Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 21 Til hvers að kjósa? eftir Sigríði Sigurðardóttur Ungt fólk veltir þeirri spurningu sem sett er fram i fyrirsögninni oft fyrir sér og hefur mér heyrst á sum- um að það sé óráðið í því hvort það notar atkvæði sitt eða ekki. Mér finnst dapurlegt að heyra þessar efasemdir. Lýðræði byggist á því að fólkið sjálft segi til um það hvern það kýs til að tala máli sínu. Þess vegna verður ungt fólk að nýta sér atl^væðisrétt sinn. Fólk hefur um aldanna rás þurft að berjast, fyrir þessum rétti og þá einkum konur. En enn í dag er atkvæðisrétturinn baráttumál margra, jafnt kvenna sem karla. Atkvæðisréttinum fylgir sú skylda og ábyrgð að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði. Lýðræði þrífst ekki án atkvæða fólksins. Um hvað er kosið? A því kjörtímabili sem senn lýkur hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á sókn á öllum sviðum. Enginn mála- flokkur hefur verið öðrum minni. Vinstri flokkarnir hafa reynt eftir fremsta megni að mistúlka orð og framkvæmdir sjálfstæðismanna, annaðhvort er ekki gert nóg eða ekki nógu hratt. Á hinn bóginn er ráðist á þær framkvæmdir sem borg- in stendur fyrir borgarbúum til heilla s.s. Öskjuhlíðina þar sem er aðlað- andi útivistarsvæði og á eftir að verða enn tilkomumeira þegar skipu- lag Nauthólsvíkur liggur fyrir. Nesjavellir voru á sínum tíma að mati minnihlutans í borgarstjórn tómt bruðl, en ekki mátti tæpara standa með þær framkvæmdir þar sem borg í örum vexti þarfnast auk- innar vatnsnotkunar. Á þessu svæði og kringum Ölfusvatn er nú þegar hafin gróðursetning ttjáa með það í huga að byggja þar upp útivistar- svæði fyrir borgarbúa. Laugardalurinn er enn eitt dæmið en nú loks gefst borgarbúum tæki- færi til að sjá með eigin augum af- rakstur þeirra framkvæmda sem staðið hafa yfir að undanfömu. Húsdýragarðurinn er stórskemmti- leg aðstaða fyrir unga sem aldna til þess að eiga saman yndislega dag- stund. Hverri borg er sómi að slíkum garði en hann er aðeins hluti af Laugardalnum. Borgin á mörg falleg Sigríður Sigurðardóttir „Atkvæðisréttinum fylgir sú skylda og ábyrgð að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði. Lýðræði þrífst ekki án atkvæða fólksins.“ útivistarsvæði og það sem hefur kallað einna mest á skipulag og framkvæmdir á þessum svæðum er fyrst og fremst að allir borgarbúar hafi aðstöðu til að tengjast náttúr- unni, kynnast henni og njóta útivist- ar. Borgin hefur lagt mikla áherslu á að styrkja hópa og félagasamtök til ýmiss konar starfsemi. Merki um þetta eru þær miklu framkvæmdir sem íþróttafélögin standa fyrir og sú starfsemi sem þau bjóða ungum Reykvíkingum uppá á sumrin. Með því að styðja við frjáls félagasamtök er orka einstaklingsins leyst úr læð- ingi og hver og einn sem vinnur að framförum nýtur þeirra ekki einn og sér heldur og margir aðrir með honum. Ríkið er hemill á framkvæmdir Vinstri menn hafa sakað meiri- hluta sjálfstæðismanna um að sinna ekki öldrunarmálum en reyndin er sú að stórátak hefur verið gert í þessum efnum. Félags- og þjónustu- miðstöðvar hafa risið við Afla- granda, Hvassaleiti, Bólstaðarhlíð og Vesturgötu. Auk þess hefur Reykjavíkurborg keypt íbúðir í næsta nágrenni við þjónustumið- stöðvarnar sem hún leigir síðan eldri borgurum á viðráðanlegum kjörum. Vinstri flokkamir hafa einnig reynt að villa um fyrir fólki með því að segja að borgin byggi ekki hjúk- runarheimili. Það hefur engu að síður verið gert. Það sem stendur í vegi fyrir því að fleiri aldraðir geti notið umönnunar á hjúkrunarheimil- um er samþykkt frá ríkinu tii þess að ráða starfsfólk en verkaskiptalög- in sem tóku giidi um síðustu áramót segja að ríkið eigi að greiða starfs- fólki hjúkrunarheimilanna laun. Það er því engu líkara en rikisstjómin sé að aðstoða vinstri flokkana í þeim kosningum sem framundan em. Við sjálfstæðismenn gerum okkur skýra grein fyrir því að frekari upp- bygging verður að eiga sér stað í þessum málum sem og í leikskóla- málum. Það er heldur ekki ætlunin að láta staðar numið, þvert á móti munum við halda áfram með stöðuga sókn á öllum sviðum ef við fáum umboð til þess. Atkvæði þitt Ungt fólk getur kosið um áfram- haldandi sterka stjórn Sjálfstæðis- flokksins. Hann er ekki bara einn maður eins og andstæðingar okkar vilja halda fram heldur er þar á ferð hópur samhentra frambjóðenda og þeir vinna hver á sínu sviði. Hins vegar er borgarstjórinn málsvari flokksins. Styrkur sjálfstæðismanna felst í öryggi og festu á öllum sviðum þar sem fyrir hendi er þor til þess að takast á við verkefnin. Allir kjós- endur hafa greiðan aðgang að full- trúum í borgarstjórn og eru reglu- lega auglýstir viðtalstímar við þá. Einnig eru haldnir hverfafundir til þess að kynna framkvæmdir og heyra óskir fólksins. Af þessu leiðir að sjálfstæðismenn vinna í takt við það sem er að gerast í Reykjavík. Kjósum ekki yfir okkur sundrung og þras flokksbrotanna 26. maí. Höfundur er starfandi fóstra i Reykjavík ogskipar 18. sæti framboðslista sjálfstæðismanna við kosningarnar 26. maínk. Þau voru á móti Nesjavallavirkjun eftir Guðrúnu Zoega Eitt helsta deilumáiið fyrir síðustu kosningar var hvort ráðist skyldi í virkjun jarðhitans á Nesja- völlum. Þau sem helst börðust gegn þeirri framkvæmd á sínum tíma töldu að henni mætti fresta um tíu ár og að engin þörf væri fyrir við- bótarorku fyrr en á næstu öld! Virkjunin var meira en tímabær Það kom berlega í ljós síðastlið- inn vetur, að þau höfðu rangt fyrir sér. í desember mátti litlu muna, að Hitaveitan yrði uppiskroppa með vatn, og var olíukyndistöðin þá keyrð á fullu afli, og hefur hún verið keyrð meira og minna síðari allt fram á vor. Vatni verður hleypt á leiðsluna frá Nesjavöllum til borgarinnar í næsta mánuði og verður sumarið notað til þess að ljúka frágangi, en næsta haust verður 1. áfangi virkj- unarinnar fullbúinn og þarf þá ekki að óttast vatnsskort næstu vetur. Andstæðingar virkjunarinnar hafa nú ekki hátt um afstöðu sína og vonast sennilega til að'almenn- ingur hafi gleymt henni. Þau Sigur- jón Pétursson og Guðrún Ágústs- dóttir,' sem greiddu atkvæði gegn virkjurtinni fyrirtjórum árum, halda Guðrún Zoega sig á gömlum slóðum og bjóða sig fram fyrir Alþýðubandalagið, en Kristín Ólafsdóttir, sem einnig greiddi atkvæði á móti, hefur nú haslað sér völl á Nýjum vettvangi. Fulltrúi Framsóknariiokksins þorði ekki að taka afstöðu. „Ótímabær er einmitt orðið, sem Olína Þor- varðardóttir, efsti mað- ur á lista Nýs vett- vangs, notar um þá hugmynd Ólafs Ragn- ars Grímssonar að að- stöðugjöldum Reyk- víkinga verði skipt á milli íbúa landsbyggð- arinnar." greiddu atkvæði gegn Nesjavalla- virkjun, ekki vera á móti virkjun- inni, hún væri aðeins ótímabær. Ótímabær er einmitt orðið, sem Ólína Þorvarðardóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, notar um þá hugmynd Ólafs Ragnars Grímsson- ar að aðstöðugjöldum Reykvíkinga verði skipt á milli íbúa landsbyggð- arinnar. Hvenær verður það tíma- bært, Ólína? Hvenær verður það tímabært, Ólína? Til fróðleiks má geta þess, að á sínum : tíma sögðust þau, sem Höfundur er verkfræðingur og skipar 9. sæti á borgarstjórnarlista sjálfstæðismanna við nio kosningamar%ö.nwf#fo!\Á 1X3,i og allir af stað / Fríklúbbsferð til Costa del Sol 8. júní! Verð frá kr.: 46.000 stgr. 2 saman í stúdíói í 2 vikur. Verð frá kr. 35.800 stgr. 2 fullorðnir og 2 börn yngri en 12 ára i tvær vikur. Sérlegur Fríklúbbsfararstjóri: Linda Pétursdóttir. scga URVAL-UTSYN Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900. SUOURGÖTU 7 • SÍMI 624M0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.