Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur mótað svipmót bajarins
- segir Benedikt Sveinsson, oddviti
sjálfstæðismanna í Garðabæ
í GARÐABÆ hafa sjálfstæðismenn verið við vðld allt frá því fyrst
var kosið pólitískri kosningu til sveitarfélagsins 1966. Benedikt
Sveinsson hæstaréttarlögmaður og bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem
skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar, telur
Garðabæ vera táknrænt dæmi um það hvernig bæjarfélag líti út
sem sjálfstæðismenn hafa stjórnað alla tíð. „Sjálfstæðisflokkurinn
hefúr mótað svipmót bæjarins."
Benedikt Sveinsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar og efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Að sögn Benedikts hefur síðasta
kjörtímabil einkennst af styrkri
stjórn sjálfstæðismanna, sem hald-
ið hafi áfram á þeirri braut sem
mörkuð hefur verið undanfarin ár.
Þau verkefni og mál sem unnið
hafi verið að beri vott um það.
íþróttamiðstöð Garðabæjar
Benedikt telur byggingu íþrótta-
miðstöðvarinnar hafa verið viða-
mesta verkefni kjörtímabilsins, en
tekið hafi verið í notkun fullkomið
íþróttahús og sundlaug. „Við klár-
uðum sundlaugina á 10 mánuðum
og íþróttahúsið á 16, og kostaði
framkvæmdin í heild 250-300 millj-
ónir. Við höfum tekið þá stefnu að
leggja íþróttafélögunum til mann-
virki, en síðan verða félögin sjálf
að sjá um reksturinn. Er þar unnið
mikið og fómfúst sjálfboðaliða-
starf. Þeir sem veljast til forystu í
íþróttafélögunum geta með þessu
einbeitt sér að rekstri þeirra og
félagsstarfi í stað þess að standa
í byggingarframkvæmdum. Ég tel
að þessi stefna sem sjálfstæðis-
menn hafa mótað, hafi gefist mjög
vel. Við leggjum mjög mikla
áherslu á íþrótta- og æskulýðsmál,
enda má segja að Garðabær sé
mikill íþrótta- og æskulýðsbær því
af um 7.000 íbúum bæjarins eru
um 2.000 á skólaaldri; frá leik-
skóla til loka framhaldsskóla."
Umræðan beinist því næst að
skólamálum í Garðabæ. „Við höf-
um verið að efla skólastarfíð mark-
visst og síðustu ár höfum við lagt
sérlega rækt við Fjölbrautaskói-
ann, en hann er fjölmennasti fjöi-
brautaskólinn á höfuðborgarsvæð-
inu utan Reykjavíkur. Við teljum
að almennt sé gott ástand í skóla-
málum í bænum; til vitnis um það
er sífelld ásókn fjölskyldufólks í
bæinn. Sama á við um íþrótta- og
æskulýðsmálin, sem og um leik-
skólamálin," segir Benedikt og
bendjr á að dagvistarrými verði
tvöfaldað á næstu níu mánuðum,
en leikskólapláss eru nú 200 og
fjölgar í um 300 á árinu 1991.
Traust fjárhagsstaða
Traustur fjárhagur bæjarfélags-
ins er eitt af aðalsmerkjum sjálf-
stæðismanna í Garðabæ, að mati
Benedikts. „Lausafjárhlutfall bæj-
arsjóðs er rúmlega 1,70 og gerist
það ekki víða hærra. Skuldastaðan
er einnig mjög vel viðunandi.
Vaxtagjöld á síðastliðnu ári voru
aðeins 18 milljónum króna meiri
en vaxtatekjurnar, en heildartekjur
bæjarins eru nú tæplega 525 millj-
ónir. Vegna hinnar tryggu fjár-
hagsstöðu gátum við auðveldlega
aflað lánsfjár til að byggja íþrótta-
miðstöðina og verða þau lán greidd
á næstu 10 árum. Aðaltekjustofn
Garðabæjar er útsvarið, en það er
nú 7%. Er það svipað og meðaltal-
ið yfír landið. Aðstöðugjöld eru hins
vegar lág, meira að segja lægri en
í Reykjavík og fasteignagjöldin eru
svipuð og víðast. Opinber gjöld í
Garðabæ hafa ekki hækkað að
raunvirði og eini nýi skatturinn á
kjörtímabilinu er 0,13% holræsa-
gjald til að fjármagna hreinsun
strandlengjunnar. Alögur á hvern
íbúa í Garðabæ eru lægstar á höf-
uðborgarsvæðinu, og rekstrar-
kostnaður bæjarfélagsins á hvern
íbúa er lægstur á höfuðborgar-
svæðinu. Jafnframt er mestu fé á
hvern íbúa varið til framkvæmda,
að Seltjarnarnesinu einu undan-
skildu."
Um málefni aldraðra segir Bene-
dikt að bærinn hafi haft forgöngu
um stofnun byggingarfélags eldri
borgara. „Við beittum okkur fyrir
úthlutun lóðar til þeirra, sem Al-
þýðubandalagið var að sjálfsögðu
á móti. 45 íbúðir eru nú í smíðum
á vegum samtakanna og eru þær
fyrstu að verða tilbúnar. Þetta er
eitt dæmið um árangursríkt sam-
starf bæjaryfirvalda og ftjálsra fé-
laga innan bæjarins. Við þessar
byggingar er síðan ýmis þjónustu-
og félagsstarfsemi á vegum bæjar-
ins.“
Byggingar aldraðra eru ekki
einu framkvæmdirnar í bænum, því
bæjaryfirvöld hafa gætt þess að
sögn Benedikts að skapa nokkuð
gott jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar eftir byggingarlóðum.
„Um 60-70 nýjar íbúðir eru byggð-
ar á ári og í vor keyptum við nýtt
byggingarsvæði í landi Arnarness
í Hæðarhverfi, sem er tæpir 10
hektarar að stærð. Einnig má þess
geta að bæjarstjórnin beitti sér
fyrir stofnun hlutafélags um bygg-
ingu á kaupleiguíbúðum, sem þeg-
ar er hafin bygging á. Húsnæðis-
stofnun hafnaði umsóknum um
frekari kaupleiguíbúðir á þessu
ári, án þess að fullnægjandi skýr-
ingar hafi fengist."
Áframhald framfara
Benedikt kveður kjörtímabil
áframhaldandi framfara og upp-
byggingar vera framundan, veiti
Garðbæingar sjálfstæðismönnum
áframhaldandi brautargengi.
„Stærsta verkefnið verður án efa
holræsaframkvæmdirnar. Það er
reyndar ekki aiveg ljóst á þessari
stundu hvaða leið verður valin í
þeim efnum, en þar koma þijár
leiðir til greina; misdýrar. Sú ódýr-
asta kostar 130 milljónir, en hún
felst í því að leiða skolpið 1,5 km
út á Skeijafjörð. Dýrasta leiðin,
sem kosta myndi 230 milljónir, felst
í samstarfi við Reykjavík og Kópa-
vog og veita þannig skólpinu út
fyrir Akurey. Það kemur okkur til
góða nú að hafa lagt til hliðar tekj-
ur af holræsagjaldinu, en þær nema
nú um 60 milljónum. Bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins greiddi á
sínum tJma atkvæði gegn holræsa-
gjaldinu, þannig að áhersla E-list-
ans á holræsaframkvæmdimar í
kosningunum nú er því nokkuð
hjákátleg."
Sjálfstæðismenn munu áfram
starfa að sömu grundvallarmálum,
eftir sömu meginreglum og áður,
að sögn Benedikts. „Við munum
halda opinberum gjöldum í lág-
marki og beita aðhaldi í útgjöldum.
Við munum halda áfram að efla
æskulýðs- og íþróttastarf. Við
munum halda áfram gatnagerðar-
framkvæmdum af krafti og við
munum taka í notkun nýjan skóla
í austurhluta bæjarins."
Málflutningur minnihlutans
fráleitur
Um horfurnar í komandi kosn-
ingum segir Benedikt: „Samstarfíð
við minnihlutann á síðastliðnu
kjörtímabili hefur verið ágætt og
þau stutt okkur í ýmsum góðum
málum. Málflutningur þeirra við
kosningarnar nú er hins vegar frá-
leitur, þar sem ýmist er um yfirboð
eða undirboð að ræða. Við sjálf-
stæðismenn erum hins vegar
ánægðir með hlut okkar í framfara-
málum undanfarinna ára og við
treystum okkur til þess að gera enn
betur. Sjálfstæðismenn hafa mótað
svipmót bæjarins og við teljum að
bæjarfélagið sé á mikilli framfara-
braut. Garðabær er að stækka og
dafna; íbúum fjölgar og bæjarbrag-
ur að fá á sig meiri festu; íbúunum
til hagsbóta. Það er von okkar að
bæjarbúar kunni að meta það sem
vel er gert og styðji Sjálfstæðis-
fiokkinn til áframhaldandi góðra
verka.“
Fundur um dagvistunarmál:
Ekkert því til fyrirstöðu að
leysa dagvistunarvandann
- segir Anna K. Jónsdóttir, Sjálfetæðisflokki
FJOLDI plássa á dagvistunarheimilum, og menntunar- og launamál
hjá faglærðum fóstrum voru efst á baugi á fundi um dagvistunarmál,
sem Foreldrasamtökin í Reykjavík héldu með fulltrúum allra þeirra
flokka sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningum. Fyrir fulltrúana var
lögð spurningin: „Hvernig getum við stuðlað að betri dagvistunarheimil-
um og jalnframt stuðlað að hraðari uppbyggingu? Fundurinn var fá-
mennur, hann sóttu tæplega tuttugu manns.
Morgunblaðið/Bjami
Hörður Svavarsson, framkvæmdasljóri Foreldrasamtakanna í ræðu-
stól. Til hliðar við hann silja Anna K. Jónsdóttir, Kristinn .Jóiisson,
Hallur Magnússon og Kristín Dýrflörð.
Að Foreldrasamtökunum standa
foreldrar barna á dagvistaraldri í
Reykjavík og eru félagar rúm 2000.
Hörður Svavarsson, framkvæmdar-
stjóri samtakanna ræddi í opnunar-
ræðu fundarins um dagvistarvand-
ann og sagði samtökin tilkomin
vegna hans. Til skýringar á vandan-
um nefndi hann starfsmannaskort
sem væri tilkominn vegna lágra
launa. í sama streng tók fulltrúi Nys
Vettvangs, Kristín Dýrfjörð. í máli
hennar kom fram að byijunarlaun
fóstra værú 54.000 kr. á mánuði.
Sagði Kristín að auk þess sem hækka
þyrfti launin, þyrfti að bæta aðbúnað
á dagheimilum og Ieikskólum og
gera starfíð áhugavert. „Én við verð-
um einnig að halda áfram að byggja
dagheimili, halda námskeið fyrir
ófaglært starfsfólk og hækka styrki
til dagheimila. Fóstrur í dag telja að
starf þeirra þyki ekki virðingarvert
og vilja vita hvort í framtíðinni eigi
að greina milli barnagæslu og mark-
viss uppeldisstarfs?"
Hallur Magnússon, Framsóknar-
flokki, sagði dagvistunarmál einn
mikilvægasta hlekkinn í menntunar-
ferlinum og Reykjavíkurborg hefði
brugðist í þeim. „Við viljum sveigjan-
legan leikskóla, þ.e. bæði dagvistar-
heimili og ieikskóla, að foreldrar
geti ráðið hversu. lengi bömin eru í
vistun og að þeir geti fengið vistun
fyrir börn sín hvort sem foreldrarnir
em giftir, í sambúð eða einstæðir."
Formaður stjórnar Dagvistar
barna og fulltrúi Sjálfstæðismanna,
Anna K. Jónsdóttir sagði staðreynd-
ina vera þá að þetta kjörtímabil hefði
verið stærsta uppbyggingartímabil í
sögu borgarinnar. „Við höfum komið
á nýjungum innan leikskólanna, t.d.
í hálfsdagsvistun og eigum nú einnig
skráðar heimildir um sögu leikskól-
ans. Við höfum tekið í gegn eldri
leikskóla og bætt starfsaðstöðuna
auk þess sem byggðir hafa verið
nýir leikskólar." Anna sagði starfs-
mannaskortinn ekki hafa aukist.
Svipaðan fjölda fóstra skorti og árið
1981 en tuttugu skólar og heimili
hefðu bæst við. Þá hefði Reykjavík-
urborg oft haft frumkvæði að því
að bæta kjör fóstra og auka virðingu
starfsins. Aldrei hefði verið jafnmik-
ill kraftur í uppbyggingunni og nú.
Að hálfu Græns' framboðs talaði
Kjartan Jonsson. Hann rakti stutt-
lega ástæður framboðsins og taldi
dagvistarmál falla undir svonefndar
hverfisstjórnir, sem framboðið hefði
áhuga á að koma á fót. Þær ættu
að koma í stað miðstýringar og sjá
m.a. um féiagsmál borgarinnar.
Sigríður Hulda Mýrdal frá Flokki
mannsins sagði ástandið í dagvistun-
armálum vissulega hafa batnað en
enn skorti töluvert á til að þau væru
í lagi. „Dagvistun á ekki að vera
geymsla, börnum og starfsfólki á að
líða vel og það er varla hægt á þess-
um launum. Börnin eru ekki einka-
mál foreldra sinna, þau eru fram-
tíðararfur þjóðarinnar. Reykjavíkur-
borg er auðug en ver aðeins 7% tekna
sinna í dagvistarmál. Þetta er spurn-
ingin hvort við metum meira, börnin
eða steinsteypu."
Sigríður Lillí Baldursdóttir,
Kvennaframboði, tók undir með
Sigríði Huldu að börnin væru ekki
einkamál foreldranna. Þeir ættu ekki
að bera alla ábyrgð á uppeldinu.
„Við lifum í þjóðfélagi þar sem er
lítið pláss fyrir börn. Það skiptir því
öllu máli að hagsmunum barna sé
vel gætt svo snúa megi þessari þróun
við.“
Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði flokkinn leggja að-
aláherslu á að bæta við rúmum 2000
dagvistarplássum á næstu fjórum
árum og veija til þess 15% af fram-
kvæmdafé borgarinnar. Þa yrði að
hækka laun fóstra 10-15% til að ná
nágrannasveitarfélögunum Ólestur í
dagvistunarmálum kallaði á áður
óþekkt félagsleg vandamál.
Að loknum framsöguræðum voru
fyrirspurnir úr sal. Þar kom m.a.
fram að í nokkrum hverfum hefur
fækkun barna orðið til þess að fram-
boð á dagvistunarplássum er meira
en eftirspurn, þó að í öðrum hverfum
sé enn skortur á plássum. Þá var sú
spurning lögð fyrir Önnu K. Jóns-
dóttur hvað væri því til fyrirstöðu
að leysa dagvistai-vandann. Sagði
hún fyrirstöðuna enga enda væri
ætlunin að leysa úr vandanum.
Arnarflugr
Aætlunarflugið í eðlilegt horf
ÁÆTLUNARFLUG Arnarflugs er nú komið í eðlilegt horf, eftir
að leiguflugvél félagsins kom til landsins sl. föstudagskvöld, að
sögn markaðsstjóra félagsins.
Óli Tynes, markaðsstjóri Arnar-
flugs, sagði við Morgunblaðið að
bókanir hjá Arnarflugi í sumar
hefðu verið furðugóðar miðað við
aðstæður. Frekar dauft hefði verið
yfír þeim fyrri hluta maí, vegna
vandræða félagsins, og því kæmi
sá mánuður líklega heldur verr út
en á síðasta ári. En um Ieið og flug-
vélin kom til landsins hefði komið
kippur í aðsókn.
Ýmsar erlendar og innlendar
ferðaskrifstofur höfðu sett fyrir-
vara í samninga við Amarflug,
kæmust flugvélarmál félagsins
ekki í )ag fljótlega. Óli sagði að
ekki hefði komið til þess að ferða-
skrifstofur riftu samningum hann
ætti ekki von á öðru en það sam-
starf gæti gengið snurðulaust í
sumar.