Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
5
Tré og himinn
Tomas Tranströmer:
Tré og him-
inn komin út
BÓKAÚTGÁFAN Urta hefur sent
frá sér ljóðabókina Tré og himinn
eftir sænska skáldið Tomas
Tranströmer í þýðingu Njarðar P.
Njarðvík. Bókin geymir 46 ljóð,
úrval úr fyrri bókum skáldsins, en
síðasta bók hans, För levande och
döda, er þýdd í heild. Fyrir þá bók
hlaut Tomas Tranströmer bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrr á þessu ári. Þá var nýlega til-
kynnt að hann hlyti Neustadt-verð-
launin bandarísku þetta árið, en
þau eru veitt annað hvert ár.
Frá upphafi hefur viðfangsefni
Tranströmers verið samhengi tilver-
unnar, hvernig hinar stærstu og
smæstu einingar alheimsins tvinnast
saman í vitund mannsins. Ljóðin
heJQast oft á hversdagslegu atviki
sem verður líkt og dyr inn í óendan-
leikann og vekur innri skynjun á stór-
fengleik sköpunarverksins.
Urta hefur áður gefið út ljóða-
bækur tveggja norrænna ljóðskálda:
Ferð yfir þögul vötn eftir finnska
skáldið Bo Carpelan í þýðingu Njarð-
ar P. Njarðvík og Hvert sem við för-
um eftir danska skáldið Henrik Nord-
brandt í þýðingu Hjartar Pálssonar.
Heimsbikarmót í skák:
Tveir ís-
lendingar í
úrtökumóti
Úrtökumót fyrir heimsbikar-
mótin í skák hefst í Moskvu í Sov-
étrikjunum í dag. Jóhann Hjartar-
son og Jón L. Árnason taka þátt
í mótinu.
Yfir 50 stórmeistarar keppa þar
um tólf laus sæti í heimsbikarmótun-
um íjórum sem haldin verða á næstu
tveimur árum. Tólf skákmenn hafa
þegar tryggt sér þátttökurétt.
Teflt verður eftir monrad-kerfi.
Af þeim tólf sem komast áfram
mega að hámarki fimm vera Sovét-
menn.
Sorpböggunarstöð:
Viðræðu-
nefiid skipuð
BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að
skipa nefhd til viðræðna við íbúa-
samtökin í Grafarvogi um fyrir-
hugaða Sorpböggunarstöð í Gufii-
nesi.
Nefndina skipa auk Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra, tveir fulltrúar
frá meirihlutanum þau Katrín
Fjeldsted og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son og tveir frá minnihlutanum.
Hefur verið ákveið að annar þeirra
verði Siguijón Pétursson en óráðið
er með einn fulltrúa.
Alfreð Þorsteinsson, Elín Ólafs-
dóttir og Siguijón Pétursson lögðu
öll fram bókun vegna málsmeðferð-
arinnar og því mótmælt að allir
flokkar eigi ekki fulltrúa í nefndina.
NU VEIT HJAUUS
HVERTHAHN FER!
4lluhta
BgoevAVAW
*