Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 22

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 £ BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SfMI: 62 84 50 Námskeið: INCOTERMS 1990 Þýðingamiklar breytingar á viðskiptaskilmálum í milliríkjaverslun taka gildi 1. júlí 1990. Námskeið um nýja og breytta INCO-skil- mála verður haldið á Hótel Sögu, sal B, mánudaginn 28. maí kl. 13.30. Þátttökugjald er kr. 7.000 (fundargögn innifalin). Leiðbeinandi verður CAROL XUEREF, lögfræðingur hjá Alþjóða verzlunarráðinu. Hún er sérfræðingur nefndarinnar sem sá um endurskoðun INCO-skilmálanna. Námskeiðið fer fram á ensku. I Þátttaka tilkynnist í síma 678910. LANDSNEFND ALÞIÓÐA VERZLUNARRAÐSINS Icalcmd National Committoo oi tho IC C HAGNYITHASKÓLANÁM ÍKERFISFRÆÐI Innritun í kerfisfræðinám á haustönn 1990 Tölvuháskóla Verzl- unarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans til 31. maí. Markmið námsins er að útskrifa kerfisfræðinga, sem geta unn- í ið við öll stig hugbúnaðargerðar, skipulagt og séð um tölvuvæð- | ingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af | hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum en aðrir geta þurft aó sækja tíma í fornámi allt að einni önn til viðbótar. Kennt er eftir hádegi, en nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslu- | stjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fyrsta önn: Vélamál Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Forritahönnun Verkefni Önnur önn: Gluggakerfi Gagnaskipan Fjölnotendaumhverfi Gagnasafnsfræði Verkefni á 2. önn Þriðja önn: Hugbúnaðargerð Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Lokaverkefni Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans, Ofanleiti 1. Nánari upplýsingar veitir kennslu- stjóri á skrifstofu skólans og í síma 688400. OPIÐ HUS erí dag, miðvikudag, frákl. 13-18. Aðgangur er öllum heimill. John Dvorak frá PC Magazine flytur fyrirlestur kl. 14.00. Aðgangurkr. 2.000. TVI Lykill að betri borg eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Það er alveg augljóst að til þess að Reykjavíkurborg geti dafnað og að hér verði haldið uppi manneskju- legu samfélagi þarf að sjá tii þess að atvinnulífið í borginni eflist. Atvinnulífið er undirstaða þess að hægt sé að veita borgurum góða sameiginlega þjónustu og skapa þeim manneskjulegt umhverfi og skilyrði til menntunar og menning- arlífs. Atvinnulífi má líkja við ttjá- stofn en samfélagsþjónustunni við greinarnar. Ef stofninn ber ekki greinarnar þá fellur tréð. Það þýðir ekki að hlaða á greinarnar. ef þess er ekki gætt að stofninn sé nógu sterkur. Nýbreytni í atvinnulífi í því skyni að efla atvinnulíf í Reykjavík flutti ég í borgarstjórn tillögu um að kannaðir verði mögu- leikar á því að koma hér upp alþjóð- legri umskipunar- og fríverslunar- höfn. Tillagan fékk jákvæðar undir- tektir og var henni vísað til umfjöll- unar í hafnarstjóm. Ég tel að hér hafi ég hreyft mjög mikilvægu máli. Miklar pólitískar breytingar hafa átt sér stað í Austur-Evrópu og andrúmsloftið á alþjóðavettvangi hefur batnað. Þró- unin í Sovétríkjunum mun leiða til stóraukinna viðskipta þeirra við Vestur-Evrópu og Ameríku og sennilega verður þess vegna mikil aukning á vöruflutningum um norð- urhöf. N orðausturleiðin Breytt tækni veldur því að sigl- ingar um Norður-íshafið eru orðnar mögulegar í mun ríkari mæli en áður hefur verið. Sú tækni er veld- ur þáttaskilum' um þessar mundir er einkum tvenns konar. ísbijótar eru orðnir miklu öflugri en áður og fjarkönnun úr veðurtunglum miklu nákvæmari. Siglingatækni tengd gervihnöttum hefur tekið stórstíg- um framförum og mikilvægrar reynslu hefur verið aflað. Nú er svo komið að það er tæknilega unnt að halda uppi siglingum um Norður- íshafið milli Atlantshafs og Kyrra- hafs mikinn hluta ársins. Norðaust- urleiðin liggur vel við siglingum milli austurstrandar Ameríku og Japans. Atvinnumálin í brennidepli Verslunarráð íslands hefur látið taka saman skýrslu um verslun og þjónustu sem útflutningsgrein. Nið- urstöður þeirrar skýrslu benda til þess að ísland geti vegna legu sinnar haft ýmsa möguleika og ég legg til að þeir verði nýttir til at- vinnusköpunar og hagsældar hér. Miðstöð vörudreifingar í miðju Norður-Atlantshafi gæti haft mjög mikla efnahagslega þýðingu og stuðlað að margháttaðri atvinnu- uppbyggingu. Betri borg I borgarstjórn Reykjavíkur höf- um við framsóknarmenn á liðnu kjörtímabili lagt mikla áherslu á það að gera borgina manneskju- legri og betri borg til að búa í. Við höfum flutt margar tillögur um umhverfismál og umferðaröryggis- mál og hafa nokkrar þeirra fengið framgang, svo sem tillaga um borg- argarða, aðstöðu hestamanna og vegrið í Ártúnsbrekku. Þá höfum við flutt tillögur um upphitun gatna og gangstétta og nýverið fékk ég samþykkta tillögu um að kynningarbæklingur verði sendur til borgarbúa um hvernig nýta megi affallsvatn hitaveitunnar til upphitunar gangstétta. Nú viku fyrir kosningar stekkur svo íhaldið á hugmyndir okkar um upphitun gatna og gangstétta, sem þeir hafa fellt allt kjörtímabilið. Auðvitað er það ágætt þegar þeir sjá að sér. Sigrún Magnúsdóttir „í borgarstjórn Reykjavíkur höfum við framsóknarmenn á liðnu kjörtímabili lagft mikla áherslu á það að gera borgina mann- eskjulegri og betri borg til að búa í.“ Allt stuðlar þetta að því að gera Reykjavík að betri borg en undir- staðan undir félagslegri þjónustu og sameiginlegum verkefnum er traust og vaxandi atvinnulíf — það er lykilatriði. Höfíindur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins ogskipar 1. sætiá lista ílokksins við borgarstjórnarkosningarnar. Að svelgjast á sakramentinu eftir Asgeir Hannes Eiríksson Ég vorkenní alltaf blessuðu íhaldinu mínu þegar dregur að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu sagt skilið við al- menna pólitík fyrir löngu og stend- ur nú orðið eingöngu vörð um kolkrabbann í Eimskip með vinstri hönd fast upp að kaskeitinu. En á fjogurra ára fresti þarf Sjallinn minn að setja upp sparisvipinn og pakka varðhundinum sínum inn í gjafapappír með krossbandi. Þá gæta menn sín ekki alltaf á guð- spjöllunum og svelgist því stund- um á sakramentinu. Mogginn og glundroðinn Undanfaraa daga hafa sendi- menn D-listans verið á þönum í sjálfu Morgunblaðinu til að koma þessum bögglapósti áleiðis til kjós- enda í Reykjavík. Það er ekki öf- undsvert hlutskipti. Enda er þessi málflutningur afar merkilegur á köflum og einkum og sérílagi þeg- ar minnst er á gamalkunn orð eins og glundroða í forystugreinum blaðsins. Það heitir nefnilega glundroði hjá elsku Mogganum okkar þegar fólk kemur sáman í hóp úr fleiri en einni átt. Þetta er merkileg kenning. Þannig kallar blaðið til dæmis framboð Nýs vettvangs til borgarstjórnar glundroða í nýjum búningi. Fer nú að verða nokkuð erfitt fyrir venjulegt fólk að koma saman í friði fyrir augliti Morgun- blaðsins. I rauninni eru því öll mannamót orðin glundroði í aug- um blaðsins nema ef vera skyldi að eineggja tvíburar slyppu fyrir horn í heimsókn hvor til annars. Það eru hálf lúin vinnubrögð að draga fólk í dilka á þennan hátt og heyra til köldu stríði. Hóp- ar fólks á borð við stjórnmála- flokka ná einfaldlega ekki að stækka nema þeim bætist við liðs- auki úr öðrum áttum. Alvöru flokkar sortera ekki fólk í pólitík frekar en kaupmaðurinn á horninu velur sér kúnna eftir flokksskír- teinum. Þetta á Moggi að vita. Eða .velur blaðið sér ennþá kaup- endur og auglýsendur á þessum nótum? Mogginn og atkvæðin En með þessu móti er Morgun- blaðið ekki bara að velja úr það fólk sem blaðinu þóknast að kjósi D-listann í næstu kosningum. Mogginn er líka að hafna því fólki sem gengið hefur til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn síðustu árin eða áratugi og jafnvel lengur enda hafi það komið úr öðrum flokkum eða verið utan flokka. Mega þá margir búa' sig undir að axla skinnin og líti nú kjósendur flokks- ins í eigin barm. Nýlega gengo tveir þingmenn úr öðrum flokki til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn við dynjandi lófa- tak. Sú viðbót hefur þá væntan- lega aukið á glundroðann í flokkn- jim. Stutt er síðan helsti hug- myndafræðingur D-listans í Val- höll gekk í Sjálfstæðisflokkinn eft- ir að hafa árum saman fundið sannleikann vinstra megin við sjálfan Karl heitinn Marx. Meiri glundroði. Ekki eru í sjálfu sér mörg pólitísk ár síðan öll Engeyj- arættin gekk í flokkinn eftir deilur í Framsókn. Glundroði og aftur glundroði. Og Sjálfstæðisflokkur- Ásgeir Hannes Eiríksson „Alvöru flokkar sortera ekki fólk í pólitík frekar en kaupmaðurinn á horninu velur sér kúnna eftir flokksskír- teinum.“ inn var jú sjálfur búinn til við samruna Fijálslynda flokksins og íhaldsflokksins og hefur því sam- kvæmt kenningu Morgunbiaðsins fæðst í glundroða. 0, jamm! Oft eru hlátur og grátur í sama mal. Ilöfundur erþingmaður Borgaraflokksins í Reykja vík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.