Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
Her lýðveldisins á
„vígvelli viðskiptanna“
Erlendur Sveinsson kvikrayndagerðarmaður að störfum.
eftirErlend
Sveinsson
„Við munum aldrei gerast verk-
færi í höndum þeirra, sem vegna
skammsýni eða eiginhagsmuna
leggja til atlögu gegn lífsafkomu
framleiðenda í landinu, því á sæmi-
legri afkomu þeirra velta skilyrði
okkar hinna, sem önnur störf
stunda, til að hafa í okkur og á.“
Þannig fórust Ólafí Thors, ráð-
herra og formanni Sjálfstæðis-
flokksins, orð á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins árið 1953. Tilefnið
var ósk Sambands ísl. samvinnufé-
laga að segja sig úr lögum við Sölu-
samband ísl. fískframleiðenda, SÍF,
'og selja sjálft þann saltfísk sem
Samvinnumenn framleiddu. Þarna
var komin upp sú sérkennilega
staða að forvígismenn einkafram-
taks og frjálslyndis í viðskiptum
skipuðu sér í málsvörn fyrir sam-
vinnuhugsjón en forystumenn Sam-
vinnuhreyfíngarinnar á íslandi
höfðu uppi óskir um að kljúfa sam-
vinnufyrirtæki saltfiskframleiðenda
landsins, Sölusamband ísl. físk-
framleiðenda. Sem betur fer kom
ekki til þessa óheillaráðs. Sam-
vinnuhugsjónin bar sigur úr býtum
í saltfískútflutningsverslun íslend-
inga og hefur sannað tilverurétt
sinn síðan éins og hún hafði þegar
gert á því herrans ári 1953.
Próf
Eftir sem áður hefur margoft
verið að samtökunum vegið, tillögur
komið fram, bæði á Alþingi og
víðar, um að breyta sölufyrirkomu-
laginu, nú síðast á síðum Morgun-
blaðsins, þegar ráðherra viðskipta
lýsir viðhorfum sínum til saltfískút-
flutningsins í Morgunblaðinu 7.
mars sl. með eftirfarandi orðum:
„Mér fínnst það þoli alveg próf, að
afnema einkaleyfí SÍF á útflutningi
á saltfíski.“ Sjávarútvegsráðherra
segist aðspurður af þessu tilefni
ekki hafa myndað sér ákveðna
skoðun í þeim efnum hvort tíma-
bært væri að afnema einkaleyfi
SÍF. „Ég tel að við höfum unnið
okkur ákveðinn sess á hinum ýmsu
mörkuðum og að það þurfí að fara
varlega í breytingar" er haft eftir
ráðherranum. Áherslan er önnur en
hjá viðskiptaráðherra en ráða má
af orðum sjávarútvegsráðherra, að
hann sé opinn fyrir afnámi einka-
leyfís til SIF, sé almennum skilyrð-
um fullnægt að því er varðar eftir-
lit. Svo virðist sem ráðherrarnir líti
á það sem markmið að afnema beri
einkaleyfíð, sem SÍF hefur haft á
hendi og reynsla sögunnar hefur
sýnt og sannað að gefíst hefur vel.
Þeirri spurningu er hins vegar
ósvarað hverju sé ábótavant í starfí
Sölusambandsins og réttlætti þessa
stefnubreytingu.
Hvemig skyldi Ólafur Thors hafa
brugðist við þessum sjónarmiðum
ráðherranna? Verður kannski sagt
um Ólaf að hann hafi ekki verið
hlutlaus vegna þess að hann hafi
komið nálægt saltfiskframleiðslu
og útflutningi og fyrirtæki hans
verið einn af stofnendum SÍF? Eða
hafði Ólafur einfaldlega meira vit
á þessum málum en núverandi ráð-
herrar? Forsætisráðherra vor er
samvinnumaður. Skyldi það verða
sögulegt hlutskipti ríkisstjómar
hans að ijúfa þann skjólgarð, sem
byggður var á samvinnuhugsjón til
varnar saltfiskframleiðendum um
land allt og þeirri atvinnugrein sem
um langt árabil myndaði efnahags-
legan grundvöll þjóðarbúsins?
Gagnrýni
Það er hægt að gagnrýna SÍF
og fyrirkomulag saltfisksölunnar
allar götur aftur til ársins 1932,
þegar SÍF var stofnað og í sumum
tilvikum harðlega, enda hefur það
verið gert. Á sama hátt er hægt
að gagnrýna allar ríkisstjórnir Is-
lands frá stofnun lýðveldisins 1944
og enn iengra aftur í tímann, segj-
um til 1918. En gagnrýni á störf
ríkisstjórna hefur enn ekki leitt til
þeirrar niðurstöðu að leggja eigi
stjórnskipulagið niður. Sá maður,
sem héldi slíkum sjónarmiðum á
lofti, yrði til athlægis. Almenningur
veit hvaða þýðingu lýðveldi og
stjórnskipulag þjóðarinnar hefur og
söguleg vitund fólks er nægileg til
að menna geri sér grein fyrir því,
hversu mikil barátta hafði átt sér
stað, áður en sjálfstæði var endur-
heimt með stofnun lýðveldis á Þing-
völlum árið 1944. Söguleg þekking
fólks á tilurð sölusamtaka sjávarút-
vegsins og hvernig þróunarsaga
þeirra er nátengd sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar er hins vegar mjög
takmörkuð. Menn gera sér ekki
grein fyrir því, hvemig þau hafa í
hálfa öld gegnt hlutverki þeirra
hersveita, sem lýðveldið þurfti á að
halda, þótt litið hafi verið svo á að
stofnað hafí verið lýðveldi á íslandi
án hers. Ólafur Thors kallar þessi
samtök varnarsamtök.
„Lýðveldisherinn“
Staðreyndin er sú, að þjóðirnar
geta afvopnast á sviði hefðbundins
vígbúnaðar og sem betur fer horf-
um við upp á þá þróun gerast í
heiminum í dag. En hagsmunatog-
streitan heldur áfram á friðartímum
og færist einfaldlega yfir á svið
viðskiptanna, þar sem hún hefur
reyndar verið til staðar frá ómuna-
tíð og þar býr styijöldin um sig í
nýrri mynd, ný herklæði tekin í
notkun. Því hefur verið haldið fram
að þannig hafí Þjóðverjar og Japan-
ir raunverulega birst sem sigurveg-
arar en ekki sem sigraðar þjóðir
hálfri öld frá lokum heimsstyijald-
arinnar síðari, vegna þess árang-
urs, sem þessar þjóðir hafa náð á
vettvangi viðskiptanna. ísland mun
aldrei beita hefðbundnum vopnum
ef frá eru talin nokkur föst skot í
landhelgisdeilum en herlaust hefur
landið ekki verið í þessum skilningi
síðastliðna hálfa öld því á viðskipta-
sviðinu koma sölusamtök sjávarút-
vegsins við sögu eins og agaður her
í styijöld. Ég sé í þessum skrifuðum
orðum að höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins 1. apríl sl. er
að hugleiða þessi mál á svipuðum
nótum, þegar hann slær fram þeirri
hugmynd sinni að slík stórorrusta
sé nú framundan með tilkomu
stærsta „viðskiptavígvallar heims-
ins“, svo samlíkingu undirritaðs sé
beitt á fyrirhugaðan innri markað
Efnahagsbandalagsríkja, að til að
geta varið hagsmuni okkar þar og
sótti fram til nýrra landvinninga
þurfí jafnvel að sameina hersveit-
imar okkar, svo sem SH og SÍF.
„Hvað eru fyrirtæki í Evrópu að
gera, sem taka upp samstarf og
samruna?“ spyr höfundur
Reykjavíkurbréfs. Þau stefna á
landvinninga er svar hans. Aftur á
móti hefur sami bréfritari minni
áhyggjur af smá liðhlaupi úr þess-
um hersveitum, sér ekkert athuga-
vert við það frekar en viðskiptaráð-
herra, þótt nokkrir „skæruliðar"
hlaupist undan merkjum og komi
aftan að hernum með ólöglegri
vopnasölu, undirboðum, rugli samn-
ingastöðuna og eyðileggi hemað-
aráætlanir. Menn segja að með því
skapist nauðsynlegt aðhald. En
hvað hafa menn fyrir sér í því?
Kenningu eða raunverulega
reynslu? Megum við við því að tapa
orrustu í viðskiptastríði og þeim
markaðslandvinningum sem unnist
hafa á undanförnum áratugum
vegna lítt gmndaðrar hernaðar-
áætlunar. Spyija má: Hvað verður
um lýðveldið ísland, bresti flótti í
lið sölusamtaka sjávarútvegsins og
menn hlaupist undan merkjum SÍF,
„Kynni mín af samtök-
um sjávarútvegsins við
gerð þessara kvik-
mynda hafa leitt til
þeirrar niðurstöðu að
þrátt fyrir alla þá gagn-
rýni, sem menn vilja
beina að þessum sam-
tökum, þá séu þau okk-
ur ekkert síður dýrmæt
heldur en lýðveldið
sjálft og menning þjóð-
arinnar, vegna þess að
í gegnum þau hölEum við
getað staðið vörð um
eftiahagslegt sjálfstæði
landsins.“
SH, SÚN? Menn ættu að varast það
að leggja niður það fyrirkomulag,
sem verið hefur á saltfísksölumál-
um þjóðarinnar í rúmlega hálfa öld,
a.m.k. á meðan ekki hefur fundist
annað og betra en það sem við
höfum og allar samkeppnisþjóðir
okkar í greininni öfunda okkur af.
Kannski við þurfum þessa útlendu
aðila til að koma okkur í skilning
um það, hversu öflugu kerfi við
höfum á að skipa.
Einokun
Fæstum er gjamt að hugsa um
sölusamtök sjávarútvegsins í þeirri
merkingu, sem hér hefur verið gert,
miklu frekar að þau séu tengd því
sem menn vita verst í íslenskri sögu,
einokunarverslun Dana í rúmlega
tvær og hálfa öld. í vitund þjóðar-
innar beindist sjálfstæðisbaráttan
gegn einokun og einveldinu sem
kom henni á. Fæstum koma því í
hug tengsl á milli stofnunar sölu-
samtaka sjávarútvegsins, sem njóta
einkasöluleyfis, og baráttu þjóðar-
innar fyrir efnahagslegu sjálfstæði.
í hugum almennings er einokun
vond, alveg sama hvaða nafni hún
nefnist. Mönnum er ekki eðlislægt
að líta svo á að hún geti þjónað
þeirra eigin hagsmunum. í rauninni
er það rangt að tala um einokun
sölusamtaka sjávarútvegsins hér
heima. Það sem um er að ræða er
það að framleiðendur í viðkomandi
grein hafa að fenginni dýrkeyptri
reynslu komið sér saman um að
beita samtakamættinum til að ná
árangri í sölu framleiðslu sinnar.
Þeir segja sem svo: Við stöndum
allir sameiginlega að sölu afurð-
anna, komum okkur upp sameigin-
legri aðstöðu til að annast um sölu-
málin með góðum mönnum, sem
við ráðum til að einbeita sér að
sölumálunum fyrir okkur á meðan
við einbeitum okkur að framleiðsl-
unni, við látum eitt prósent af sölu-
verðinu ganga til reksturs slíkrar
söiuskrifstofu, en við eigum app-
aratið sjálfír og stjórnum því. Allir
í framleiðslugreininni eru velkomnir
í félagsskapinn og við getum lagt
hann niður, hvenær sem meirihluti
félagsmanna óskar þess. Sameinað-
ir sigrum við en sundraðir föllum.
íslendingar ættu að líta svo á að
hér sé um að ræða leið til að beita
samtakamættinum í þágu heildar-
innar, og því er rangt af íslending-
um að tala um einokun í þessu sam-
bandi. Hins vegar er hægt að skilja
að útlendingar kvarti undan þessum
samtökum og kenni þau við einokun
og hugsi þeim þegjandi þörfína,
vegna þess hve þeim tekst að halda
verðlaginu háu á vöru sinni á hinum
erlenda markaði. Þannig voru
fýrstu viðbrögð Spánveija við stofn-
un SÍF. En það er heldur ekki rétt,
vegna þess að á hinum erlenda
markaði heyja íslensku sölusamtök-
in harða baráttu við seljendur sams
konar vöru frá öðrum löndum og
verða að miða verðlagningu sína
við hina erlendu keppinauta sína.
Ótrúlegustu afrek hafa verið unnin
af íslensku sölusamtökunum á er-
lendum mörkuðum í gegnum tíðina
og eru dæmi þess að tekist hafí að
selja einstaka sjávarafurðir fyrir
30—40% hærra verð en telst vera
heimsmarkaðsverð. En þau hafa
einnig þurft að gefa eftir af kröfum
sínum og oft hafa þau háð baráttu
upp á líf og dauða fyrir viðkomandi
framleiðslugrein.
Virkjun samtakamáttarins
Það þurfti rúman áratug eða allt
tímabilið á milli tveggja stóratburða
í sögu útflutningsverslunar þjóðar-
innar, krakksins mikla vorið 1920
og heimskreppunnar upp úr 1930,
til að þjappa mönnum saman hér
heima og mynda öll helstu samtök
sjávarútvegsins. Margar árangurs-
lausar tilraunir voru gerðar á þessu
tímabili til samtakamyndunar. En
á endanum voru það ógnir heims-
kreppunnar sem gerði útslagið um
það að fyrstu fijálsu sölusamtökin,
Sölusamband ísl. fiskframleiðenda,
SÍF, voru loks mynduð árið 1932.
í kjölfarið fylgdi síðan Síldarútvegs-
nefnd, SÚN 1934/35 (saltsíld),
Fiskimálanefnd (forveri SH og
Sjávarafurðadeildar Sambandsins)
1935 (hraðfrystur fiskur) og LÍÚ
1939 (veiðar og ísvarinn fiskur).
Engin sambærileg samtök í veröld-
inni standa þessum íslensku sölu-
samtökum á sporði. Á næstu árum
eftir stofnun SÍF í heimskreppunni
miklu reyndu allar helstu saltfísk-
framleiðsluþjóðirnar að stofnasam-
bærileg samtök en tókst ekki. Það
átti m.a. við um Nýfundnaland, einn
helsta keppinaut Islands s saltfísk-
mörkuðunum. Nýfundnaland varð
gjaldþrota í kreppunni og glataði
sjálfstæði sínu. Öll hafa þessi sam-
tök starfað sleitulaust síðan, í rúma
hálfa öld, ef frá er skilin Fiskimála-
nefnd, sem var pólitísk stofnun en
ekki frjáls samtök framleiðenda.
SH og síðan einnig SÍS yfirtóku
störf Fiskimálanefndar en hrað-
frystiiðnaðurinn var byggður upp í
heimsstyijöldinni síðari, þegar
markaðir fyrir saltaðar sjávarafurð-
ir lokuðst svo til alveg. Það sýnir
þá einingu, semverið hefur um störf
samtaka sjávarútvegsins að þar
hafa sömu mennirnir verið í for-
svari árum saman, jafnvel einstaka
menn í tvo áratugi. Það varð síðan
óhjákvæmilegt hlutskipti þessara
samtaka að hafa afskipti af fram-
leiðslumálum, sem einkum miðaðist
við að samræma framleiðslu félags-
manna við kröfur markaðarins.
Framleiðsla og sala
Það er nefnilega ekki hægt að
sundurskilja framleiðslu og sölu
sjávarafurða. Eins og menn vita eru
kröfur markaðarins mjög misjafnar
eftir svæðum. Skiptir sköpum fyrir
framleiðendur að geta lagað sig
skjótt að kröfum markaðarins. Fyr-
ir vikið gegna sölusamtökin þýðing-
armiklu hlutverki í sambandi við
stöðlun framleiðslunnar, tækni- og
vöruþróun og rannsóknarstarf, svo
og allt gæðaeftirlit. Hjá bæði SÍF
og SÚN hafa t.d. starfað menn með
áratuga reynslu í saltfísk- og salt-
síldarverkun og mati en rík áhersla
hefur verið lögð á að viðhalda þekk-
ingunni í hefðbundinni verkun, því
bæði saltfískur og síld er umfram
allt hefðbundin neysluvara. Einnig
er hugað að nýjungum og í krafti
samtakamáttarins hafa verið reist-
ar myndarlegar tilraunastöðvar, þar
sem unnið er stórmerkilegt starf í
sambandi við vöruþróun, bæði að
ósk kaupenda og að frumkvæði
sölusamtaknna, jafnfram því sem
þessar stöðvar gegna mikilvægu
hlutverki sem sameiginleg vöru-
geymsla framleiðenda. Mikilvægi
slíks geymsluhlutverks er meira en
gæti virst í fyrstu og ber þá að hafa
í huga að sú staða getur hvenær
sem er komið upp eins og dæmin
sanna, að markaðir lokast fyrir-
varalaust og opnast ekki aftur fyrr
en eftir margra mánaða samninga-
þref. Skiptir þá höfuðmáli að fram-
leiðslan liggi ekki undir skemmdum
eins og sannaðist með eftirminni-
legum hætti árið eftir að SÍF reisti
sína stöð við Keilugranda í
Reykjavík, en þá lokaðist saltfísk-
markaðurinn meirihluta ársins
1968. Sölusamtökin fást þannig
ekki einungis við að selja fram-
leiðslu félagsmanna sinna heldur
hafa þau bein áhrif á framleiðsluna
með því að miðla upplýsingum frá
markaðnum til framleiðenda og
sinna stöðlun framleiðslunnar og
gæðaeftirliti og í mörgum tilvikum
stjóma framleiðslunni í samræmi
við fyrirframgerða sölusamninga.
Reynsla sögunnar
Undirritaður er hvorki saltfisk-
framleiðandi né sagnfræðingur en
hann hefur fengist við það undan-
farin ár ásamt félögum sínum í
Lifandi myndum hf., að gera kvik-
myndir fyrir helstu samtök sjávar-
útvegsins og fínnst þeim tíma hafa
verið vel varið. Um hefur verið að
ræða sögulegar myndir, heimildar-
myndir um stöðu viðkomandi grein-
ar, kynningarmyndir og kennslu-
myndir. Saltfisksagan kennir okkur
að í saltfískverslun hafa ævinlega
skipst á góð og slæm tímabil. Á
góðu tímabilunum spretta einlægt
upp einstaklingar, sem óska eftir
meiri gróða sjálfum sér til handa
heldur en öðrum og eru tilbúnir að
kljúfa sig frá samtökunum, jafnvel
fórna þeim þegar þannig stendur
á. Síðan skipast veður í lofti þegar
á móti blæs og þá hefur sagan sýnt
okkur að með samtakamættinum
og honum einum hefur verið unnt