Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 50

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 50
T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Kvennalistinn býður auðvitað fram á eigin forsendum en ekki annarra. Eitt meginmarkmið hans er að styrkja sem flestar konur og því teljum við mikilvægt að konur sjái og finni að virkni í stjórnmálum er á færi margra kvenna. Því gildir sú meginregla að kjörnir fulltrúar sitja ekki lengur en 8 ár samfellt, sem um leið kemur í veg fyrir að þeir sitji of lengi á valdastólum. Kvennalistanum berast stöðugt boð frá hinum fjölbreyttustu kvennasamtökum utan úr heimi um að kynna starfsemi sína. Þessar ferðir, sem skipta tugum, hafa sannfært okkur um mikilvægi al- þjóðlegs systralags til skilnings á eðli kvennakúgunar. í þessum ferð- um, eru það ekki síst vinnubrögðin, sem vekja athygli. Enginn formað- ur, ekkert píramítakerfi heldur virk grasrót þar sem allar eru jafnar. Abyrgðin dreifist á margar svo að engin þarf að skuldbinda sig um- fram getu. Innan hreyfingarinnar eru málin rökrædd þar til samhljóða ákvörðun næst. Innri rödd hverrar konu verður að heyrast. Fulltrúar Kvennalistans taka málefnalega afstöðu til allra mála og sýna pólitískum andstæðingum sínum virðingu og kurteisi. Þær forðast persónulegt skítkast og það form viðræðna sem kallað er hanaat og gengur út á það að fá fram „sigur- vegara í orustu" oft með vafasöm- um vopnum, fremur en að fá stað- reyndir fram í dagsljósið. Þetta telj- um við að stuðli að gagnkvæmri virðingu annarra stjórnmálamanna og fjölmiðla og um leið verði lífið þoianiegra fyrir okkar fulltrúa. Þessi vinnubrögð gefa konum þann kraft sem dugar og kennir þeim að hlutirnir breytast ekki nema að þær vinni að þeim sjálfar. Kvennalistinn leggur mikla áherslu á að gera stjórnkerfi borg- arinnar lýðræðisiegra: Að allir flokkar í borgarstjórn hafi aðgang að öllum nefndum, að veita hverfa- samtökum meira vald og að oftar verði efnt til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um umdeild mál. Að Guðný Guðbjörnsdóttir „Það er pólitísk nauð- syn-að Kvennalistinn fái að reyna sig í sljórn ríkis, borgar og ann- árra sveitarfélaga. Til þess þarf hann styrk sem kjósendur geta veitt í komandi sveitar- stj órnakosningunum. “ horfið verði frá þeirri tilhneigingu til fámennisstjórnar sem nú gætir, sem er alvarleg ógnun við lýðræðið. Mikilvægt er að standa vörð um þau valdakerfi sem eru opin fyrir kvenfrelsissjónarmiðum og að breyta hinum sem leynast víða í stofnunum þjóðfélagsins. Málefnin og forgangs- röðun þeirra Kvennalistinn hefur ætíð sett fram ítarlega stefnuskrá sem nær til allra málaflokka. Forgangsröðun verkefna hefur verið skýr og önnur Sérstaða Kvennalistans en hjá öðrum flokkum. Ekki hefur enn gengið saman varðandi þátt- töku í ríkisstjórn, því miður, þó að samstarf minnihlutaflokkana í borgarstjórn hafi gengið vel. Launa- og atvinnumál kvenna eru fremst í forgangsröðinni og sú fé- lagslega þjónusta sem nauðsynleg er til að tryggja athafnafrelsi kvenna og vellíðan barna og aldr- aðra. Umhverfis- og friðarmál eru einnig á oddinum. Við viljum hverfa af braut niðurníðslu, mengunar og ófriðar á braut lífsins. Við stefnum að þjóðfélagi þar sem dagvinnulaun fyrir 6-8 stunda vinnudag nægja til viðunandi fram- færslu og fyrsta flokks þjónustu fyrir börnin á meðan. Því stefnum við að góðum dagvistarheimilum fyrir öll börn frá lokum fæðingaror- lofs til skólaaldurs í 4-8 stundir á dag eftir þörfum viðkomandi íjöl- skyldna. Einnig að báðir foreldrar fái tækifæri til að annast ung börn sín í samræmi við þarfir barnanna og óskir foreldra. Sömuleiðis þarf lengdan skóladag fyrir yngstu skólabörnin og skólamáltíðir í alla skóla á viðráðanlegu verði. Við vilj- um fyrsta flokks fæðingarþjónustu, bæði hvað varðar öryggi og umönn- un og teljum það lítilsvirðingu við fæðandi konur að þurfa að velja þar á milli. Önnur baráttumál eru breytileg eftir bæjarfélögum í kom- andi sveitarstjórnakosningum, og verða ekki tíunduð hér. Kvennalistinn hefur skýra sér- stöðu. Sérstaðan nær ti) hugsjóna, vinnubragða, málefna og forgangs- röðunar þeirra. Tekið er mið af breyttri stöðu konunnar í þjóðfélag- inu og litið er á reynslu og menn- ingu kvenna sem jákvætt og van- metið afl þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er pólitísk nauðsyn að Kvennalistinn fái að reyna sig í stjórn ríkis, borga og annarra sveit- arfélaga. Til þess þarf hann styrk sem kjósendur geta veitt í komandi sveitarstjórnakosningunum. Lítið inn á kosningaskrifstofur Kvenna- listans út um landið. Þar eru næg verk að vinna. Komið og hafið áhrif. Höfundur er dósent í uppeldisfræði íHáskóla íslands og er á lista Kvennalistans í Reykjavík. Stúdenta gjöfin í ár Hugsjónir, vinnubrögð og málefni eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur Yfirburðastaða Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur kallað fram það sjónarmið að kosninga- baráttan sé óþörf. Hin framboðin séu lítt trúverðug sem valkostur. Þá er því haldið fram að konur muni komast að í borgarstjórn án þess að Kvennalistinn komi þar til. . Hvaða rök mæla þá með því að kjósa Kvennalistann nú? Hver er sérstaða hans? Ef spurt er hvað ráði pólitískri stefnumörkun er algengt að svarað sé að það sé einkum þrennt: Hug- sjónir, áhugi og þekking. Ef marka má kynskiptan vinnumarkað, kyn- skipt heimilisstörf og kynskipt náms- og starfsval, sem ótal kann- anir sýna, er augljóst að kynferði skiptir máli varðandi þekkingu og áhuga. En hvað með hugsjónirnar, hvernig skilja þær konur að? Kvenfrelsishugsjónin Fyrir tilkomu kvennaframboð- anna 1982 snerist öll stjórnmála- umræðan hér um tvo póla hægri og vinstri. Erfiðlega hefur reynst að flokka Kvennalistann, eða þriðju víddina í íslenskum stjórnmálum á þessa línu því konur koma úr öllum stéttum. . Á hægri vængnum er Sjálfstæð- isflokkurinn sem styðst við hugsjón- ir kapítalismans og frjálshyggjunn- ar: „Frelsi og sjálfstæði einstakling- anna“. Opinber höft og umsvif og um leið félagsleg þjónusta eiga að vera í lágmarki. En eiga hugsjónirn- '*^r, frelsi og sjálfstæði, einnig við konur? Nei, atvinnulífið og einkalíf- ið eru tveir aðskildir heimar. Konur geta jú valið að vera barnlausar og þá getur frelsið átt við þær. En ef fólk eignast börn verður það sjálft að taka ábyrgð á þeim. Reynt er að telja fólki trú um að opinber SlMI: 91 -24000 dagheimili séu óæskileg fyrir börn, sem er hrein firra ef faglega er að málum staðið. Samkvæmt fijáls- hyggjunni eru dagheimili óæskileg af hugsjónaástæðum: Þau eru fé- lagsleg þjónusta sem ekki á að eyða skattpeningum í. Einnig þykir gott að hafa móðurina heima. í reynd hefur hvergi tekist að samræma fijálshyggjuna sem hugmyndakerfi og réttláta tekjuskiptingu þegn- anna. Þar líða konur mest allra. Samkvæmt samnorrænni skýrslu hafa konur á íslandi einungis 50% af tekjum karla, á meðan hlutfallið er 60-70% á hinum Norðurlöndun- um. (Kvinnor och mán i Norden, NORD, 1988: 58, bls. 135). Á vinstri vængnum, væng félags- hyggjunnar, eru hugsjónirnar einn- ig fagrar: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hvort sem litið er til lýðræðisríkja eða alræðisríkja hefur hins vegar gengið erfiðlega að út- færa félagshyggjuna þannig að þessar hugsjónir nái til kvenna bæði í orði og á borði. Kvennalistakonur geta vafalaust tekið undir það sjónarmið að sjálf- stæði, frelsi, jafnrétti og bræðralag séu allt göfugar hugsjónir. Svo framarlega sem þær eru hugsaðar fyrir alla, bæði konur og karla. Kvenfrelsishugsjón Kvennalistans miðar annars vegar að kvenfrelsi og bættum hag kvenna og hinsveg- ar að því að gera reynslu og menn- ingu kvenna virtari, sýnilegri og áhrifameiri í þjóðfélaginu. Við vilj- um sameina kvenréttindi, kvenfrelsi og hið kvenlega, sem því miður eru stundunv skoðuð sem andstæður. Ágreiningur Kvennalistans við fijálshyggjuna og félagshyggjuna varðandi stöðu fjölskyldunnar snertir fyrst og fremst stöðu kon- unnar. Állir vilja börnunum það besta, um það er ekki hugsjóna- ágreiningur. Þær leiðir sem valdar eru til að börnin hafi það gott eru misgóðar og einungis sumar þeirra taka bæði mið af jafnréttissjónar- miðum kynjanna og velferð barn- anna. Konur búa yfir sameiginlegri reynslu og þekkingu, sem er mjúkt og manneskjulegt afl sem hefur vantað í ofannefndar stefnur og í stjórnmálin yfirleitt. Ef hugsjónirn- ar stangast á við það afl, þá verða pólitískar áherslur aðrar. Það er því ekki nóg að koma einhveijum kon- um að í borgarstjórn til að vinna að bættri stöðu kvenna og barna í þjóðfélaginu. Konur geta orðið mál- svarar afturhaldsaflanna því hug- sjónir flokkanna skipta sköpum um stefnumörkun og forgangsröðun aðgerða. Lýðræðisleg vinnubrögð og sniðin fyrir konur Kvennalistinn er stjórnmálaafl þar sem lýðræði og valddreifing situr í fyrirrúmi. Við viljum samfé- lag þar sem reynsla og menning kvenna er metin til jafns við það besta í reynslu og menningu karla. Til þess er nauðsyn á kvenna- pólitísku afli, sem hagar vinnu- brögðum sínum í samræmi við það sem konum hentar. meö þínum persónulega stimpli. 1 þú skrifar nafniö þitt 2 rennir hulstrinu niður 3 og stimplar. Krókhálsi 6 110 Reykjavík Sími 671900 Eru efasemdir um nýtt álver feimnismál hjá Morgunblaðinu? eftir Geir Vilhjálmsson Tilefni þessarar athugasemdar er frásögn Morgunblaðsins af rit- gerð Jóhanns Rúnars Björgvinsson- ar, þjóðhagfræðings, Leiðir Álver til lakari lífskjara?, sem gefin var út sem sérrit fyrir nokkrum vikum og minnst á í útgáfufréttum Morg- unblaðsins þriðjudaginn 3. apríl. Undirritaður varð vægast sagt mjög undrandi að sjá efnistök blaðamanns í þessari frétt, því í frásögninni var vandléga forðast að minnast á megininntak ritsins: — Þjóðhagfræðingurinn færir fram rökstuddar efasemdir um að orkusala til nýs álvers muni standa undir kostnaði við nýjar virkjanir. — Byggingarframkvæmdir við virkjanirnar og álverið munu að öllum líkindum valda þenslu og aukinni verðbólgu, en eftir fylgdi samdráttur og verri staða. — Fjárfesting í matvælafram- leiðslu og ferðamannaþjónustu muni gefa þjóðinni meiri tekjur og betri lífskjör en ál- og orku- framkvæmdir. — Að loknum ál- og orkufram- kvæmdum yrði þjóðarbúið mun skuldugra og því erfiðara að fá hagkvæm lán til þróunar og upp- byggingar atvinnulífsins. Áuk þess takmarkast aðrir vaxtar- möguleikar efnahagslífsins líka meðan álvers- og virkjanafram- kvæmdir stæðu yfir. í síðasta kafla ritsins fjallar Jó- hann Rúnar um atvinnuuppbygg- ingu og atvinnustig og gerir þar nánari grein fyrir kostum full- vinnslu sjávarafurða og hraða í uppbyggingu ferðaþjónustu í stað álvers. Undir lok ritgerðarinnar, sem telur 27 síður, er að finna eftir- farandi setningu, sem svarar spurn- ingu höfundarins í heiti ritsins: „Álver er engan veginn sá afl- vaki sem þjóðarbúið þarf á að halda.“ Það er mat undirritaðs að nauð- synlegt sé að efasemdir þjóðhag- fræðingsins og rök hans komist til vitundar sem flestra því hið fyrir- hugaða álver og meðfylgjandi virkj- anir er risavaxið inngrip í fram- vindu efnahagslífs á Islandi og því nauðsynlegt að skoða málið frá sem flestum hliðum, bæði með og á móti. „Álver og meðfylgjandi virkjanir er risavaxið inngrip í framvindu efhahagslífs á íslandi.“ Hin efnisrýra umfjöllun blaða- manns Morgunblaðsins gefur tilefni til grunsemda um að þar hafi vísvit- andi verið forðast að vekja athygli á rökum gegn byggingu nýs álvers. En undirritaður er sannfærður um að slíkt er ekki ritstjórnarstefna Morgunblaðsins, heldur sé fljót- færni blaðamanns um að kenna. Ritið mun fást í stærri bókaversl- unum. Höfundur er sálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.