Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 19
oeei mj\í .r-s jiuoAaiJTMtór? oiiga,wkuöhoí/í
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
%
NÁTTHRAFN
Mannlíf lýsir trylltu
Reykjavíkurborgar
ORÐIÐ Á
UNDANHALDI
Hvað einkennir þjóðmái
umræðuna á íslandi?/
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Hallgrímskirkja
Eins og kunnugt er, var það fyr-
ir öflugan stuðning borgaryfirvalda,
að hægt var að setja fullan kraft á
byggingu Hallgrímskirkju og ljúka
henni þannig, að hægt var að vígja
hana haustið 1986. En hún hefur
þurft á aðstoð að halda síðan. Á
þessu kjörtímabili hefur borgarsjóð-
ur lagt henni 2,0 millj. kr. auk fram-
lags Kirkjubyggingarsjóðsins. Þess
utan hefur verið veitt loforð um 15
millj. kr. styrk til orgelkaupa á
næstu tveimur árum. Sú gjörð varð
til þess að hægt var að panta orgel-
ið, sem verða mun tónlistarlífi
landsins mikil lyftistöng.
Grafarvogssöfiiuður
Eini söfnuður borgarinnar, sem
nú er kirkjulaus, Grafarvogssöfnuð-
ur, nýtur án endurgjalds húsnæðis
í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Folda-
skóla.
Safiiaðarheimili
Dómkirkjunnar
Safnaðarstarf við Dómkirkjuna
hefur lengi liðið fyrir það, að safn-
aðarheimili hefur ekki verið fyrir
hendi. Eina húsið, sem til greina
kemur í næsta nágrenni Dómkirkj-
unnar, er gamli Iðnskólinn á homi
Lækjargötu og Vonarstrætis, Starf-
semi sú, sem þar hefur verið að
undaförnu, er komin annað, og nú
hefur Dómkirkjusöfnuðurinn fengið
húsið fyrir safnaðarheimili. Húsið
varð á sínum tíma fyrir allmiklum
skemmdum af eldi. Viðgerð er nú
Kirkjan og Reykj a-
víkurborg
lagsmálastofnun Reykjavíkur hefur
veitt styrki til þeirra safnaða, sem
hafa verið með þjónustu við aldraða
og ýmislegt fieira mætti telja.
Samstarfsnefhd
Starfandi er samstarfsnefnd
Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur-
prófastsdæmis. Eg veit, að kirkj-
unnar menn hér í Reykjavík þakka
vel, það sem borgaryfirvöld hafa
þegar gert. En fjölmargt er á óska-
listum safnaðanna. Þar bíður nefnd-
arinnar mikilvægt hlutverk að
stuðla að sem bestri samvinnu og
gagnkvæmum stuðningi borgar-
stjómar og safnaðanna í Reykjavík.
Höfundur er fv. Dómkirkjuprestur
og nú staðarhaldari í Viðey. Hann
skipar 27. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Kirkjubyggingarsjóður
Reykjavíkur
í borgarstjórnartíð Gunnars
Thoroddsen var um það samið, að
Reykjavíkurborg stofnaði Kirkju-
byggingarsjóð Reykjavíkur. í stað-
inn afsöluðu söfnuðirnir sér rétti til
að leggja á viðbótarsóknargjald,
þegar þeir stóðu í fjárfrekum fram-
kvæmdum. Sú álagning var enda
oft óvinsæl, því mönnum var þá
mismunað í gjöldum eftir kirkju-
sóknum.
Á því kjörtímabili, sem nú er að
ljúka, hefur Reykjavíkurborg lagt
sjóðnum æ betur. Hafa árleg fram-
lög hækkað um 130 prósent miðað
við lok síðasta kjörtímabils. Heildar-
úthlutun áranna 1987-1990 er 36,5
millj. og skiptist sem hér segir milli
þeirra 9 kirkna, sem mest hafa
þurft á slíku að halda: Árbæjar-
kirkja 3.900.000 kr., Áskirkja
4.850.000 kr., Breiðholtskirkja
6.000.000 kr., Dómkirkjan
1.000.000 kr., Fella- og Hólakirkja
3.900.000 kr., Hallgrímskirkja
3.000.000 kr., Langholtskirkja
4.850.000 kr., Laugarneskirkja
4.200.000 kr., Seljakirkja
4.800.000 kr.
eftirsr. Þóri
Stephensen
Þegar líður að kosningum, þá eru
flestir málaflokkar teknir til skoð-
unar og íhugað, hvað borgaryfir-
völd hafi lagt þar af mörkum. Mér
datt í hug, að fróðlegt væri að taka
þar einnig til málefni safnaðanna.
Á allra síðustu árum hefur hagur
þeirra batnað mjög vegna aukinna
tekna í sóknargjöldum. En gott
samstarf við borgaryfirvöld hefur
einnig eflt safnaðarlífið.
„Á því kjörtímabili, sem
nú er að ljúka, hefur
Reykjavíkurborg lagt
sjóðnum æ betur. Hafa
árleg framlög hækkað
um 130 prósent miðað
við lok síðasta
kjörtímabils.“
að ljúka. Hún er kostuð af Dóm-
kirkjusöfnuðinum, og mun sá kostn-
aður ganga upp í leigu. Það er afar
dýrmætt fyrir Dómkirkjusöfnuðinn
að fá þetta húsnæði. Verður það
væntanlega til að margefla félags-
starf hans.
Starf fyrir aldraða og fleira
Þá hefur Reykjavíkurborg yíða
komið til móts við söfnuði með hirð-
ingu á lóðum og bílastæðum. Fé-
Þórir Stephensen
ORÐIÐ A UNDANHALDI
- Vangaveltur um eðli þjóðmálaumræðu á íslandi.
NÁTTHRAFNAÞING
- Fjörug lýsing á trylltu næturlífi í Reykjavík.
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
SIGRAÐI HEIMINN DANSANDI
- Helgi Tómasson, stórdansari og stjórnandi San Fransisco ballettsins, í persónulegu
einkaviðtali þar sem hann ræðir um lífið á tindi frægðarinnar, bernskuna heima á íslandi og
heimsókn á komandi Listahátíð.
EKKI DEYJA ÚR FÁFRÆÐI
- Sláandi úttekt á stöðu eyðni á íslandi og umfjöllun um þann ógnvænlega spádóm lækna að
nýr faraldur meðal gagnkynhneigðra sé í uppsiglingu.
NEI, RÁÐHERRA
- Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, í viðtali.