Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 46
46 oeer íam ,í>s huoaoutmmn aiQAjaviuoíiOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Grikkland/ Júgóslavía; Deila um „gríska Makedoníumenn“ Aþenu. Reuter. NOKKUR spenna hefur ríkt við landamæri Grikklands og Júgó- slavíu að undaníornu og féllust Grikkir í gær á tillögu Júgóslava um að viðræður hæfust þegar í stað um málið. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð vegna andstöðu júgóslavn- eskra stjórnvalda við ferðir grískra vöruflutningabifreiða um Júgó- Bandaríkjaþing: Ovissa um að- stoð við Mið- Ameríkuríki Washington. Reuter. ÓVÍST er hvort Bandaríkja- stjórn geti veitt Nicaragua og Panama efhahagsaðstoð jafn fljótt og búist var við eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi mikilvægt frumvarp um fjárveitingar til Mið-Ameríku- ríkja í fyrradag. Frumvarpið var fellt vegna and- stöðu repúblikana við ákvæði, sem demókratar beittu sér fyrir, um að efnahagsaðstoðin til þriðja Mið-Ameríkuríkisins, E1 Salvad- ors, yrði minnkuð um helming. Þetta varð til þéss að nokkrir demókratar greiddu einnig at- kvæði gegn frumvarpinu, sem var felltmeð 244 atkvæðumgegn 171. Þótt Bandaríkjastjóm legði áherslu á að Nicaragua og Pan- ama, sem tóku upp lýðræði ný- lega, fengju efnahagsaðstoð beitti hún sér gegn frumvarpinu eftir að fulltrúaþingið hafnaði breyting- artillögu repúblikana um að efna- hagsaðstoðin til E1 Salvadors yrði ekki minnkuð jafn mikið og demó- kratar vildu. Mikil óvissa er því um hvort samþykkt verði sérstakt frumvarp um að veita Bandaríkja- forseta heimild til að veija 720 milljóna dala í efnahagsaðstoð til Nicaragua og Panama. slavíu til Evrópubandalagsríkja. Þá hafa Júgóslavar hvatt til þess á fundi allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna að stjórnvöld í Grikklandi tryggi betur réttindi Makedoníu- manna þar í landi. Mótmælendur frá júgóslavneska ríkinu Makedoníu lokuðu, einnig landamærum ríkjanna í nokkrar klukkustundir á laugardag til stuðnings „grískum Makedoníumönnum". Stjómin í Aþenu segir hins vegar að engir Makedoníumenn séu í landinu, að- eins Grikkir. Antonis Samaras, utanríkisráð- herra Grikklands, kvaðst í gær reiðubúinn að ræða við starfsbróður sinn í Júgóslavíu, Budimir Loncar, í Aþenu 30. maí eða 15. júní. Hann bætti þó við að þeir gætu aðeins rætt ferðir vöruflutningabifreið- anna um Júgóslavíu. „Hvernig er hægt að ræða hluti sem ekki eru til?“ svaraði Samaras þegar hann var spurður hvort málefni Make- doníumanna yrðu rædd á fundinum. Bretland: Reuter Brando segirson sinn saklausan Bandaríski leikarinn Marlon Brando gengur úr dómshúsi í Los Angeles ásamt konu sinni, Tarita Teriipia, eftir að réttað hafði verið í máli sonar hans, Christian. Sonurinn hefur verið sakaður um að hafa myrt unnusta hálf- systur sinnar, Cheyenne. Brando hefur hingað til forðast blaðamenn en efndi þó til fundar með þeim í gær eftir réttarhöldin. Hann sagði að sonur sinn væri saklaus og það yrði sannað fyrir réttinum. Aukakosningar í ömggu kjör- dæmi Verkamannaflokksins St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSIÐ er í dag í Bootle kjör- dæminu í Liverpool til þings. Talið öruggt, að Verkamanna- flokkurinn vinni þær kosningar. Þingmaður kjördæmisins úr Verkamannaflokknum, Allan Ro- berts, lézt fyrr á árinu. í þingkosn- ingunum 1987 fékk hann rétt tæplega 67% greiddra atkvæða. Þingsætið er því eitt allra örugg- asta þingsæti Verkamannaflokks- ins í öllu landinu. Verkamannaflokkurinn hefur þó skipulagt kosningabaráttuna í þessum aukakosningum vandlega minnugur þess, að í Govan kjör- dæminu í Glasgow fyrir tveimur árum síðan tapaðist álíka öruggt sæti. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Mike Carr, er starfs- maður Sambands flutningaverka- manna. Hann hefur stutt forystu flokksins dyggilega í baráttu hennar við öfgasinnaða trotskýista í Verkamannaflokknum í Liver- pool. íhaldsflokkurinn fékk aðeins 20% atkvæða í þessu kjördæmi í síðustu kosningum. Frambjóðandi flokksins segist geta sigrað nú, en því trúir ekki nokkur maður, ekki einu sinni í aðalstöðvum flokksins í Lundúnum. Aðrir frambjóðendur eiga ekki von á nema hverfandi litlu fylgi. Palestínuríki væri ávísun á óstöðugleika - segir Yehiel Yativ, sendiherra ísraels „RÁÐAMENN í ísrael hafa fordæmt harðlega Qöldamorðin á Palestínumönnum sem áttu sér stað síðastliðinn sunnudag. Þau framdi geðsjúkur maður og viðbrögð Palestínumanna eru eðli- leg,“ sagði Yehiel Yativ sendiherra Israels á íslandi með aðsetur í Ösló þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um ófriðaröld- umar sem nú rísa í hernámi ísraels. Yativ lagði áherslu á að hinn raunverulegi vandi í sambúð þjóðanna væri ekki átök ísrael- skra hermanna og Palestínu- manna á hemumdu svæðunum. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir slíkt á meðan engin viðund- andi lausn til frambúðar hefði verið fundin. „Og í raun tel ég að ísraelski herinn hafí sýnt eins mikla aðgát og hægt er síðan uppreisnin hófst í desember 1987.“ Að sögn Yativs verður fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að smíða ramma utan um friðarvið- ræður við kjöma fulltrúa Pa- lestínumanna en ekki Frelsissam- tök Palestínu (PLO). Hann er spurður um hvað þær viðræður eigi að snúast og hvar hann sjái fyrir sér staðsetningu Palestín- uríkis. „í viðræðunum munum við reyna að sýna Palestínu- mönnum fram á að ekki sé þörf fyrir Palestínuríki. Ég minni á að til er ríki þar sem Palestínu- menn eru í meirihluta, þ.e. Jórd- anía. Ef fallist verður á nauðsyn, þess að stofna Palestínuríki þá er eina hugsanlega staðsetning þess á hemumdu svæðunum. Hins vegar held ég að slíkt ríki væri ávísun á óstöðugleika fyrir botni Miðjarðarhafs." — En hvað á þá að gera við Palestínumennina á hernumdu svæðunum. Varla er hægt að reka þá til Jórdaníu og ekki viljið þið bjóða þeim að gerast ríkis- borgarar í Israel? „Það er til þriðja leiðin og hún var lögð fram af ríkisstjóm ísra- els fyrir ári síðan. Hún felur í sér sjálfstjóm til handa Pa- lestínumönnum á hernumdu svæðunum að undangengnum fijálsum kosningum. Sjálfstjóm- in yrði á öllum sviðum nema í öryggismálum og utanríkismál- um. Gert er ráð fyrir því að nokkrum árum síðar þegar ljóst er hvemig sjálfstjórnin hefur tek- ist verði samið um frambúðar- lausn á sambúð gyðinga og Pa- lestínumanna." — En er ekki landnám gyð- inga á hemumdu svæðunum í mótsögn við þessa áætlun? „Hvað er rangt við að menn setjist að í heimkynnum forfeðra sinna?“ sagði Yativ. Morpinblaðið/KGA Yehiel Yativ með 10 agorot peninginn. Talið barst að 10 agorot pen- ingnum ísraelska sem Yassir' Arafat leiðtogi PLO sýndi Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra á dögunum. Hélt Arafat því fram að á peningnum væri kort af Stór-ísrael. Yativ var með myntina meðferðis. Á bakhliðinni er óreglulegur flekk- ur og í harin er greypt tákn ísra- els, sjö arma kertastjaki. „Það er hefð fyrir því í ísrael að hafa mynd af gömlum peningum á nýsleginni mynt. í þessu tilviki er um tvö þúsund ára gamlan pening að ræða. Utlínumar eru óreglulegar vegna þess að gamli peningurinn hafði eyðst í tímans rás. En að um kort af Stór-ísra- el sé að ræða er náttúrlega íjar- stæða.“ Sænska stjórnin: Bofors- skýrslan afhent Indveijum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. Reuter. SÆNSKA stjórnin ákvað í gær að afhenda indverskum ráða- mönnum leynilega skýrslu, sem ríkisendurskoðun gerði á sínum tíma um vopnasölu Bofors-fyrir- tækisins til Indlands. Fyrir nokkru gagnrýndi þingnefnd harðlega sljórnvöld fyrir að halda eftir vissum hlutum skýrsl- unnar en því var borið við að slíkt væri nauðsyn vegna Iaga um bankaleynd. Bofors hefur verið sakað um mútugreiðslur í sambandi við sölu á sprengjuvörpum fyrir sem svarar rúmum þrem milljörðum ísl.kr. til indverska hersins en neitar sakar- giftum. Verulegum hluta umræddrar skýrslu endurskoðendanna hefur þegar verið lekið til fjölmiðla. Tals- maður sænskra stjórnvalda kvaðst ekki vita hvort Indveijar hefðu heit- ið því að birta ekki skýrsluna. „Það er ljóst að ríkisstjórn Svíþjóðar get- ur ekki bundið hendur indverskra ráðamanna. Hvort gert hefur verið samkomulag heiðursmanna er allt annað mál,“ sagði talsmaðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.