Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
Þeg-ar hleypur illt
í sárin foldar
Hugleiðing um gróðurmold, landgræðslu o g holklaka
eftir Sigurbjörn
Einarsson
Hugtakið gróðurmold hefur yfir
sér mildan og hlýjan andblæ. Að
baki því býr eitt gæskufyllsta afl
náttúrunnar, afl sem til er orðið
fyrir róun, á að baki tíma.
Frá því að maðurinn tók að yrkja
jörðina sér til viðurværis hefur
hann skynjað vitandi eða óafvitandi
að líf hans tengist gjafmildi gróður-
moldarinnar. Brauðið sækir hann í
moldina. Meðal annars af þeirri
ástæðu hefur hún jafnan verið
gædd ákveðinni göfgi í huga hins
siðmenntaða manns. Það endur-
speglast í skáld- og trúartextum
frá öllum tímum. Moldin er eins-
konar beður sem tengir líf og
dauða. í vitund nútímamannsins
hefur fallið á þessa göfgi moldar-
innar. í hans huga er mold e.t.v.
fremur óhreinindi en eitthvað sem
ber að virða eða tigna á einhvem
Víða í dældum eru viðvarandi flög því gróður nær ekki að festa þar
rætur vegna illskæðs holklaka. Stutt er niður á grunnvatn og sífellt
áfok mélu skapar lg'öraðstæður fyrir myndun hans.
Sigurbjörn Einarsson
„ Virðing og umhyg-gja
fyrir náttúrunni sam-
ræmist manneskjunni
sem vitsmunaveru en
rányrkja frumstæðu
eðli, sérílagi ef hún
drepur meir en hún ét-
ur.“
holklaki
leirríkur
jarövegur
méluríkur
jarðvegur
löSífeö
wnm
hverfandi
hárp.leiöni
möl og
sandur
Stílfærð lýsing á hárpípuleiðni vatns í mismunandi jarðvegi og myndun holklaka.
hátt.
Gróðurmold — náttúruauðlind
Þörfin fyrir víðan skilning á hinu
þýðingarmikla gildi sem .gróður-
moldin hefur fyrir lífið á jörðinni
hefur þó aldrei verið meiri en á
vorum dögum. Af og til bera flaum-
ósa fréttamenn okkur tíðindi af því
að mengun og eyðing gróðurs og
jarðvegs sé eitt af því sem ógni
tilveru mannkynsins. Það kann að
vefjast fyrir mörgum liðsmönnum
okkar fijálsbomu þjóðar sem hrein-
astan andann dregur og vatnið
tærast teigar, að slíkt geti talist
ein af örlagaspumingum mann-
kynsins. Við teygjum okkur ekki
víl úr slíkri véfrétt en kunnum þó
að meta hana sem krydd í „frétta-
þriller" dagsins, tilbrigði við stef
um hina vistfræðilegu kröm sem
hrjáir þessar þjóðir sem eru að
kafna í eigin skít.
Fyrir kemur að fjölmiðlar beri
sig að því að afla fróðleiks um
ýmis gmndvallarmál er varða til-
vist okkar og lífsvenjur. Fyrir eigi
alllöngu var maður nokkur tekinn
tali í sjónvarpi, íslenskur líffræð-
ingur sem valið hafði sér starfsvett-
vang í útlöndum. í fræðandi tali
sínu um vistkreppu mannsins, vakti
hann athygli á því að ef heims-
byggðin gerðist öll svo siðuð að
beita pappír til að halda hreinum
þeim líkamshluta sem talinn er fjar-
skyldastur andlitinu, þá yrðu skóg-
ar heimsins uppumir áður en allir
fengju hann þurrkaðan. Ekki er
vegur að hvetja fólk til að leggja
af þá tækni án þess að önnur jafn-
góð eða betri komi til, en í þessari
einföldu ábendingu felst grátbros-
leg afhjúpun þess grandaleysis og
eigingirni sem á vissan hátt ein-
kennir viðhorf okkar til náttúrunn-
ar.
Vistþroski
Vistfræðileg útsýn okkar vestur-
landabúa minnir á afstöðu manns
sem kennimaður einn greindi frá í
predikun sinni á dögunum. Sá
hugðist ganga á fjall til að njóta
útsýnis. Þrek hans þraut um miðjan
veg. Taldi hann þá sjálfum sér trú
um að útsýnið væri einmitt best á
þeim stað sem hann var kominn.
Þegar við skyggnumst um og met-
um stöðu okkar I samfélagi við
menn og náttúru em viðmiðin
hagsmunir okkar og lífsþægindin
sem við njótum. Hagvöxtur, kaup-
géta og framleiðni markar okkur
útsýn fram á veginn; em okkur
sannleikurinn og lífíð, hraðamælar
á vegferðinni til ljóssins.
Almenningur mun brátt verða
að gera upp við sig hvort hann vill
renna hugsunarlaus eins og sauðir
um blindgötu neysluhyggjunnar
eða hver og einn rækti með sér
persónulega ábyrgð gagnvart
náttúmnni. Svo virðist sem al-
menningur á vesturlöndum sé
smám saman að vakna til vitundar
um þetta. Áhugi og kröfur um
umhverfisvernd fer ört vaxandi og
meðvitund fólks sem neytendur
einnig. Firrt umhverfi þéttbýlla iðn-
aðarsamfélaga hefur leitt af sér
öflug viðbrögð, einkum hjá ungu
fólki sem lætur umhverfisvernd og
friðun villtrar náttúm mjög til sín
taka. Hin kröftugu viðbrögð þess
minna stundum á uppnám og ör-
væntingu þess sem hefur týnt uppr-
una sínum. Þau vekja auðveldlega
fordóma ráðamanna og hópa sem
telja sig verða fyrir barðinu á öfga-
fullum umhverfísverndarsinnum.
Skilningur og umburðarlyndi er þó
fremur það sem hæfir.
Frá rányrkju til
gróðurverndar
Svo mjög geta menn starað á
stundarhagsmuni sína að óheilla-
þróun í náttúmnni af þeirra völdum
þeim sé þoku hulin. Virðing og
umhyggja fyrir náttúmnni sam-
ræmist manneskjunni sem vits-
munavem en rányrkja fmmstæðu
eðli, sérílagi ef hún drepur meir
en hún étur.
Vitundarvakning um verndun
náttúmnnar á sér einnig stað hér
á landi. Þörf fyrir tengsl við náttúr-
una er hluti af mannlegu eðli og í
gmnninn óháð búsetuháttum og
nytjum sem við höfum af henni.
Það er ein meginástæða þess að
sá hópur fer nú ört vaxandi hér á
landi sem tekur virkan þátt í og
lætur sig skipta friðun og ræktun
lands. Vaxandi ræktunaráhugi
meðal almennings er mikil heilla-
þróun og er mikilvægt að opinberir
aðilar greiði honum götu svo fólk
eigi þess kost að njóta viðstöðu
krafta sinna á þessu sviði. Margir
frammámenn í skógrækt og gróð-
urvemd hér á landi hafa skynjað
sinn vitjunartíma og hafa lagt sig
fram um að koma til móts við þenn-
an vaxandi áhuga. Þeir hafa m.a.
greitt fyrir og hvatt fólk til að
græða upp örfoka land undir kjör-
orðinu „Tökum flag í fóstur“. Enn-
fremur hefur verið í undirbúningi
og kynnt rækilega að undanfömu
verkefni þar sem almenningi er
ætlað stórt hlutverk og nefnt er
„Landgræðsluskógar". Það felur í
sér uppgræðslu gróðurvana lands
með tijáplöntum eins og nafnið ber
með sér. Það er hið göfugasta mál
og verður vonandi gæfuríkt spor í
þá átt að gera drauminn um gróð-
ursælar og skógi vaxnar byggðir
að vemleika vökunnar.
Holklaki
Þeir sem vinnufúsum höndum
hafa fengist við að planta trjáplönt-
um í lítið gróið eða gróðurvana
land, hafa margir orðið fyrir því
að foldin hafi hreinlega hafnað tijá-
plöntunum og skilað þeim upp á
yfirborðið næsta vor, líkt og sjúkl-
ingur sem selur upp þegar honum
er gefíð lyf. Baráttan virkar vonlít-
il þegar horft er upp á plöntumar
liggja sviðnar og andvana á jörð-
inni eins og fórnarlömb gjöreyðing-
arafls. Þeir sem era reynslunni
ríkari í ræktunarmálum vita að hér
er hinn illræmdi holklaki að verki
Hljómur orðsins er kaldranalegur
og meinlegur enda eirir hann fáu
þar sem hann er ráðandi. Mörgum
ræktunarmanninum kann að vera
hulið hvernig holklaki myndast og
hveijar forsendur hans eru. Kveikj-
an að þessu greinarkomi er hugboð
um að svo kunni að vera og að
áhugafólki komi vel fróðleikur um
það efni þegar það tekur til við
uppgræðsluna.
Vindrof- flokkun bergagna
Holklaki er mikil og hröð
ísmyndun í efsta lagi jarðvegsins.
Hún byggist á greiðum flutningi
vatns frá neðri lögum hans til yfír-
borðsins þar sem það frýs. Þessi
hraði flutningur vatns á sér forsögu
í uppblæstri jarðvegs og vindrofí
bergagna á auðnum hálendisins.
Sú forsaga skal nú rakin í megin
dráttum.
Þegar vindur nagar börð og
gnauðar um auðnir og hijóstur,
flokkar hann bergkornin með því
að feykja þeim um lengri eða
skemmri veg eftir þyngd kornanna
og vindhraða. Fínustu ögnunum
feykir hann upp í loft og út á haf.
Þær þyngri ber hann skemur og
setjast þær til þar sem mishæðir
skapa skjól. Enn þyngri agnir
hoppa og skoppa eftir yfirborðinu.
Sá stærðarflokkur sem fær lengstu
flugferðina er nefndur. leir en þeir
síðarnefndu méla. Mélan er á
sífelldu iði fram og til baka og
safnast í skafla eða sest til í skjóli
gróðurþekjunnar þar sem henni er
til að dreifa. Af þessum sökum er
íslenskur jarðvegur ákaflega mélu-
ríkur og hefur það mikla þýðingu
fyrir vatnsbúskapinn í jarðvegin-
um. Til að varpa ljosi á það, skulum
við skoða ögn hegðun vatnsins í
jarðveginum.
Binding vatns í jarðvegi
í fljótu bragði getur virst sem
vegir vatnsins í jarðveginum séu
jafnskýrir og einfaldir og þegar
gróðrarskúrin steypist á valdi
þyngdaraflsins yfír gróandann eða
þegar vatnið sytrar úr garðkönn-
unni. Því er annan veg varið. Þeg-
ar það vætlar niður í holrúmin í
beinagrind jarðvegsins, sem era
bergagnir og lífrænar leifar, taka
fleiri kraftar að verka á vatnið. Það
eru einkum rafkraftar á yfirborði
jarðvegsagnanna og svo hárpípu-
krafturinn. Þeir streitast á móti
þyngdarkraftinum og reyna að
hindra að vatnið hripi niður í dýpri
lög jarðvegsins.
Vatnssameindirnar eru búnar
tveimur andstæðum kröftum líkt
og seglar nema um er að ræða
rafkraftana plús og mínus. Þær
sem era næst jarðvegsögnunum
bindast yfirborði þeirra rafrænum
kröftum og skipa sér í reglulega
stöðu líkt og í krystalli. Slíkt vatn
er því oft kallað krystalvatn. Eftir
því sem yfírborð fastra efna í jarð-
veginum er meira, því meira magn
getur hann bundið sem krystalvatn.
Fínkornóttur jarðvegur bindur því
miklu meira vatn á þennan hátt
en grófkornóttur jarðvegur. Verk-
un rafrænna krafta frá yfirborðinu
dvín eftir því sem fjær dregur en
þar tekur hárpípukraftsins að
gæta.
Hárpípukraftur -
hárpípuleiðni
Hárpípukrafturinn byggist á
samverkun vatnssameindanna við
jarðvegsagnirnar og tilhneigingu
þeirra til að loða hver við aðra. Til
skilningsauka má líkja því við
marga segla sem loða saman og
mynda keðju. Endahlekkirnir eru
bundnir sterkt við hver við sína
bergögnina og sé keðjan stutt,
verður eigin þyngd hennar ekki til
að slíta hana. Sé hún aftur á móti
löng verður eigin þyngd hennar svo
mikil að hún slitnar undan eigin
þunga. Vatnssaipeindirnar haga
sér á svipaðan hátt. Jarðvegur með
holrúm undir ákveðinni stærð gerir
því hárpípukraftinum mögulegt að
láta til sín taka. Af eðlisefnafræði-
legum ástæðum klifra endahlekk-
irnir upp á við í jarðveginum og
vatnsyfírborðið þar með, þar til það
leitar jafnvægis við þyngdarkraft-
inn og loftþrýstinginn sem á að
verka á vatnið. Eiginleiki jarðvegs-
ins að leiða vatn á þennan hátt er
kallaður hárpípuleiðni. í leirríkum
jarðvegi, þar sem mjög stutt er á
milli jarðvegsagnanna, getur klifur
vatnsins orðið mjög mikið en það
gengur hægt fyrir sig. Eftir því sem
hafíð á keðjunni verður meira, því
minna rís vatnið en hraðar. í mél-
uríkum jarðvegi er hárpípuleiðnin
mjög mikil.
Myndun holklaka
Þegar frost tekur að bíta jörð,
kólnar vatnið í efsta lagi jarðvegs-