Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
45
AF INNLENDUM
VETTVANGI
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR
ÚD og SFD á Dalvík:
Markmið KEA og Samherja
að samhæfa veiðar og vinnslu
og ná fram hagræðingu
NOKKRAR svipting'ar urðu á
Dalvík í kjölfar þess að Dalvík-
urbær seldi öll hlutabréf sín í
Utgerðarfélagi Dalvíkinga til
Kaupfélags Eyfirðinga og KEA
seldi síðan Samherja hf. á Akur-
eyri hlutabréf sín í Söltunarfé-
lagi Dalvíkur. Dalvíkurbær átti
tæplega 49% hlut í Útgerðarfé-
laginu og kaupfélagið einnig,
en Björgvin Jónsson útgerðar-
maður um 2%. Formlega var
gengið frá kaupum Samheija á
hlutabréfúm KEA í Söltunarfé-
laginu á sunnudag, en hlutabréf
Dalvíkurbæjar í ÚD verða af-
hent KEA formlega þegar end-
anlegt uppgjör síðasta árs ligg-
ur fyrir. Illa horfði með rekstur
beggja fyrirtækjanna, Útgerð-
arfélags Dalvíkinga og Söltun-
arfélags Dalvíkur, og á síðustu
mánuðum hefúr leiða verið leit-
að út úr vandanum, enda benti
flest til þess að hjólin væru að
stöðvast með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir atvinnulifið í
bænum.
Rekstur Útgerðarfélags
Dalvíkinga gekk ekki sem skyldi
á síðasta ári og varð 85 milljóna
króna tap á starfseminni. Félagið
rekur tvö dýr skip, Björgúlf EA
og Björgvin EA, sem keyptur var
nýr frá Noregi fyrir tveimur árum.
Skipin hafa ekki nægan kvóta til
að standa undir greiðsluskuld-
bindingum sínum og var þegar í
fyrrahaust farið að ræða hvaða
leiðir væru færar til að tryggja
starfsemina um komandi ár, en
að öllu óbreyttu þótti sýnt að um
áframhaldandi taprekstur yrði að
ræða. Viðræður á milli Dalvíkur-
bæjar og KEA beindust að því
að viðhalda sem næst óbreyttu
atvinnustigi á Dalvík og var það
mat manna að það tækist best
með því að tryggja áframhaldandi
rekstur ÚD og SFD og að jafn-
hliða yrði frystihúsi KEA tryggt
nægt hráefni til vinnslu. Til
tíðinda dró í málinu á vordögum,
þegar KEA bauð að leggja togara
sinn Baldur EA ásamt kvóta auk
kvóta Sólfells EA, sem er í eigu
dótturfyrirtækis KEA, inn í rekst-
urinn og eignast við það 67% hlut
í ÚD. Bæjarráð Dalvíkur hafnaði
þeirri leið, en samþykkt var hins
vegar að Dalvíkurbær seldi Kaup-
félagi Eyfirðinga öll hlutabréf sín
í félaginu.
Reksturinn erfiður vegna
vaxtabyrði í lqölfar kaupa á
Björgvini EA
Magnús Gauti Gautason kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Eyfirð-
inga sagði að Útgerðarfélag
Dalvíkinga hefði verið stofnað til
að afla hráefnis fyrir frystihús
KEA á Dalvík. Ljóst hafí verið
snemma árs 1989 að rekstur fé-
lagsins var mjög erfiður, m.a. þar
sem vaxtabyrði var veruleg vegna
kaupa á togaranum Björgvini EA.
í fyrrahaust hafi menn farið að
ræða hvað hafí verið unnt að gera
og reynt að marka stefnuna fyrir
komandi ár. Augu manna hefðu
mjög beinst að því að lækka út-
gerðarkostnaðinn í heild, m.a.
, með því að leggja togaranum
Baldri og færá kvóta hans yfir á
ÚD-togarana og flytja einnig
kvóta Sólfellsins yfir á þá. Baldur
var í eigu KEA og Sólfellið átti
dótturfyrirtæki þess, en síðar-
nefnda skipið hefur verið gert út
frá Hrísey. Hefði þessi leið þótt
vænleg hefði ÚD þurft að kaupa
skipin og kvótann, en KEA bauð
Dalvíkurbæ að leggja Baldur
ásamt veiðiheimildum og_ veiði-
heimildir Sólfells inn í ÚD og
skyldi ÚD greiða fyrir með hlut-
afé, þannig að KEA ætti 67% hlut
í félaginu á eftir.
„Tilgangurinn með þessu er í
fyrsta lagi að það er hagkvæmara
að ná í aflann með tveimur skipum
og þetta myndi auka tekjur fé-
lagsins verulega og tilkostnaður
á hvert tonn yrði minni. í öðru
lagi myndum við eignast tvo
þriðju hluta í fyrirtækinu þannig
að við hefðum yfir því að ráða
og gætum þar af leiðandi sam-
hæft veiðar og vinnslu,“ sagði
Magnús Gauti. Dalvíkurbær kaus
fremur að fara þá leið að selja
öll sín hlutabréf í ÚD til KEA og
varð sú leið ofan á, en með því
fengi bærinn fjármagn sem hægt
væri að leggja í aðra atvinnustarf-
semi og styrkja atvinnulíf staðar-
ins. Samningur var gerður um
kaupin og varð niðurstaðan sú að
KEA keypti hlutabréf Dalvíkur-
bæjar á 81,4 milljónir króna.
Veiðar og vinnsla rek-
in sem ein heild
Stefna Kaupfélags Eyfirðinga
með kaupum á hlutabréfum í UD
er að reka útgerð og fiskvinnslu
sem eina heild og verður hráefnis-
öflun fyrir fískvinnslu félagsins
tryggð með því að togarar þess
munu landa afla sínum að lang-
mestu leyti til eigin vinnslustöðva.
Magnús Gauti sagði að sú erfiða
staða sem félagið hefði átt við að
glíma hefði leitt til þess að æ
meir af aflanum hefði verið selt
á erlenda markáði þar sem gott
verð hefði fengist, en á sama tíma
hefði fiskvinnslan ekki haft nægt
hráefni. Kostnaður við hráefnis-
öflun verður lækkaður með því
að færa saman aflakvóta af skip-
um og leggja eða selja þau skip
sem kvóti verður færður af. Sjó-
menn á þeim skipum sem gerð
verða út fá aukin laun með aukn-
um afla, en ekki með því að selja
aflann erlendis eða á mörkuðum
innanlands. Þá er stefnt að þvi
að skip félagsins verði mönnuð
heimamönnum, þannig að að öðru
jöfnu ganga heimamenn fyrir um
þau skipspláss sem losna kunna
í framtíðinni.
Hráefhi til SFD hefur
dregist mikið saraan
Söltunarfélag Dalvíkur var
einnig rekið með tapi á síðasta
ári, eða sem nemur um 35 milljón-
um króna. Erfiðleikar SFD liggja
fyrst og fremst í því að innlagt
hráefni til vinnslunnar hefur dreg-
ist mjög mikið saman, eða úr
2.050 tonnum árið 1986 í 680
tonn á síðasta ári. Þar sem lítið
hafði verið gert til að tryggja
verksmiðjunni hráefni var fyrir-
sjáanlegt að starfsfólk byggi ekki
við örugga atvinnu. Nauðsynlegt
þótti að taka skjótar ákvarðanir
varðandi framtíð SFD, svo takast
mætti að komast hjá lokun verk-
smiðjunnar. Viðræður KEA og
Dalvíkurbæjar beindust að því að 1
fínna fjársterkan aðila sem tilbú-
inn væri til að endurreisa rækju-
verksmiðjuna og var það mat
bæði KEA-manna og forráða-
manna Dalvíkurbæjar að Sam-
heiji á Akureyri þætti þarna
heppilegur aðili. Kaupfélag Ey-
firðinga átti 64% hlut í SFD og
hefur Samheiji keypt þann hluta,
en bæjarstjórn Dalvíkur hefur
afsalað sér forkaupsrétti sínum
að hlutabréfunum.
Markmiðið að reka öfluga
rækjuvinnslu allt árið
Þorsteinn Már Baldvinsson
framvæmdastjóri Samheija sagði
það stefnu fyrirtækisins að sam-
tengja veiðar og vinnslu og reka
góða rækjuverksmiðju á staðnum.
Verulegt tap varð á rekstrinum á
síðasta ári, og sagði Þorsteinn að
ætlunin væri að snúa vörn í sókn
hvað það varðar og miðuðu áætl-
anir Samheija að því að fyrirtæk-
ið stæði undir sér. „Okkar mark-
mið er að reka öfluga rækju-
vinnslu á ársgrundvelli, og stefn-
an er að sjálfsögðu sú að fyrirtæk-
ið skili hagnaði og skilaboð okkar
til framkvæmdastjórnar þar að
lútandi eru skýr,“ sagði Þorsteinn.
Fyrir liggur samþykkt aðal-
fundar um að auka hlutafé í fyrir-
tækinu um-33 milljónir króna og
munu Dalvíkurbær og Samheiji,
í hlutfalli við eignaraðild sína að
fyrirtækinu, taka þátt í hlutafjár-
aukningunni. Finnbogi A. Bald-
vinsson framkvæmdastjóri Sölt-
unarfélags Dalvíkur sagði að þar
sem rekstur fyrirtækisins hefði
gengið illa á liðnu ári væri fjár-
hagstaða þess slæm og því bæri
brýna nauðsyn til að auka hlutafé
þess. í áætlunum félagsins væri
gert ráð fyrir að á næstu árum
verði tekið á móti um 1.500 tonn-
um af hráefni, en það tryggir
rekstrargrundvöll fyrirtækisins og
með því móti verður unnt að halda
upp jafnri og öruggri atvinnu fyr-
ir starfsfólkið. Fimm skip eru nú
í viðskiptum við Söltunarfélagið
og hefur á síðustu tveimur vikum
verið tekið á móti um 150 tonnum
af rækju. Um 50 manns eru á
launaskrá hjá fyrirtækinu og hef-
ur verið unnið allan sólarhringinn
á þrískiptum vöktum síðustu
daga.
uppstigningardag kl. 15-17
LEIKLIST - TÓNLIST - UPPLESTUR
tVivgat
Kynnir:
Elfn G. Ólafsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Ingibjörg Hafstað Guðrún Agnarsdóttir
BETRIBORG FYRIR ALLA, KONUR, BÖRN OG KARLA
V
J