Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 21

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 21 Til hvers að kjósa? eftir Sigríði Sigurðardóttur Ungt fólk veltir þeirri spurningu sem sett er fram i fyrirsögninni oft fyrir sér og hefur mér heyrst á sum- um að það sé óráðið í því hvort það notar atkvæði sitt eða ekki. Mér finnst dapurlegt að heyra þessar efasemdir. Lýðræði byggist á því að fólkið sjálft segi til um það hvern það kýs til að tala máli sínu. Þess vegna verður ungt fólk að nýta sér atl^væðisrétt sinn. Fólk hefur um aldanna rás þurft að berjast, fyrir þessum rétti og þá einkum konur. En enn í dag er atkvæðisrétturinn baráttumál margra, jafnt kvenna sem karla. Atkvæðisréttinum fylgir sú skylda og ábyrgð að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði. Lýðræði þrífst ekki án atkvæða fólksins. Um hvað er kosið? A því kjörtímabili sem senn lýkur hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á sókn á öllum sviðum. Enginn mála- flokkur hefur verið öðrum minni. Vinstri flokkarnir hafa reynt eftir fremsta megni að mistúlka orð og framkvæmdir sjálfstæðismanna, annaðhvort er ekki gert nóg eða ekki nógu hratt. Á hinn bóginn er ráðist á þær framkvæmdir sem borg- in stendur fyrir borgarbúum til heilla s.s. Öskjuhlíðina þar sem er aðlað- andi útivistarsvæði og á eftir að verða enn tilkomumeira þegar skipu- lag Nauthólsvíkur liggur fyrir. Nesjavellir voru á sínum tíma að mati minnihlutans í borgarstjórn tómt bruðl, en ekki mátti tæpara standa með þær framkvæmdir þar sem borg í örum vexti þarfnast auk- innar vatnsnotkunar. Á þessu svæði og kringum Ölfusvatn er nú þegar hafin gróðursetning ttjáa með það í huga að byggja þar upp útivistar- svæði fyrir borgarbúa. Laugardalurinn er enn eitt dæmið en nú loks gefst borgarbúum tæki- færi til að sjá með eigin augum af- rakstur þeirra framkvæmda sem staðið hafa yfir að undanfömu. Húsdýragarðurinn er stórskemmti- leg aðstaða fyrir unga sem aldna til þess að eiga saman yndislega dag- stund. Hverri borg er sómi að slíkum garði en hann er aðeins hluti af Laugardalnum. Borgin á mörg falleg Sigríður Sigurðardóttir „Atkvæðisréttinum fylgir sú skylda og ábyrgð að mæta á kjör- stað og greiða atkvæði. Lýðræði þrífst ekki án atkvæða fólksins.“ útivistarsvæði og það sem hefur kallað einna mest á skipulag og framkvæmdir á þessum svæðum er fyrst og fremst að allir borgarbúar hafi aðstöðu til að tengjast náttúr- unni, kynnast henni og njóta útivist- ar. Borgin hefur lagt mikla áherslu á að styrkja hópa og félagasamtök til ýmiss konar starfsemi. Merki um þetta eru þær miklu framkvæmdir sem íþróttafélögin standa fyrir og sú starfsemi sem þau bjóða ungum Reykvíkingum uppá á sumrin. Með því að styðja við frjáls félagasamtök er orka einstaklingsins leyst úr læð- ingi og hver og einn sem vinnur að framförum nýtur þeirra ekki einn og sér heldur og margir aðrir með honum. Ríkið er hemill á framkvæmdir Vinstri menn hafa sakað meiri- hluta sjálfstæðismanna um að sinna ekki öldrunarmálum en reyndin er sú að stórátak hefur verið gert í þessum efnum. Félags- og þjónustu- miðstöðvar hafa risið við Afla- granda, Hvassaleiti, Bólstaðarhlíð og Vesturgötu. Auk þess hefur Reykjavíkurborg keypt íbúðir í næsta nágrenni við þjónustumið- stöðvarnar sem hún leigir síðan eldri borgurum á viðráðanlegum kjörum. Vinstri flokkamir hafa einnig reynt að villa um fyrir fólki með því að segja að borgin byggi ekki hjúk- runarheimili. Það hefur engu að síður verið gert. Það sem stendur í vegi fyrir því að fleiri aldraðir geti notið umönnunar á hjúkrunarheimil- um er samþykkt frá ríkinu tii þess að ráða starfsfólk en verkaskiptalög- in sem tóku giidi um síðustu áramót segja að ríkið eigi að greiða starfs- fólki hjúkrunarheimilanna laun. Það er því engu líkara en rikisstjómin sé að aðstoða vinstri flokkana í þeim kosningum sem framundan em. Við sjálfstæðismenn gerum okkur skýra grein fyrir því að frekari upp- bygging verður að eiga sér stað í þessum málum sem og í leikskóla- málum. Það er heldur ekki ætlunin að láta staðar numið, þvert á móti munum við halda áfram með stöðuga sókn á öllum sviðum ef við fáum umboð til þess. Atkvæði þitt Ungt fólk getur kosið um áfram- haldandi sterka stjórn Sjálfstæðis- flokksins. Hann er ekki bara einn maður eins og andstæðingar okkar vilja halda fram heldur er þar á ferð hópur samhentra frambjóðenda og þeir vinna hver á sínu sviði. Hins vegar er borgarstjórinn málsvari flokksins. Styrkur sjálfstæðismanna felst í öryggi og festu á öllum sviðum þar sem fyrir hendi er þor til þess að takast á við verkefnin. Allir kjós- endur hafa greiðan aðgang að full- trúum í borgarstjórn og eru reglu- lega auglýstir viðtalstímar við þá. Einnig eru haldnir hverfafundir til þess að kynna framkvæmdir og heyra óskir fólksins. Af þessu leiðir að sjálfstæðismenn vinna í takt við það sem er að gerast í Reykjavík. Kjósum ekki yfir okkur sundrung og þras flokksbrotanna 26. maí. Höfundur er starfandi fóstra i Reykjavík ogskipar 18. sæti framboðslista sjálfstæðismanna við kosningarnar 26. maínk. Þau voru á móti Nesjavallavirkjun eftir Guðrúnu Zoega Eitt helsta deilumáiið fyrir síðustu kosningar var hvort ráðist skyldi í virkjun jarðhitans á Nesja- völlum. Þau sem helst börðust gegn þeirri framkvæmd á sínum tíma töldu að henni mætti fresta um tíu ár og að engin þörf væri fyrir við- bótarorku fyrr en á næstu öld! Virkjunin var meira en tímabær Það kom berlega í ljós síðastlið- inn vetur, að þau höfðu rangt fyrir sér. í desember mátti litlu muna, að Hitaveitan yrði uppiskroppa með vatn, og var olíukyndistöðin þá keyrð á fullu afli, og hefur hún verið keyrð meira og minna síðari allt fram á vor. Vatni verður hleypt á leiðsluna frá Nesjavöllum til borgarinnar í næsta mánuði og verður sumarið notað til þess að ljúka frágangi, en næsta haust verður 1. áfangi virkj- unarinnar fullbúinn og þarf þá ekki að óttast vatnsskort næstu vetur. Andstæðingar virkjunarinnar hafa nú ekki hátt um afstöðu sína og vonast sennilega til að'almenn- ingur hafi gleymt henni. Þau Sigur- jón Pétursson og Guðrún Ágústs- dóttir,' sem greiddu atkvæði gegn virkjurtinni fyrirtjórum árum, halda Guðrún Zoega sig á gömlum slóðum og bjóða sig fram fyrir Alþýðubandalagið, en Kristín Ólafsdóttir, sem einnig greiddi atkvæði á móti, hefur nú haslað sér völl á Nýjum vettvangi. Fulltrúi Framsóknariiokksins þorði ekki að taka afstöðu. „Ótímabær er einmitt orðið, sem Olína Þor- varðardóttir, efsti mað- ur á lista Nýs vett- vangs, notar um þá hugmynd Ólafs Ragn- ars Grímssonar að að- stöðugjöldum Reyk- víkinga verði skipt á milli íbúa landsbyggð- arinnar." greiddu atkvæði gegn Nesjavalla- virkjun, ekki vera á móti virkjun- inni, hún væri aðeins ótímabær. Ótímabær er einmitt orðið, sem Ólína Þorvarðardóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, notar um þá hugmynd Ólafs Ragnars Grímsson- ar að aðstöðugjöldum Reykvíkinga verði skipt á milli íbúa landsbyggð- arinnar. Hvenær verður það tíma- bært, Ólína? Hvenær verður það tímabært, Ólína? Til fróðleiks má geta þess, að á sínum : tíma sögðust þau, sem Höfundur er verkfræðingur og skipar 9. sæti á borgarstjórnarlista sjálfstæðismanna við nio kosningamar%ö.nwf#fo!\Á 1X3,i og allir af stað / Fríklúbbsferð til Costa del Sol 8. júní! Verð frá kr.: 46.000 stgr. 2 saman í stúdíói í 2 vikur. Verð frá kr. 35.800 stgr. 2 fullorðnir og 2 börn yngri en 12 ára i tvær vikur. Sérlegur Fríklúbbsfararstjóri: Linda Pétursdóttir. scga URVAL-UTSYN Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900. SUOURGÖTU 7 • SÍMI 624M0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.