Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Þá bara skrökva þeir aftur eftirBraga Michaelsson Kosningabaráttan vegna bæjar- stjómarkosninganna_ 26. maí nk. er nú á lokaspretti. í þessari bar- áttu hefur að vonum margt borið á góma jafnt stórt og smátt. Al- þýðubandalagsmenn í Kópavogi hafa róið iífróður síðustu daga enda málefnastaða þeirra ekki góð. Það verður að teljast undarleg málefnafátækt í kosningabaráttu þegar menn hafa ekki annað sér til málsbóta en að ljúga upp sökum á andstæðingana til þessa að geta eignað sér allan heiður af verkefn- um þess kjörtímabils sem er að líða. Fossvogsdeilan Eitt þeirra mála sem þannig háttar um er svonefnt „Fossvogs- mál“, það er hin margfræga deila um Fossvogsdalinn og sorpstríð sem kostaði Kópavogsbúa tugi milljóna. Hér er eftirliggjandi dæmi um málatilbúnað þeirra al- þýðbandalagsmanna í Kópavogi. í þrígang hefur Valþór Hlöðversson tekið sig til og skrökvað upp þeirri sögu að ég hafi lagt til að fresta skipulagi í Fossvogsdal til ársins 2000. Hver tilgangur hans er með þessum rakalausa málflutningi veit ég ekki, en líklega er þetfa gamla „kommaaðferðin" að ljúga bara nógu oft, þá muni einhver kannski trúa þegar upp er staðið. Meirihlutaflokkarnir vilja hrósa sér af sigri í þessari deilu. En eini sigur þeirra var að éta ofan í sig eigin gerðir og setja samningana við Reykjavík aftur í gildi við skrif- borðið hjá borgarstjóranum í Reykjavík. Félagsmálaráðherra hefði ekki getað staðfest skipulag- ið nema réttur okkar væri tryggð- ur eins og samningurinn frá 1973 gerði ráð fyrir. Ásakanir A-flokk- anna um að Sjálfstæðisflokkurinn væri að þvælast fyrir er slík regin- firra að það er ekki svaravert og hrein ósannindi. Skólamálin og Heimir Pálsson Vinur minn Heimir Pálsson sendir mér hlýjar kveðjur í blaði þeirra alþýðubandalagsmanna í Kópavogi. Stuðningur Heimis við baráttu Bragi Michaelsson „ Jaftivel þótt sameigin- legar tekjur ársins 1990 séu notaðar eru skuldir yfir þeim hættumörk- um sem ráðuneytið leggur til grundvallar sínu mati.“ okkar sjálfstæðismanna fyrir end- urkjöri mínu í bæjarstjóm er að sjálfsögðu vel þeginn. Ljóst er af skrifum Heimis að skólamál í Kópavogi eru ekki í eins góðu horfí og þeir A-flokkamenn vilja vera láta. Það er engin tilviljun, Heimir minn, að þið meirihluta- menn hafið árlega dregið lappirnar í fjárveitingum til grunnskólanna. Allt þetta kjörtímabil hefur skóla- nefnd staðið í stöðugri baráttu fyrir auknum framlögum og það getur ekki talist til fyrirmyndar að þurfa að innrétta sérstaka að- stöðu í húsnæði úti í bæ til að sinna 6 ára kennslunni sem nú er að verða lögboðin. Um þrengslin i Hjallaskóla á komandi vetri er enn ekki úttalað til fulis, en vonandi verður þessi viðskilnaður A-flokk- anna ekki til þess að gripa þurfí til enn róttækari ráðstafana. Um framhaldsskólann er það að segja að barátta okkar sjálf- stæðismanna leiddi til þess að teikningar af matvælaiðjuskólan- um voru samþykktar af Birgi ísl. Gunnarssyni fyrrverandi mennta- málaráðherra. Það er hinsvegar Ijóst að sú mikla barátta er til lítils þegar enginn árangur verður í baráttu um fjárveitingar til að byggja þennan skóla. Sú hugmynd að skólinn yrði hluti af og í tengsl- um við íþróttahöllina er síður en svo verri hugmynd en byggja grunnskóla í henni. Þannig mætti ef til vill ná fjárveitingu til mat- vælaiðjuskólans og um leið tryggja að ljái-veitingar til íþróttahallarar- innar verði viðunandi. En A-flokk- arnir vildu ekki einu sinni ræða þetta. Menntaskólann í Kópavogi á að styrkja og koma hér á fót fjöl- breyttara námi. Að því vill Sjálf- stæðisflokkurinn vinna á komandi kjörtímabili. Fjármál Kópavogs og félagsmálaráðherra í liðinni viku sendi félagsmála- ráðherra frá sér yfirlýsingu um að Kópavogur væri ekki á gjör- gæslulista ráðuneytisins vegna fjármála bæjarins. Ráðherrann var þar með gamlar upplýsingar úr ráðuneyti' sínu. Nú liggja reikningar Kópavogs- bæjar fyrir 1989 fýrir. Þar kemur fram að „nettóskuldir bæjarins“ aru 685 m.kr. en brúttó skuldir með Smárahvammsskuldabréfum 1.400 m.kr. Þegar hlutfall nettó- skulda er reiknað er ekki tekið tillit til þess að 200 m.kr. eru mjög vafasamar eignir, útistand- andi eldri gjöld og framlög ríkisins sem ekki liggur samþykkt fýrir og notaðar eru til þéss að lækka nettóskuldir. Nettóskuldir Kópa- vogsbæjar eru, ef ekki er tekið mið af þessum vafasömu eignum, um 860 m.kr. Sameiginlegar tekj- ur sem félagsmálaráðuneytið not- ar sem viðmiðun voru 1989 1.224 m.kr. og eru nettóskuldir því um 70% af sameiginlegum tekjum. Jafnvel þótt sameiginlegar tekjur ársins 1990 séu notaðar eru skuld- ir yfír þeim hættumörkum sem ráðuneytið leggur til grundvallar sínu mati. í kosningunum á laugardaginn eiga Kópavogsbúar möguleika á að gefa A-flokkunum áminningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt spilin á borðið. Frambjóðendur flokksins hafa ekki komið til kjós- enda með loforð sem ekki stand- ast né reynt að blekkja. A-flokk- arnir koma nú enn á ný og ljúga aftur að ykkur. Kópavogsbúar! Ég skora því á ykkur að kjósa D-listann í Kópa- vogi 26. maí. Höfundur er bæjnrfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa vogi. Samstaða sjálfstæðismanna eða sundurlyndi vinstrí manna eftir Ólaf Ormsson Kosningabaráttunni fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í Reykjavík 26. maí er að ljúka. Það er einkennandi fyrir kosningabar- áttuna að Reykvíkingum er gefinn kostur á að velja annars vegar á milli traustrar forystu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn undir far- sælli forystu borgarstjórans Davíðs Oddssonar eða hins vegar klofningshópa á vinstri væng íslenskra stjórnmála, sem sumir hveijir hafa kosið að lúta leiðsögn fjölmiðlafólks á H-listanum, lista Nýs vettvangs sem er þó gamall ef grannt er skoðað. Sá listi nýtur nefnilega forystu aðila sem Reyk- víkingum eru vel kunnugir fyrir að hafa birst á hinum ýmsu listum vinstri manna og átt litlu fylgi að fagna um árabil. Að fjölmiðlafólk- ið reynist hafa heillavænleg áhrif á gang borgarmála er ekki trú- legt. Það kann ef til vill að komá fyrir sig orði á sjónvarpsskermin- um, reynslan sýnir aftur á móti að í stjórnmálin hefur það hingað tii varla átt erindi. Einnig er að fínna á H-listanum brotabrot úr Borgaraflokknum sem rær nú lífróður á vettvangi stjómmálanna, á fleyi sem engar líkur eru á að nái nokkurn tímann landi. Gegn sameiginlegum og sterk- um meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins er nú teflt sex listum vinstri manna sem yfirgnæfandi líkur eru á að geti ekki sameinast um eitt eða neitt. Hið eina skynsamlega í þeirra stöðu hefði auðvitað verið það að reyna að bjóða fram sam- eiginlagan lista, en eins tvístraðir og sundurlyndir og vinstri menn eru einmitt þessa dagana, þá er slíkt auðvitað útilokað. Það er löng og góð reynsla feng- in fyrir því að þegar Sjálfstæðis- flokknum er treyst fyrir málefnum Reykvíkinga þá er unnið mark- visst og skipulega að upþbyggingu Reykjavíkurborgar. Hvarvetna blasa við hinar miklu framkvæmdir sem átt hafa' sér stað á liðnu kjörtímabili. í bygg- ingarmálum aldraðra hefur verið unnið stórvirki. Þjónustuíbúðir aldraðra við Lönguhlíð, Snorra- Betri skóli eftir Valgerði Eiríksdóttur Fyrir skömmu horfði ég á þátt í sjónvarpinu sem fjallaði um að- búnað íslenskra barna. Þar var rætt við ýmsa aðila sem vinna með börn eða tengjast málefnum þeirra á einhvern hátt. Það kom berlega fram hjá öllum viðmæ- lendum að börnin og þarfír þeirra mæta afgangi í okkar ‘auðuga samfélagi. Þama kom fram hversu gífurleg vandkvæði það eru sem margir foreldrar og börn þeirra þurfa að takast á við vegna vistun- ar og of stutts skóladags. Reykjavíkurborg er vel efnum búin og ætti því að geta séð sómasam- lega fyrir sínum þegnum, en börn eru einnig þegnar hennar (þótt þau hafí ekki atkvæðisrétt). Skóladag- heimili eru skammarlega fá, en margir sem þurfa á þeim að halda. Það er ótrúlegt en satt að núna þegar síðasti áratugur tuttugustu aldarinnar er hafinn skuli aðeins einn skóli í Reykjavík vera heils- dagsskóli, en Fossvogsskóli telst vera tilraunaskóli með slíkt skipu- lag, og nýtur til þess sérstakrar fjárveitingar, í nýjasta hverfi borgarinnar við Grafarvog er að- „Alþýðubandalagið hef- ur hvatt til meira hverfalýðræðis og er tilbúið að vinna að slíku skipulagi fái fúlltrúar þess einhverju ráðið hér í borginni að lokn- um kosningum.“ eins einn skóli, og vísir að öðrum, enda getur það varla kallast skóli þegar lausum stofum er hrúgað saman á lóð þar sem í framtíðinni á að risa hin eiginlega skólabygg- ing. Af því verður þó ekki á þessu ári, lausu stofunum verður einung- is fjölgað. Þetta er glöggt dæmi um hvernig íbúahverfín rísa eitt af öðru á undan þeirri þjónustu sem þau þurfa á að halda, og allt- af á kostnað barnanna. Skólanefiidir í hverfín Það kom einnig fram hjá flest- um viðmæjendum í áðurnefndum sjónvarpsþætti að svo virðist sem foreldrar sætti sig við þetta ástand. Þeir telji að hér verði engu um breytt. Yfirvöldin eru fjarlæg og fara sínu fram óháð vilja íbú- Valgerður Eiríksdóttir anna í hverfunum. Þessu þarf að breyta. Ein leið til þess að auka möguleika fólks til að hafa áhrif á skólamálin í sínu hverfí er að skipta borginni í skólahverfi þar sem sérstakar skólanefndir sinna málefnum hverfisins. Með slíku fyrirkomulagi væri íbúum eins hverfis auðveldað að hafa áhrif á mikilvæg álitamál eins og t.d. hvort aka skuli nemendum milli hverfa þegar yfirvöld telja að hús- næði skóla í einhveiju öðru hverfi sé vannýtt, og því megi spara frek- ari skólabyggingu í hverfinu sem er að rísa. Dæmi um þetta er að nemendum 7.-9.. bekkjar í Ár- túnsholti hefur verið ekið í Lauga- lækjarskóla, en margir íbúar hverfisins eru aldeilis ekki sáttir við að velja þá leið. Annað dæmi er hið fræga Ölduselsmál þar sem íbúar hverfisins reyndu að hafa áhrif, en ekkert tillit var tekið til þeirra. Alþýðubandalagið hefur hvatt til meira hverfalýðræðis og er til- búið að vinna að slíku skipulagi fái fulltrúar þess einhveiju ráðið hér í borginni að loknUm kosning- um. Alþýðubandalagið er einnig tilbúið til að nýta þá fjármuni sem erú til ráðstöfunar í þágu þegna þessarar borgar. Það mun ekki gleyma börnum og öldruðum. Sá meirihluti sem nú situr við völd er á móti auknu lýðræði fólksins. Hann kýs að nota peninga okkar borgarbúa til að reisa glæsihallir, sem einungis útvaldir og efna- meiri muni nýta. En hvað viljum við borgarbúar? Það ræðst laugar- daginn 26. maí er við göngum að kjörborðinu. Höíúndur er kennari og skipar 10. sætið á lista Alþýðubandalagsins i Reykjavík. Ólafiir Ormsson braut, Vesturgötu, inn við Sund- laugaraveg og úti á Granda er ljós vottur þess að ekki hefur verið setið auðum höndum þegar bygg- ingarmál aldraðra eru annars veg- ar, og nú eru hafnar framkvæmd- ir við stórbyggingu við Lindar- götu. Uppbyggingin í Viðey, endur- reisn Viðeyjarstofu, bygging Borgarleikhússins, stórkostlegar framkvæmdir í Grafarvogi, Nesja- vallavirkjun; framkvæmdir við Perluna í Öskjuhlíð og bygging ráðhússins í miðborg Reykjavíkur eru einnig ljós dæmi þess að við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg eru menn sem láta verkin tala. Og nú síðast fyrirhugaðar stórfram- kvæmdir við uppbyggingu Korp- úlfsstaða sem framtíðar menning- ar- og listamiðstöðvar Reykjavík- ur. Og þannig mætti lengi telja. Það er því ábyrgðarhluti að kasta atkvæði á einhvern hinna sex lista vinstri manna og eiga það á hættu að velja í borgar- stjórn fólk sem allar líkur eru á að muni eiga það eitt sameiginlegt að ná samstöðu þegar annars veg- ar eru kosningar í ráð og nefndir og þarf að huga að hinum ýmsu bitlingum sem vinstri menn munu standa að. Það er ef til vill líkt því og að freista gæfunnar í lottói eða happaþrennu að veðja á hin sex sundurleitu framboð vinstri manna. í happdrættum er þó ein- hver von um stóran vinning. Sá eða sú sem veðjar á einhvem hinna sex lista vinstri manna getur hæg- lega keypt köttinn í sekknum. Fylkjum liði um D-listann í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Forðumst glundroða og upp- lausn í málefnum Reykjavíkur- borgar. MíÆnáúr er ríÓi^unSfir.* ***■***“*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.