Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
RÚMTAK FORM
OG FLATARMÁL
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í hvert skipti sem Vignir Jó-
hannsson sækir gamla landið
heim fylgir honum gustur frá
heimslistinni.
Hann virðist með sanni ekki
einhamur, enda flytur hann okkur
nýjar fréttir með hverri nýrri sýn-
ingu. Áður var hann eins og gagn-
tekinn af hinum umbúðalausa og
nær stjórnlausa krafti, sem hröð
og skynræn vinnubrögð ein-
kenndu, en nú er það jafnvægið
og hin yfirvegaða hugsun, sem
tekur hug hans allan.
Og Vignir lætur ekki lengur
hinn tvívíða flöt ráða ferðinni
heldur er hann kominn út í hreina
mótunarlist auk þess sem málverk
hans hafa fengið á sig nýja dýpt
og víddir, hlykkjast um alla veggi
og hafa meiri svip af lágmyndum
en málverki. Hann bætir jafnvel
láréttu tréformi í eitt málver-
kanna sem sker það eftir endi-
löngu.
Það er vissulega heilmikill
kraftur, sem eru einkenni og aðal
verka listamannsins á sýningu
hans í listhúsinu Nyhöfn þessa
dagana og fram til 30. maí.
A gólfí eru svipmiklir skúlptúr-
ar, en föng í suma þeirra virðast
sótt beint í brotajárnshaug, en
annarra í steinsmiðju. Hvoru-
tveggja staðirnir eru yfírfullir af
skemmtilegum formum og litur
ryðsins í brotajáminu er alltaf
jafn fallegur.
Þessi verk eru gerð af mikilli
leikni og sannfæringarhita ogí
sjálfum vinnubrögðunum er lista-
maðurinn samur sér og auðþekkj-
anlegur, því það eru einungis hin
ytri form sem taka breytingum.
Nefna mætti þessa sýningu einnig
— hugmyndir í flatarmáli og rúm-
taki, því að það myndstef er burð-
arás og leiðistef sýningarinnar.
Hvað skúlptúrinn snertir, þá er
eins og að verkið „Huglægð" (6)
sé persónugervingur og hámark
þess alls.
En hvað yfírvegaða form- og
litasjón áhrærir þá höfðuðu vegg-
myndimar „Uppljóst í dimmu“ I
og II mest til mín eftir endurtekn-
ar heimsóknir.
Litimir í veggmyndunum eru
yfírleitt mildir, djúpir og þýðir og
þessum áhrifum nær listamaður-
inn með því að mála hvert lagið
Vignir Jóhannsson, listmálari
á fætur öðru, jafnvel upp í 20
lög. Ósjálfrátt minnir þetta mig á
vinnubrögð og áferð verka hins
nafnkennda þýska málara Gott-
ard Graubner, en að öðru leyti em
þeir gerólíkir listamenn.
Það er dálítið erfítt að melta
þessar miklu breytingar hjá Vigni
Jóhannssyni, en þær em þó vissu-
lega í takt við tíðarandann í list-
inni, en hvort hann hafí loks siglt
skipi sínu í höfn skal ósagt látið.
SÆNSK LISTAKONA
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í FÍM-salnum á Garðastræti
sýnir um þessar mundir sænska
listakonan Maj-Siri Österling frá
Norbotten, Muonionalusta sókn.
Það þýðir einfaldlega að hún er
frá norður Svíþjóð enda em ýmis
áhrif í list hennar sótt til Sama
þótt það geti vafíst fyrir ókunnug-
um að átta sig á því.
Maj-Siri stundaði nám við lista-
skóla í Uppsölum og París og
hefur viða sýnt list sína og t.d.
sýnir hún bæði í Varsjá og í
Frakklandi á þessu ári.
Þannig er sumt myndlistarfólk
á stöðugum sýningaferðalögum
til að kynna list sína og rannsaka
um leið staðbundna list og mennt.
Fyrir utan áhrif frá list Sama,
greinir maður þekkjanlega forma-
leiki úr nútímaljst t.d. Cobra, sbr.
mynd nr. 5 „Á vegg“, en þess
má þó geta að nútímalist sækir
Maj-Siri Österling
einmitt heilmikið til lista fmm-
stæðra þjóða, ósjálfráðra forma-
leikja og umbúðalausra vinnu-
bragða.
Uppmni listakonunnar leynir
sér ekki í vinnubrögðum hennar,
því að þau einkenna hrá ljósbrigði
og miklar opnar víddir, en þetta
eigum við íslendingar erfítt með
að skynja og skilja í myndlist og
þykja fletimir full tómlegir.
Eg hef um dagana tekið eftir
þessum vinnubrögðum hjá fleiri
sænskum málurum og hef oft
velt því fyrir mér hvert þau era
sótt, og hvaða áhrif liggi að baki,
en hér hlýtur sænski veturinn að
koma til og önnur ljósbrigði en
við eigum að venjast.
Hin einfalda nær alhvíta mynd
„Goðsögnin um albark“ gæti
rennt stoðum undir þess ágiskan.
Þannig setur náttúran á okkur
mark hvort sem okkur líkar það
betur eða ver.
Fleiri myndir vöktu athygli
mína svo sem „Eftir slátrun hrein-
anna“ (8), „Regn og snjór“ (9)
og hin litla en kraftmikla mynd
„Mattvætt" (16).
Allar era þær sérstæðar og í
þeim þóttist ég kenna bestu eðlis-
kosti listakonunnar.
Göngxileiðir
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Einar Þ. Guðjohnsen:
GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI.
94 bls. Almenna bókafélagið.
Reykjavík, 1989.
íslendingar stunda útivem eins
og tískan býður á hveijum tíma.
Það er stöðumark þessi árin að
eiga jeppa og vélsleða. Að aka á
þokkalega dýram bíl á útvegum í
nágrenni Reykjavíkur — eða jafn-
vel inni í borginni — og láta hund-
inn elta ber líka vott um heldri
manna snið. Engin skömm er held-
ur að láta sjá sig á skíðum eða á
hestbaki. Miklum mun ófínna er
að ganga. En göngumönnum ein-
um er þessi bók ætluð. Höfundur-
inn, Einar Þ. Guðjohnsen, hefur
varið ævi sinni í þágu ferðamála,
meðal annars verið fararstjóri í
áratugi. Og engri leið mun hann
lýsa svo að hann hafi ekki gengið
hana sjálfur. Hann veit því hvað
hann er að segja. Tími sá, sem
hann ætlar til hverrar göngu, er
þó allt eins miðaður við óvana, þá
sem hægt fara.
Gönguferðir stunda menn í mis-
munandi tilgangi. Jón Trausti
gekk á fjöll til að fullnægja þrá
sinni eftir víðsýni. Sumir ganga
einir sér til að njóta kyrrðar og
næðis. Aðrir vilja á hinn bóginn
njóta samveru og félagsskapar í
hóp. Hvorir tveggja munu þó fínna
hjá sér sömu hvötina til náttúrlegr-
ar hreyfingar og útivistar. Göngu-
ferðum fylgir gjaman áhugi á
náttúruskoðun þótt ekki sé það
einhlítt. En náttúraskoðarar fá
ærinn fróðleik með þessari bók.
Það er Reykjanesskaginn sem Ein-
ar tekur hér fyrir. Og Reykjanes-
skaginn er, eins og hann minnir á
í formála, »eyðilegur og hrjóstrag-
ur... en inni í auðninni leynast
fjölmargir fagrir og ljúfír blettir
og ennfremur mikilfengleg nátt-
úraundur.« Skaginn er mjög eld-
branninn. Hvarvetna blasa við
hraun og gígar. Auðveldustu
gönguleiðimar liggja hins vegar
um harðbala milli hrauns og hlíða
sem víða er að finna á skaganum.
Eins og Einar bendir á liggja sums
staðar akfærir vegir út frá aðal-
vegum þannig að í raun getur
hver meðalfær göngumaður kom-
ist að nærri öllum þeim svæðum
sem lýst er. Á torfærubílum má
Einar Þ. Guðjohnsen
auðvitað fara um allar jarðir. Og
ökumenn þeirra hafa mörgu spillt,
þama sem annars staðar. Einar
minnir á að landslag sé þarna við-
kvæmt. En predikanir sparar hann
sér, enda annarra að koma í veg
fyrir þess háttar leikaraskap.
I bók þessari em kort af hveiju
svæði fyrir sig, litmyndir allmarg-
ar og örnefnaskrá. Margt er þama
sagt um jarðfræði skagans. Bygg-
ir Einar langmest á rannsóknum
Jóns Jónssonar sem rannsakað
hefur þessi svæði öðram fremur.
Hættur ýmsar geta orðið á vegi
ferðamannsins ef óvarlega er far-
ið. Til dæmis segir svo um aust-
asta hnúkinn í Þríhnúkum að þar
sé »tveggja metra vítt gat í topinn
og 110 metra djúpt. Þarna ber því
að fara mjög varlega.«
Meirihluti íslendinga á nú
heima í næsta nágrenni við um-
rædd svæði. Þeir, sem ástunda
gönguferðir af því taginu sem Ein-
ar mælir með, era því nokkuð
margir. En fáir eru svo vel að sér
að þeir geti ekki haft dijúg not
af þessari bók. Alltént er heppi-
legra þegar maður Ieggur af stað
að hann hafí hugmynd um hvert
hann ætlar að fara. Og sú var tíð
að sérhver viti borinn maður í
þessu landi taldi sér skylt að vita
deili á sínu næsta nágrenni.
Máttarorð
_________Bækur______________
Kjartan Jónsson
Útgefandi: Vasaútgáfan 1989.
Útgáfúréttindi: Fjölvi,
Reykjavík, Norsk Gyldendal,
Oslo.
Höfúndur: Erling Ruud.
Þýðandi: Benedikt Arnkelsson.
Stærð: 380 blaðsíður.
Það er ekki á hveijum degi, sem
hugvekjubækur eru gefnar út á
íslandi. Það er erfítt að gefa út
slíkar bókmenntir vegna lítils
markaðar. En Vasaútgáfan gerði
tilraun og sendi þessa bók frá sér
rétt fyrir jólin. Hún er í ódýru kilju-
bandi. Áhugasamir lesendur hefðu
margir kosið að fá hana í veglegra
bandi. Kíljubandið gerir það hins
vegar að verkum, að .verðið er
mjög viðráðanlegt. Kápan hefði
mátt vera nútímalegri. Hún er
gamaidags-og óaðiaðandi, en menn
skyldu þó ekki láta hana aftra sér
frá því að kynna sér bókina.
Máttarorð hefur að geyma eina
hugvekju fyrir hvern dag ársins
eða 365. Þær eru þannig byggðar
upp, að byijað er á örstuttri
líkingu, frásögn eða dæmi úr dag-
legu lífí, síðan er stutt hugleiðing
af tilefni þess, þá er vers úr Biblí-
unni. Hugvekjan endar á sálma-
versi, eftir íslenskan eða erlendan
höfund.
Dæmi um líkingar:
Frá 24. febrúar: „Allir raunvera-
legir demantar eru þeirrar náttúru
að þeir geta lýst í myrkri. Þó em
til demantar sem lýsa ekki.
Vísindamaður einn uppgötvaði
hvemig á því stendur. Demantam-
ir verða fyrst að vera í sólarbirtu
eða sterku rafmagnsljósi til þess
að geta síðan lýst í myrkri."
Þessi líking er notuð til að skýra
versið: „Ég er ljós heimsins. Sá sem
fylgir mér mun ekki ganga í myrkri
heldur hafa ljós lífsins." i
Erling Ruud
Frá 2. nóv.: „í fomri grískri
dæmisögu segir að menn gangi
með tvo poka. Sá sem þeir bera
að framan er fullur af mistökum
annarra. Hinn pokinn, sem er á
bakinur-er -fullur af göllum -þess
sem ber hann. Af því kemur, segir
dæmisagnahöfundurinn Esóp, að
menn era glöggskyggnir á misfell-
ur annarra en gengur illa að sjá
bresti. sjálfra sín.“
Þessi frásögn er notuð í inn-
gangi að hugleiðingu um þessi
vers: „Hræsnari, drag fyrst bjálk-
ann úr auga þér og þá sérðu glöggt
til að draga flísina úr auga bróður
þíns.“
Höfundurinn, Erling Ruud, var
norskur prestur. Hann ritaði marg-
ar bækur og var þekktur í heima-
landinu sem rithöfundur og biblíu-
fræðari, en hann var kennari á
biblíufræðsluskóla í mörg ár. Hann
var einnig mjög vinsæll prédikari.
Mikið framboð er á hugvekjubók-
um í heimalandi hans. Aðeins góð-
ir höfundar ná athygli Qöldans.
Erling Ruud er í hópi þeirra.
Aftast í bókinni er skrá yfír alla
ritningastaði, sem notaðir em í
bókinni, og tilgreind dagsetning
hugleiðinga, sem þeir era notaðir
í. Einnig er skrá yfír öll helstu
efnisatriði hugleiðinganna og til-
greindar dagsetningar, þar sem
þau koma fyrir. Með þessum skrám
nýtist bókin mjög vel bæði prédik-
urum, biblíufræðurum og flytjend-
um hugleiðinga í leit að dæmum
til skýringar máli sínu.
Þýðandi bókarinnar, Benedikt
Arnkelsson, er guðfræðingur.
Hann hefur þýtt tugi bóka. Máttar-
orð er á góðri og lipurri íslensku.
Það er mikilvægt að þýðendur
kristilegs efnis hafí góða þekkingu
á guðfræðihugtökum, en nokkur
misbrestur hefur stundum verið á
því í fjölmiðlum.
Um langt árabil hefur lítið fram-
boð verið hérlendis á bókum, sem
auka biblíuþekkingu. Þetta hefur
háð allri biblíufræðslu í söfnuðum
og kristilegum félögum. Einnig
hefur tilfínnanlega skort lesefni til
eflingar heimilisguðrækni, bæði
fyrir Qölskyldur og einstaklinga.
Bókin Máttarorð uppfyllir því
mikla þörf. Hún hentar vel til af-
lestrar bæði fyrir einstaklinga og
fjölskyldur, t.d. við morgunverðar-
eða kvöldverðarborð. En betur má
ef duga skal. Fleiri slíkar bækur
þyrfti að gefa út og meira efni til
stuðnings almennum biblíulestri,
bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur
og hópa.
Framtak þýðenda og útgefenda
er gott, og því verðskuldar bókin
góðar móttökur.