Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 25

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 25 U mhverfismál eru stj órnmál eftirJón Sigurðsson „Þeir vormorgnar þegar loftið titraði af söng þrastanna, kurri dúfnanna og tísti músarrindlanna — þessir morgnar voru nú hljóðir. Raddir vorsins voru þagnaðar." Þessar línur eru úr frægri bók Rachel Carson, Raddir vorsins þagna. Ymsir telja útgáfu þessarar bók- ar marka upphaf umhverfishreyf- ingarinnar. , Bókin fjallar um áhrif skordýra- eiturs, einkum DDT, á lífríki jarð- ar, en vakningin, sem fylgdi í kjöl- farið, opnaði augu manna fyrir þeim miklu og fjölbreytilegu hættum, sem að manninum steðja vegna hans eigin athafna. Heimsmál og heimamál Eyðing ósónlagsins, aukning koltvíildis í andrúmsloftinu og sjáv- armengun. Þetta eru dæmi um hina stóru vá, sem raskað getur forsendum lífs á jörðinni. Einnig eru á umhverfismálunum nærtækari hliðar, sem snerta með beinni hætti daglegt líf fólks og ráða miklu um velferð þess. Af því tagi má nefna aukaefni í matvæl- um, mengun á vinnustöðum og óhreinindi í drykkjarvatni. Umhverfismálin eru því í aðra röndina alþjóðleg viðfangsefni, sem skipta sköpum um framtíð alls mannkyns og hins vegar hversdags- leg mál, sem varða einstakar þjóð- h', byggðir eða búendur. En hvort sem málin eru stór eða smá, ber allt að sama brunni. Smáu málin geta verið stórmál. Við eigum ekki völ á annarri jörð eða öðru lífi. Og við verðum líka að muna að við erum aðeins gestir á Hótel Jörð, eins og Tómas kvað. Hver kynslóð verður að setja metn- að sinn í það að skila jarðarkringl- unni heilli í hendur þeirrar næstu. Hlutverk stjórnmálamanna Vaxandi mengun og umhverfis- spjöll hafa fylgt hagvexti og auk- inni neyslu í nútímasamfélögum. Tækniþróun og efnahagslegar framfarir hafa oft á sér rang- hverfu, sem ekki er reiknuð til frá- dráttar, þegar framfarirnar eru metnar til fjár. En mengun og umhverfísspjöll eru ekki óhjákvæmilegur fylgifískur góðra lífskjara. Hreint og fagurt land hlýtur raunar að vera hluti af góðum lífskjörum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og setur nú kröfuna um umhverfis- vernd á oddinn. Ef ekki er ráðist gegn orsökum umhverfísspjalla mun hagvöxtur hvorki verða til góðs né vara lengi. Efnahagslegar framfarir og um- hverfisvemd verða að eiga samleið og það er m.a. hlutverk stjórnmála- manna að finna leiðir til þess, ekki síst sveitarstjórnarmanna. Kjósend- ur munu hafa þetta hugfast þegar þeir greiða atkvæði á laugardagirm. Umhverfi og sveitarstjórair Á þessum vettvangi eru verkefn- in mörg. í þessu spjalli er aðeins minnst á tvö þeirra. Einn stærsti umhverfísvandi okkar er líklega gróðureyðingin. Offjölgun búfjár og ofbeit hefur valdið landinu þungum búsifjum. Það ætti að auðvelda stjórnvöld- um lausn þessa vanda, að efnahags- legir hagsmunir þjóðarinnar og umhverfisvernd eiga hér svo aug- ljósa samleið. Ofvöxtur kjötfjall- anna, uppblástur heiðanna og erfíð- leikar sjóðanna geta læknast af einu og sama meðalinu. Með skynsam- legri stefnumörkun í landbúnaði er hægt að leysa mikinn umhvérfis- vanda og spara mikla fjármuni. Nú er í landinu vaxandi áhugi á landgræðslu eins og undirtektirnar undir fjársöfnunina fyrir Land- græðsluskóga 1990 sýndu. Sveitar- stjórnir geta haft mikil áhrif á þess- um vettvangi, ekki síst með sam- starfi við skógræktarfélög og skóla. Þar sem sveitarfélög hlúa vel að gróðri á sameiginlegum svæðum íbúanna og umhyggja fyrir landinu birtist í verki, t.d. með sumarvinnu barna og unglinga, vex áhuginn fyrir landgræðslu. Annað verkefni varðar úrgang ýmiskonar, bæði frárennsli og málmúrgang. Frágangi frárennslis í landinu er víða ábótavant og stór verkefni framundan við uppsetn- ingu hreinsibúnaðar og hreinsun á fjörum. Ýmis konar málmúrgangur veld- ur annars konar spjöllum'á landinu. Þar er bæði um að ræða vélar, tæki og mannvirki, sem komin eru úr notkun, og einnota umbúðir. Sveitarstjórnir geta haft mikil áhrif með fræðslu, áróðri og að- haldi til að auka hirðusemi varð- andi brotamálm. Lengi hefur verið talað um nauðsyn á endurvinnslu hans hérlendis og nú hillir undir að úr rætist þegar íslenska stálfé- lagið hefur starfsemi sína. Mikil- vægt er að sett verði lög um skil á brotamálmi og úrgangsvélum. Notkun einnota umbúða hefur vaxið mjög. Til þess að minnka mengun af völdum þeirra hafði iðn- aðarráðuneytið forgöngu um laga- setningu vorið 1989 um varnir gegn umhverfísmengun af völdum ein- nota umbúða fyrir drykkjarvörur. Síðastliðið sumar gekkst ráðu- neytið síðan fyrir stofnun hlutafé- lags, Endurvinnslunnar hf., til að skipuleggja söfnun og endurvinnslu eða eyðingu umbúða. Þar með var þessu mikilvæga máli hrint úr vör. Athafnir komu í Jón Sigurðsson „Stjórnmálin í dag snú- ast ekki um hvort markmiðum í umhverf- ismálum skuli náð held- ur hvernig. Raddir vorsins mega aldrei þagna.“ stað orða. Þetta nýja þjóðþrifafyrir- tæki hefur farið vel af stað. Frábærlega góðar undirtektir þjóðarinnar í þessu máli eru enn ein sönnunin um áhugann á vernd- un umhverfísins. Umhverfí og stóriðja Það er eitthvert brýnasta verk- efni íslenskra stjórnmála að beisla nú kraftinn, sem býr í fossanna skrúða til að bæta landsins kjör. Orkufrek stóriðja er ekki allsheijar- lausn, en hún er örugglega snar þáttur í atvinnuuppbyggingu og þeirri lífskjarabót, sem okkur er nauðsynleg ef við viljum halda í við nágrannaþjóðir. Stóriðju fylgir hins vegar umtals- verð hætta á umhverfisspjöllum Virkjanir hafa áhrif á landið og lífríkið. Frá álbræðslu kemur ryk flúor og brennisteinstvíildi. Slíl mannvirki mega ekki vinní íslenskri náttúru tjón. Þessi mál hafa nú verið tekir mjög föstum tökum og má fullyrðs að aldrei fyrr hafí þeim verið gert jafnhátt undir höfði. Sjónarmic hagkvæmni og umhverfisverndai þurfa alls ekki að rekast á. Gotl dæmi um það er ný tilhögun Fljóts- dalsvirkjunar með jarðgöngum i stað skurða sem hefur minni áhrii á umhverfi og gerir framkvæmdina ódýrari og öruggari. Á undanförnum árum hafa mikl- ar framfarir orðið í gerð mengunar- varnabúnaðar í álverum. Þær úr- bætur hafa leitt til minni mengunar bæði utan og innan veranna. Mengunarvarnirnar verður að tryggja þannig að markmiðin um hagvöxt og atvinnuuppbyggingu annars vegar og umhverfisvernd hins vegar, eigi samleið. Samstarí við sveitarfélögin er mjög mikilvægt í þessu máli. Ekki hvort heldur hvernig Vaxandi skilningur á eðli um- hverfísmála hefur ýtt þeim stöðugt ofar á dagskrá stjómmálanna. Áðui voru þeir álitnir sérvitringar og heimsendaspámenn, sem héldi þeim á lofti. Nú eru þau helsta við- fangsefnið á leiðtogafundum stór- veldanna. Á þeim rúmlega þremur áratug um, sem liðnir eru frá útkomu bók ar Rachel Carson, hafa sinnaskiptir orðið svo mikil. Stjórnmálin í dag snúast ekki un hvort markmiðum- í umhverfismál um skuli náð heldur hvernig. Radd ir vorsins mega aldrei þagna. Hölundur eriðnaðar- og viðskiptaráðherra. Lífíð í lit eða ó, ó, óstjórn? eftir Margréti Theódórsdóttur Nú er tími gróskunnar. Náttúran er í óða önn að lita í litabókina sína. Lífíð í lit. Kosningabarátta á kostnað ríkissjóðs eftir Guðmund Magnússon Athygli vekur að í kosningablöð- um Nýs vettvangs og Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins í Reykjavík eru birtar heilsíðuauglýs- ingar í lit frá nókkrum ríkisstofnun- um og ráðuneytum. Hér er meðal annars um að ræða auglýsingar frá ijármáiaráðuneyt- inu, sem Ólafur Ragnar Grímsson stýrir, heilbrigðisráðuneytinu, sem Guðmundur Bjarnason stýrir, og Tryggingastofnun ríkisins og Hús- næðisstofnun ríkisins, sem þjóð- kunnir alþýðuflokksmenn stjórna. Auglýsingar þessar geta tæpast talist viðskiptalegs eðlis. Fremur má segja að birting þeirra jafngildi beinum styrkjum í kosningasjóði viðkomandi stjórnmálaflokka. Lauslega áætlað nema tekjur vinstri flokkanna af auglýsingunum frá ríkinu nokkrum hundruðum þús- unda króna. Það munar um minna í kosningabaráttunni. Ég minnist þess ekki að opinber- ar stofnanir, hvað þá ráðuneyti, hafí áður keypt auglýsingar í kosn- ingablöð stjórnmálaflokka. Enda „Ekki veit ég hvernig Ólafiir Ragnar og sam- heijar hans ætla að réttlæta, að fé okkar skattborgaranna er greitt í kosningasjóði Nýs vettvangs og Al- þýðubandalagsins.“ blasir þá við nokkur vandi, ef koma á í veg fyrir mismunun framboðsað- ila. Ekki veit ég hvernig Ólafur Ragnar og samheijar hans ætla að réttlæta, að fé okkar skattborgar- anna er greitt í kosningasjóði Nýs vettvangs, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Ef þetta er gert í nafni skoðanafrelsis og lýð- ræðis vaknar sú spurning, hvers vegna Græningjar og Flokkur mannsins fá þá ekki þessa styrki? Þeir þurfa sýnilega frekar á þeim að halda en Nýr vettvangur, Al- þýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn, sem þegar njóta umtals- verðra ríkisstyrkja frá Alþingi. í mínum huga fer því víðs fjarri að auglýsingastyrkur ráðuneyta og ríkisstofnana til kosningabaráttu vinstri flokkanna sé á einn eða annan hátt stuðningur við lýðræði í þessu landi. Hér er öllu heldur um hneykslanlega misnotkun á al- mannafé að ræða. Þetta beinir sjón- um okkar að því að kosningarnar í Reykjavík á laugardaginn snúast um það, hvort við fáum áfram að njóta styrkrar og samhentrar stjórnar sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, eða ný vinstri stjórn af sama tagi og núverandi ríkisstjórn tekur við völdum. Ríkisstjórn Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins er einhver hin óvin- sælasta og lánlausasta, sem hér hefur nokkru sinni setið. Um það er ekki deilt að hún er fyrir löngu rúin öliu trausti kjósenda. Það verð- ur því að teljast næsta ævintýraleg kokhreysti þegar vinstri flokkarnir, sem glutrað hafa niður landsstjórn- inni, bjóðast til að taka að sér að stjórna hofuðborg okkar. Við Reykvíkingar munum af- þakka það boð með eftirminnilegum hætti á laugardaginn. Höfundur cr sagnfræðingvr. Borgarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum. Á laugardaginn kemur ráða kjósendur úrslitum kosning- anna. Lita í sína lífsins bók — hvort hér verði lífvænleg, blómleg borg — áfram. Borg, þar sem menn hafa gengið djarflega að verki, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað, mikil vinnugleði hefur ríkt og stór- hugur hefur verið sýndur í verki undir glæsilegri forystu Sjálfstæð- isflokksins. Eining eða sundurleit öfl Fram á vettvang hafa að þessu sinni stigið sundurleit öfl Sjálfstæð- isflokknum til höfuðs, í hvorki fleiri né færri en sex hlutum! Það eitt segir sína sögu um hversu ólíkar leiðir menn hyggjast fara í stjórnun borgarinnar. Oeining hefur sjaldnast leitt til góðs. Við þannig kringumstæður fer allt of mikil orka í innbyrðis deilur og karp. Skýrasta dæmið um það er núverandi ríkisstjórn, að ég tali nú ekki um framboðsmál Al- þýðubandalagsins þar sem sjá má brotabrot... og brambolt. Hópur frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins er samhentur undir styrkri stjórn okkar glæsilega borg- arstjóra, Davíðs Oddssonar. Það er hópur sem hefur bæði á að skipa fólki með dýrmæta reynslu i mál- efnum borgarinnar, og nýju fólki sem hlakkar til að taka þátt í áfram- haldandi uppbyggingu og fegrun mannlífsins í borginni. Sjálfstæðismenn efha sín loforð Fyrir kosningar skoða kjósendur gjaman hvað gert hefur verið á liðnu kjörtímabili og ekki síður hvað stendur fyrir dyrum. Þeir skoða hvort kosningaloforð hafí verið efnd og hvort metnaður til góðra verka ráði ferðinni. Sjálfstæðismenn hafa lofað og efnt. Vinstri menn hafa lofað en efndir hafa orðið með ó-i fyrir framan. Verkin tala í borginni; um 350 Margrét Theódórsdóttir „Hópur firambjóðenda Sjálfstæðisflokksins er samhentur undir styrkri stjórn okkar glæsilega borgarsljóra, Davíðs Oddssonar.“ þúsund trjáplöntur hafa verið gróð ursettar árlega, en borgin er stærst skógræktandi landsins. Metnaðu hefur verið lagður í að bæta dag vistarmál og málefni aldraðra Kraftur hefur verið settur í lóðaút hlutanir og uppbyggingu nýrr; hverfa, s.s. Grafarvogsins. Hreins un strandlengjunnar er eitt af óska verkefnum nútíðar og framtíðai Ákvarðanir þar að lútandi von teknar löngu áður en umræðan un umhverfismál komst á það stig ser hún er nú og er til marks um fram sýni þeirra sem hafa haft forystun sl. átta ár. Þannig mætti lengi telja. Ég nefndi áðan að ó-eining leic ekki til góðs. Ég minni á að ó- e neikvætt forskeyti í ástkæra ylhýr málinu okkar og er tákn fyrir þa sem miður fer. Sá á kvölina sem vinstri völina... Má ég þá heldur bjóða blát áfram D — og lífið í lit! Höfundur er skólastjóri Tjarnarskóla í Reykjavík og skipar 15. sætiá borgarstjórnarlista Sjálfstæðisfíokksins við kosningarnar 26. maí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.