Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
Skattarnir hækka jafiit og þétt:
Ríkið siglir hraðbyri fram úr sveit-
arfélögunum í skattheimtunni
HIÐ opinbera tekur til sín æ
stærri hlut af tekjum lands-
manna. Fyrri hluta siðasta ára-
tugar var hlutfall heildartekna
hins opinbera af vergri lands-
framleiðslu (VLF) nokkuð
sveiflukennt og var í lágmarki
á árunum 1987 og 1988, en
heíur síðustu tvö ár farið hærra
en fyrr, var í fyrra 37,4% af
VLF, reiknað á rekstrargrunni.
Sömu tvö ár hafa staðgreiðslu-
skattar einstaklinga hækkað og
nálgast hlutfallið nú jafnaðar-
hlutfallið sem var áður en stað-
greiðslan kom til sögunnar, um
40%. Stærsti hluti þessarar
aukningar og hækkunar er til
kominn vegna hærri skatta til
ríkisins.
í Þjóðarbúskapnum, marshefti,
sem Þjóðhagsstofnun gefur út,
kemur fram að heildartekjur ríkis-
ins voru 33,3% af VLF árið 1980,
reiknað á rekstrargrunni. Það
hlutfall hækkaði í 35,6% árið
1982, en fór síðan lækkandi í
32,1% 1986 og 1987. Næstu tvö
ár á eftir hækkaði það í 35,8%
1988 ogí áætluð 37,4% í fyrra.
Þetta hlutfall liggur ekki fyrir
um yfirstandandi ár, en hins veg-
ar hefur Þjóðhagsstofnun gert
áætlun á greiðslugrunni ríkis-
sjóðs, sem sýnir nokkuð aðrar
tölur. (Greiðslugrunnur sýnir
greiðslustreymi innan ársins, en
rekstrargrunnur uppgjör að með-
töldum skuldbindingum.) Reiknað
á greiðslugrunni var hlutur hins
opinbera í heildartekjum lands-
manna 33,5% af VLF í fyrra, en
verður 33,1% í ár og hefur hækk-
að úr 28,9% 1986.
Skattahækkanir fylgja
staðgreiðslukerfinu
Á meðfylgjandi töflum sést að
skatttekjur hins opinbera taka að
hækka 1988 og hafa haldið því
striki síðan. Svo virðist sem stað-
greiðslukerfið hafi haft í för með
sér þennan tekjuauka og þá um
leið skattahækkanir. Einkum er
þetta áberandi þegar skoðaðar eru
tölur um beina skatta til ríkisins.
Þannig sést að árin 1986 og 1987
er nokkuð jafnræði með ríki og
sveitarfélögum hvað snertir hlut-
deild í heildartekjum landsmanna.
1988 byrjar þróun sem verður
áberandi í fyrra og á þessu ári,
hærri hlutdeild hins opinbera í
heildartekjum einstaklinga er nær
öll vegna aukinnar skattheimtu
ríkisins.
„ Aldrei hærra en 35,5%“
Þegar Þorsteinn Pálsson, þá-
verandi fjármáiaráðherra, lagði
fram frumvarp um staðgreiðslu
skatta í febrúar 1987, kom fram
í ræðu hans, samkvæmt frásögn
Morgunblaðsins, að gert væri „ráð
fyrir að innheimtuhlutfallið verði
aldrei hærra en 35,5%“. Þegar
lögin komu til framkvæmda í jan-
úar 1988 var hlutfailið 35,2%, þar
af hlutur ríkisins 28,5%. I tengsl-
um við fjárlagagerðina fyrir árin
1989 og 1990 samþykkti Alþingi
síðan frumvörp fjármálaráðherra,
Ólafs Ragnars Grímssonar, um
hækkun tekjuskattshlutfallsins í
30,8% í fyrra og 32,8% þetta ár.
Samtals hafa því 4,3 prósentustig
bæst við hlutfallið til ríkisins, hlut-
fallið hefur hækkað um 15,1%.
Tekjuskattar til ríkis og útsvör
til sveitarfélaga eru ekki einu
beinu skattamir sem hafa hækk-
að, þannig hækkaði eignarskattur
sem lagður var á í fyrra, fyrir
árið 1988, og um leið var tekið
upp stóreignaþrep. Áætlað var að
hækkunin gæfi af sér 900 milljón-
ir króna í ríkissjóð.
Virðisaukaskattur notaður til
skattahækkana
Neysluskattar hafa einnig
hækkað. Þeirra stærstur er virðis-
aukaskatturinn og fyrir hans tíð
söluskatturinn. í lögum um virðis-
aukaskatt frá 1988 var skatthlut-
fallið 22% og átti að skila sömu
tekjum í ríkissjóð og söluskattur-
inn. Við fjárlagagerðina síðastlið-
ið haust var gert ráð fyrir að
hækka hann í 26%. Horfið var frá
því og í stað þess var hann hækk-
aður í 24,5%. Af því leiddi að ríkis-
sjóður fékk ekki sömu tekjur af
virðisaukaskattinum og fjárlaga-
frumvarpið gerði ráð fyrir, og var
það ein höfuð röksemdin sem fjár-
hér í blaðinu síðastliðinn laugar-
dag, að skattahækkanir ríkis-
stjómar Steingríms Hermanns-
sonar næmu að minnsta kosti 7
milljörðum 1989 og 6 milljörðum
á þessu ári, samtals 13 milljörðum
á tveimur ámm.
Af þessa árs hækkunum lá fyr-
ir í desember síðastliðnum að bif-
reiðaskattar hækkuðu um 900
milljónir, en breytingar voru gerð-
ar á bifreiðagjaldi (kílógjaldi),
þannig að í stað þess að skila 600
milljóna króna tekjuauka á árinu
er nú gert ráð fyrir um helmingi
þeirrar tölu. Tekjuskattshækkun-
in skilar að líkindum yfir milljarði
og hækkun virðisaukaskattsins
skilar trúlega einhveiju. Þar
greinir menn hins vegar verulega
á.
verið bent á, af Þorvaldi Gylfa-
syni í tímaritinu Vísbendingu, að
sóun í sjávarútvegi kosti meðal-
fjölskyldu í landinu um 200 þús-
und krónur á ári og að innflutn-
ingsbann á kartöflur og kjúklinga
kosti nokkra tugi þúsunda á ári.
í síðari flokknum má nefna
ríkisábyrgðir af ýmsu tagi. Þar
ber hæst þijá sjóði í dag. Ríkis-
endurskoðun hefur látið í ljós það
álit sitt, að um tveir milljarðar
af skuldbindingum Atvinnutrygg-
ingarsjóðs muni falla á ríkissjóð.
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar hefur sagt í
Morgunblaðinu að nokkur hluti
um 1.200 milljóna króna framlags
Hlutafjársjóðs sé tapað fé. Loks
eru um tveir milljarðar króna frá
Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs-
Halli ríkissjóös skv. greiösluyfirliti. Milljónir kr. á verölagi hvers
árs.
-4560
-8621
-401
I---
-8000
----1---
-7000
H-
rt-
1990*
1989
1988
1987
1986
1985
£| 660 1984
1983
§282 1982
I97 1981
!, 1980
-6000
-5000
-4000
-3000
-2000
-1000
1000
* skv. þegar framkomnum fjáraukalögum.
Hlutfall beinna skatta (ríkis og sveitar-
félaga) af heildartekjum landsmanna
1986
10,6%
þar af ríki 5,7%
þar af sv.félög 4,9%
1987 1988 1989 1990
9,5% 11,2% 12,8% 13,8%
4,7% 5,8% 7,0% 8,0%
4,8% 5,4% 5,7% 5,8%
Skattahlutfall í staðgreiðslu
Tekju- Útsvar Heildar-
skattur hlutfall
1988 28,5% 6,7% 35,2%
1989 30,8% 6,94% 37,74%
1990 Hækkun 32,8% 6,99% 39,79%
’88-’90 15,1% 4,3% 13%
málaráðherra notaði á Alþingi
fyrir hækkun tekjuskattsins og
bifreiðagjalda, auk þess að taka
upp nýjan skatt, tekjuskatt á
orkufyrirtæki.
13 milljarðar á 2 árum
Ekki ber öllum saman þegar
rætt er um hve há upphæðin sé,
sem ríkið tekur til sín í nýjum og
hækkuðum sköttum í fyrra og á
þessu ári. Samkvæmt upplýsing-
um frá Ríkisendurskoðun er gert
ráð fyrir, að tekjuauki ríkissjóðs
1989, samkvæmt áætlun fjárlaga
og skattalaga sem tengjast þeim,
sé um 4.955 milljónir króna, þar
af tekjuskattar einstaklinga 850
milljónir, vörugjaldshækkun
1.200 milljónir og bensíngjald 850
milljónir. Ekki lágu fyrir upplýs-
ingar um heildaráætlanir þessa
árs. í Morgunblaðinu 20. desem-
ber 1988 birtist greinargerð frá
fjármálaráðuneytinu, þar sem því
var haldið fram, að yrði ekki sam-
þykkt á Alþingi að hækka tekju-
skatta í 30,8% og um leið fellt
úr gildi að miða upphæð persónu-
afsláttar við lánskjaravísitölu,
þýddi það þriggja milljarða króna
tekjutap fyrir ríkissjóð.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í grein
2 milljarðar í mínus
eða 3 í plús?
í greinargerð með frumvarpi
til laga um breytingar á virðis-
aukaskattslögum, var sagt að
ríkissjóður tapaði tveimur mill-
jörðum króna á því að hækka í
24,5% í stað 26%. Þingmenn
stjómarandstöðu vefengdu þetta,
sömuleiðis aðrir, til dæmis fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, Vil-
hjálmur Egilsson. Hann sagði
ríkissjóð græða um 1,5 milljarða
á kerfsibreytingunni miðað við
24,5% skatthlutfall, hagdeild fjár-
málaráðuneytisins sagði ríkissjóð
sleppa á sléttu, eða með 500 millj-
óna tapi, og í umræðum á Alþingi
var rætt um allt að þriggja millj-
arða tekjuauka ríkissjóðs.
Dulin skattheimta
Stundum er rætt um dulda
skattheimtu og er ýmist átt við
kostnað sem almenningur greiðir
og er ekki innheimtur sem skattar
eða gjöld, eða að átt er við skuld-
bindingar ríkisins sem falla munu
síðar á skattgreiðendur.
Verðbólgan var helsti duldi
skatturinn í fyrri flokknum allt
þar til kjarasamningar í vetur
komu henni niður í viðunandi horf,
í bili að minnsta kosti. Þá hefur
Barnabætur
1. ársfj. ’88 ........... 8.944
1. ársfy ’90 ........... 12.602
hækkun .................. 40,9%
Persónuafsláttur
jan. ’88 ............... 14.797
jan. ’90 ............... 20.850
hækkun .................. 40,9%
Sjómannaafsláttur
jan. ’88 .......... 408 kr./dag
jan. ’90 .......... 575 kr./dag
hækkun .................. 40,9%
Lánskjaravísitala
des. ’87 ............ 1886 stig
des.’89 ............. 2722 stig
hækkun .................. 44,3%
Skattleysismörk
jan. ’88 ............ 42.037
jan. ’90 .......... 52.400
hækkun .................. 24,7%
Launl Hækkunlauna Hækkunskatta
des.’87 íjan.’90 frájan.'88
skv. launavísit. tiljan.’90
50.000 73,5%
80.000 29,7% 52,4%
120.000 49,5%
Tekjur ríkisins af beinum skött-
um einstaklinga (milljónir króna)
1988 1989 1990 Hækkun
(áætlun) 1988-1990
10.275 13.993 17.945 74.6%
ins sem ekki á að innheimta aft-
ur. Allar þessar skuldbindingar
falla á ríkissjóð 1993 eða fyrr.
Samanlagt er talið að þessar
skuldbindingar séu um 5 milljarð-
ar króna. Þá er ótalinn halli ríkis-
sjóðs, sem fjármagnaður er með
lánum. Þorsteinn Pálsson segir
um þessa duldu skattheimtu hér
í blaðinu síðastliðinn laugardag,
að „uppsafnaður halli vinstri
stjómarinnar eftir mestu skatta-
hækkanir sem um getur verði
milli 14 og 15 milljarðar króna“,
og að meðtöldum skuldbindingum
millifærslusjóðanna hafi „vinstri
stjórnin skrifað 20 milljarða króna
ávísun á framtíðina".
Erlendar skuldir 663 þúsund
krónur á mann
Hallinn á ríkissjóði hefur valdið
aukinni söfnun erlendra skulda.
Staðan í árslok 1989 var þannig,
samkvæmt Hagtölum mánaðar-
ins, að heildarskuldir þjóðarinnar
námu 165,9 milljörðum króna.
Það jafngildir því, að hvert
mannsbarn í landinu skuldi um
663 þúsund krónur og að hver
fjögurra manna fjölskylda skuldi
um 2,5 milljónir.
Erlendar skuldir í árslok 1988
voru 112,8 milljarðar og hækkuðu
því í fyrra um liðlega 53 milljarða
króna, eða um rúm 47%. Hækkun
umfram gengisbreytingar nam
um 16,7 milljörðum króna.
Vantar 8.250 krónur á
skattleysismörkin
Skattbyrði einstaklinga hefur
aukist, eins og fyrrgreindar tölur
og meðfylgjandi töflur sýna. En,
aukin skattbyrði kemur ekki að-
eins fram sem hækkaðir skattar
eða nýir. Ein orsök hennar er
skertar endurgreiðslur. í stað-
greiðslulögunum var gert ráð fyr-
ir að endurgreiðslur úr ríkissjóði
og persónuafsláttur miðuðust við
lánskjaravísitölu þegar upphæð-
irnar yrðu leiðréttar. Um áramót
1988—89 var þessi regla afnumin.
Hefði persónuafsláttur hækkað
miðað við núgildandi láns-
kjaravísitölu allt frá byijun stað-
greiðslú, væri hann 506 krónum
hærri á mánuði en hann er í dag,
eða 21.356 krónur í stað 20.850.
Af persónuafslættinum og
skatthlutfallinu ráðast síðan svo-
kölluð skattleysismörk. Þau eru
upphæð tekna, sem einstaklingur
getur unnið sér inn á mánuði, án
þess að greiða staðgreiðsluskatt.
I janúar 1988 voru skattleysis-
mörkin 42.037 krónur, en eru í
dag 52.400. Ef skattheimtan hefði
orðið eins og þáverandi fjármála-
ráðherra talaði um í febrúar 1987,
það er 35,2% skatthlutfall og per-
sónuafsláttur uppreiknaður eftir
lánskjaravísitölu, væru skattleys-
ismörkin í dag 60.670 krónur á
mánuði, eða 8.270 krónum hærri
en þau eru.
Endanlegar upplýsingar um
aukna skattheimtu áranna 1989
og 1990 koma smám saman í ljós
á næstu misserum, það er að segja
þær stærðir sem mælanlegar eru.
Nú þegar sést á tölum Þjóðhags-
stofnunar, að aukningin þessi ár
er að lang mestu leyti konfin til
vegna hærri skatta til ríkisins.
Sveitarfélögin hafa líka þækkað
útsvörin, en mun minna. Útsvarið
er í dag 6,99% og er vegið meðal-
tal innheimtuhlutfalls allra sveit-
arfélaga í landinu. Algengustu
hlutföll eru 7% og 7,5%, en hins
vegar vegur Reykjavík lang
þyngst í meðaltalinu með 6,7%
og Iækkar þar með heildarhlutfal-
lið í innheimtu staðgreiðslunnar.