Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 46

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Hafskips- og Utvegsbankamál: Verjendur gagnrýna bankaeftirlit og rann- sóknarnefiid harðlega HAFSKIPSMÁLIÐ verður að líkindum dómtekið í sakadómi Reykjavíkur í dag að loknum seinni ræðum saksóknara og veijenda og er áætlað að dómur verði kveðinn upp þann 29. þessa mánaðar. Síðastir verjenda á mælendaskrá í fyrri umferð málflutningsins voru hæstaréttarlögmennirnir Brynjólfur Kjartansson, Sveinn Snorrason og Orn Höskuldsson. Brynjólfur Kjartansson, veijandi Inga R. Jóhannssonar, kjörins og löggilts endurskoðanda Útvegs- bankans, sem ákærður er fyrir brot í opinberu starfi með því að láta undir höfuð leggjast í störfum sínum að rækja eftirlitsskyldu sína vegna viðskipta bankans við Haf- skip, sérstaklega að því er varðaði tryggingar vegna skuldbindinga bankans og að hafa ekki komið á framfæri aðfínnslum og ábending- um um misfellur sem honum hafi verið kunnugt um. Brynjólfur sagði ljóst að ekki hefðu verið ger'ðar þær kröfur til endurskoðenda banka að þeir legðu sjálfstætt mat á verð- mæti trygginga, slíkt væri bæði meira verk og krefðist sérhæfðari þekkingar en svo. Verkefni endur- skoðenda væri að kanna að starf- semi banka væri rétt lýst í bókhaldi og að telja sjóði. 'T Ingi hefði hlotið að reiða sig á mat annarra á verðmæti skipa og trygginga. Hann hefði haft til hlið- sjónar ársreikninga Hafskips þar sem mat löggilts endurskoðanda félagsins á verðmæti skipanna hefði komið fram og sagði að fyrir lægi í málinu að löggiltum endurskoð- endum væri heimilt að leggja verk hvers annars til grundvallar, á því byggðist meðal annars athugun umsagnarendurskoðenda sérstaks saksóknara á skýrslu rannsóknar- endurskoðanda skiptaréttar. Brynj- ólfur sagði að í máli saksóknara hefði komið fram sú fullyrðing að Inga hefið verið kunnugt um mis- fellur í reikningsskilum Hafskips, "Miafnaði því og sagði viðurkennt af öllum í málinu að engin leið hefði verið að sjá misfellur í ársreikning- um félagsins. Ætlaðist ákæruvaldið til að endurskoðandi bankans færi á skrifstofu Hafskips ogendurskoð- anda þess og skoðaði þar hvert skjal? Þyrfti hann þá ekki að gera hið sama við aðra skuldunauta? Hefði verið unnið eftir þessari túlkun ákæruvaldsins væri Ingi R. Jóhannsson sennilega enn að reyna að koma saman uppgjöri bankans fyrir árið 1984. Hann sagði að Ingi hefði gert þá einu athugasemd vegna Hafskips um áramót 1984- 1985 að tryggingastaða Hafskips _yið bankann væri neikvæð um 50-100 milljónir en hefði þá fengið fullnægjandi skýringu, þá að ákveð- ið hefði verið að auka hlutafé fyrir- tækisins um 80 milljónir með þátt- töku þrautreyndra kaupsýslumanna sem sætu í stjórn félagsins og gjör- þekktu hag þess. Útilokað hefði verið að ætla að fyrirtækið sem þá var í bullandi rekstri ætti svo skammt eftir. Hirðuleysi bankaeftirlits Hann vék að þætti bankaeftirlits við rannsókn málsins og fullyrðing- m forstöðumanna þess um að Inga hefði verið fullkunnugt um athuga- semdir bankaeftirlits við samband Hafskips og Útvegsbanka. Hann sagði þetta rætna og illkvittna árás á umbjóðanda sinn og gengi banka- eftirliti það til að breiða yfir eigin vanrækslu við að fylgja eftir at- hugasemdum sínum. Ljóst væri að ‘ éftirlitið hefði aldrei komið inn í bankann eftir 1980 fyrr en banka- ráðið kallaði eftir því í júní 1985. Ef einhver hefði sýnt af sér hirðu- leysi væri það bankaeftirlitið. Brynjólfur Kjartansson fór háðu- legum orðum um skýrslu þeirrar lögskipuðu rannsóknarnefndar sem kennd hefur verið við formann sinn, Jón Þorsteinsson, og sagði að höf- unda skýrslunnar bæri að tilnefna til bókmenntaverðlauna fyrir stíl- brögð, húmor og kaldhæðni. Nauð- synlegt væri að rituð yrði lærð rit- gerð um þessa ritsmíð til að forða henni frá gleymsku. í skýrslunni fengju afskipti bankaeftirlitsins af Útvegsbankanum þá einstöku ein- kunn að bankaeftirlitið hefði sýnt skarpskyggni og árvekni í málinu en þó verði að gagnrýna að það hafi aldrei á árunum 1980-1985 kannað stöðu þess. Brynjólfur ítrekaði efnislegar sýknukröfur fyrir hönd umbjóðanda síns en gerði þær kröfur til vara að sök hans hefði augljóslega verið fyrnd við upphaf síðari rannsóknar málsins. Loks sagði Brynjólfur að skjólstæðingur sinn hefði sinnt eft- irlitsskyldu sem endurskoðandi bankans með prýði. Málatilbúnaður Jónatans Þórmundssonar gegn Inga R. Jóhannssyni minnti á lax- veiðimann sem barið hefði hyl dag- inn langan án þess að verða var og ákvæði loks að hnýta síðustu fluguna í örvæntingarfullrj tilraun til að fanga eitthvað. Sveinn Snorrason hrl, verjandi bankaráðsmannanna Valdimars Indriðasonar, Garðars Sigurðsson- ar, Kristmanns Karlssonar og Jó- hanns Einvarðssonar, rakti í upp- hafi ræðu sinnar1 stuttlega sögu kaupskipaútgerðar hérlendis. Eim- skipafélag íslands hefði 1914 verið stofnað til að brjóta á bak aftur einokun Dana í siglingum að og frá landinu og hefði frá upphafi búið við góða eiginfjárstöðu vegna al- mennrar þátttöku þjóðarinnar í fé- laginu. Við upphaf seinni heims- styijaldar hefði fyrirtækið komist í þá aðstöðu sem það var stofnað til að bijóta á bak aftur og eflst enn á stríðsárunum. Eftir stríð hefði Samband íslenskra samvinnufélaga einnig hafið kaupskipaútgerð. Á þessum tíma hefðu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur lagt grund- völl að skiptingu atvinnulífsins sín á milli og í skjóli þeirrar skiptingar hefði hagur þessara fyrirtækja eflst og grunnur verið lagður að vel- gengni þeirra fram á þennan dag. Farmgjöld hefðu verið háð verð- lagsákvæðum og þarfir þessara stórfyrirtækja ráðið ákvörðun þeirra. Við þessar aðstæður hefði Hafskip verið stofnað 1958, í sama skyni og Eimskipafélagið á sínum tíma, að brjóta á bak aftur einok- un. Eiginfjárstaða félagsins hefði þá eins og jafnan síðan verið rýr. Strax í upphafi ferils Hafskips hefðu risarnir tveir brugðist við með því að lækka farmgjöld, enda hefði eiginfjárstaða þeirra þolað lækkun og þarfir þeirra ráðið ákvörðun stjórnvalda. í þessu umhverfi hefði Hafskip ávallt hrærst eins og kom- ið hefði í ljós 1984 þegar utanað- komandi aðstæður eins og missir varnarliðsflutninga og olíuverðs- hækkun hefðu knúið Hafskip til að fara fram á hækkun farmgjalda við verðlagsyfirvöld. Á þeim tíma hefði Eimskip enn talið að rekstur ársins 1984 yrði gerður upp með myljandi hagnaði í stað 60 milljóna króna taps eins og komið hefði í ljós vo- rið 1985, og hefði félagið lækkað gjöld sín einhliða. Fyrst eftir að tap Eimskips árið 1984 lá fyrir í júní 1985 hefði Verðlagsstofnun fallist á tillögu félagsins um 8% hækkun gjaldskrár. Bankinn mergsoginn af stjórnvöldum Með svipuðum hætti rakti Sveinn Snorrason sögu Útvegsbankans, sem stofnaður hefði verið 1930 á rústum íslandsbanka, með 60% hlutafjárframlagi ríkisins en hefði verði breytt í hreinan ríkisbanka í tveimur skrefum árin 1957 og 1961. Bankanum hefði ávallt verið einkum ætlað að þjónusta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og oft hefðu bankáleg sjónarmið orðið að víkja fyrir þrýstingi stjórnvalda. Þannig hefði vöxtum á afurðalánum verið haldið niðri og bankanum verið með ýmsu móti ætlað langvarandi og veigamikið hlutverk í endurteknum björgunaraðgerðum ríkisins í þágu atvinnugreinarinnar. Taprekstur fyrirtækjanna hefði langtímum saman verið kostaður af bankanum meðan beðið var bjargráða ríkis- valdsins sem oftar en ekki hefðu falið í sér víðtækar skuldbreytingar. Hafskip hefði verið stofnað 1958 á meðgöngutíma breytinga á bank- anum úr hlutafélagabanka í meiri- hlutaeigu ríkisins í hreinan ríkis- banka. A þeim tíma hefði Seðla- banki íslands enn verið skúffa í Landsbankanum þar sem báðir risarnir í millilandasiglingum voru í viðskiptum. Auk Landsbankans hefði Útvegsbankinn einn haft leyfi til að versla með gjaldeyri og slík viðskipti hefðu verið Hafskip nauð- syn. Félagið hefði því ekki átt um annan viðskiptabanka að ræða en Útvegsbankann. Eftir stofnun Seðlabankans hefði Útvegsbankinn verið í þeirri stöðu að sæta gagn- rýni þaðan vegna mikilla lána til bágstaddra sjávarútvegsfyrirtækja og jafnframt verið undir hælnum á stjórnvöldum að láta ekki deigan síga við þátttöku í bjargráðunum. Auk þess hefði skattur verið lagður á gjaldeyrisviðskipti bank- ans og Seðlabankinn beitt ítrekað refsivöxtum vegna slæmrar lausafj- árstöðu. Þannig hefði ríkissjóður stöðugt og ítrekað lagt á bankann refsingar, svipt hann möguleikum til að hagnast og mynda eigið fé, heft starfsemi hans og vöxt. Auk þess hefði ríkissjóður veitt bankan- um stórfellda samkeppni með sölu ríkisskuldabréfa sem dregið hefðu fjármagn frá atvinnulífi og bönkum. Það væri í raun undravert hvernig stjórnendum bankans hefði tekist að halda vatni og það væri stað- reynd að staða bankans hefði ekki í annan tíma verið skárri en í þann mund er móðursýki út af Hafskip heltók fjölmiðla og hrifnæma stjórnmálamenn. Lögmaðurinn vék að umræðum á Alþingi um málefni Hafskips, og ummælum Ólafs Ragnars Gríms- sonar og fleiri er þá sátu á Al- þingi. Hann sagði umræðuna hafa einkennst af órökstuddum fullyrð- ingum og aðdróttunum en rakti einnig ræður skjólstæðinga sinna, Garðars og Valdimars, þáverandi þingmanna, sem krafist hefðu fag- legrar, hlutlægrar umfjöllunar og bent á að ógætileg opinber um- mæli gætu torveldað viðræður sem þá stóðu yfír um yfirtöku Eimskipa- félagsins á rekstri og skuldbinding- um Hafskips. Afleiðingarnar hefðu einmitt orðið þær. Hann rakti um- ræður á Alþingi í kjölfar gjaldþrots- ins, þingsályktunartillögu Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Helgadóttur um 14 manna rann- sóknarnefnd sem starfaði fyrir opn- um tjöldum og að viðstöddum íjöl- miðlum, og reifaði ummæli Ólafs Ragnars í þinginu um að nú hefðu ýmsir forystumenn og frammá- menn í Sjálfstæðisflokknum kostað þjóðarbankann hundruð milljóna, sem almenningur myndi borga í formi Hafskipsskatts, sennilega allt að 10 þúsund krónur á hverja fjöl- skyldu. Ekki væri nóg að skiptarétt- ur einn annaðist rannsókn málsins. Upphlaup „mann- kynslausnara“ Sveinn Snorrason sagði að ljóst væri að upphlaup „mannkynslausn- aranna“ á Alþingi í nóvember 1985 hefði valdið straumhvörfum í máli Hafskips. Um þetta leyti hefðu ver- ið í gangi viðræður um að Eimskipa- félagið keypti eignir félagsins á 15 milljónir Bandaríkjadala en upp- hlaupið og upplýsingaleki orðið til þess að Eimskip ákvað að halda að sér höndum. Sveinn gagnrýndi eins og aðrir veijendur bankamanna harðlega skýrslu hinnar lögskipuðu nefndar sem fyrr var vitnað til. Hann rakti yfirlit yfir alla fyrirgreiðslu Útvegs- bankans til Hafskips frá 10. októ- ber 1984 til jafnlengdar 1985, sem öll hefði verið í erlendri mynt og aðeins verið veitt að samþykki langlánanefndar og eða samstarfs- nefndar viðskiptabankanna að lok- inni efnislegri umíjöllun. Bæði Seðlabanka og viðskiptaráðherra hefði á öllum stigum verið kunnugt um fyrirgreiðsluna og verið ljóst að hún væri eðlileg. Sveinn sagði að við skipun Jónat- ans Þórmundssonar sem sérstaks saksóknara hefðu verið bundnar vonir við að við rannsókn málsins yrði tekið mið af þeim grundvallar- réttindum sakaðra manna sam- kvæmt réttarfarslögum að rannsök- uð séu jöfnum höndum atriði sem benti til sýknu og sektar, sannleik- urinn sé leiddur í ljós. Sú von hefði brugðist og sá grunur læddist að sér að saksóknari, sem væri víðkunnur fræðimaður, hefði verið svo lengi í vernduðu umhverfi há- skólans að hann hefði misst sjónar á raunveruleikanum þar sem taka þyrfti ákvarðanir sem fælu í sér áhættu. Slíkt væri óhjákvæmilegt í atvinnurekstri sem hefði það að markmiði að gefa af sér arð sem nauðsynlegur væri til að standa undir réttarríki, velferðarþjóðfélagi ogháskóla. í Hafskip og Útvegsbankanum hafi menn orðið að taka ákvarðanir og þótt þær hafi ekki alltaf skilað þeim árangri sem að var stefnt hafi markmið þeirra verið að firra tjóni og vernda hagsmuni. Tjón hafi orðið vegna ytri ófyrirséðra aðstæðna, og samsæris „mann- kynslausnara“. Á síðustu mánuðum Hafskips hafi engu að síður runnið hundruð milljóna króna í þjóðarbúið úr rekstri fyrirtækisins í formi vinnulauna og verðmæta. Á þessum hlutum hafi saksóknari engan skiln- ing, hann geri ofurmannlegar kröf- ur til forspárgáfu og aðgæslu manna í atvinnulífinu og banka- starfsemi. Væri þessum kröfum fylgt gerðu bankar sennilega ekkert annað en að kaupa og selja ríkis- skuldabréf. Hefur ákæruvaldið fylgt settum leikreglum? Sveinn sagði að í þessu máli væri sótt til saka vegna viðskipta sem ákæruvaldið teldi ekki vera samkvæmt settum og viðurkennd- um leikreglum, en þetta dómsmál snerist með sama hætti um við-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.