Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 Verkefiii umhverfisráðuneytís eftirJón Sveinsson Miklar umræður og deilur hafa staðið í allan vetur um umhverfis- mál á Alþingi, fyrst um stofnun sjálfstæðs umhverfísráðuneytis og síðan um verkefni þess. Ráðuneyt- ið var stofnað með lögum 23. febr- úar 1990 en reglugerð um helstu verkefni þess var gefín út sama dag. Þar var þó stofnana ekki getið, enda sjálfstætt lagafrum- varp um flutning þeirra á milli ráðuneyta til umfjöllunar á Al- þingi. A síðustu dögum þings var verkefna- og stofnanafrumvarpið svokallaða afgreitt sem lög. Vegna þess moldviðris, sem þyrlað hefur verið upp í þessu máli og fullyrð- inga um að umhverfísráðuneytið sé ekki annað en nafnið tómt, er full ástæða til þess að fjalla nokk- uð um verkefni þess og starfssvið. Helstu verkefíii Umhverfísráðuneytið fer nú með eftirtalda sjö málaflokka: 1. Náttúruvemdarmál og Náttúru- vemdarráð. Náttúmvemdarráði er nú auk fyrri verkefna falið ásamt Landgræðslu ríkisins að vinna að gróðurvernd og hafa eftirlit með ástandi gróðurs og ásamt Skóg- rækt ríkisins að vinna að vemdun og eftirliti með náttúrulegum birkiskógum og skógum til útivist- ar. Getur umhverfísráðherra, að fengnum tillögum Náttúmvernd- arráðs og í samráði við landbúnað- arráðherra, ákveðið friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróð- ur- og skógvemdar. Þá fer umhverfísráðherra með málefni er varða vemdun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, hann fer með dýraverndarmál og málefni er tengjast stofnstærð villtra dýra og fugla og embætti veiðistjóra. 2. Mengunarvamamál almennt, þ.e. mál er varða varnir gegn mengun á landi, í lofti og legi og eyðingu eða endurvinnslu hvers konar úrgangs frá byggð og at- vinnuvegum. Jafnframt útgáfa starfsleyfa, sem tengist starfsemi sem getur haft mengun í för með sér, svo sem útgáfa starfsleyfa vegna álbræðslu, áburðarverk- smiðju, sorphreinsistöðva o.s.frv. Einnig þann hluta Siglingamála- stofnunar ríkisins sem fjallar um mengunarvarnir sjávar, svo og hluta Hollustuverndar ríkisins sem fæst við mengunarvarnir. 3. Mál er varða skipulags- og byggingarmál, gerð landnýting- aráætlana og mál er varða land- mælingar, þar með Skipulágs- stjóm ríkisins og Landmælingar íslands. Skipulags- og byggingar- mál flytjast þó ekki til ráðuneytis- ins frá félagsmálaráðuneyti fyrr en 1. janúar 1991. 4. Umhverfísrannsóknir í samráði og samvinnu við aðra aðila og stofnanir sem starfa að umhverfís- málum, veðurspár, veðurathuganir og aðrar mælingar á ástandi loft- hjúps jarðar, og alþjóðleg sam- vinna á því sviði. Einnig málefni Veðurstofu íslands og Náttúm- fræðistofnunar íslands. 5. Fræðslu og upplýsingastarfsemi um umhverfismál. 6. Fmmkvæði að aðgerðum ráðu- neyta, ríkisstofnana og sveitarfé- laga í málaflokkum sem snerta framkvæmd umhverfísmála, svo sem í löggjöf um losun úrgangs- efna og vamir gegn loft-, háv- aða-, titrings-, geislunar-, ljós-, varma- og lyktarmengunar. 7. Mál er varða alþjóðasamskipti og samvinnu þjóða á sviði um- hverfísmála og framkvæmd á al- þjóðasamningum um það efni. Eins og fram kemur í þessari upptalningu koma málaflokkar umhverfisráðuneytis inn á mörg svið mannlegra samskipta. Afar ósanngjarnt er því að gera lítið úr þeim. Umhverfísverndarstoftiun Við núverandi aðstæður getur umhverfisráðherra haft ásamt landbúnaðarráðherra afskipti af landgræðslu og skógræktarmál- um. Hollustuvernd ríkisins heyrir á vissan hátt undir tvo ráðherra, þar sem umhverfísráðherra fer með mengunarvarnamál sam- kvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, en heilbrigð- isráðherra með aðra þætti holl- ustumála. Umhverfísráðherra fer og með mengunarvarnamál Sigl- ingamálastofnunar ríkisins en samgönguráðherra aðra þætti þeirrar stofnunar. Óeðlilegt er að stofnanir heyri á þennan hátt und- ir tvo ráðherra. Þess vegna er gert ráð fyrir því að forsætisráð- herra leggi fyrir Alþingi í haust frumvarp eða frumvörp til laga sem feli í sér niðurstöðu endur- skoðunar á þeim lögum sem taka til framangreindra stofnana. Hlýt- ur sú endurskoðun að fela í sér nánari afmörkun þeirra verkefna umhverfisráðuneytis sem þegar hefur verið ákveðin. Við samþykkt verkefnafrum- varpsins svokallaða var jafnframt ákveðið að á næsta haustþingi leggi umhverfisráðherra fram frumvarp til laga um umhverfís- vernd og umhverfisverndarstofn- un. Líklegt er að slík stofnun fari með þá meginþætti umhverfismála sem aðrar stofnanir fara nú með. Má hugsa sér að sú stofnun taki við starfsemi Náttúrufræðistofn- unar Íslands, mengunarvarna- deildar Hollustuverndar ríkisins, mengunarvarnadeildar Siglinga- málastofnunar ríkisins, Geisla- vama ríkisins, tilteknum þáttum Landgræðslu ríkisins og Skóg- ræktar ríkisins og sinni jafnframt rannsókna-,- fræðslu- og upplýs- ingastarfsemi um umhverfísmál. Niðurlag Eftir þá niðurstöðu sem nú er fengin á Alþingi er vonandi að þeirri neikvæðu umræðu sem stað- ið hefur hérlendis að undanförnu um umhverfismál og yfírstjóm þeirra ljúki. Þess í stað reyni ríki, sveitarfélög, stofnariir, fyrirtæki og einstaklingar að snúa sér að kjarna málsins, umhverfísvemd í víðum skilningi. Bíða óþijótandi verkefni á þessu sviði, svo sem nýleg dæmi um fjöru- og skolp- Nýju fötin keisarans efitir ViktorA. Guðlaugsson Öll þekkjum við ævintýrið um nýju fötin keisarans. Eins og allir muna fjallar þessi dæmisaga um svikahrappana, sem notuðu sér hégómagirnd keisarans og í krafti valds og lýðskrums var reynt að telja almenningi trú um töframátt þeirra klæða, er keisaranum skyldu ofín, en engin voru. Þessi sígilda dæmisaga hefur að undanförnu skotið upp kollinum í huga mér í hvert skipti, sem ég hlusta á boðskap menntmálaráð- herra, Svavars Gestssonar, um það sem hann nefnir lengingu skóla- dagsins. Bréf hins virðulega menntamálaráðuneytis til skólanna um sama efni minna mig líka óþarflega á ráðgjafana og hirðsveinana sem héldu undir fald- inn á ímynduðum klæðum keisar- ans forðum. En snúum okkur að kjama málsins. Boðað er að nú skuli lengja skóladag 6, 7 og 8 ára bama frá næsta hausti. Við byij- Dómkirkjan í Reykjavík. ■ DAGUR aldraðra verður í Dómkirkjunni á morgun, upp- stigningardag. Dómkirkjusöfnuð- urinn tekur sem jafnan tilefni af deginum og heldur messu kl. 14 og býður öldruðum til fagnaðar. Að þessu sinni predikar sr. Lárus Halldórsson, fyrrverandi sóknar- prestur í Breiðholtssókn, en hann gegndi prestsstörfum í söfnuðinum á næstliðnum vetri. Sr. Lárus hefur látið sig sálusorgun meðal aldraðra um á að fara ofan í saumana á lengingunni í 7 og 8 ára bekkjun- um. Engin lenging Samkvæmt viðmiðunarstunda- skrá skal kenna 23 kennslustundir í 7 og 8 ára bekkjum skólaárið 1990/91. Þá er sundkennsla, sem var utan við gömlu viðmiðunar- stundaskrána' talin með. Hið rétta er að á skólaárinu 1990/91 verð- ur lengd skóladagsins hjá 7 og 8 ára börnum sú sama og verið hefur um langt árabil, ef undan er skilið skólaárið 1989/90 þegar núverandi menntamálaráðherra skerti kennslu í þessum deildum um eina kennslustund eins og í öllum öðrum bekkjum gninnskól- ans. Lenging skóladagsins hefur því ekki aðra viðmiðun en vald- atíma Svavars Gestssonar í menntamálaráðuneytinu. Lengdur skóladagur í 6 ára deildum Um langan aldur hefur verið í gildi sú viðmiðunarregla um út- hlutun stunda til forskólakennslu miklu varða, m.a. verið heimilisvin- ur EIli- og hjúkrunarheimilisins Grundar um Iangt árabil. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestur, þjónar fyrir altari í messunni og annast altarisgöngu. Öldruðum kirkjugestum verður boð- ið til samsætis að messu lokinni á Hótel Borg. Þar mun Signý Sæ- mundsdóttir, söngkona, syngja fyrir gestina og með gestunum við undirleik Marteins H. Friðriksson- ar, dómorganista. Það er von okkar í Dómkirkjunni að margir vilji þiggja þetta boð og eiga helga og ánægjulega stund með okkur á uppstigningardag. - (Frá Dómkirkjunni) ■ KYNNINGARMYNDIN „Unglingarnir í Firðinum" verður sýnd í æskulýðsmiðstöðinni Vitan- um í dag, miðvikudag, kl. 17, 18, 20 og 21. Aðgangur er ókeypis og allir bæjarbúar velkomnir. að ein stund hefur fylgt hveijum nemanda. Þetta var óréttlát og fráleit viðmiðun. Litlir skólar báru lítið úr býtum og stærri skólar fengu einnig of Iítið tímamagn til þess að unnt væri að kenna eðlileg- an skóladag. Því er fagnaðarefni að þessu skuli breytt og að skóladagurinn verði nú lengdur í 23 vikustundir til jafns við 7 og 8 ára deildir. Hér er þó ekki allt sem sýnist og skal nú nánar gerð grein fyrir þeirri kennsluskipan sem skólun- um er ætlað að vinna eftir á kom- andi skólaári. Of stórir námshópar Gert er ráð fyrir að deilitalan 22 verði notuð til þess að ákvarða fjölda deilda og þar með stærð námshópa einstakra skóla. Þetta þýðir að í hveijum námshóp (bekk) geta orðið allt að 22 nemendur, þar sem skipting er óhagstæðust. I skóla með yfir 88 nemendur í árgangi getur meðaltalstalan aldr- ei orðið lægri en 18 þar sem nem- endafjöldi er hagstæðastur. Stórir skólar munu því verða með 18-22 nemendum í forskólabekkjunum. Forskólabörnin koma mörg af leik- skólunum þar sem gjarnan eru 6-8 börn í umsjá hverrar fóstru. Þrem- ur mánuðum síðar eiga þessi sömu böm að koma inn í grunnskólann þar sem einum starfsmanni er ætlað að sjá fyrir allt að 22 börn- um allan daginn og án þess að nokkur aðstoð eða skiptitímar komi til. 6 ára bömin eru nú skólaskyld í fyrsta sinn eftir að lög um það efni voru samþykkt á alþingi í vor. Þessi börn em að stíga sín fyrstu spor í skólakerfínu og framtíð þeirra og velgengni í skóla getur ráðist af því hvernig til tekst við upphaf skólagöngu. Þessi börn eru að koma inn í nýtt umhverfi þar sem þau eru yngst. Starfsfólk- ið er þeim nýtt, hin bömin eru þeim að mestu ókunnug, þau þurfa að tileinka sér fjöldann allan af reglum, samskiptavenjum og nýrri Viktor A. Guðlaugsson „í bígerð mun vera að endurskoða lögin um grunnskólann á næsta alþingi. Það sem þjakar starfsemi grunnskólans er þó ekki skortur á lögum. Það skortir hins vegar á að ríkisstjórn jaftiréttis og félags- hyggju sjái sóma sinn í að framfylgja þeim lög- um um grunnskólann, sem þegar eru í gildi.“ þekkingu, með öllu því álagi sem slíkum umbreytingum fylgir. Hvergi í skólastarfínu er því mikilvægara að skapa persónulegt samband á milli nemenda og kenn- ara og að búa bömunum þau skil- yrði til skólanáms, að atlæti þeirra og öryggi sé tryggt. Skólarnir hefðu auðvitað alltaf getað kennt 22 stundir á viku ef einhveijum hefði hugkvæmst að setja 22 nemendur í hvern for- skólabekk. Menntamálaráðuneytið mun hafa leitað umsagnar Kennara- sambandsins og fleiri aðila um þessa tilhögun þar sem henni var. Jón Sveinsson „Eftir þá niðurstöðu sem nú er fengin á Al- þingi er vonandi að þeirri neikvæðu um- ræðu sem staðið heftir hérlendis að undanf- örnu um umhverfismál og yfirsljórn þeirra ljúki.“ mengun sanna, að ógleymdri gróð- ur- og landeyðingu víða um land. Er kominn tími til að menn hefji efnislegri og málefnalegri umræðu um þessi mál. Ilöfundur er aðstodarmaður forsætisráðherrn. gjörsamlega hafnað. Því er með ólíkindum að ráðuneytið skuli taka á sig þá ábyrgð, sem svo rangri ákvörðun fylgir. Engir skiptitímar leyfðir Menntamálaráðuneytið sendi fýrir nokkru skólunum ljósrit upp úr aðalnámskrá grunnskóla (það hefur e.t.v. verið dregið í efa að sú bók væri til í skólunum) þar sem mælst er til að skólarnir leggi aukna áherslu á verk- og listgrein- ar í skólastarfi. í grunnskólanum hafa heimilaðir tímar til að skipta bekkjum í verklegri kennslu verið takmarkaðir. Þó hafa fengist skiptitímar í heimilisfræði og handmennt. Hins vegar bregður svo við að í forskólabekknum, sem á næsta skólaári mun heita 1. bekkur eru engir skiptitímar heimilaðir. Það virðist því eiga að sinna þessari verk- og list- greinakennslu í óskiptri bekkjar- deild með allt að 22 nemendum. Það eru því margir gullþræðim- ir í hinum keisaralega vefnaði. Viðvarandi niðurskurður í grunnskólanum Kennsla var skert um eina stund í öllum bekkjum grunnskólans haustið 1989. Sá niðurskurður verður viðvarandi í öllum bekkjum frá 4.-10. bekkjar skólaárið 1990/91. Að því skólaári loknu hefur kennsla í þessum deildum verið skert um sem svarar 2-3 kennsluvikum. I bígerð mun vera að endurskoða lögin um grunn- skólann á næsta alþingi. Það sem þjakar starfsemi grunnskólans er þó ekki skortur á lögum. Það skortir hins vegar á að ríkisstjóm jafnréttis og félagshyggju sjái sóma sinn í að framfylgja þeim lögum um grunnskólann, sem þeg- ar eru í gildi með því m.a. að sjá grunnskólanum fyrir því fjár- magni sem gildandi lög gera ráð fyrir að veitt sé til skólahalds. I haust munu hins vegar börnin í grunnskólanum uppgötva það sama og þau gerðu forðum í ævin- týrinu um Nýju fötin keisarans. „Hann er ekki í neinu.“ Höfundur er skólnstjóri Árbæjarskóln í Reykjn vík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.