Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 32

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 Að rata úr eftir Valþór Hlöðversson Hörð og á stundum óvægin kosningabarátta í Kópavogi er nú á enda. Menn hafa barist með þeim vopnum sem þeir hafa talið duga best. Sumir eru sárir eftir vígaferl- in, flestir ákaflega móðir en von- andi ailir heilir þegar upp verður staðið að kvöldi kosningadags. í kosningabaráttunni hefur G- listinn í Kópavogi staðið í fylking- arbijósti gegn áróðri Sjálfstæðis- flokksins og efstu menn listans mátt þola linnulausar árásir af þeim sökum. Síðasta tölublað Voga, sem dreift var sl. miðviku- dag, er t.d. helgað Alþýðubanda- laginu í Kópavogi og einkum og sér í lagi undirrituðum. Er síst undan því kvartað, því sú hatrama atlaga að sjónarmiðum G-listans sýnir vitanlega gleggst að Sjálf- stæðisflokkurinn lítur á hann sem sinn höfuðandstæðing. Kjósendum hefur verið rækilega komið í skiln- ing um að valið á laugardaginn stendur á milli manngildissjónar- miða G-listans og lítt skilgreindra stefnumiða D-listans í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópa- vogi, undir stjórn Gunnars Birgis- sonar verktaka í Garðabæ, hefur háð talsvert öðru vísi baráttu en menn hafa átt að venjast. í stað þess að koma með málefnalega gagnrýni og tiltölulega heillega stefnu, hafa Gunnar og skutil- sveinar hans ruðst fram á ritvöllinn með ofsafengnum yfirlýsingum, tvíslegið á margföldunartakka vas- atölvunnar þegar um fjármál er að ræða og það sem verra er: Sagt eitt í dag og annað á morgun. Þörf fyrir fleiri? Meginókostur sumra íslenskra stjórnmálamanna er að flestra mati sá að erfitt hefur reynst að treysta orðheldni þeirra. Skortur á stefnufestu er einkennandi en hentistefna þess í stað allsráðandi. Siðbót íslenskra stjórnmála hin síðari árin hefur m.a. verið fólgin í því að reyna að losa sig við þetta orðspor með því að tefla fram hreinum línum. Láta kjósendum eftir að velja á milli. Gunnar Birgisson er nýr á hin- um pólitíska vígvelli en hann styðst við úreltar kennisetningar um að háttvirtir kjósendur gleypi hvað sem er. Að almenningur hafi ekk- ert sjálfstætt mat á raunveruleik- anum og að hægt sé að skipta um formerki að vild án þess fólk taki eftir því. Úrslit kosninganna á iaugardag munu sýna að hér er um afdrifaríkt vanmat á bæjarbú- um að ræða. Við skulum glugga í nokkur dæmi um ótrúlegan tvískinnung hinnar nýju forystu íhaldsins í Kópavogi. Hinn rauði þráður í málflutn- ingnum hefur verið sá að Kópa- vogskaupstaður skuldi of mikið fé. Rógurinn um Kópavog hefur geng- ið svo langt að jafnvel háttvirtur félagsmálaráðherra sá sig tilknú- inn hér í blaðinu til að benda les- endum Morgunblaðsins á að flest myrkrinu af áróðri Sjálfstæðismanna í Kópa- vogi væri ósannindi. En þrátt fyrir þessar áhyggjur íhaldsins af skuldastöðu bæjarins, gerir Gunn- ar Birgisson sér lítið fyrir og boðar þá stefnu að nú skuli tekið 5-600 milljóna króna lán til að ljúka við frágang gömlu gatnanna. Og að- spurður í sjónvarpsþætti sl. sunnu- dag upplýsti hann að fjármagns- kostnaður af slíku láni yrði um 400 milljónir króna til viðbótar! Þurfum við fleiri svona pólitíkusa í saftiið? í deilum varðandi íþrótta- og skólahús í Kópavogsdal er verktak- inn við sama heygarðshornið. í þessu blaði setur hann fram þá skoðun í febrúar að sjálfsagt sé að byggja svona hús og að eðlilegt framlag ríkisins til þess séu 200 milljónir króna. í apríl ritar hann aðra grein þar sem hann finnur húsinu allt til foráttu og tilkynnir lesendum Morgunblaðsins að þær 300 milljónir sem við fengum frá ríkinu sé allt of lítið framlag! Þuríúm við fleiri svona pólitikusa í safnið? Og áfram um hið glæsilega íþrótta- og skólahús. Gunnar Birg- isson og þeir Sjálfstæðismenn hafa verið á móti byggingu hússins vegna þess að þeir töldu það of stórt fyrir Kópavog. En Gunnar Birgisson gerir sér lítið fyrir í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti og til- kynnir þjóð sinni að húsið sé allt of lítið. Að nauðsynlegt sé að stækka það um tugi metra á hvern kant! Valþór Hlöðversson * „Eg óska Kópavogsbú- um þess eins að þeir kjósi yfir sig þau sljórn- völd í Kópavogi sem þeir eiga skilið. Þeirra er valið í kjörklefanum: Að setja x við D og kjósa gegn hagsmunum Kópavogs eða x við G og tryggja áfram gott mannlífí félags- málabæ.“ Þurfúm við fleiri svona pólitíkusa í saftiið? Eitt helsta afrek Gunnars Birg- issonar á fjármálasviðinu í þessari kosningabaráttu var það klámhögg hans að fullyrða að Kópavogskaup- staður væri talinn svo slæmur skuldari að fjármálastofnanir krefðust allt að 42% ávöxtunarkr- öfu af skuldabréfum bæjarsjóðs. Hann baðst ekki einu sinni afsök- unar þegar viðskiptabankar bæjar- ins upplýstu að ávöxtunarkrafan væri í reynd 8-10%. Og honum flökrar ekki við þvi að upplýsa í fyrrnefndum sjónvarpsþætti að nú standi kaupstaðnum til boða lán með 6-7% vöxtum! Þurfúm við fleiri svona pólitíkusa í saftiið? Að vera hreinskiptin Þeir sem eru að vasast í pólitík verða að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Almenningur í lýðræðisríki á kröfu á slíku. Því miður reyna menn enn gömlu að- ferðina og óskýr hugsun og pólitiskt reynsluleysi villir mönnum sýn. Vissulega er Gunnari Birgis- syni vorkunn að rata ekki í því miðaldamyrkri sem hann og hans fylgismenn hafa sveipað um sig síðustu dagana. Við skulum þó vona að með ört hækkandi sól fari menn að þekkja kennileitin og að þeir rati til mannabyggða á ný. Ég óska Kópavogsbúum þess eins að þeir kjósi yfir sig þau stjómvöld í Kópavogi sem þeir eiga skilið. Þeirra er valið í kjörklefan- um: Að setja x við D og kjósa gegn hagsmunum Kópavogs eða x við G og tryggja áfram gott mannlíf í félagsmálabæ. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi ogskipar 1. sæti G-Iistans þar. Um rétt og rangt Tvær athugasemdir við grein Markúsar Á. Einarssonar eftirBrodda Broddason Fréttamenn ' Ríkisútvarpsins héldu þar til um síðustu helgi að útvarpsráð hefði áttað sig á, að það hefði lent á villigötum, þegar það hóf afskipti af fréttaskrifum um málefni VT-teiknistofunnar. En laugardaginn 5. maí ritar Markús Á. Einarsson varaformað- ur útvarpsráðs grein í Morgunblað- ið, sem tekur af öll tvímæli um, að hann a.m.k. hafí engan vilja til að rata út úr villuþoku sinni. Eftir að hafa lesið grein varaformanns- ins, hvarflar ekki að undirrituðum fréttamanni Útvarpsins, að hægt sé að snúa Markúsi í trúnni á út- varpslög, fréttareglur og endan- lega og lögbundna úrskurði. Það verður enda ekki reynt. Aðrir menn og lærðari en við Markús Á. Ein- arsson fá það hlutverk og á allt öðrum vettvangi en síðum Morgun- blaðsins að kryfja útvarpslögin. Hér verður því ekki fengist við lögskýringar, hér verður ekki fjall- að um þá dæmalausu smekkvísi að saka Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins um að bergmála sjónarmið eins hóps starfsmanna stofnunarinnar. Hvað þá að mér detti í hug að elta ólar við það sem MÁE kalla rangindi í ályktun Fé- lags fréttamanna. Hér verður ein- ungis vikið að tveimur þáttum þessa máls, og báðir skipta miklu í deilunni um ljósrit ofan af Akra- nesi. Af fyrstu bókun útvarpsráðs Varaformaður útvarpsráðs greinir frá því í Morgunblaðinu að 20. ápríT hafi" ráðií „úrskurðað“ að ekki hafi verið gætt fyllstu óhlutdrægni í frétt ríkisútvarpsins af teikningu að íþróttahöll. Hins vegar er varaformaðurinn á villi- götum þegar hann segir að frétta- stofan hafi tregðast við að birta „umbeðna athugasemd við frétt- ina“. Hið rétta er að fréttastofan neitaði að birta umbeðna athuga- semd. Sýnu alvarlegra er í mál- flutningi MÁE að í Morgunblaðs- grein sinni birtir hann ranga leið- réttingu. Orðrétt segir; „Leiðrétt- ingin, sem birta átti í upphafi hljóð- aði svo: Vegna samþykktar út- varpsráðs er rétt að fram komi: Af frétt Útvarpsins mátti ráða ...“ Þessi orð voru aldrei samþykkt á útvarpsráðsfundi 20. apríl, hvað þá að leiðréttingin hafí verið borin upp til samþykktar. Þessa „leið- réttingu“ útvarpsráðs var ekki einu sinni búið að semja 20. apríl. Ekki veit ég hvaða ástæður liggja til þess að varaformaður útvarpsráðs kýs að birta ranga „leiðréttingu“ í grein sinni, en hitt veit ég að samþykkt útvarpsráðs, sem hann vísar til að gerð hafí verið 20. apríl er önnur en sú sem hann birt- ir í Morgunblaðinu. Hið rétta er að útvarpsráð sam- þykkti á-fundi sínum 20. ápríl, að birt skyldi „umbeðin athugasemd“, einsog segir í bókun ráðsins. Út- varpsráð samþykkti ekkert annað. Og eina athugasemdin, sem borist hafði útvarpinu var tveggja síðna grein, sem framkvæmdastjóri VT- teiknistofunnar sendi fréttastof- unni til birtingar. Til þessarar til- teknu greinar var vísað sérstak- lega í greinargerð, sem teiknistof- an sendi útvarpsráði. Það sem útvarpsráð í raun gerði, var að samþykkja að óséð athuga- semd, skyldi birt í frettum útvárps- ins. Vera má að útvarpsráð hafi ætlast til að samþykktin yrði skilin með einhverjum öðrum hætti, en það kemur hvergi fram í samþykkt ráðsins. Því er ekki furða að frétta- mönnum hafi blöskrað fyrsta ályktun útvarpsráðs, ekki síður en sú síðasta, þegar orð þeirra voru lýst ómerk í fréttatíma. Ég er ekki svo kunnugur vinnu- brögðum útvarpsráðs að ég geti sagt um hvort þetta er vinnuregla ráðsins. Hygg þó að svo sé ekki. Nýr texti var saminn síðar og hann var birtur í kvöldfréttum útvarps 27. apríl, gegn vilja fréttastofunn- ar, sem tók fram að hún stæði við hina umdeildu frétt. Hvers vegna varaformaður út- varpsráðs, heldur nokkurra vikna gömlum skollaleik úr útvarpsráði áfram á síðum Morgunblaðsins, verður hann væntanlega að skýra fyrir ráðinu, því ekki trúi ég því að aðrir ráðsmenn kunni að meta þetta leiðrétta ljósrit sannleikans. Bréf stjórnar Arkitektafélags Islands Eftir að deilur hófust um frétta- flutning af íþróttahallarteikningu eða ljósriti, leitaði arkitekt VT- teiknistofunnar til stjórnar Arki- tektafélags íslands. Stjóm Arki- tektafélagsins skrifaði bréf til fé- lagsmanns síns á Akranesi 18. apríl, þar sem segir meðal annars: „Miðað við þau gögn, sem frétta- maður hefur í höndum, er það ekki óeðlileg niðurstaða af hans hálfu að um leiðrétt ljósrit hafi verið að ræða... í ljósi framan- sagðs telur stjórn Arkitektafélags íslands að opinber kynning teikn- inga hafí gerst með fremur vill- ancfi hætti.. . Stjóm telur ekki ástæðu til að hafast frekar að í Broddi Broddason „Útvarpsráð tók sér það hlutverk í nafiii Ríkisútvarpsins 28. apríl, að biðjaVT- teiknistofima á Akra- nesi afsökunar. Samtímis voru orð * fréttastofu Utvarps lýst ómerk. Hvort tveggja var jafii fráleitt.“ þessu máli.“ Stjórn Arkitektafé- lagsins tekur einnig sérstaklega fram, að ekkert liggi fyrir um hvort leyfi til að birta umrædda teikn- ingu, hafi legið fyrir frá framleið- endum og hönnuðum þess húss, sem myndin sýnir. ' SéfStölf athygli- skal vakin -á því að hér er um að ræða bréf stjórn- ar fagfélags til eins félagsmanna sinna, sem taldi að fréttastofa út- varpsins hefði brotið á sér. En ekki er síður ástæða til að benda á að stjóm Arkitektafélagsins komst að ofangreindri niðurstöðu áður en útvarpsráð tók afstöðu til fréttar fréttastofunnar. í þriðja lagi lá þessi afstaða Arkitektafé- lagsins fyrir, heilum tíu dögum áður en útvarpsráð ómerkti orð fréttastofu útvarps. Og í fjórða lagi skal vakin athygli á að MÁE sér ekki ástæðu til að nefna ofan- greint álit fagmanna einu orði í Morgunblaðsgrein sinni, ríflega hálfum mánuði eftir að það lá fyrir. Varaformaður útvarpsráðs finn- ur það fréttamönnum til foráttu að hafa „einungis viljað ræða rétt og rangt“. Fréttamenn segja frétt- ir og þeir vilja vita muninn á réttu og röngu, þeir vilja vita hvort ljós- rit er ljósrit, þeir vilja vita hvort ljósrit hafí verið „leiðrétt". Þeir vilja segja hlustendum satt og rétt frá. Þess vegna var fréttin af VT-teikningunni flutt. Fréttastofa útvarps er hins veg- ar ekki óskeikul og hún viðurkenn- ir mistök sín með því að birta leið- réttingar eða athugasemdir í frétt- atímum. Stundum hefur útvarpsr- áð meira að segja komið slíku efni á framfæri í fréttatíma. Hins vegar rekur starfandi fréttamenn á fréttastofunni ekki minni til að það hafi gerst fyrr en í þetta eina skipti, að fréttastofan hafi neitað að birta samþykktir útvarpsráðs. Það er einfaldlega vegna þess að -hún stendur við fréttina. Þess vegna var það ítrekað eftir að „ieið- rétting“ var birt 27. apríl. En öðr- um geta einnig orðið á mistök, og vera má að það verði einhvern tíma viðurkennt. Útvarpsráð tók sér það hlutverk í nafni Ríkisútvarpsins 28. apríl, að biðja VT-teiknistofuna á Akra- nesi afsökunar. Samtímis voru orð fréttastofu Útvarps Iýst ómerk. Hvort tveggja var jafn fráleitt. Höfundur er fréttainadur hjá Útvarpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.