Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
47-
skipti ákæravaldsins við dómstól
þar sem andlagið væra manneskjur
og ástæða væri til að kanna hvort
sérstakur saksóknari hefði í starfi
sínu beitt réttum aðferðum, fylgt
lögbundnum leikreglum. Hafskips-
menn væra ákærðir fyrir blekking-
ar með því að beita ekki viður-
kenndum reikningsskilaaðferðum
en við hvaða „reikningsskilaaðferð-
ir“ hefðu bankaeftirlit og lögskipuð
rannsóknarnefnd stuðst þegar eftir-
litið gaf umsögn um starfsemi sem
það vissi ekki um og nefndin byggði
störf sín að eigin sögn á skýrslu
bankaeftirlits, umfjöllun Helgar-
póstsins og umræðum á Alþingi.
Hvernig eigi að meta þessar reikn-
ingsskilaaðferðir sem hluta af rann-
sókn fyrir útgáfu ákæra. Fullnægi
þessi rannsókn þeim kröfum réttar-
farslaga til slíkrar rannsóknar. Telj-
ist svo ekki vera sé til í 132. grein
hegningarlaga ákvæði som unnt sé
að krefjast ábyrgðar samkvæmt
gagnvart handhafa ákæruvaldsins
og sé sambærilegt við 158. grein
sem Hafskipsmenn séu taldir hafa
brotið.
Þá rakti lögmaðurinn að í bréfi
til RLR hefði saksóknari óskað eft-
ir rannsókn á ætluðum ávirðingum
Útvegsbankamanna en í stað þess
að fara fram á hlutlæga rannsókn
hafi skýrsla hinnar lögskipuðu
nefndar verið send til hliðsjónar.
Lögmaðurinn kvaðst túlka þessa
sendingu á þann veg að saksóknari
hefði verið að benda lögreglunni á
eða hvetja hana til að rannsaka
málið með þeim hætti að renna
stoðum undir þær ásakanir sem þar
kæmu fram og væri ekki óeðlilegt
að lögregla teldi að lögskipuð nefnd
hefði unnið svo mikilvæga skýrslu
í samræmi við eðlilegar leikreglur.
Hann kvaðst telja að'þarna hefðu
ákæruvaldinu orðið á mistök og það
brugðist þeirri skyldu sinni að sjá
til þess að fram færi hlutlæg rann-
sókn. Sú hlutlæga rannsókn hefði
aldrei farið fram fyrr en fyrir saka-
dómi.
Sveinn rakti efni ákærunnar á
hendur bankaráðsmönnum, sem
gefið er að sök að hafa í starfi sýnt
af sér saknæma vanrækslu við yfir-
stjórn bankans og við eftirlit með
starfsemi hans og þannig látið hjá
líða að fylgjast með skuldbindingum
og tryggingum bankans við Haf-
skip, sem meðal annars komi fram
í því að ekki hafi verið fjallað um
málefni Hafskips á starfstíma hinna
ákærðu fyrr en 1. mars 1985. Hann
mótmælti ákærum, á hendur skjól-
stæðingum sínum og krafðist sýknu
og reifaði varakröfur sínar um fyrn-
ingu sakar, en sagðist þó leggja
áherslu á að orðið yrði við kröfum
um efnislega sýknu.
Hann rakti áð bankaráði hefði
ávallt á tíma hinna ákærðu verið
kunnugt um stöðu Hafskipsmálsins
og að mál fyrirtækisins hefðu verið
rædd á fundum þess. Ráðið hefði
fylgst með viðræðum við Eimskipa-
félag Islands og aðrar aðgerðir í
málinu. Um það að ráðið hefði látið
hjá líða að kanna tryggingar rakti
lögmaðurinn að ársþóknun banka-
ráðsmanna 1985 hefði numið um
90 þúsund krónum og fundir hefðu
verið haldnir tvisvar í mánuði. Fyr-
ir þá þóknun og á þeim tíma væri
vart hægt að ætlast til að menn
gengju úr skugga um verðmæti
allra veðandlaga í viðskiptum bank-
ans, könnuðu hvort skip væru vélar-
vana, botnhreinsuð og öxuldregin
og svo framvegis. Ráðsmenn hafi
hins vegar fylgst með og vitað að
fyrirtækinu hefðu verið sett skilyrði
um áð kaupa tryggingu fyrir því
að lögveð skertu ekki samningsveð.
í því sambandi skjóti skökku við
að Hafskipsmenn séu í 7. kafla
ákærannar ákærðir fyrir skilasvik
fyrir að hafa greitt tryggingaiðgjöld
til að standa við þær skuldbindingar
gagnvart bankanum. Hann rakti
að Helgi V. Jónsson hrl, verjandi
Halldórs Á. Guðbjarnasonar banka-
stjóra, hefði sýnt óyggjandi fram á
í málflutningi sínum að á árunum
1983-1985 hefðu ný lán numið
lægri fjárhæð en þeim tryggingum
sem á sama tíma voru teknar og
sannað væri að bankaráð hefði haft
fullkomið eftirlit með málinu og
fullnægt þeirri lagaskyldu að hafa
yfirumsjón með starfsemi bankans.
Sú yfirumsjón fælist ekki í að skoða
veðandlög heldur í því að yfirfara
og gagnrýna skýrslur bankastjóm-
ar og annarra starfsmanna.
Endurkjörnir viku eftir
upphlaupið
Loks rakti lögmaðurinn að hann
teldi bankaráðsmenn ekki opinbera
starfsmenn í skilningi hegningar-
laga fremur en laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins. Hann
vitnaði til þess að menn sem kjörn-
ir væru opinberri kosningu teldust
ekki opinberir starfsmenn enda
sættu þeir því aðhaldi að ef þeir
stæðu sig ekki í starfi yrði umboð
þeirra ekki endurnýjað. Þetta ætti
við um bankaráð og til staðfesting-
ar á því að hinir ákærðu hefðu
rækt skyldur sínar væri sú stað-
reynd að Alþingi hefði endurkosið
þá til fjögurra ára daginn eftir að
skipuð var með lögum rannsóknar-
nefnd til að kanna viðskipti Útvegs-
bankans og Hafskips. Hann mót-
mælti því einnig að það sannaði að
umræður hefðu ekki orðið í ráðinu
um málefni Hafskips fyrr en 1.
mars 1985 og rakti í því sambandi
framburði ráðsmanna og reglugerð
þar sem segi að í gerðarbók eigi
ráðsmenn rétt á að bókaðar séu
athugasemdir þeirra, jafnframt því
sem þar séu færðar sameiginlegar
ákvarðanir ráðsins og bankastjórn-
ar, ákvarðanir um vaxtakjör eða
ákvörðun um að taka inn nýjan,
stóran aðila sem búi við erfiðan fjár-
hag í viðskipti. Þesar reglur skýri
að gerðarbók hafi verið sparlega
notuð í bankaráði enda engin skylda
að bóka þar allar umræður. Ákæra-
valdinu hefði ekki tekist að sanna
neinar ávirðingar á bankamenn.
Að lokum sagði Sveinn Snorra-
son að líklega ætti Hafskipsmálið
í framtíðinni eftir að verða grund-
vallarheimild í kennslu í opinberu
réttarfari hér á landi og þá einkum
rannsóknin víti til að varast.
Síðastur veijenda talaði Örn Hös-
kuldsson hrl, veijandi Arnbjörns
Kristinssonar bankaráðsmanns.
Hann sagði að engar skráðar réttar-
heimildir, hvorki lög, reglugerðir
né annað, legðu bankaráði á hendur
þá skyldu að fylgjast með ti-ygg-
ingastöðu eða öðrum atriðum í við-
skiptum einstakra aðila við bank-
ann. Hann rakti tilurð laganna um
Útvegsbankann, sem sett hefðu
verið á sama tíma og lög um Lands-
bankann og vitnaði til framsögu
Hermanns Jónassonar þáverandi
forsætisráðherra sem sagði á Al-
þingi að lögin væru sett í þeim til-
gangi að ijúfa einokunaraðstöðu
Sjálfstæðisflokksins í bankakerf-
inu, dreifa valdi og stjórnun. Auk
þátttöku í vaxtaákvörðunum væri
tilgangur bankaráðs sá einn að
dreifa valdi. Ráðinu væri ekki ætlað
neitt alvörastarf eða þátttaka í dag-
legum rekstri bankans heldur að-
eins yfirurffsjón með stofnuninni
sem líkja mætti við hlutverk stjórn-
ar hlutafélags nema hvað verkefni
bankaráða og ábyrgð væri langtum
minni. Þá vék hann að því að í ein-
um lið ákæra væri bankaráðsmönn-
um gefið að sök að hafa ekki rækt
eftirlitsskyldu með þingkjörnum
endurskoðendum stofnunarinnar en
í málinu væri aðeins annar þeirra
endurskoiðenda ákærður og sá
hefði jafnframt verið löggiltur end-
urskoðandi bankans. Þar sem hinn
þingkjörni endurskoðandinn væri
ekki ákærður hlyti að verða að
álykta sem svo að ekki væri ákært
fyrir misfellur í starfi þingkjörinna
endurskoðenda heldur aðeins lög-
gilts endurskoðanda bankans. Af
þeim sökum blasi við að sýkna ráð-
ið af þessum ákærulið, þar sem því
sé ekki falin nein eftirlitsskylda
með löggiltum endurskoðanda
bankans, aðeins hinum tveimur
þingkjörnu. Hann hafnaði því að
ráðið hefði eftirlitsskyldu með
tryggingastöðu einstakra skuldu-
nauta og fullyrti að undir þeim
kringumstæðum væri seta í banka-
ráði meira en fullt starf. Hann vék
að því að saksóknari hefði sagt að
bankaráð hefði ekki sinnt fyrirmæl-
um viðskiptaráðherra um að gera
úrbætur í stjórnun bankans en
minnti á að enginn hinn ákærðu
hefði setið í ráðinu 1979 þegar ráð-
herra hefði sent umrætt erindi og
ljóst væri að það hefði aldrei verið
kynnt hinum ákærðu bankaráðs-
mönnum.
Selljarnarneskirkja
■ UPPSTIGNINGARDAGUR
hefur um árabil verið helgaður öldr-
uðum í kirkjunni. Af því tilefni mun
Seltjarnarnessöfiiuður sérstak-
lega bjóða eldri sóknarbörn velkom-
in til guðsþjónustu, sem verður kl.
14 þann 24. maí. Þar mun Jóhann
Guðmundsson halda stólræðuna,
en sóknarpresturinn sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir
altari. Anna Júlíana Sveinsdóttir''
syngur stólvers og organisti er
Gyða Halldórsdóttir. Að guðs-
þjónustu lokinni er eldri bæjarbúum
boðið í veislukaffi í safnaðarsal
kirkjúnnar á neðri hæð. Þá mun
Anna Júlíana skemmta gestunum
með því að syngja nokkur sumar-
lög. Er það von sóknarnefndar og
sóknarprests, að sem flestir sjái sér
fært að njóta góðrar stundar í kirkju
sinni á þessum hátíðisdegi.
(Fréttatilkynning)
Áskríftarsiminn er 83033
Reykjavíkurhátíð Nýs vettvangs
í tilefni borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara í Reykjayík þann 26. maí nk.,
v efnir H-listi Nýs vettvangs til Reykjavíkurhátíðar á Hótel íslandi miðvikudag-
inn 23. maí. Hátíðarhöldin hefjast kl. 21.00 og munu standa fram eftir nóttu.
Húsið opnað kl. 20.00.
Hrafn
Ólína
Þeir, sem koma fram eru m.a. Bubbi Morthens,
Ómar Ragnarsson, Síðan skein sól, Ríó tríó, hljómsveit Hauks
Morthens, Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir, Danshljómsveit
fslandso.fi.
Ávörp flytja þau Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdótt-
ir, Bjarni P. Magnússon, Guðrún Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson
og Ásgeir Hannes Eiríksson, en þau skipa
sex efstu sæti H-lista Nýs vettvangs.
Veislu- og fundarstjóri Jakob Frímann Magnússon.
Aldurstakmark er 18 ár / Aðgangseyrir kr. 500 / Frjáls klæðnaður. - -
Kosningaskrifstofa, Þingholtsstræti 1, símar 625525 og 626701.
Guðrún
Kristín
Bjarni
Ásgeir Hannes