Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Einvígi í
Kuala Lumpur
Karpov 6 '/> - Timman 2 '/■>
Bg7, 4. g3 - c6, 5. Bg2 - d5, 6.
7.-28. mars 1990
eftir Guðmund
Arnlaugsson
Malasía er sambandsríki 13
smáríkja og nær yfir syðri hluta
Malakkaskaga og norðurhluta.
Bomeo. Það er rúmlega þrefalt
stærra en íslatid að flatarmáli og
íbúar eru um 16 milljónir að tölu.
Höfuðborg sambandsríkjanna er
Kuala Lumpur, borg með um milljón
íbúa, fögur borg þar sem grann-
vaxnir og hnarreistir skýjakljúfar
gnæfa yfir stílhreinar byggingar frá
eldri tímum og gætu sumar verið
komnar beint úr þúsund og-einni
nótt. Landið er gjöfult og mun óvíða
framleitt jafn mikið af gúmmí, tini
og pálmaolíu. Einnig er olíu dg
jarðgas þar að finna. Landið er að
miklu ieyti skógi vaxið og þar er
talsvert framleitt af harðviði til út-
flutnings. Þar er einnig ræktað mik-
ið af hrísgjrónum sem eru mikilvæg-
ur þáttur í fæðu manna á þessum
slóðum. Hafið er líka gjöfult og er
fiskur og ýmislegt annað úr sjó
framreitt til matar á fjölmarga vegu.
Iðnáður er talsverður og vex
hratt. Jafnframt er gert mikið af
því að kynna landið ferðamönnum,
enda hefur það margt að bjóða í
þeim efnum. Árið 1990 er helgað
ferðamálum og landkynningu og
einn þáttur í þeirri viðleitni var að
halda lokaeinvígi áskorendakeppn-
innar í ár. Þetta er mikið framtak
og kostar marga milljónatugi
íslenskra króna, en það tókst með
ágætum og átti oíufélag landsins,
Petronas, þar drýgstan þátt í fjár-
mögnun, auk ferðamálaráðuneytis-
ins, en fjölmargir aðilar lögðu hönd
á plóginn.
Þennan marsmánuð sem þeir
Karpov og Timman sátu að tafli í
ráðhúsi borgarinnar fór hitinn aldrei
niður fyrir 30° og er það óvenju
mikið á þessum árstíma. Á hvetjum
degi kom gróðrarskúr, stundum með
miklum fyrirgangi, eldingum óg
þrumum. En að hálftíma liðnum var
dottið í dúnalogn. Ekki var því að
furða þótt gróðurinn væri grósku-
mikill, enda minnist ég ekki að hafa
annars staðar séð jafn grænan og
þróttmikinn gróanda í stórborg.
Einvígið fór hið besta fram og
voru allir ánægðir þegar upp var
staðið, jafnvel Timman sem hafði
barist af miklum þrótti þótt árangur
hans væri ekki góður þegar hann
er mældur í vinningum; honum tókst
ekki að vinna skák, Karpov vann
fjórum sinnum en fimm skákum
lauk í jafntefli. En margar voru
skákimar tvísýnar og Timman var
oftar en eínu sinni mjög nærri vinn-
ingi. Þrír áttundu hlutar verðlauna-
fjárin8 komu í hans hlut og var það
mikið fé. Heimamenn stóðu að móts-
haldínu af myndarskap og var það
allt þeim til mikils sóma. Þar kom
til mjög góð samvinna margra aðila,
en á engan mun hallað þótt eitt
nafn sé nefnt: Lawrence How, rit-
ari malajíska skáksambandsins,
ungur maður af kínverskum ættum.
Hann hafði alla þræði í hendi sér
og fór létt með. Ljóst er að skákin
nýtur ekki enn viðlíka vinsælda á
þessum slóðum og hér heima á ís-
landi, enda er hún nýfarin að ryðja
sér til rúms þar. í hinum stóra leik-
sal ráðhússins þar sem skákmenn-
irnir tefldu á sviði er rúm fyrir 800
manns eða fleiri, en áhorfendur voru
oft um og innan við hundrað, nema
um helgar, þá voru líklega 2-300
manns viðstaddir. Þótt talsvert. væri
gert að því að auglýsa þann viðburð
sem einvígið var voru frásagnir af
því í blöðum heldur stuttorðar. í
blaðinu The Starvar þó skemmtileg
undantekning frá þessu laugardag-
inn 24. mars, en þá skrifaði Quah
Seng Sun greinargóða lýsingu á
fjórðu einvígisskákinni eins og hún
kom venjulegum áhorfanda fyrir
sjónir. Frásögn af þessu tagi er einn-
ig óvenjuleg í íslenskum blöðum,
því er freistandi að snara henni á
íslensku og kemur hún hér í laus-
legri þýðingu,
Spenna í einvíginu,
eftir Quah Seng Sun.
Þótt talsvert hafi verið fjallað um
lokasprett áskorendakeppninnar
hefur fjölmiðlum ekki tekist að
koma spennu keppninnar til skila.
Vonandi getur sú frásögn sjónar-
votts sem hér fer á eftir bætt þar
eitthvað úr. Þeir lesendur sem ekki
hafa enn séð þennan viðburð sem
er einstæður hér í Malasíu geta
bætt úr því, en vissara er að láta
það ekki dragast, einvíginu getur
lokið fyr en varir.
Hvítt: Anatolíj Karpov
Svart: Jan Timman
Fjórða einvígisskákin
Klukkuna vantar fimm mínútur
í fjögur þegar Timman birtist, hann
kemur venjulega fyrr en Karpov.
Hann gengur inn á sviðið, tekur í
höndina á dómurunum, Guðmundi
Arnlaugssyni frá íslandi og Manuel
Aaron frá Indlandi, spjallar við þá
nokkur orð en sest síðan í sæti sitt
við taflborðið.
Á slaginu fjögur kemur Karpov.
Keppendur takast í hendur. Karpov
sem hefur hvítt leikur drottningar-
peðinu fram og þrýstir á hnapp til
að stöðva sína klukku og setja
klukku Timmans af stað. Báðir leika
hratt, þeir endurtaka fyrstu leikina
úr annarri skák einvígisins sem tefld
var fjórum dögum fyrr.
Dómararnir sitja þögulir skammt
frá og fylgjast með taflinu, skrá
leikina jafnharðan og flytja menn á
litlu skákborði sem þeir hafa hjá
sér. Þeir hafa líka skákklukku og
reyna að láta hana fylgja klukku
keppendanna eftir því sem við verð-
ur komið.
Til beggja handa á sviðinu eru
stór sýningarborð. Á þeim geta
áhorfendur úti í sal séð taflstöðuna
og þann tíma sem hvor um sig hef-
ur notað, að vísu með nokkurri óná-
kvæmni. En á sjálft skákborðið og
klukku keppenda verður ekki séð
utan úr sal. "
cd5 - cd5, 7. Rc3 - 0-0, 8. Re5
- e6
Þessi staða kom einnig upp í
annarri skákinni. Þar lék hvítur 9.
Bg5 og skákinni lauk í jafntefli. En
nú víkur Karpov út af.
9. 0-0 - Rfd7, 10. f4 - Rbc6, 11.
Be3
Nú fellur Timman í þunga þanka.
Tuttugu mínútur líða áður en hann
leikur. Karpov hverfur af sviðinu.
Hann gengur til herbergis síns bak-
sviðs, en þar hafa þeir hvor sitt
herbergi, þar sem þeir geta séð tafl-
stöðuna á sjónvarpsskjá. I sal fram-
an við skáksalinn er Eugene Torre
stórmeistari frá Filippseyjum að
ræða skákina við áhorfendur og
skýra hana, en skáksambandið hef-
ur ráðið hann til þess. Þar er einnig
annar salur, þar sem blaðamenn frá
ýmsum löndum eru líka að ræða
taflið og þaðan senda þeir fréttir
sínar.
11. - 16, 12. Rd3 - Rb6, 13. b3 -
De7,14. a4 - Bd7,15. Bcl - Hfd8
Vitaskuld er ekki hægt að leika
14. — Rxd4 vegna 15. Ba3.
16. e3 - Be7, 17. Ba3 - Df7, 18.
Hcl - Bf8,19. Bxf8 - Dxf8, 20. g4
Karpov stendur betur að vígi og
þessi leikur gefur til kynna að hann
muni ekki hika við að leggja til at-
lögu á kóngsvæng ef svo ber undir.
En Timmán þarf einnig að gæta sín
við fléttum og fómum á miðborði.
20, - De7, 21. Dd2 - Hac8
Ögurstundin nálgast óðum. Taflið
er flókið og báðir tefla hægt. Meðal
áhorfenda liggur spenna í loftinu.
Annaðhvort horfa þeir hugfangnir
á sýningarborðin eða þeir athuga
möguleikana á litlum vasatöflum
sem þeir hafa í fórum sínum. Í skýr-
ingarsalnum ræðir Torre horfurnar
við tilheyrendur sína og í þeim
umræðum hefur menn borið langt
frá þeirri stöðu sem er á borðinu
hjá Karopv og Timman.
22. Re2 - Hc7, 23. Hc5 - Rc8,
24. f5
Timman hefur styrkt drottning-
arpeð sitt, en Karpov sækir nú að
því úr annarri átt. Leiki svartur 24.
- ef5, kemur 25. Bxd5+ og tök
hvíts á miðborði tryggja honum
betra tafl.
24. - g5, 25. Rg3 - e5, 25. Dcl
Það tók Karpov 15 mínútur að velja
þennan leik. Torre taldi að heims-
Guðmundur Arnlaugsson
„Einvígið fór hið besta
fram og voru allir
ánægðir þegar upp var
staðið, jafnvel Timman
sem hafði barist af mikl-
um þrótti þótt árangur
hans væri ekki góður
þegar hann er mældur
í vinningum.“
meistarinn fyrrverandi hefði ekki
hag af því að drepa á d5, Timman
fengi góð færi fyrir peðið. En nú
eru báðir teflendur að komast í tíma-
þröng. Þeir þurfa að Ijúka 40 leikj-
um á tveimur stundum. Samkvæmt
því á Karopv aðeins 15 mínútur
eftir fyrir 14 leiki, Timman er litlu
betur staddur, hann á 18 mínútur
eftir. Torre telur að Karpov hafi
ekki fundið besta leikinn hér, því
að nú tekst Timman að jafna taflið.
26. - b6, 27. Hc2 - e4, 28. Rf2 -
Rd6, 29. Dd2 - Hdc8, 30. Hfcl -
a5, 31. Bfl - Rb4, 32. Hc3 -
Dd7, 33. Rdl - Hc6, 34. Hxc6
Nú á hvorugur nema fimm mínút-
ur eftir og naumlega það svo að
næstu leikir koma hratt. Áhorfendur
standa á öndinni.
34. - Hxc6, 35. Hxc6 - Dxc6, 36
Rc3 - Kf8, 37. Kf2 - Ke7, 38.
Kel - Kf8, 39. Kdl - Dc8, 40.
Kel - Kg7
Báðum hefur tekist að ljúka 40
leikjum fyrir tímamörkin og nú
hugsar Karpov næsta leik sinn í
stundarfjórðung. Timman hverfur
af sviðinu, en ýmsir í áhorfendasaln-
um standa upp og hreyfa sig. Það
veldur dálitlum óróa, Guðmundur
Arnlaugsson yfirdómari gengur
fram á sviðsbrún og horfir alvarleg-
ur út í salinn. Það nægir til að koma
kyrrð á.
41. Ra2 - Rxa2, 42. Dxa2 - Dc7,
43. Kf2 - Kf8, 44. Db2 - Ke7,
45. Be2 - Kd8, 46. Kel - Kc8,
47. Kd2 - Kb7, 48. Dcl - De7,
49. Kel - Bd7, 50. Kf2 - Re8,
51. Dhl
Timman virðist reiðubúinn að
taka jafnteflisboði, en heimsmeist-
arinn fyrrverandi er ekki á því og
kemur öllum á óvart með því að
sveifla drottningunni út í horn.
51. - Db4, 52. h4
Karpov er að komast í tímaþröng
að nýju, hann hugsaði 13 mínútur
áður en hann lék þennan leik. Um
annað er naumast að ræða, 52. Ddl
væri viðurkenning á-því að 51. Dhl
hefði ekki verið nógu vel grundaður
leikur. Nú eru báðir keppendur
greinilega spenntir og víkja ekki frá
taflborðinu. Hreyfí annar sig lítil-
lega gerir hinn það e.innig. Karpov
strýkur hendi yfir fitugljándi hárið,
slengir síðan peðinu fram og þrýstir
á klukkuhnappinn.
52. - Dxb3
Torre stakk upp á 52. - h6 til
að halda peðakeðjunni óslitinni.
53. hg5 - fg5, 54. Dxh7
Nú á Karpov aðeins þtjár mínútur
eftir fram að næstu tímamörkum
sem eru eftir 60. leiki. Hins vegar
á Timman 17 mínútur.
54. - Dxa4, 55. e7 - Dc6, 56.
Dxg5 - a4, 57. De7 - Dd6, 58.
Dxd6 - Rxd6, 59. Bdl - Bb5
Torre gagnrýndi þennan leik og
taldi 59. - b5 vera betra.
60. Re2 - a3, 61. Rcl
Nú er greinilegt, í fyrsta skipti í
skákinni, að Karpov hefur slakað
á. Hann gengur um sviðið og stað-
næmist síðan fyrir aftan stól sinn
til þess að virða fyrir sér taflið áður
en hann hverfur á brott með föru-
neyti sínu. Klukkan er orðin tíu og
Timman á að innsigla leik sinn, bið-
leikinn, áður en skákin fer í bið.
Timman sigur lengi einn á svið-
inu, djúpt hugsi. Það tekur hann
27 mínútur að ákveða sig, en loks
tekur hann ákvörðun, ritar leikinn,
setur blaðið í umslag, lokar því og
afhendir dómaranum. Fari hvorugur
fram á frestun verður tefld ný skák
á morgun, en síðan verður biðskáic-
in tefld áfram hinn 15. mars.
Skoðanir eru skiptar um biðstöð-
una. Þótt fáir menn séu á borði
gera frelsingjar beggja taflið ákaf-
lega tvísýnt. Svartur á einkum um
tvennt að velja; að leika 61. - Bc4
til að ryðja peðunum brautina fram
eða leika 61. - Kc7 tií þess að reyna
að hafa hemil á frelsingjum
Karpovs.
Nú er kominn 15. mars. Timman
kemur að vanda fímm mínútum fyr-
ir fjögur. Klukkan Ijögur tilkynnir
Guðmundur að taflið hefjist og setur
klukku Karpovs í gang, en umslagið
með biðleiknum verður ekki opnað
fyrr en Karpov sýnir sig. Níu mínítur
líða áður en hann kemur. Svo virð-
ist sem sovéska sveitin hafi verið
að rannsaka taflið fram á síðustu
stundu og Karpov hafí þá flýtt sér
á skákstað en tafðist á leiðinni
vegna mikillar umferðar.
61. - Kc7, 62. Kg4 - Rc4, 63.
Be2 - Be8, 64. Kf4 - Rb2, 65.
Kg5 - Rd3, 66. Rb3
Að sjálfsögðu ekki 66. Rxd3 -
ed3, 67. Bxd3 - a2 og peðið rennur
upp í borð.
66. - a2, 67. Ral - b5, 68. Bdl
- b4, 69. Bd3 - Rcl
Nú eru komnir níu leikir frá bið-
stöðunni. Staða Timmans virðist
hafa versnað þrátt fyrir heimarann-
sóknimar. Kóngur Karpovs er orð-
inn býsna öflugur og Timman 'verð-
ur að láta peð af hendi til þess að
koma kóngi sínum nógu fljótt í vöm-
ina. Hefði hann leikið 69. - Kd6,
átti Karpov vinning á hendi: 70.
Kf6 og rennir síðan g-peðinu upp í
borð.
70. Bxd5 - Kd6, 71. Bc4 - Bb5,
72. Bg8
Nú virðist áhorfanda staða
Karpovs orðin sigurvænleg og
frammi í skýringarsal er Torre far-
inn að spá honum sigri. En heims-
meistarinn fyri-verandi má ekki
víkja biskupi sínum af hornalínunni
a2-g8, því að þá verða peð Timmans
á undan: 72. Bxb5 - b3. En eftir
72. Bg8 er 72. - Ba3 síðasta tæki-
færi svarts til að ná jafntefli.
72. - Ke7, 73. Kh6 - Kf8, 74.
Be6 - Bd7, 75. g5
Nú er Timman orðið ljóst að tafl-
inu verður ekki bjargað. Hann hugs-
ar sig um í nokkrar mínútur, síðan
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rf3 -