Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 15

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 15 Fæðingarheimili Reykja- víkur mun starfa áfram með faglegum vinnubrögðum og nútíma mæðravernd, má í nær öll- um tilfellum sjá fyrir erfiðleika í fæðingu. Er sjálfsagt að vísa þeim málum á spítaladeild. Sjónarmið lækna um öryggi mega ekki ráða hér ein. Margar konur segjast frem- ur myndu fæða heima en á spítala. Reykjavíkurborg hefur alltaf stutt tilveru heimilisins. Litlu mun- aði þó að illa færi þegar vinstri flokkar höfðu meirihluta í borgar- stjórn fyrir 8 árum. Meirihlutinn vildi þá hætta rekstrinum, koma honum yfir á ríkið. Þá tóku höndum saman Davíð Oddsson, forsvars- maður minnihlutans í málinu, mjög hlynntur heimilinu, og Sjöfn Sigur- björnsdóttir, einn fulltrúa meirihlut- ans. Dugði þetta til og heimilið var áfram rekið á vegum borgarinnar. Síðari ár varð nokkur lægð í starfseminni. Leiddi það til þess að einungis 3. hæð heimilisins hefur verið notuð undir fæðingarstarf- semi síðustu 6 árin. Neðsta hæðin er vel búin til skurðlækninga. Því kom upp sú hugmynd að nýta ónot- að húsnæði og aðstöðu með því að leigja það skurðlæknum í 4 ár. Brýn þörf er að létta á biðlistum skurðdeilda. Aldrei var meiningin að taka neitt frá Fæðingarheimilinu. Sá sem þetta ritar var einn þeirra sem tók þátt í þessari stefnumótun. Þegar að því kom að leigja neðstu hæðirn- ar kom upp ólga. Var talað um aðför að konum o.s.frv. Nokkur óróleiki og óvissa ríkti um tíma, sem nú hefur jafnað sig að mestu. Því er ekki að leyna að þegar kastljós beindust að húsinu í þess- um deilum, kom í ljós að það hús- næði sem áður þótti nógu rúmt uppfyllir ekki kröfur nútíma heil- brigðiseftirlits. Þetta varð til þess að þriðja hæðin nægir heimilinu ekki ein og jafnvel ekki þótt hús- næði fjórðu hæðar væri bætt við. Því hefur verið samið til bráða- birgða við læknana, sem leigja neðri hæðimar, um afnot af hluta annarr- ar hæðar. Þetta samkomulag kann að verða til bráðabirgða. Hitt er víst að húsnæðisþörf Fæðingar- heimilisins verður sinnt meðan sjálfstæðismenn ráða í Reykjavík. Frelsi er aðalatriði Tilvera Fæðingarheimilisins er mikilvæg til þess að tryggja konum frjálst val um mismunandi þjónustu. Hér er ekkert neikvætt sagt um Fæðingardeild Landspítalans, sem er ágæt. En Fæðingarheimili er annað. Margar konur kjósa það hik- laust og þann vilja ber að virða. Gagnrýnisraddir hafa sagt að ör- yggi sé ekki fullnægt á fæðingar- heimilum. Því er til að svara að Ingólfúr S. Sveinsson Sérstaða fæðingarheimilisins Um áratugi hefur Fæðingar- heimilið skipað sérstakan sess í hugum kvenna og fólks yfirleitt. Hulda Jensdóttir, ljósmóðir, er án efa sú manneskja sem mestu réð um þá sérstöðu. „Slökun og eðlileg fæðing" eru einkunnarorð sem lýsa starfseminni vel. Þau eru titill á bók, sem Hulda gaf út og gagnað- ist vel. Mikil áhersla var lögð á að fæðing er yfirleitt náttúrulegur at- burður og ekki sjúkdómur. Viðhorf- in mótuðust af þessu, heimilið varð heimilislegt fremur en spítalalegt. Vonandi er á engan hallað þótt Huldu sé getið hér sem leiðandi manneskju. Slökun er núorðið álitin sjálfsögð þekking í vestrænum heimi, nauð- synleg öllu velmenntuðu fólki til að verjast streitu nútíma lífs. Á Fæð- ingarheimilinu lærðu þúsundir kvenna slökun í fyrsta skipti. Því er ekki ofsagt að Fæðingarheimilið hafi verið menntastofnun í landinu. Nýlega hitti ég unga enska konu, sem hafði fætt fyrsta barn sitt á Fæðingarheimilinu. Hún lýsti dvöl sinni þannig að jafna mætti við bestu og dýrustu þjónustu í Eng- landi. Ætti hún eftir að fæða annað barn myndi hún hiklaust fara yfir Atlantshafið til að fæða hér. Deilumálin í hnotskurn eftirlngólfS. Sveinsson Undanfarna mánuði hafa Reyk- víkingar heyrt hitt og annað um Fæðingarheimili Reykjavíkur og þætti mér ekki undarlegt þótt ein- hver væri orðinn ringlaður af öllu því tali. Mikið hefur borið á að full- trúar minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn hafi ekki hugað Fæðingar- heimilinu líf og nýlega kom fram tillaga frá fulltrúa Alþýðubanda- lagsins (nú frambjóðanda Nýs vett- vangs) um að loka því. Tillagan var felld og deilur vonandi að baki. Þessari grein er ætlað að skýra stöðu málsins. ' „Reykjavíkurborg hef- ur alltaf stutt tilveru heimilisins. Litlu mun- aði þó að illa færi þegar vinstri flokkar höfðu meirihluta í borgar- sljórn fyrir 8 árum. Meirihlutinn vildi þá hætta rekstrinum, koma honum yfir á ríkið.“ Með þessum hætti nýtist hús Fæðingarheimilisins í dag bæði mæðrum og börnum. Starfsemi skurðlæknanna í húsinu styttir bið þeirra sem ella þyrftu að bíða eftir þjónustu skurðdeilda. Aðalatriðið er að Fæðingarheimili Reykjavíkur fái ekki meira af æsingi og pólitísk- um upphlaupum, en fái að þróast og starfa í friði. Höfundur er læknir í Reykja vík. Hann skipar 20. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna. SEMALUR _ HAFA BEÐIÐ EFTIR KL. 13.00 MORGUN HEFSTA A BILDSHOFÐA 10 BILDSHOFÐI Bifreiöaskoöun íslands STORUTSOLUMARKAÐUR Bíldshöföa 10 ARTÚNSBREKKA ESSO Opnunartími Föstudaga .....kl. 13-19 Laugardaga ....kl. 10-16 Aðradaga.......kl. 13-18 VESTURLANDSVEGUR STRAUMUR Frítt kaffi. Myndbandahorn fyrir börnin FJOLDIFYRIRTÆKJA GÍFURLEGT VÖRUÚRVAL ■AWAWAVAWAVI1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.