Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 27

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1990 |§(ll|r vmjL 1B64 W'f , <WI i ó __ o | Emma er eitt af nýsmíðuðu skipunum. 11-12 hundruð tonn á viku, en nefndin heima leyfir 640 tonn. Það er alltaf sent minna út en beðið er um úti og þetta þýðir að fiskverðið úti er orðið svo hátt að enginn get- ur keypt, því framboðið er svo lítið. Þetta er ekki okkar hagur. Að und- anförnu höfum við fengið nær sama verð fyrir kola og ýsu og þorsk sem eru háð leyfi, að vísu með 15% skerðingu í afla sem er í rauninni furðuleg hegning fyrir að flytja út og fá svo mikið fyrir fiskinn sem raun ber vitni. Nóg er nú aðhaldið heima, næstu fjóra mánuði verð ég samkvæmt kerfinu að vera í stoppi í 65 daga alls. Þetta er slæm nýting á góðum tækjum. Minn nýi bátur var á hagstæðu verði miðað við gangverð hér heima, kostaði 74 millj. kr. fyrir tveimur árum og 10 milljónir greiddu þeir fyrir gamla bátinn, en auðvitað höfum við all mikla sérstöðu hér í Eyjum, stað- settir inni á gjöfulum miðum og erum staðsettir næst erlendu höfn- unum þannig að við erum alltaf með góðan fisk, enda þýðir ekkert að senda hálfónýtan fisk eða af- gangsfisk eins og sumir gera.“ „Staða bátaflotans í Vestmanna- eyjum er góð,“ sagði Guðjón Rögn- valdsson útvegsbóndi, „enda hefur mikil endurnýjun átt sér stað á síðustu þremur árum, endumýjun upp á milljarða króna og rekstrar- staðan hér í Vestmannaeyjum er þokkaleg vegna möguleika á að flytja út ferskan fisk héðan, en það er verið að herða allt of mikið að okkur núna án þess að rök standi fyrir því og við teljum meira að segja að með þessum haftavinnu- brögðum nú sé verið að leggja markaðinn á Humbersvæðinu í rúst. Það er staðreynd að reksturinn er það þungur að þetta byggist allt á því að við getum flutt út, því við gætum ekki rekið bátana á því verði sem við fáum hér heima. Breyting- in á Eyjaflotanum er stórkostleg, en þó er óeðlilegur munur á lánum til breytinga á gömlum skipum og nýsmíði innanlands að því leyti að lán til gömlu skipanna eru til mun styttri tíma þótt hvort tveggja stuðli að betri stöðu innlendra skipa- smíðastöðva. En varðandi spurning- una um fijálsan útflutning eða með höftum þá tel ég að það sé eðlileg- ast að hafa þetta fijálst, það hlýtur að vera mest skilvísi með því og hagkvæmni. Miðstýring í útgerð er bijálæði og getur aldrei gengið upp af viti. Það væri ef til vill hægt ef sjávarútvegur skipti litlu máli fyrir þjóðina, en það er nú öðru nær. Utvegsmenn hér hafa um áratuga skeið byggt rekstur sinn á mikilli hagkvæmni og áróður Steingríms Hermannssonar á okkur var ekki svaraverður, því við höfum ekki komist upp með það að borga ekki skuldir okkar og höfum ekkert fengið á silfurfati í útgerðinni hér. Það er furðulegt að þurfa að sitja undir slíkum áróðri frá sjálfum for- sætisráðherranum.“ „Miðað við út- gerð á löngu tímabili er rekstrarstaðan voðalega erfið núna, orku- kostnaður er mikill, mikil höft út af kvóta og slök nýting á tækjunum miðað við kostnað, en menn verða að reyna að halda í horfinu því hagur byggðarlagsins er í húfi og þjóðfé- lagsins alls ef menn gefast upp þó á móti blási,“ sagði Bjarni Sighvats- son skipstjóri og útvegsbóndi í Vest- mannaeyjum. „Ummæli Steingríms forsætisráðherra um endumýjun bátaflotans hér hefði hann átt að geyma með sjálfum sér. Menn eru að vinna við þessa útgerð frá morgni til kvölds til þess að láta byggðarlagið fljóta uppi og það þarf að vera ákveðið svigrúm, því nóg eru nú höftin og þröskuldarnir samt. Það er til dæmis ljóst að það þarf að vera hægt að flytja hluta aflans út í gámum ferskan, en ég tel að með betri stjórnun á þessu og samræmingu þá ættu allir að geta verið ánægðir, bæði þeir sem vilja. flytja út og fiskverkendur hér heima. Eg held að það sé ljóst að ef hver bátur sem er í gámaútflutn- ingi landaði um 300 tonnum af afla hér heima á ári þá væri ágætt jafn- vægi í þessum efnum, því það er ekki fleira fólk til staðar til þess að vinna aflann. En að ætla okkur að halda bátunum ekki við, það gengur ekki, við verðum að fylgjast með þróuninni, annars verðum við á eftir. Það er ekki hægt að ásaka okkur í útgerð í Eyjum um bruðl eða óhagkvæmni, því hér er lagt kapp á nýtingu. Við keyptum til dæmis gamlan bát frá Þorlákshöfn í ársbyijun 1988, Kristbjörgina. Hann var kallaður öskutunnan þeg- ar hann kom hingað. Við létum þrífa hann og sandblása og í raun og veru var aðallega verið að hreinsa skít. Við settum í hann nýja ljósavél, en síðan má segja að það hafi ekki komið iðnaðarmaður þar um borð og báturinn hefur stað- ið vel fyrir sínu. Hann kom hingað með 700 tonn af þorskkvóta, sem vegna skerðingar er reyndar kom- inn á þessum tíma niður í rúm 500 tonn, því aflamarkið hefur verið skert það mikið á þessu tímabili, en hann hafði einnig síldarkvóta og á síðasta ári skilaði þessi bátur 72 milljóna verðmætum á land. Kristbjörgin er ekkert sérstakt glæsifley, en- ágæt og hitt er að þegar skip mega ekki veiða meira en hálft árið og með endalausum stoppum þá eru kröfur um aðbúnað varla eins miklar. Annars er ég mjög ósáttur við það sem er á lofti Bjarni Sighvatsson LAUSBLAÐA- MÖPPUR írá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 um þessar mundir varðandi fisk- veiðistjórnunina, því nógar eru skuldirnar hjá útgerðinni þótt sala á kvótanum komi ekki til viðbótar. Það er enginn grundvöllur til frek- ari skattlagningar á útgerðina. Menn þurfa að hafa allar klær úti í skipulagningu og hagræðingu og vera á kafi í þessu allan sólarhring- inn til þess að reyna að ná endum saman. Það er ærið oft þannig í útgerðinni að menn verða að hrökkva eða stökkva og það liggur alveg ljóst fyrir að ef menn hefðu ekki farið út í endurnýjun og endur- bætur á flotanum hér á síðustu árum þá væri útgerðin hér hvorki fugl né fiskur, aðeins togararnir, en sem betur fer er það siður manna hér að stökkva frekar en hrökkva.“ „Staðan hjá útgerðinni hefur lagast mikið með tilkomu markað- anna, en allur kostnaður hefur farið snarlega fram úr fiskverði innanlands og það er eins og kostnaðurinn sé látinn miðast við fiskverðið erlendis þótt það séu ekki nærri allir sem njóta þess,“ sagði Sigurbjörn Hilm- arsson skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmannaeyjum. „En höftin eru orðin rosaleg mikil og erfitt við þetta að eiga um margt þegar eitt- hvað kemur upp á. Það kostar til dæmis orðið 32-36 krónur að senda kílóið af fiski út í gámum og þegar verðið þýtur upp innanlands eins og gerst hefur fyrir tilstilli markað- anna og samkeppninnar við útlönd þá fer þetta í farveg sem meira jafnvægi verður í og líklega mun það bæta atvinnuþáttinn innan- lands frekar en nú er. Hjá okkur hefur reksturinn verið í rétta átt, en við urðum fyrir því óláni að lenda í spilvandræðum og ef það hefði ekki komið til værum við á fullri ferð að vinna okkur út úr vandan- um. Ég vonast til þess að málið deysist farsællega og þetta á' að geta gengið upp með 12 ára lána- byrði, en fjármagnskostnaðurinn er orðinn svo rosalegur að menn verða vanskilamenn eftir smástopp. Varð- andi fiskveiðifrumvarpið sem nú liggur fyrir þá er það að segja að ef það verður samþykkt brýtur það upp um leið allt lánakerfi sjávarút- vegsins og það þýðir þá eina alls- heijar uppstokkun." „Staða út- gerðarinnar í dag er í mjög mikilli óvissu, því að við fáum ekki lengur að ráða því sjálfir hvem- ig við rekum okkar fyrirtæki, þannig er málum komið í lýðveld- inu íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Ingólfsson útvegsbóndi í Vest- mannaeyjum. „Það eru jafnvel sum- ir sem telja að verðið á fiskinum skipti engu máli og það hefur kom- ið fram hjá talsmönnum hraðfrysti- húsanna í landinu. Það er auðvitað grundvallaratriði að við fáum að ráða þessu sjálfir og það er niður- lægjandi fyrir útgerðarmenn á Is- landi að það sé Borgaraflokkurinn sem með hrossakaupum tryggir framgang þessarar vitleysu sem ríkisstjórnin er dengja yfír okkur út á einhveija meiri umbun Borg- araflokknum til handa í umhverfis- málaráðuneytinu. Hitt er að fisk- vinnslustöðvarnar eru að bregðast við breyttum aðstæðum með því að skapa meiri verðmæti úr minni kvóta, en með gámaútflutnings- möguleika er hægt að gera bátana út allt árið og skapa þannig vinnu fyrir sjómenn, en þessi endalausa miðstýring er óþolandi og eina vitið að útgerðarmenn fái sjálfir að standa ábyrgir og stjórna rekstri útgerða sinna.“ Grein: Árni Johnsen. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson HUGSUÐURINN Lístræn stytta úr postulíni eftir Gusella Verð kr. 2.975,- Ath. 5% staðgreiðsluafsláttur KOSTABODA KRINGMN KBIMeNH Sími 689122 S_______________,_/ Sigurður Ingi Ingólfsson RONTGENTÆKNI TÆKNI í Heilbrigðisdeild Tækniskóla íslands býðst áhugavert nám á háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loknu. Innritun fer fram í Tækniskóla íslands Höfðabakka 9, sími 91-84933. STUDENTAR ATHUGID Umsóknarfrestur er til 31.MAÍ sjúkrahúsin tækniskóli íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.