Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 46
46
oeer íam ,í>s huoaoutmmn aiQAjaviuoíiOM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Grikkland/ Júgóslavía;
Deila um „gríska
Makedoníumenn“
Aþenu. Reuter.
NOKKUR spenna hefur ríkt við landamæri Grikklands og Júgó-
slavíu að undaníornu og féllust Grikkir í gær á tillögu Júgóslava
um að viðræður hæfust þegar í stað um málið.
Samskipti ríkjanna hafa verið
stirð vegna andstöðu júgóslavn-
eskra stjórnvalda við ferðir grískra
vöruflutningabifreiða um Júgó-
Bandaríkjaþing:
Ovissa um að-
stoð við Mið-
Ameríkuríki
Washington. Reuter.
ÓVÍST er hvort Bandaríkja-
stjórn geti veitt Nicaragua og
Panama efhahagsaðstoð jafn
fljótt og búist var við eftir að
fulltrúadeild Bandaríkjaþings
felldi mikilvægt frumvarp um
fjárveitingar til Mið-Ameríku-
ríkja í fyrradag.
Frumvarpið var fellt vegna and-
stöðu repúblikana við ákvæði, sem
demókratar beittu sér fyrir, um
að efnahagsaðstoðin til þriðja
Mið-Ameríkuríkisins, E1 Salvad-
ors, yrði minnkuð um helming.
Þetta varð til þéss að nokkrir
demókratar greiddu einnig at-
kvæði gegn frumvarpinu, sem var
felltmeð 244 atkvæðumgegn 171.
Þótt Bandaríkjastjóm legði
áherslu á að Nicaragua og Pan-
ama, sem tóku upp lýðræði ný-
lega, fengju efnahagsaðstoð beitti
hún sér gegn frumvarpinu eftir
að fulltrúaþingið hafnaði breyting-
artillögu repúblikana um að efna-
hagsaðstoðin til E1 Salvadors yrði
ekki minnkuð jafn mikið og demó-
kratar vildu. Mikil óvissa er því
um hvort samþykkt verði sérstakt
frumvarp um að veita Bandaríkja-
forseta heimild til að veija 720
milljóna dala í efnahagsaðstoð til
Nicaragua og Panama.
slavíu til Evrópubandalagsríkja. Þá
hafa Júgóslavar hvatt til þess á
fundi allsheijarþings Sameinuðu
þjóðanna að stjórnvöld í Grikklandi
tryggi betur réttindi Makedoníu-
manna þar í landi. Mótmælendur
frá júgóslavneska ríkinu Makedoníu
lokuðu, einnig landamærum
ríkjanna í nokkrar klukkustundir á
laugardag til stuðnings „grískum
Makedoníumönnum". Stjómin í
Aþenu segir hins vegar að engir
Makedoníumenn séu í landinu, að-
eins Grikkir.
Antonis Samaras, utanríkisráð-
herra Grikklands, kvaðst í gær
reiðubúinn að ræða við starfsbróður
sinn í Júgóslavíu, Budimir Loncar,
í Aþenu 30. maí eða 15. júní. Hann
bætti þó við að þeir gætu aðeins
rætt ferðir vöruflutningabifreið-
anna um Júgóslavíu. „Hvernig er
hægt að ræða hluti sem ekki eru
til?“ svaraði Samaras þegar hann
var spurður hvort málefni Make-
doníumanna yrðu rædd á fundinum.
Bretland:
Reuter
Brando segirson sinn saklausan
Bandaríski leikarinn Marlon Brando gengur
úr dómshúsi í Los Angeles ásamt konu sinni,
Tarita Teriipia, eftir að réttað hafði verið í
máli sonar hans, Christian. Sonurinn hefur
verið sakaður um að hafa myrt unnusta hálf-
systur sinnar, Cheyenne. Brando hefur hingað
til forðast blaðamenn en efndi þó til fundar
með þeim í gær eftir réttarhöldin. Hann sagði
að sonur sinn væri saklaus og það yrði sannað
fyrir réttinum.
Aukakosningar í ömggu kjör-
dæmi Verkamannaflokksins
St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
KOSIÐ er í dag í Bootle kjör-
dæminu í Liverpool til þings.
Talið öruggt, að Verkamanna-
flokkurinn vinni þær kosningar.
Þingmaður kjördæmisins úr
Verkamannaflokknum, Allan Ro-
berts, lézt fyrr á árinu. í þingkosn-
ingunum 1987 fékk hann rétt
tæplega 67% greiddra atkvæða.
Þingsætið er því eitt allra örugg-
asta þingsæti Verkamannaflokks-
ins í öllu landinu.
Verkamannaflokkurinn hefur
þó skipulagt kosningabaráttuna í
þessum aukakosningum vandlega
minnugur þess, að í Govan kjör-
dæminu í Glasgow fyrir tveimur
árum síðan tapaðist álíka öruggt
sæti. Frambjóðandi Verkamanna-
flokksins, Mike Carr, er starfs-
maður Sambands flutningaverka-
manna. Hann hefur stutt forystu
flokksins dyggilega í baráttu
hennar við öfgasinnaða trotskýista
í Verkamannaflokknum í Liver-
pool.
íhaldsflokkurinn fékk aðeins
20% atkvæða í þessu kjördæmi í
síðustu kosningum. Frambjóðandi
flokksins segist geta sigrað nú,
en því trúir ekki nokkur maður,
ekki einu sinni í aðalstöðvum
flokksins í Lundúnum.
Aðrir frambjóðendur eiga ekki
von á nema hverfandi litlu fylgi.
Palestínuríki væri
ávísun á óstöðugleika
- segir Yehiel Yativ, sendiherra ísraels
„RÁÐAMENN í ísrael hafa fordæmt harðlega Qöldamorðin á
Palestínumönnum sem áttu sér stað síðastliðinn sunnudag. Þau
framdi geðsjúkur maður og viðbrögð Palestínumanna eru eðli-
leg,“ sagði Yehiel Yativ sendiherra Israels á íslandi með aðsetur
í Ösló þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um ófriðaröld-
umar sem nú rísa í hernámi ísraels.
Yativ lagði áherslu á að hinn
raunverulegi vandi í sambúð
þjóðanna væri ekki átök ísrael-
skra hermanna og Palestínu-
manna á hemumdu svæðunum.
Ekki væri hægt að koma í veg
fyrir slíkt á meðan engin viðund-
andi lausn til frambúðar hefði
verið fundin. „Og í raun tel ég
að ísraelski herinn hafí sýnt eins
mikla aðgát og hægt er síðan
uppreisnin hófst í desember
1987.“
Að sögn Yativs verður fyrsta
verkefni nýrrar ríkisstjórnar að
smíða ramma utan um friðarvið-
ræður við kjöma fulltrúa Pa-
lestínumanna en ekki Frelsissam-
tök Palestínu (PLO). Hann er
spurður um hvað þær viðræður
eigi að snúast og hvar hann sjái
fyrir sér staðsetningu Palestín-
uríkis. „í viðræðunum munum
við reyna að sýna Palestínu-
mönnum fram á að ekki sé þörf
fyrir Palestínuríki. Ég minni á
að til er ríki þar sem Palestínu-
menn eru í meirihluta, þ.e. Jórd-
anía. Ef fallist verður á nauðsyn,
þess að stofna Palestínuríki þá
er eina hugsanlega staðsetning
þess á hemumdu svæðunum.
Hins vegar held ég að slíkt ríki
væri ávísun á óstöðugleika fyrir
botni Miðjarðarhafs."
— En hvað á þá að gera við
Palestínumennina á hernumdu
svæðunum. Varla er hægt að
reka þá til Jórdaníu og ekki viljið
þið bjóða þeim að gerast ríkis-
borgarar í Israel?
„Það er til þriðja leiðin og hún
var lögð fram af ríkisstjóm ísra-
els fyrir ári síðan. Hún felur í
sér sjálfstjóm til handa Pa-
lestínumönnum á hernumdu
svæðunum að undangengnum
fijálsum kosningum. Sjálfstjóm-
in yrði á öllum sviðum nema í
öryggismálum og utanríkismál-
um. Gert er ráð fyrir því að
nokkrum árum síðar þegar ljóst
er hvemig sjálfstjórnin hefur tek-
ist verði samið um frambúðar-
lausn á sambúð gyðinga og Pa-
lestínumanna."
— En er ekki landnám gyð-
inga á hemumdu svæðunum í
mótsögn við þessa áætlun?
„Hvað er rangt við að menn
setjist að í heimkynnum forfeðra
sinna?“ sagði Yativ.
Morpinblaðið/KGA
Yehiel Yativ með 10 agorot peninginn.
Talið barst að 10 agorot pen-
ingnum ísraelska sem Yassir'
Arafat leiðtogi PLO sýndi
Steingrími Hermannssyni for-
sætisráðherra á dögunum. Hélt
Arafat því fram að á peningnum
væri kort af Stór-ísrael. Yativ
var með myntina meðferðis. Á
bakhliðinni er óreglulegur flekk-
ur og í harin er greypt tákn ísra-
els, sjö arma kertastjaki. „Það
er hefð fyrir því í ísrael að hafa
mynd af gömlum peningum á
nýsleginni mynt. í þessu tilviki
er um tvö þúsund ára gamlan
pening að ræða. Utlínumar eru
óreglulegar vegna þess að gamli
peningurinn hafði eyðst í tímans
rás. En að um kort af Stór-ísra-
el sé að ræða er náttúrlega íjar-
stæða.“
Sænska stjórnin:
Bofors-
skýrslan
afhent
Indveijum
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunbladsins. Reuter.
SÆNSKA stjórnin ákvað í gær
að afhenda indverskum ráða-
mönnum leynilega skýrslu, sem
ríkisendurskoðun gerði á sínum
tíma um vopnasölu Bofors-fyrir-
tækisins til Indlands. Fyrir
nokkru gagnrýndi þingnefnd
harðlega sljórnvöld fyrir að
halda eftir vissum hlutum skýrsl-
unnar en því var borið við að
slíkt væri nauðsyn vegna Iaga
um bankaleynd.
Bofors hefur verið sakað um
mútugreiðslur í sambandi við sölu
á sprengjuvörpum fyrir sem svarar
rúmum þrem milljörðum ísl.kr. til
indverska hersins en neitar sakar-
giftum.
Verulegum hluta umræddrar
skýrslu endurskoðendanna hefur
þegar verið lekið til fjölmiðla. Tals-
maður sænskra stjórnvalda kvaðst
ekki vita hvort Indveijar hefðu heit-
ið því að birta ekki skýrsluna. „Það
er ljóst að ríkisstjórn Svíþjóðar get-
ur ekki bundið hendur indverskra
ráðamanna. Hvort gert hefur verið
samkomulag heiðursmanna er allt
annað mál,“ sagði talsmaðurinn.