Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
9
Sjá, ég kem í skýjum
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
Guðspjall:
Lúk. 24: 46-53.
Hann sagði við þá: Sjá ég kem í skýjum
og sólin brosti í tærum augum hans.
Þeir skildu ei það ljós, sem lýsti af honum,
en lutu þöglir ásýnd þessa manns.
Þannig hefst sálmur Matthías-
ar Johannessen, skálds, helgaður
uppstigningardegi. Upphaf sálms-
ins undirstrikar tiltekinn skilning
á uppstigningu Jesú Krists og
erindi hans yfirleitt. Við himnaför
og meinta brottför hans úr þess-
um heimi hvílir áherslan ekki á
orðunum ég fer, heldur ég kem.
Himnaför Jesú er nefnilega ekki
hluti af geimferðasögunni, ekkert
frekar en að sköpunarsögurnar
séu heimiidaritgerð í náttúru-
fræði. Kristur var ekki að fara
þannig, að hann hyrfi burt úr
heiminum með farangur sinn.
Hann breytti návist sinni, sam-
kvæmt fyrirheiti föðurins. Hann
segir við lærisveinana: Verið um
kyrrt „uns þér íklæðist krafti frá
hæðum“. Síðan segir guðspjallið
frá því að Jesús hóf upp hendur
sínar og blessaði þá. En meðan
hann var að blessa þá skildist
hann frá þeim. Jesús hvarf þeim
sýnum. Hann fór til himins Guðs,
en sá himinn er hugtak ætlað til
að segja frá því ósegjanlega, því
sem er ofar heimi okkar og skiln-
ingi. Á líkingamáli segir trúar-
játningin, að hann sitji við hægri
hönd Guðs, föður, almáttugs. Auk
þess segir hann sjálfur: „Allt vald
er mér gefið á himni og jörðu ...
Ég er með yður alla daga, allt til
enda veraldar." Hann er ekki fjar-
lægur stjórnandi eða velgerða-
maður fólks. Hann hvarf sýnum
í miðri blessun, — og er ennþá
að blessa heiminn. Hann sneri
ekki baki við mannkyni til að fara
burt, heldur snýr hann ásýnd sinni
og opnum faðmi að jarðarbörnum.
Algengasta myndefnið á altaris-
töflum kirknanna er Kristur að
blessa. Með upplyftum höndum
til hálfs, með blessun yfir barna-
fjöld, með brotningu og blessun
brauðs og í sérhverri annarri
mynd er hann að blessa. Til árétt-
ingar um ósýnilega nálægð sína
lét hann eftir áþreifanlegu táknin:
Heilaga skírn og helga kvöld-
máltíð.
Nú á dögum er hann jafn ná-
lægur mönnunum og hann var
daginn, sem hann lyfti upp hönd-
um og skildist frá þeim. Ennþá
er honum lotið með sama hætti
og ennþá skilja menn ekki ljósið,
sem lýsir af honum. Vissulega
hindrar það sumt fólk í því að
nálgast hann og að ganga í birtu
himneska ljóssins. Fæstir skilja
til hlítar eðli rafljóssins. Engum
dettur þó í hug að nýta sér það
ekki af þeim sökum. Því síður að
neita tilvist þess.
Merki um nálægð Jesú Krists
eru augljós öllum, sem vilja sjá.
Ljós hans er ljós fyrir heiminn og
lýsir til allrar framtíðar. Hann er
svo á jörðu sem á himni. Að vilja
föðurins starfar hann allt til þessa
að bót og blessun, friði og frels-
un, — eða eins og segir í áður
ívitnuðum sálmi:
Og enn hann segir: Sjá ég kem í skýjum,
og sendir þá, er lúta ásýnd hans,
að boða líkn og lífið í hans nafni
og leiða saman vegu Guðs og manns.
Þessi sálmur er nr. 165 í sálma-
bók kirkjunnar. Ég hvet þig til
þess að lesa hann í dag. Hann
inniheldur hjálpræðissöguna í
hnotskurn. Mér finnst hann líka
vera erindisbréf þess, sem játar
kristið nafn.
UTANKJORSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð
Símar 679053 - 679054 - 679056
Upplýsingar um kjörskrár og aðstoð við kjörskrárkærur. Fyrst um
sinn fer utankjörstaðakosning fram hjá borgarfógetanum í
Reykjavík, Skógarhlið 6, kl. 10-15 alla daga.
SjáKstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef bið verðið ekki heima á kjördag.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
FIAT UNO 45 S ’84
Grár. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 75 þús/km.
Verð kr. 200 þús.
TOYOTA COROLLA DX '86
Drapp. 4 gíra. 5 dyra. Ekinn 49 þús/km.
Verð kr. 500 þús.
NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI
MMC COLT GLX ’88
Blár. 5 gíra. 3 dyra. Vökvastýri. Ekinn
18 þús/km. Verð kr. 560 þús. staðgr.
VW JETTA GL ’86
Grár. Sjálfsk. 4 dyra. Ekinn 75 þús.
Verð kr. 560 þús. stgr.
44144 - 44 7 33
TOYOTA
MERCEDES BENS 190E ’83
Hvítur. 4 gíra. 4 dyra. Ekinn 120
þús/km. Verð 850 þús.
TOYOTA COROLLA XL ’88
Blár. Sjálfskiptur. 3 dyra. Ekinn 38 þús.
Verð kr. 600 þús. staðgr.
Viltu gerast áskrifandi
að Einingabréfum?
Nú getur þú lagt reglulega til hliðar ákveðna upphæð til kaupa
á Einingabréfum og safnað þannig smám saman þínum eigin
varasjóði.
• UPPHÆÐINNBORGUNAR
RÆÐUR ÞÚ SJÁLF(UR).
• SJÓÐURINN ER ÆTÍÐ ÓSKIPT
EIGN ÞÍN EÐA AFKOMENDA
ÞINNA.
• HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ
GREIÐSLUKORTIEÐA GÍRÓ-
SEÐLI.
• YFIRLIT YFIR HEILDARINN-
EIGN SENT ÁRSFJÓRÐUNGS-
LEGA.
SUMARTÍMI
Við tökum daginn snemma í Kaupþingi í sumar og höfum
opið frá kl. 8-16. Verið velkomin til okkar í Kringluna 5.
SÍMSVARI
GEFUR UPPLÝSINGAR UM GENGI VERÐBRÉFA
68 93 53
Sölugengi verðbréfa 24. mat 1990:
EININGABRÉF 1.......................4.872
EININGABRÉF2........................2.662
EININGABRÉF3........................3.211
SKAMMTÍMABRÉF.......................1.652
i
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki,
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
simi 91-689080