Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 59

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 59 Minning: Sveinn Brynjólfs- son frá Þverhamri í dag verður til moldar borinn Sveinn Brynjólfsson, fyrrum bóndi á Þverhamri í Breiðdal. í samfylgd hans sleit ég barnsskónum í túninu fyrir austan og í huga mínum verð- ur hann alltaf afi minn, þótt sú frændsemi hafi ekki verið með okkur í raun, en hann var fóstur- faðir móður minnar. Nú, þegar Sveinn hefur kvatt þennan heim, rifjast upp minningarnar um sam- verustundir okkar, og þær minn- ingar bernsku minnar eru allar bjartar. Sveinn Brynjólfsson fæddist 14. febrúar 1896 á Seyðisfirði. For- eldrar hans voru Brynjólfur Brynj- ólfsson skósmiður og kona hans Þórdís Margrét Bjarnadóttir. Föð- ur sinn missti Sveinn þegar hann var aðeins ijögurra ára og tveimur árum síðar horfði hann á eftir móður sinni stíga á skipsfjöl, er hún fluttist alfarin til Kanada með tvö yngri böm sín. Sveinn og Ari bróðir hans, sem var tveimur árum eldri, urðu eftir á íslandi, en föður- bróðir þeirra, Ari Brynjólfsson, fyrrum bóndi og alþingismaður á Þverhamri, tók þá bræður í fóstur og ól þá upp ásamt konu sinni Ingibjörgu Högnadóttur. Er mér minnisstætt hversu hlýlega Sveinn minntist ætíð fósturforeldra sinna og fóstursystra, Önnu og Rósu, og hefur það vissulega verið þeim bræðrum mikil sárabót fyrir for- eldramissinn, að alast upp með því sæmdarfólki á slíku fyrirmyndar- heimili, og vísast hafa þeir alla tíð búið að því góða atlæti sem þeim hlotnaðist í uppvextinum á Þver- hamri. Þeir bræður, Ari og Sveinn, voru ákaflega samrýmdir, þótt ólíkir væru um margt, og stunduðu þeir báðir búskap á Þverhamri alla sína tíð, en Ari lést fyrir allmörgum árum. Ari Brynjólfsson, fósturfaðir Sveins, vildi koma honum til mennta og stundaði Sveinn nám í einn vetur á Búnaðarskólanum á Eiðum og síðan lá leiðin í Gagn- fræðaskólann á Akureyri, þar sem hann var einn vetur. Hugur Sveins var þó ætíð við búskapinn og sneri hann heim að Þverhamri áður en skólagöngunni lauk. Hann keypti hluta í jörðinni og hóf þar búskap. Hinn 25. maí 1930 kvæntist hann Önnu Jónsdóttur, frá Hól í Breið- dal, dóttur hjónanna Jóns Halldórs- sonar bónda þar og Guðbjargar Bjarnadóttur ljósmóður. Anna var kennari að mennt og hafði þá stundað kennslu í nokkur ár. Anna átti dóttur þegar þau Sveinn gift- ust, Dagrúnu Gunnarsdóttur, og var hún þá sex ára og gekk Sveinn henni í föðurstað. Ilún er gift Guðjóni Emilssyni frá Seyðisfirði og eiga þau fjögur böm. Saman áttu þau Sveinn og Anna þrjú börn. Ara Brynjólf, sem dó á fyrsta ári, Ambjörgu, gift Ólafí Jóhannssyni, búsett í Hafnarfirði og eiga þau þqú.börn og Guðjón, rithöfund á Breiðdalsvík, kvæntan Jóhönnnu Sigurðardóttur frá Ósi í Breiðdal og eiga þau fimm börn. Sveinn var dæmigerður fulltrúi þeirrar íslensku bændamenningar, sem nú er nánast horfin. Eg sé hann fýrir mér sveiflandi orfinu í teignum, með snærisspotta í beltis- stað, (honum fannst óþarfa bmðl að eyða peningum í leðurbelti), glaðbeittan á svip enda naut hann sín best við vinnuna. Þegar búið var að snúa í heyinu með hrífu, var bundið í bagga, sem ýmist voru fluttir heim í hlöðu á Rauðku gömlu, meðan hennar naut við, eða þá að Sveinn snaraði þeim á bakið og bar í hlöðu þegar stutt var að fara. Sveinn var léttur á fæti fram á elliár og alltaf kom það mér jafn- mikið á óvart er hann tók á rás á eftir rollunum og hljóp þær stund- um uppi. Hann var sívinnandi, eins og bændur vora jafnan í þá daga, en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu. I lífi hans skipt- ust á skin og skúrir eins og geng- ur og eitt sinn missti hann, ásamt öðru heimilsfólki á Þverhamri, aleiguna er bærinn þar brann árið 1944 og þurfti hann þá að byggja aftur upp frá granni því allt var óvátryggt. Á gleðistundum gat Sveinn verið allra manna kátastur og einkum hafði hann gaman af söng og hafði sjálfur fallega söng- rödd. Sveinn missti konu sína Önnu árið 1979 og tók hann sér það mjög nærri. Eftir það bjó hann ýmist hjá Guðjóni syni sínum á Breiðdalsvík eða Arnbjörgu dóttur sinni í Hafnarfirði, en af heilsu- farsástæðum dvaldi hann síðustu árin á Elli- og hjúkranarheimilinu á Egilsstöðum, þar sem hann lést Fæddur 23. maí 1972 Dáinn 16. maí 1990 í dag hefði Þórólfur Baldvin Hilmarsson, Tóti kunningi minn úr Aðaldalnum, orðið átján ára. Mér er þungt um hjartarætur sem ég skrifa þessar línur. Ég hafði ekki séð Tóta í tvö ár og ég get ómögulega sætt mig við þá staðreynd að ég eigi aldrei eftir að sjá hann aftur. Við urðum aldr- ei sérstakir vinir en samt fannst mér ég vera svikin þegar ég frétti um afdrif hans. Óréttlæti heimsins eru engin takmörk sett. Elsku Ása, Hinni, Jóhanna, Hemmi, Pési og Ester: Megi Guð og allt sem gott er styrkja ykkur og hugga í þessari miklu raun. aðfaranótt mánudagsins 14. maí síðastliðinn, 94 ára að aldri. Sveinn var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, en hann lét níig þó alltaf finna að honum þótti vænt um mig og var það gagnkvæmt af minni hálfu. Hjá honum lærði ég öll almenn sveitastörf og ég man hversu stolt- ur ég var þegar hann trúði mér fyrir því vandasama verki að vaka yfir ánum í sauðburðinum, marka lömbin og bólusetja þau, en ég hef þá líklega verið níu eða tíu ára. Og enn þann dág í dag hreyki ég mér af því að kunna að fara meo orf og ljá. Það hefur eflaust verið vegna áhrifa af vinnugleði Sveins og viðhorfum að mér líkaði svo vel í sveitinni sem raun bar vitni og langt fram á unglingsár var ég staðráðinn í að feta í fótspor hans og gerast bóndi. Þrátt fyrir kröpp kjör lengst af held ég að Sveinn hafí verið á réttri hillu í starfi bónd- ans og ég get raunar ekki séð hann fyrir mér i neinu öðru. Ef til er líf eftir þetta líf er ég viss um að Sveinn er nú kominn á kaf í sauðburðinn þarna fyrir handan. Góður og hjartahlýr maður er nú genginn á vit feðra sinna. Ég kveð Svein Brynjólfsson hinstu kveðju með þakklæti fyrir sam- verustundir okkar. Guð blessi minningu hans. Sveinn Guðjónsson Eftir stendur minning um góðan dreng. Kristín Vilhjálmsdóttir Þórólfur B. Hilm- arsson - Kveðja SÖLUAÐILAR GARFIELD: Reykjavi'k: Toppskórinn Veltusundi, Skólinan Laugavegi, Sparta Laugavegi, Skóbær Laugavegi, Skóverslun Helga Völvufelli, Glæsiskórinn Glæsibæ, Skóhöllin JL-húsinu. Hafnarfjörður: Skóhöllin Reykjavíkurvegi, Keflavík: Skóbúð Keflavíkur. Hveragerði: Byggingavöruv. Hveragerðis. Grindavik: Málmey. Selfoss: Kaupfélag Árnesinga. Akranes: Sfaðarfell. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. Akureyri: Skótískan. Húsavfk: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Krummafótur. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Patreksfjörður: Versl. Ara Jónssonar. Djúpivogur: E.H. búðin. Hvolsvöllur: Kaupfél. Rangteyinga. Ólafsfjörður: Blóm og gjafavörur. Þingeyri: 1 Kaupfél. Dýrfirðinga. Höfn Hornarf.: Orkuver. Ólafsvík. Versl. Vík. I G0LFV0RUR íúmu Vorum að taka upp sendingar af golfsettum, pokum, kerrum o.fl. - HAGSTÆTT VERD - ÍÞRÓTTABÚÐIN, Borgartúni 20, sími 20011. < í * s í GARÐINUM BYRJA HJÁ 0KKUR REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA ipfpl SÖLUFÉLAG larnr garðyrkjumanna ^ SMIOJUVEGI 5. 2ÓOKÓPAVOGUR. SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.