun. Mennimir voru þá hraktir og blautir en einkum var af Sigurði dregið og var hann flutt- ur í sjúkrahús og lagður þar inn. Ragnar fór einnig til rannsóknar en fékk að fara heim að henni lok- inni. Mennirnir munu hafa farið í koju um klukkan 22.30 en Sigurður, sem var eigandi Bergvíkur, vaknað um klukkan hálftvö og séð að leki var komið að bátnum, sem var nýsmíð- aður og í sinni annarri veiðiferð. Hann vakti Ragnar sem sjósetti gúmmíbátinn meðan Sigurður náði í neyðarblys. Á leiðinni féll Sigurður tvisvar fyrir borð, í fyrra skiptið komst hann um borð af eigin ramm- leik og náði í blysin en féll aftur og hjálpaði Ragnar honum þá um borð í gúmmíbátinn. Þeir skáru gúmmíbátinn frá og skömmu síðar sökk Bergvíkin. Tæpar fimmtíu mínútur liðu frá því þeir skutu upp blysi þar til Ljósafoss kom til bjarg- ar. Auk Ljósafoss vora skipin Har- aldur Kristjánsson og Þuríður Hall- dórsdóttir, í nágrenni slysstaðarins og leituðu mannanna. Þyrla Land- helgisgsælunnar fór til leitar en var snúið við þegar tilkynnt var um björgunina. Kvennalistinn spyr um kostnað fimdaherferðar Kvennalistinn hefúr sent fyrirspurn til forsætisráðherra um hvort kostnaður af nýafstaðinni fundaherferð Ijármálaráðherra hafi verið greiddur úr ríkissjóði. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur undanfarið haldið fundi víða um land um ríkis- fjármál í nafni fjármálaráðuneytis- ins. í bréfi sem þingflókkur Sam- taka um kvennalista hefur sent Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra segir að fjármálaráðherra hafi í aðdraganda þessara funda gefið út sérstakan áróðursbækling til dreifingar og með fundaherferð- inni hafi hann efnt til tilkostnaðar, sem að líkindum hlaupi á milljónum króna, ekki til hlutlægrar fræðslu heldur til að koma á framfæri einlit- um áróðri. Kvennalistinn segir síðan í bréf- inu, að eðlilegt sé að spyrja, hvort fjármálaráðherra greiði þennan kostnað úr eigin vasa, eða þá Al- þýðubandalagið sem hann sé for- maður fyrir. Sé kostnaður af þess- um ferðum greiddur af almannafé, vill Kvennalistinn fá að vita hversu háar fjárhæðir komi til greiðslu úr ríkissjóði vegna fundaferða fjár- málaráðherrans innanlands í maí- mánuði, af hvaða fjárlagalið og samkvæmt hvaða heimildum sá kostnaður sé greiddur, og hvert sé álit forsætisráðherra á þeirri með- ferð almannafjár sem hér virðist stofnað til. Jón Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra sagði við Morgun- blaðið að hann myndi leita eftir upplýsingum hjá fjármálaráðuneyt- inu, vegna fyrirspurna Kvennalist- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.